Rannsóknarstofa Landspítala og Háskóla Íslands í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum (RKB)
Styrkumsókn í rannsóknarsjóð RKB
Rannsóknarsjóður kvenna- og barnaþjónustu úthlutar styrkjum til rannsókna í fæðinga- kvenna- barna- og fjölskyldufræðum á Landspítala.
Frestur til að sækja um rann út á miðnætti 1.október 2025
Markmið sjóðsins er að styðja við rannsóknarvirkni vísindamanna sem stunda rannsóknir í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum
Rannsóknarsjóðurinn úthlutar styrkjum árlega á haustin. Tekið er við umsóknum frá maí og umsóknarfrestur er til september. Sækja má um styrkupphæð að hámarki 1.5 milljón. Umsókn skal skilað rafrænt í rannsókna- og styrkumsjónakerfis Landspítala.
Skilyrði fyrir styrkveitingu
Starfsmenn kvenna- og barnaþjónustu Landspítala eða samstarfsaðilar þeirra geta sótt um. Ekki aðrir.
Umsókn er í samræmi við leiðbeiningar og reglur um úthlutun styrkja úr sjóðnum.
Staðfesting á leyfi siðanefndar fylgir umsókn.
Aðalumsækjandi er fastráðinn starfsmaður kvenna- og barnaþjónustu Landspítala.
Með umsókn fylgja uppfærð ferilskrá og ritalisti aðalumsækjanda.
Allar umbeðnar upplýsingar koma fram í umsókn og öll umbeðin gögn fylgja.
Mikilvægar upplýsingar
Aðeins einn styrkur er í boði fyrir hvert verkefni.
Umsóknir eru metnar út frá vísindalegu gildi, nýnæmi verkefna, gæðum umsókna og reynslu og vísindalegum bakgrunni aðalumsækjenda.
Sé verkefnið hluti af meistara- eða doktorsnámi þá skal leiðbeinandinn að öllu jöfnu vera aðalumsækjandi.
Ekki skal sækja um styrk fyrir verkefni eða verkhluta sem þegar er lokið.
Styrkjum er úthlutað í nóvember. Styrkur skal sóttur innan 12 mánaða, annars verður fénu endurúthlutað.
Um vísindarannsóknir á Landspítala
Leiðbeiningar fyrir styrkumsókn
Þú getur einnig prentað út leiðbeiningar fyrir styrkumsókn (.pdf).
