Rannsóknarstofa Landspítala og Háskóla Íslands í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum (RKB)
Rannsóknasjóður RKB
Markmið með starfi sjóðsins er að styðja við og styrkja rannsóknarstarf á RKB. Úthlutað verður styrkjum úr sjóðnum samkvæmt starfsreglum hans til að efla rannsóknarstofuna í samræmi við markmið hennar.
Eignir sjóðsins
Stofnfé, að upphæð 50 milljónir króna, var gefið af Minningargjafasjóði Landspítala Íslands í janúar 2019.
Höfuðstól sjóðsins er óheimilt að skerða.
Tekjur sjóðsins
Vextir af stofnfé.
Fjárframlög frá einstaklingum og lögaðilum.
Gjafir, styrkir og áheit sem tengjast starfsemi rannsóknarstofunnar.
Vextir af fjármunum sem berast sjóðnum.
Stjórn rannsóknasjóðs RKB
Jóhanna Gunnarsdóttir, sérfræðilæknir, lektor, formaður
Henný Hraunfjörð, hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri, ritari
Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðir, lektor, gjaldkeri
Dagbjörg B. Sigurðardóttir, sérfræðilæknir, meðstjórnandi
Rakel Björg Jónsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun, meðstjórnandi
