Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Upplýsingar fyrir lækna

Brjósklos í hálshrygg, lendhrygg og spinal canal stenósur í lendhrygg.

Brjósklos er góðkynja hrörnunarástand liðþófanna. Það getur komið eftir áverka en það er sjaldgjæft. Brjósklos er algengast í lendhryggnum, en kemur einnig fyrir í hálshrygg en sjaldnast í brjósthrygg.

Náttúrulegur gangur brjóskloss er góðkynja og batahorfur án skurðaðgerðar eru góðar. Flestir verða góðir af einkennum brjóskloss innan þriggja mánaða án skurðaðgerðar.

Almennt

Brjósklos kynnir sig oftast með miðlægum verkjaeinkennum með leiðni í nærumhverfi. Verkir út frá brjósklosi í nærumhverfi mjóbaksins eru spjaldhryggur, mjaðmagrind, mjaðmir, rasskinnar, nárar og ofanverð læri, en í hálshryggnum er það oftast herðablöð, axlir og hnakki. Þessi verkjaeinkenni stafa af verkjaboðum frá stoðvefnum og kallast nociceptic verkur.

Við þessum verkjum (stoðkerfisverkjum) gagnast ekki skurðaðgerð.

Tilfelli sem þarfnast skurðaðgerða

Á heila- og taugaskurðdeild Landspítala sinna heilaskurðlæknar aðeins tilfellum sem krefjast skurðaðgerða til að losa eða lina taugarótarverki í höndum eða fótleggjum.

Flestir sjúklingar sem gangast undir aðgerð eru með taugarótareinkenni frá mjóbaki vegna brjóskloss eða þrengsla í mænugangi mjóbaks. Sömu vandamál geta komið upp í hálshrygg, en sjúklingahópurinn þar er minni.

Verklagsreglur við mat á gagnsemi aðgerðar

Heimilislæknir sér um greiningu og meðferð sjúklinga, og vísar til taugaskurðlæknis til greiningar hvort skurðaðgerð sé gagnleg ef þörf er á. Heimilislæknar þurfa að styðjast við verklagsreglur heilsa- og taugaskurðlækna varðandi greiningu og geta stuðst við flæðirit taugarótarklemmu í hrygg(.pdf).

Verklagsreglurnar byggja á

  • sögutöku

  • skoðun

  • endurmati

  • sannaðri taugaklemmu á segulómskoðun

Ítarefni