Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Brjósklos í hálshrygg

Batahorfur er langoftast mjög góðar án inngripa því er beðið til að sjá hvort einstaklingur geti sloppið við inngrip. Brjósklos í hálshrygg með taugrótarverk:

  • hefur áhrif á griplimina

  • truflar mikið daglegar athafnir í lengri tíma

  • er verulega lífsgæðatruflandi ástand.

Sökum góðkynja sjúkdómsgangs taugarótarklemmu vegna brjóskloss er endurmat nauðsynlegt áður en tilvísun er send. Ef taugaleiðniverkur er byrjaður að minnka í útbreiðslu eða styrk við endurmat, er oftast að vænta frekari bata án inngripa.

Ábending til skurðaðgerðar til að lina/lækna taugaleiðniverk í griplim

Sjúklingar sem eru:

  • með daglegan lífsgæðatruflandi taugaleiðniverk sem hefur varað í meira en 8 vikur

  • ekki að batna þrátt fyrir hvíld og lyfjameðferð

  • með sannaða taugaklemma á segulómskoðun, ekki eldri en tveggja mánaða

Uppgefin tímamörk fyrir lengd leiðniverks og ábendingu til skurðaðgerðar eru afstæð, einstaklingsbundin og háð einkennaþróun.

Einstaklingar sem eru skornir upp innan uppgefinna tímamarka eru þeir sem eru:

  • á fullri lyfjameðferð

  • með það mikla hreyfiskerðingu vegna verkja að þeir geta ekki sinnt daglegum þörfum eins og að komast á salerni, þrífa sig og næra.

Einnig þeir sem eru með vaxandi brottfallseinkenni frá taugarótum eins og miklar lamanir í griplim, 3/5 eða minna, skornir upp fyrr.

Örsjaldan er brjósklos í hálshrygg það stórt að það valdi mænueinkennum eins og máttminkun í ganglim. Mikilvægt er að greina það strax, staðfesta það með segulómskoðun og fá mat heila- og taugaskurðlæknis.

Ástæða þess að beðið er með aðgerð

Ástæðan fyrir því að beðið er lengur með að gera aðgerð á brjósklosi í hálshrygg er að aðgerðin er umfangsmeiri og hættulegri varðandi aukaverkanir og skilur eftir sig varanlega breytingu í hálshrygg, þar sem allur liðþófinn er fjarlægður og íhlutur er settur inn í viðkomandi hálshryggjarbil, sem er fusionerað/spengt.

Bakgrunnur

Einkenni

Brjósklos í hálshrygg kynnir sig oftast, eins og brjósklos í lendhrygg, með miðlægum verkjaeinkennum með leiðni í nærumhverfi eins og herðablöð, axlir og hnakka. Þessi verkjaeinkenni stafa af verkjaboðum frá stoðvefnum og kallast nociceptic verkur. Lykilatriði er að átta sig á að við þessum verkjum gagnast ekki skurðaðgerð.

Í færri tilfellum kynnir brjósklos sig með taugarótarverk, sem er neurogen verkur. Það gerist ef brjóskið leggst á taugarótina. Birtingarmynd einkenna skilur sig frá taugarótarverknum í ganglim að því leiti að verkjaleiðnin fylgir ekki eins vel viðkomandi dermatómi.

  • Verknum er oft lýst sem þungum viðþolslausum verk niður í handlegg, stundum eingöngu í upphandlegg.

  • Taugaleiðniverknum fylgir oft dofi á viðkomandi dermatómi en sjaldnar máttminkun í viðkomandi myotomi.

  • Taugaleiðniverkurinn er oft heiftarlegur í byrjun, þar sem bólga er í tauginni og getur það ástand staðið yfir í liðlega tvær vikur.

Á þessum tíma er gefin full verkjalyfjameðferð og sjúklingur látinn hvíla sig í þeim stellingum sem þeim líður best í.

Fræðsla og regluleg eftirfylgni og sérstaklega mikilvæg fyrir sjúklinginn.

Ítarefni