Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Spinal canal stenósa í lendhrygg

Spinal canal stenósa eða mænugangaþrenging er oftast áunnin og þá sem hluti af aldursbundinni hrörnun hryggjarins. Þrengingin orsakast af þykknun á facettu liðum og ligamentum flavum ásamt myndun beinnabba á liðþófabrúnum. Myndun mænugangaþrengingar á sér stað á löngum tíma og einkenni koma hægt og sígandi, ólíkt brjósklosi.

Ábending til skurðaðgerðar

Sjúklingar sem eru með

  • daglega lífsgæðatruflandi taugaleiðniverki frá mjóbaki niður í ganglimi við stöður og göngur

  • Taugleiðniverki sem hafa útbreiðslu frá mjóbaki niður fyrir hné í kálfa eða sköflunga

  • sannaða klemma að taugarótarsekk með segulómskoðunarrannsókn sem er ekki eldri en sex mánaða

Skurðaðgerð gagnast fyrst og fremst við taugaleiðniverkjunum niður í ganglimina.

Bakgrunnur og einkenni

Slitbreytingar í mjóbaki kynna sig oftast með miðlægum verkjaeinkennum með leiðni í nærumhverfi mjóbaksins; spjaldhrygginn, mjaðmagrinda, mjaðmirnar, nára, rasskinnar og ofanverð læri. Þessi einkenni eru stöðu- og álagsbundin og koma oftast fram við að reyna á bakið og lyfta hlutum og að fetta sig.

Einkenni versna við lengri stöður og göngur og lagast við að hvíla hryggsúluna og beygja hana fram á við. Þetta er oftast gert með því að setjast eða beygja sig fram og styðja sig við innkaupakerru eða álíka. Við þetta linast oft þessir verkir eitthvað á nokkrum mínútum en lagast betur við að liggja og hvílast um stund. Á þessu stigi getur segulómskoðunarrannsókn sýnt mænugangaþrengingu.

Þetta einkennamynstur er oftast stoðkerfisverkir sem eru ekki lagaðir með mjóbaksaðgerð þó svo að stenósa sé til staðar á segulómskoðun.

Þróun einkenna

Spinal canal stenósan getur þróast frekar yfir í að herða það mikið að taugrótarsekknum að taugarótarverkir koma fram sem leiðniverkir niður í ganglimina, niður fyrir hné. Einkennin eru stöðubundin eins og áður með stoðkerfisverkjum, en við þetta bætist taugaleiðniverkurinn, sem eins og stoðkerfisverkirnir, versnar við lengri stöður og göngur og lagast við að setjast, halla sér fram eða hvíla sig.

  • Á þessu stigi er til staðar blanda af stoðkerfisverk og taugaleiðniverk.

  • Dæmigerðir taugaleiðniverkir fara niður í rasskinnar læri og kálfa.

  • Þeim getur fylgt dofatilfinning í fótum og visst stjórnleysi og kraftleysi.

  • Oftast er ekki að finna brottfallseinkenni við skoðun.

Nauðsynlegt er að átta sig á hvort kvelur viðkomandi meira, verkur í mjóbaki og nærumhverfi hans eða taugaleiðniverkir niður í ganglimina. Það er afgerandi þegar verið er að meta hvort skurðaðgerð á mjóbakinu gagnist.

Sjúkraþjálfun sem fyrsta meðferð

Sjúkraþjálfun gegnir mikilvægu hlutverki sem fyrsta meðferð þeirra sem greindir eru með spinal canal stenósu því að sjúkraþjálfun:

  • linar stoðkerfisverki sem oftast eru hamlandi í daglegu lífi

  • gagnast mörgum sem eina meðferðarformið.

Endurmat eftir sjúkraþjálfunina gegnir mikilvægu hlutverki í því að átta sig betur á vægi hinna raunverulegu taugaleiðniverkja í lífsgæðatruflun viðkomandi.

Mikilvægt er að fræða einstaklinga sem eru komnir lífsgæðtruflandi verki út frá spinal canal stenósu um að þetta ástand er hluti af öldrun hryggsins, að það sé góðkynja í eðli sínu og þarfnist oftast ekki skurðaðgerðar.

Einnig er mikilvægt að hvetja einstaklinga að vera virkir og stunda hreyfingu að getumörkum að minnsta kosti. Það hefur sýnt sig að ein besta meðferðin sé upplýsingar og hreyfing í þessum vandamálum.

Ítarefni