Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN), Orkustofnun og Rafbílastöðin hafa síðastliðið ár unnið að greiningarvinnu á bifreiðaflota stofnunarinnar fyrir orkuskipti og uppbyggingu hleðsluinnviða. Bifreiðafloti Heilbrigðisstofnunar Norðurlands telur ríflega 40 bifreiðar og þjónustar Norðurlandið, allt frá Blönduósi í vestri til Þórshafnar á Langanesi í austri.