Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Leiðbeiningar og ráðgjöf á Heilsuveru

21. júní 2024

Á þekkingarvefnum Heilsuveru er auðvelt að finna skýrar leiðbeiningar um hvernig best er að bregðast við veikindum og leita eftir einkennum eða sjúkdómum.

Heilsuvera

Á Heilsuveru finnurðu fræðsluefni um sjúkdóma, forvarnir og fyrirbyggjandi leiðir til heilbrigðara og betra lífs. Á vefnum getur þú skráð þig inn á Mínar Síður þar sem hægt er að endurnýja lyf, eiga örugg samskipti við heilbrigðisstarfsfólk og fleira.

  • Á vef Heilsuveru er hægt að fá ráðgjöf í gegnum netspjallið á milli kl. 8-22.

  • Í gegnum síma 1700 er hægt að fá ráðgöf allan sólarhringinn alla daga vikunnar.

  • Fólki í neyð er bent á að hringja í síma 112.

  • Lyfjaendurnýjanir fara fram í gegnum Mínar Síður á Heilsuveru eða í símatímum lyfjaendurnýjunar á heilsugæslustöð.

  • Fyrir tímabókanir hjá heimilislæknum þarf að hafa samband við heilsugæslustöð.

Þekkingarvefnum Heilsuveru er ætlað að hjálpa fólki að leita sér auðskiljanlegra upplýsinga um sjúkdóma og einkenni þeirra. Allt efni er unnið af fagfólki og lögð mikil áhersla á að allir geti nýtt sér efnið.