„Við sjáum mikil tækifæri til að efla þjónustu og samfellu í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni á Norðurlandi og Austurlandi undir hatti HSN og því er gríðarmikill styrkur að fá reynt og gott fólk til starfa í nýtt geðheilsuteymi. HSN hefur mikinn metnað til að gera þetta vel" segir Alice Harpa Björgvinsdóttir, forstöðumaður sálfélagslegrar þjónustu hjá HSN.