Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Boðskort á stofnun Akureyrarklíníkurinnar

14. ágúst 2024

Stofnun Akureyrarklíníkurinnar - þekkingar- og ráðgjafarmiðstöðvar um ME sjúkdóminn og langvarandi eftirstöðvar COVID-19 fer fram föstudaginn 16. ágúst kl. 14 í Menntaskólanum á Akureyri (Kvosinni). Streymt verður frá viðburðinum.

ME Boðskort

Stofnun Akureyrarklíníkurinnar - þekkingar- og ráðgjafarmiðstöðvar um ME sjúkdóminn og langvarandi eftirstöðvar COVID-19 fer fram föstudaginn 16. ágúst kl. 14 í Menntaskólanum á Akureyri (Kvosinni).

Haldin verða nokkur stutt erindi og heilbrigðisráðherra og forstjórar Sjúkrahússins á Akureyri og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands undirrita samstarfsyfirlýsingu um stofnun klíníkurinnar.

Myalgic encephalomyelitis (ME) er alvarlegur krónískur þreytusjúkdómur. Hluti þeirra sem fengu COVID-19 glíma við eftirstöðvar með ME líkum einkennum. Með stofnun Akureyrarklíníkurinnar er ætlunin að efla þjónustu við einstaklinga með ME og langvarandi eftirstöðvar COVID-19, stuðla að samfélagslegri vitundarvakningu, standa að skráningu og nýta tækifæri til rannsókna.

Akureyrarklíníkin mun hafa samhæfandi hlutverk á landsvísu og leiða samstarf við Landspítala og aðra aðila sem sinna ME sjúklingum svo sem endurhæfingarstofnanir og sérfræðilækna á stofum.

Streymt verður frá opnuninni í gegnum Facebook viðburðinn, sjá hlekk.

Öll velkomin!

DAGSKRÁ

  • TÓNLIST – Edda Björg og Unnsteinn

  • Opnun – Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri SAk

  • Ávarp heilbrigðisráðherra – Willum Þór Þórisson

  • Ávarp landlæknis – Alma Möller

  • Af Akureyrarklíníkinni: Friðbjörn Sigurðsson, læknir

  • Tvær stuttar reynslusögur

    • Herdís Sigurjónsdóttir

    • Vilborg Ása Guðjónsdóttir

  • TÓNLIST – Edda Björg og Unnsteinn

  • New ME Clinic in Iceland. Opportunities and Challenges Ahead: Jonas Bergquist, læknir og prófessor við Uppsalaháskóla í Svíþjóð

  • Ávarp forstjóra Landspítala - Runólfur Pálsson

  • Lokaorð - Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN

  • Undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar

Léttar veitingar að fundi loknum.