Ársfundur HSN var haldinn 5. september
9. september 2024
Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands var haldinn 5. september síðastliðinn í Hofi á Akureyri.
Ársskýrsla HSN 2023 var kynnt á fundinum og farið yfir ársreikning. Árið var um margt gott hjá stofnuninni og var hún rekin með 36 milljóna afgangi. Þrátt fyrir að HSN glími við áskoranir í mönnun, eins og aðrar heilbrigðisstofnanir, þá er stofnunin afar heppin með starfsfólk sem er almennt mjög helgað og veitir fyrirtaks þjónustu. Á árinu 2023 hélt stofnunin áfram vegferð sinni við innleiðingu rafrænna ferla og að efla velferðartækni.
Heilt yfir gekk árið vel, kannanir sýna að íbúar svæðisins treysta stofnuninni vel og mörg markmið hafa náðst. Framkvæmdastjórn horfir björtum augum til framtíðar. Á árinu 2024 hafa verið mörg mikilvæg verkefni, s.s. stefnumótun og flutningur í nýja heilsugæslustöð á Akureyri en jafnframt mun stofnunin fagna tíu ára afmæli. Framkvæmdastjórn HSN þakkar starfsfólki kærlega fyrir gott samstarf og góð störf í þágu íbúa á Norðurlandi árið 2023.
Ársskýrsla HSN 2023 hefur verið birt á vefnum og einnig er hægt að nálgast skýrsluna á gagnvirku formi.