GEV hefur nú lokið við rannsókn á alvarlegu óvæntu atviki sem átti sér stað á vinnu- og hæfingarstöð fyrir fatlaða einstaklinga, sem rekin er á grundvelli laga nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningþarfir. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021 (lög um GEV) ber stofnuninni að birta eftirlitsskýrslur, eða útdrætti úr þeim, á aðgengilegan og skipulegan hátt. Með vísan til ríkra persónuverndarsjónarmiða hlutaðeigandi telur GEV ekki unnt að birta skýrsluna í heild sinni heldur verður útdráttur birtur hér á vefsíðu GEV.