Frumkvæðiseftirlit
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) sinnir eftirliti með gæðum þjónustu. Eftirlit getur verið reglubundið, byggt á áhættumati eða vegna ákveðins tilefnis, ábendinga eða upplýsinga sem stofnuninni hefur borist vegna kvörtunarmála.
Fyrirspurnir eða upplýsingar vegna frumkvæðisathugana sendist á eftirlit@gev.is.
Ferli frumkvæðiseftirlits GEV aflar allra upplýsinga og gagna sem teljast nauðsynleg fyrir eftirlit stofnunarinnar
GEV sendir tilkynningu til þjónustuveitenda um upphaf frumkvæðiseftirlits.
Fundað er með þjónustuveitendum.
Gagnaöflun fer fram, t.d. með vettvangsathugunum, viðtölum, spurningakönnunum eða öðrum aðferðum sem taldar eru henta best hverju sinni. Lögð er áhersla á að notendur þjónustu fái tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
Gagnagreining og skýrslugerð.
Útgáfa skýrslu eða útdráttar úr henni. Ef tilefni er til setur stofnunin fram tilmæli um úrbætur sem gera verður innan ákveðins tíma.
Skýrslur vegna frumkvæðiseftirlits eru að finna undir Útgefið efni.