Fara beint í efnið
Fjársýslan Forsíða
Fjársýslan Forsíða

Fjársýslan

Gildi og áherslur

Fjársýslan hefur sameiginleg gildi að leiðarljósi sem eiga að tryggja samræmi í daglegu starfi hennar.

Þekking
Við erum framsækin og fylgjumst með straumum og stefnum í opinberum fjármálum. Við hikum ekki við að deila þekkingu með öðrum og innleiða nýjungar inn í okkar verklag.

Áreiðanleiki
Við ávinnum okkur traust með því að viðhalda áreiðanlegum vinnubrögðum. Þá viljum við vera góð fyrirmynd annarra stofnana þegar kemur að opinberri fjársýslu.

Þjónusta
Við leitum stöðugt leiða til að veita skilvirka, hraða og örugga þjónustu. Þannig
byggjum við upp þjónustumenningu sem uppfyllir þarfir viðskiptavina okkar.

Framtíðarsýn

Fjársýslan er þekkt fyrir framúrskarandi þjónustu og góða þekkingu á sviði umsýslu opinberra fjármála.

Áherslur

Verklagið

Við rýnum vinnubrögð okkar og berum kennsl á tækifæri til þess að gera betur. Helstu ferlar í daglegri starfsemi eru kortlagðir og skráðir og umbætur eru gerðar á starfseminni þegar tilefni er til og byggja á reglulegri yfirferð verkferla

  • Ferlar

  • Eftirlit

  • Umbætur

Verkfærin

Við horfum til þess að hafa rétt verkfæri, þróa upplýsingakerfi í takti við þarfir notenda og auka samræmi á milli ólíkra kerfa. Þá eru uppi auknar kröfur um sjálfvirkni í ferlum og í þjónustu almennt.

  • Þróun

  • Skilvirkni

  • Fræðsla

Viðskiptavinir

Við ætlum að veita vandaða og vel skilgreinda þjónustu með sjálfsafgreiðslu sem fyrsta valkost. Auknar kröfur eru gerðar um aðgengi að upplýsingum um ríkisreksturinn og við munum leggja okkar af mörkum til að mæta þeim.

  • Samræmi

  • Sjálfvirkni

  • Upplýsingagjöf

Við

Við leggjum áherslu á að Fjársýslan sé eftirsóknarverður vinnustaður fyrir öflugt og metnaðarfullt fólk. Lögð er áhersla á jafnrétti, liðsheild, starfsánægju, gagnkvæma virðingu og gott starfsumhverfi.

  • Jafnrétti

  • Starfsánægja

  • Þekkingaröflun

Fjársýslan

Afgreiðslutími

Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-15
föstudaga kl. 9-13

Sími: 545 7500

|

Katrínartún 6

|

105 Reykjavík

|

kt. 540269-7509

|

postur@fjarsyslan.is