Fyrirhugað útboð á rammasamningi um úrgangsþjónustu
1. október 2024
Undirbúningur að nýjum rammasamningi um úrgangsþjónustu stendur nú yfir sem mun taka gildi í febrúar 2025. Áhugasamir aðilar geta skráð sig á umræðufund til að koma sjónarmiðum á framfæri við verkefnastjóra útboðsins.
Nýr rammasamningur um úrgangsþjónustu í vinnslu
Ríkiskaup, fyrir hönd rammasamningsaðila, tilkynna fyrirhugað útboð á nýjum rammasamningi fyrir úrgangsþjónustu.
Ríkiskaup hefur aflað endurgjafar frá kaupendum í núverandi samningi og kallað eftir upplýsandi samtali við áhugasama aðila á markaði. Útboðið mun taka tillit til niðurstaðna þessara samtala og skoðana kaupenda um áherslubreyrtingar á þjónustu í nýjum samningi.
Umræðufundur 8. október kl 10
Svo tryggja megi að útboðið taki fullnægjandi tillit til framboðs á markaði úrgangsþjónustu fyrir hið opinbera mun Ríkiskaup halda opinn umræðufundur fyrir áhugasöm fyrirtæki áður en útboðsgögn verða fullmótuð. Gera má ráð fyrir að fundurinn taki um 60-90 mínútur.
Markmið umræðufundarins er að gera verkefnastjóra útboðsins kleift að fullmóta útboðsgögn að teknu tilliti til breytinga og nýjunga á sviði úrgangsþjónustu með uppbyggilegu samtali við aðila á markaði.
Allt um þátttöku í samningum Ríkiskaupa
Á nýjum vef Ríkiskaupa er að finna gagnlegar og notendavænar upplýsingar fyrir fyrirtæki um þátttöku í útboðum og rammasamningum.
Mikilvægar upplýsingar fyrir áhugasamra aðila
Áhugasamir aðilar eru hvattir til að fylgjast náið með tilkynningum um útboð á útboðsvefnum og skrá sig í áskrift til að fá tilkynningu um nýjar auglýsingar.
Gerast áskrifandi að tilkynningum á útboðsvefnum
Það er brýnt að lesa útboðsgögnin vandlega og vanda frágang þeirra gagna sem óskað er eftir, til að komast hjá því að tilboð verði vísað frá.
Lykil dagsetningar tímaáætlunar verkefnisins
Eftirfarandi dagsetningar gera ráð fyrir lögbundnum biðtímum og æskilegum úrvinnslutíma og aðlögun. Talið er brýnt að nýr samningur sé undirritaður fyrir áramót svo starfsemi skv. nýjum samningi megi undirbúa með nægum fyrirvara og fyrirbyggja þjónustuhnökra í febrúar á næsta ári.
08.10.2024 Umræðufundur
24.10.2024 Áætluð útboðsauglýsing
25.11.2024 Áætluð opnun tilboða
17.12.2024 Áætluð undirritun samnings
22.02.2025 Upphafsdagur samnings