Útflutningur
Ákveðnar reglur gilda um útflutning á fiski og sjávarafurðum sem fylgja þarf til þess að yfirvöld í viðkomandi löndum heimili innflutninginn.
Íslenskir útflytjendur þurfa hafa eftirfarandi í huga:
Nauðsynlegt er að sjávarafurðum fylgi veiðivottorð útgefið af Fiskistofu til þess að fá fyrir afurðirnar aðgang að mörkuðum í Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og Japan. Mörg önnur lönd krefjast einnig slíkra vottorða.
Sé afla erlendra fiskiskipa landað hérlendis (eða hann fluttur inn) og hann síðan unninn innanlands til útflutnings til Evrópusambandsins þarf að fylgja honum vinnsluvottorð
útgefið af Fiskistofu
Við útflutning á óunnum fiski þarf seljandi aflans að gera grein fyrir sölunni til útlanda með því að skila vigtar- og ráðstöfunarskýrslu (VOR-skýrslu) til Fiskistofu. Þetta á bæði við um afla sem landað er beint úr fiskiskipi í gám (þar á útgerðin að skila skýrslunni) og afla sem keyptur er af útgerð eða á markaði og síðan fluttur óunninn út.
Með út- og innflutningi á sjávarlífverum í útrýmingarhættu þarf að fylgja CITES vottorð sem Fiskistofa gefur út.