Fara beint í efnið

Vinnsluvottorð

Við útflutning til Evrópu á afla eða afurðum erlendra skipa unnum á Íslandi þarf að fylgja svo kallað vinnsluvottorð.

Þetta vottorð staðfestir að vinnsluleyfishafinn sem vann aflann hafi gilt vinnsluleyfi hjá MAST. Jafnframt staðfestir vottorðið að afurðin sem flutt er út sé unnin úr afla sem fylgdi veiðivottorð við innflutning til Íslands.

Þetta felur í sér að innflytjendur á erlendum fiskafurðum sem hafa hug á að endurútflytja þær á markaðssvæði ESB verða að krefjast þess að seljandi aflans útvegi þeim veiðivottorð, stimplað af fánaríki veiðiskipsins.

Hvað þarf til að fá staðfest vinnsluvottorð:

  • Útfyllt vinnsluvottorð samkvæmt upplýsingum veiðivottorðs sem fylgdi aflanum við innflutning og afrit af því veiðivottorði

  • senda vottorðið á tölvupóstfangið vottord@fiskistofa.is

Vottorðið kostar 8.200 krónur

Þjónustuaðili

Fiski­stofa