Fara beint í efnið

Prentað þann 27. jan. 2022

Breytingareglugerð

1324/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 585/2011 um viðurkenningu á menntun og starfsreynslu til starfa í löggiltri iðn hér á landi.

1. gr.

Í 1. mgr. 4. gr. segir annars vegar að umsækjendur skuli leggja fram "staðfest afrit" af umsókn, og hins vegar að gögn skuli þýdd af "löggiltum skjalaþýðanda". Orðin "staðfest" og "löggiltum" falla út. Í stað "mennta- og menningarmálaráðuneytis" kemur: ráðuneytisins.

1. mgr. 4. gr. er þá svohljóðandi:

Sá sem óskar eftir að starfa á sviði löggiltrar iðngreinar hér á landi á grundvelli erlendrar starfsmenntunar sækir um viðurkenningu á menntun sinni og starfsreynslu til ráðuneytisins. Með umsókn skal leggja fram afrit af prófskírteini frá heimalandinu ásamt þýðingu þess þar sem fram kemur lengd náms og inntak, t.d. með upptalningu námsgreina. Þá skulu fylgja staðfestar upplýsingar um reynslu umsækjanda af starfi í þeirri starfsgrein sem hann hyggst stunda og staðfesting á réttindum viðkomandi í heimalandinu þegar svo ber undir. Umsækjandi skal staðfesta ríkisfang sitt með framlagningu vegabréfs.

2. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 15. desember 2011.

Katrín Jakobsdóttir.

Ásta Magnúsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.