Fara beint í efnið

Prentað þann 24. nóv. 2024

Breytingareglugerð

1241/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð um útgáfu og notkun stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða, nr. 1130/2016.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á reglugerðinni:

  1. 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Sótt er um stæðiskort með rafrænum hætti á vefnum Ísland.is, en einnig er hægt að sækja um á eyðublaði sem sýslumenn láta í té og aðgengilegt er á vefsíðu embættanna.
  2. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Skilyrði fyrir útgáfu stæðiskorts er að læknisvottorð liggi fyrir þar sem fram komi að sökum hreyfihömlunar sé umsækjanda nauðsyn, sem ökumaður eða farþegi í ökutæki, að geta lagt í bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða og í stöðureit án gjaldskyldu.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 87. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 20. október 2021.

F. h. r.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.