Um flokkun og greiningu í bókhaldi/reikningshaldi sveitarfélaga ásamt upplýsingaveitu og tvílyklun.
1. gr. Flokkun og greining.
Í fylgiskjali þessu er sett fram greining á verkefnum sveitarfélaga í málaflokka sem gerð er lágmarkskrafa um að sveitarfélög fylgi í reikningsskilum sínum ásamt flokkun á tekjum, gjöldum, eignum og skuldum vegna skila í upplýsingaveitu sveitarfélaga.
Meginreglan er sú að í A-hluta flokkast þær rekstrareiningar sveitarfélaga sem fjármagnaðar eru að hluta eða öllu leyti með skatttekjum en í B-hluta flokkast þær rekstrareiningar (þjónustueiningar) sem reknar eru sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar með heimild í lögum til að innheimta þjónustugjöld til þess að standa að fullu undir útgjöldum sínum. Sveitarfélög geta flokkað tekjur og gjöld, eignir og skuldir enn frekar í bókhaldi sínu, en flokkunin samkvæmt fylgiskjali þessu er sú lágmarksflokkun og greining í rekstrareiningar sem miðað er við að sveitarfélög fylgi í bókhaldi sínu og reikningsskilum.
Sveitarfélög eru í bókhaldi sínu ekki bundin af þeim númeralykli sem tilgreindur er í fylgiskjali þessu en gerð er krafa um notkun númeralykilsins og flokkun, við rafræn skil í upplýsingaveitu sveitarfélaga.
Eftirfarandi er greining í málaflokka sem miðað er við að sveitarfélög fylgi að lágmarki í reikningsskilum sínum en nánari umfjöllun, m.a. um flokkun á tekjum, gjöldum, eignum og skuldum er að finna í þessu fylgiskjali.
A – hluti (sveitarsjóður):
Aðalsjóður:
00 Skatttekjur
02 Félagsþjónusta
03 Heilbrigðismál
04 Fræðslu- og uppeldismál
05 Menningarmál
06 Æskulýðs- og íþróttamál
07 Brunamál og almannavarnir
08 Hreinlætismál
09 Skipulags- og byggingarmál
10 Umferðar- og samgöngumál
11 Umhverfismál
13 Atvinnumál
20 Framlög til B-hluta fyrirtækja
21 Sameiginlegur kostnaður
22 Breyting lífeyrisskuldbindinga
27 Óreglulegir liðir
28 Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld
29 Aðalsjóður – efnahagur
Aðrir sjóðir og stofnanir:
31 Eignasjóður – rekstur
32 Eignasjóður – efnahagur
59 Aðrar A-hluta stofnanir
60 Aðrar A-hluta stofnanir – efnahagur
B – hluti (fyrirtæki sveitarfélaga):
61 Hafnarsjóður
62 Hafnarsjóður – efnahagur
63 Vatnsveita
64 Vatnsveita – efnahagur
65 Rafveita
66 Rafveita – efnahagur
67 Hitaveita
68 Hitaveita – efnahagur
69 Fráveita
70 Fráveita – efnahagur
71 Félagslegt íbúðarhúsnæði
72 Félagslegt íbúðarhúsnæði – efnahagur
77 Félagslegar þjónustustofnanir
78 Félagslegar þjónustustofnanir – efnahagur
89 Önnur B-hluta fyrirtæki
90 Önnur B-hluta fyrirtækir – efnahagur
2. gr. Hugtakalisti.
COFOG Málaflokkasundurliðun (e. Classification of Functions of Government).
GFS Hagræn sundurliðun (e. Government Finance Statistics).
3. gr. Rafræn skil á fjárhagsupplýsingum.
Í samræmi við 16. gr. reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga er sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum þeirra skylt að skila fjárhagsupplýsingum með rafrænum hætti í upplýsingaveitu sveitarfélaga til samræmis við fyrirmæli í þessu fylgiskjali. Gerð er krafa um rafræn skil í gagnagrunn með þrennum hætti, á vefformi, sundurliðaðar fjárhagsupplýsingar og fjárhagsupplýsingar á pdf-formi skjala eða sambærilegu formi. Um skilin fer eftir nánari fyrirmælum Hagstofu Íslands. Eftirfarandi er yfirlit um rafræn skil:
| Innsláttur | Úr bókhaldi | Skjöl |
1. Ársreikningur 2. Sundurliðunarbók 3. Skýrsla endurskoðanda | Vefform | Sundurliðun | Pdf-skjal Pdf-skjal Pdf-skjal |
4. Fjárhagsáætlun 5. Ársfjórðungsskil 6. Viðauki við fjárhagsáætlun | Vefform | Sundurliðun | Pdf-skjal Pdf-skjal |
- Ársreikningur. Í fyrsta lagi er óskað eftir að skil á ársreikningum fari eftir sérstöku formi vefskila þar sem skilað er upplýsingum um rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðstreymi. Í öðru lagi er óskað eftir skilum á sundurliðuðum fjárhagsupplýsingum vegna rekstrar aðalsjóðs sveitarfélaga í samræmi við ákvæði fylgiskjalsins um flokkun og greiningu. Í þriðja lagi er óskað eftir skilum á ársreikningi í formi pdf-skjals.
- Sundurliðunarbók ársreiknings. Óskað er eftir skilum á sundurliðunarbók ársreiknings í formi pdf-skjals.
- Skýrsla endurskoðanda. Óskað er eftir að skýrslu endurskoðanda vegna ársreiknings verði skilað í formi pdf-skjals.
- Fjárhagsáætlun. Skil á fjárhagsáætlunum fara eftir sérstöku formi vefskila þar sem skilað er upplýsingum um rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðstreymi en ekki er gerð krafa um sundurliðuð skil fyrir einstaka málaflokka. Jafnframt er óskað eftir skilum á fjárhagsáætlun í formi pdf-skjals.
- Ársfjórðungsleg skil. Óskað er eftir skilum á sundurliðuðum fjárhagsupplýsingum vegna rekstrar aðalsjóðs sveitarfélaga í samræmi við ákvæði fylgiskjals þessa um flokkun og greiningu.
- Viðauki við fjárhagsáætlun. Óskað er eftir skilum í formi pdf-skjals.
4. gr. Málaflokkar – Deildir – Rekstrareiningar.
00 SKATTTEKJUR
Undir þennan málaflokk falla allar tekjur sveitarfélagsins sem heyra undir ákvæði laga um tekjustofna sveitarfélaga, þ.e. útsvar, fasteignaskattur, framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og aðrar þær tekjur, sem eðli sínu samkvæmt geta talist skattar. Undir málaflokkinn falla einnig tekjur sveitarfélaga af lóðarleigu.
Tekjur skulu flokkast án tillits til þess hvort þær hafa verið innheimtar eða ekki. Þegar óvíst er um hvort tekjur innheimtist, þarf að gera ráð fyrir tapi. Óbein afskrift eða niðurfærsla á óinnheimtum skatttekjum í árslok flokkast til lækkunar á skatttekjum ársins.
Skatttekjur flokkast niður á eftirfarandi rekstrareiningar:
00 0 SKATTAR
Hér flokkast skatttekjur, útsvar og fasteignaskattur, samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum. Skattar skulu sundurliðaðir á eftirfarandi hátt:
00 01 ÚTSVAR
Undir rekstrareininguna falla útsvarsálagning, breytingar á álagningu, verðbætur á ógreitt og ofgreitt útsvar, afskriftir og niðurfærsla óinnheimtra útsvarstekna. Staðgreiðsla af tekjum rekstrarársins flokkast einnig hér. Óinnheimt staðgreiðsla um áramót er færð samkvæmt uppgjöri Fjársýslu ríkisins eftir að greiðslur vegna launa í desember hafa verið skráðar í innheimtukerfið eða samkvæmt áætlunum um staðgreiðslutekjur, sem hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga gerir. Meta þarf óinnheimtar tekjur um áramót með tilliti til innheimtu og flokka niðurfærslu til lækkunar á tekjum ársins til þess að mæta því tapi sem kann að verða á óinnheimtum tekjum.
00 06 FASTEIGNASKATTUR
Hér flokkast álagður fasteignaskattur og breytingar á álagningu hans. Álögð holræsagjöld, sorphirðugjöld og vatnsgjald eru flokkuð á viðkomandi rekstrareiningar í B-hluta. Lóðarleiga flokkast á sérstaka rekstrareiningu innan skatttekna.
00 1 FRAMLÖG ÚR JÖFNUNARSJÓÐI
Hér flokkast öll framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Hér flokkast öll framlög samkvæmt reglugerð nr. 906/2010, þ.e. tekjujöfnunarframlög, þjónustuframlög, grunnskólaframlög vegna skólaaksturs, mötuneyta, heimavista og gæslu barna úr dreifbýli, framlög til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga og framlög til að greiða úr sérstökum fjárhagserfiðleikum sveitarfélaga. Þá eru hér færð framlög samkvæmt reglugerð nr. 351/2002 með síðari breytingum, þ.e. almenn grunnskólaframlög, framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda og veikindaforfalla kennara, framlög vegna nýbúafræðslu og önnur framlög.
Hér flokkast einnig framlög vegna fólksfækkunar og framlög til jöfnunar tekjutaps vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti skv. reglugerð um jöfnun tekjutaps sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti nr. 80/2001, með síðari breytingum.
Framlög vegna yfirfærslu málefna fatlaðra færast einnig hér.
00 3 AÐRAR TEKJUR MEÐ SKATTAÍGILDI
Hér flokkast aðrar tekjur sem í eðli sínu eru skatttekjur en falla ekki undir lög um tekjustofna sveitarfélaga. Hér flokkast lóðarleiga af lóðum í þéttbýli sveitarfélaga. Sundurliða skal þessar tekjur með eftirfarandi hætti:
00 35 LÓÐARLEIGA
02 FÉLAGSÞJÓNUSTA
Undir málaflokkinn flokkast og greinist allur kostnaður við félagsþjónustu sveitarfélaga, sbr. lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum, lög um málefni aldraðra nr. 125/1999 með síðari breytingum, lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og barnaverndarlög nr. 80/2001 með síðari breytingum.
Þannig flokkast hér kostnaður við félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, stuðningsþjónustu, akstursþjónustu og barnavernd. Þá er einnig færður hér kostnaður vegna þjónustu við aldraða, þjónustu við fatlað fólk og fleira þ.h.
Lögbundin framlög flokkast hér, svo og allur annar kostnaður er flokkast undir félagsþjónustu, t.d. kostnaður vegna jafnréttismála og vímuefnavarna. Þó flokkast útgjöld og tekjur vegna leikskóla og dagvistar barna undir málaflokk 04 Fræðslu- og uppeldismál. Leikvellir flokkast á málaflokk 06 Æskulýðs- og íþróttamál, en gæsluvellir undir 04 Fræðslu- og uppeldismál.
Greina skal kostnað á eftirfarandi rekstrareiningar:
02 0 SAMEIGINLEGIR LIÐIR
Hér flokkast rekstrarkostnaður félagsþjónustu, laun sviðsstjóra og annarra starfsmanna á skrifstofu félagsþjónustu auk rekstrarkostnaðar svo og kostnaður vegna félagsmálanefndar og annar kostnaður sem ekki verður flokkaður annars staðar. Kostnaður vegna annarra nefnda um félagsþjónustu sem hafa afmarkað verksvið flokkast á viðkomandi rekstrareiningar, svo sem notendaráð í einstaka málaflokkum (öldungaráð o.fl.).
02 1 FÉLAGSLEGUR STUÐNINGUR
Hér flokkast kostnaður vegna fjárhagsaðstoðar og annar kostnaður vegna félagslegrar samhjálpar. Hér flokkast útgjöld vegna margvíslegrar stuðningsþjónustu sveitarfélaga, en sértæk stuðningsþjónusta við aldraða og fatlað fólk flokkast á viðkomandi rekstrareiningar. Kostnaður vegna vistunar eða fósturs barna og ungmenna flokkast ekki hér heldur á 02 3 Þjónusta við börn og unglinga.
Þá flokkast hér útgjöld vegna sérstaks húsnæðisstuðnings sem veittur er til viðbótar húsnæðisbótum ríkisins, skv. lögum um húsnæðisbætur nr. 75/2016. Flokka skal og greina útgjöld og tekjur niður á eftirfarandi rekstrareiningar:
02 11 FJÁRHAGSAÐSTOÐ TIL FRAMFÆRSLU
Hér flokkast öll fjárhagsaðstoð til framfærslu samkvæmt IV. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum. Fjárhagsaðstoð í formi láns skal flokka meðal skammtímakrafna í efnahagsreikningi. Ef um afskrift á slíkri kröfu er að ræða skal flokka niðurfærsluna hér.
02 12 FJÁRHAGSAÐSTOÐ Í FORMI HEIMILDARGREIÐSLNA
Hér flokkast allar heimildargreiðslur samkvæmt IV. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum.
02 15 STUÐNINGSÞJÓNUSTA
Hér flokkast öll útgjöld, s.s. launakostnaður starfsmanna, akstur, önnur aðkeypt þjónusta og tekjur af félagslegri stuðningsþjónustu samkvæmt VII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum.
02 16 NIÐURGREIÐSLA DVALARGJALDA
Hér flokkast kostnaður við niðurgreiðslu dvalargjalda fullorðinna á stofnunum o.þ.h.
02 18 SÉRSTAKUR HÚSNÆÐISSTUÐNINGUR
Hér flokkast sérstakur húsnæðisstuðningur skv. 45. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
02 19 ÖNNUR FÉLAGSLEG SAMHJÁLP
Hér flokkast annar kostnaður en talinn er upp hér að ofan.
02 3 ÞJÓNUSTA VIÐ BÖRN OG UNGLINGA (BARNAVERND)
Hér flokkast og greinist allur kostnaður vegna barnaverndarnefndar og ráðstafana barnaverndaryfirvalda, þ.e. kostnaður vegna vistunar og fósturs barna utan heimilis, skipunar tilsjónarmanna með heimilum o.s.frv., sbr. barnaverndarlög nr. 80/2002 með síðari breytingum og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum.
02 31 KOSTNAÐUR VEGNA BARNAVERNDARNEFNDAR
Hér flokkast allur kostnaður sem til fellur vegna starfa barnaverndarnefndar s.s launakostnaður til nefndarmanna vegna setu á fundum og ferðakostnaður/akstur (bifreiðastyrkir) nefndarmanna á fundi, fargjöld og dvalarkostnaður, lögfræðiaðstoð og málskostnaður. Allur launakostnaður og ferðakostnaður starfsmanna. Önnur aðkeypt þjónusta.
02 32 KOSTNAÐUR VEGNA VISTUNAR UTAN HEIMILIS
Kostnaður vegna vistunar barna utan heimilis í sérstök úrræði, þ.e. stofnun og/eða vistheimili, skv. 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
02 33 KOSTNAÐUR VEGNA FÓSTURS UTAN HEIMILIS
Hér fellur til allur kostnaður vegna vistunar barns utan heimilis skv. 65. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 um fósturráðstöfun og reglugerð um fóstur nr. 804/2004. Sjá jafnframt reglugerð um greiðslur vegna barna í fóstri nr. 858/2013.
02 34 KOSTNAÐUR VEGNA ÚRRÆÐA Á HEIMILI
Hér fellur til kostnaður vegna úrræða á ábyrgð sveitarfélaga, sbr. reglugerð nr. 652/2004, m.a. í formi tilsjónaraðila, persónulegs ráðgjafa og almennra stuðningsúrræða.
02 35 ANNAÐ
Hér fellur til m.a. kostnaður vegna úrræða utan heimilis svo sem vegna stuðningsfjölskyldna og sumardvalar, sbr. reglugerð um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga nr. 652/2004.
02 4 ÞJÓNUSTA VIÐ ALDRAÐA
Hér flokkast útgjöld samkvæmt ákvæðum laga um málefni aldraðra nr. 125/1999 með síðari breytingum og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum, þ.e. heimaþjónustu við aldraða og tómstundastarfs aldraðra. Hér eru einnig flokkuð óafturkræf framlög til byggingar eða rekstrar dvalarheimila og íbúða fyrir aldraða.
02 41 FRAMLAG TIL DVALAR- OG HJÚKRUNARHEIMILA
Hér flokkast framlög til dvalar- og hjúkrunarheimila sem rekin eru á grundvelli 14. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra.
02 42 HEIMAÞJÓNUSTA
Hér fellur til allur kostnaður vegna félagslegrar heimaþjónustu, s.s. launa- og ferðakostnaður, bifreiðastyrkir og þess háttar, sbr. lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum og lög um málefni aldraðra nr. 125/1999 með síðari breytingum.
02 43 TÓMSTUNDASTARF
Hér fellur til allur kostnaður vegna tómstundastarfs aldraðra, s.s. launa- og ferðakostnaður, bifreiðastyrkir, kostnaður vegna húsnæðis og þess háttar, sbr. lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum.
02 44 FRAMLAG TIL DAGDVALAR
Hér flokkast framlög til dagdvalar aldraðra.
02 45 AKSTURSÞJÓNUSTA
Hér fellur til allur kostnaður vegna akstursþjónustu, s.s. laun og launatengd gjöld bílstjóra, rekstrarkostnaður bifreiðar o.s.frv.
02 49 ANNAÐ
Hér fellur til annar kostnaður ótalinn hér að framan, s.s. lækkun fasteignagjalda tekjulágra aldraðra einstaklinga.
02 5 ÞJÓNUSTA VIÐ FATLAÐ FÓLK
Hér flokkast kostnaður vegna þjónustu við fatlað fólk. Ef þjónustustofnun er rekin sem sjálfstæð rekstrareining flokkast hún meðal B-hluta fyrirtækja.
02 51 SAMEIGINLEGIR LIÐIR
Hér flokkast kostnaður vegna yfirstjórnar og annar kostnaður sem ekki verður sérgreindur á eftirtalda þjónustuþætti sem snúa að fötluðu fólki sérstaklega. Hér flokkast einnig reiknuð hlutdeild í rekstri á 05 0 Sameiginlegir liðir.
02 52 STOÐÞJÓNUSTA UTAN HEIMILIS
Hér flokkast kostnaður sem fellur til skv. 8. gr. laga um um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.
02 53 STOÐÞJÓNUSTA INNAN HEIMILIS
Hér flokkast kostnaður sem fellur til skv. 8. gr. laga um um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018, inni á heimili notenda.
02 54 AKSTURSÞJÓNUSTA
Hér flokkast kostnaður sem fellur til skv. 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum.
02 55 NOTENDASAMNINGAR, Þ.M.T. NPA
Hér flokkast kostnaður sem fellur til hjá sveitarfélagi vegna notendasamninga, þ.m.t. beingreiðslusamningar og NPA samningar.
02 56 BÚSETA
Hér flokkast kostnaður sem fellur til skv. 9. og 21. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.
02 57 SKAMMTÍMADVÖL
Hér flokkast kostnaður sem fellur til skv. 17. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.
02 58 DAGÞJÓNUSTA
Hér flokkast kostnaður sem fellur til skv. 24. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.
02 59 ÖNNUR ÞJÓNUSTA
Hér flokkast önnur þjónusta eða kostnaður vegna málefna fatlaðs fólks en talin hefur verið upp hér að framan.
02 6 ÝMIS FÉLAGSÞJÓNUSTA
Hér skal m.a. flokka og greina kostnað af aðstoð við áfengissjúka og vímugjafavarnir samkvæmt XIII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og kostnað af jafnréttismálum, sbr. lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 með síðari breytingum.
02 7 ÝMIS LÖGBUNDIN FRAMLÖG
Hér eru flokkuð lögbundin framlög s.s. vegna orlofs húsmæðra.
02 8 ÝMSIR STYRKIR OG FRAMLÖG
Hér flokkast styrkir til félaga og samtaka sem hafa lýðhjálp hvers konar á stefnuskrá sinni, t.d. mæðrastyrksnefnd, S.Á.Á. og fleira þ.h.
03 HEILBRIGÐISMÁL
03 21 HEILSUGÆSLUSTÖÐVAR
Hér flokkast framlög til heilsugæslustöðva og annarra heilbrigðisstofnana.
03 22 HEILBRIGÐISEFTIRLIT
Hér flokkast tekjur og gjöld vegna heilbrigðiseftirlits og framlög sveitarfélags til byggðasamlags um rekstur heilbrigðiseftirlits.
03 29 ANNAÐ
04 FRÆÐSLU- OG UPPELDISMÁL
Hér flokkast allur kostnaður við fræðslustarfsemi sveitarfélagsins, þar með talinn leikskóla- og dagvistarkostnaður. Hér flokkast allur kostnaður við rekstur skólaskrifstofu, leikskólaskrifstofu, skrifstofu fræðslustjóra, grunnskóla, skóladagheimila, leikskóla, svo og kostnaður við tónlistarfræðslu og aðra fræðslustarfsemi. Hér flokkast einnig kostnaður vegna umferðarskólans „Ungir vegfarendur“. Kostnaður við rekstur vinnuskóla flokkast á málaflokk 06 Æskulýðs- og íþróttamál.
Kostnað og tekjur skal flokka og greina á eftirfarandi rekstrareiningar:
04 0 SAMEIGINLEGUR KOSTNAÐUR
Hér færist allur sameiginlegur kostnaður vegna málaflokksins, þ.e. bæði leik- og grunnskólastigs, s.s. kostnaður vegna fræðslunefnda, skólaskrifstofu og aðrir sameiginlegir liðir sem ekki verða flokkaðir annars staðar.
04 01 SKÓLASKRIFSTOFA
Hér flokkast rekstur og framlög til skólaskrifstofu.
04 09 AÐRIR SAMEIGINLEGIR LIÐIR
04 1 LEIKSKÓLAR OG DAGVISTUN
Hér skal flokka allan kostnað og tekjur af rekstri leikskóla og dagvistarstofnana sveitarfélaga og framlög til rekstrar dagsvistarstofnana annarra aðila. Hér flokkast einnig kostnaður vegna dagvistunar í heimahúsum (dagmæður) og rekstur gæsluvalla. Sundurliða skal kostnað á rekstrareiningar með eftirfarandi hætti:
04 11 LEIKSKÓLAR
Hér skal flokka kostnað við rekstur leikskóla og þjónustugjöld sem innheimt eru á móti kostnaði, sbr. lög um leikskóla nr. 90/2008 með síðari breytingum og VIII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum. Greina skal á milli leikskóla og flokka hvern leikskóla sem sjálfstæða rekstrareiningu. Stofna skal sérstakar rekstrareiningar fyrir hvern leikskóla í einkaframkvæmd. Sé leikskóli samrekinn með grunnskóla skal aðgreina kostnað sameiginlegrar stofnunar eftir skólastigum. Hlutfalla skal kostnað t.d. eftir fjölda leikskólabarna eða stöðugildafjölda, gefi bókhaldsgögn ekki færi á öðru.
04 1101 Leikskóli 1
04 1102 Leikskóli 2
04 1103 Leikskóli 3
04 1104 Leikskóli 4 o.s.frv.
04 16 FRAMLÖG TIL REKSTRAR LEIKSKÓLA Í ÖÐRUM SVEITARFÉLÖGUM
Hér skal flokka framlög sveitarfélags til rekstrar leikskóla í öðru sveitarfélagi. Átt er við framlög vegna barna sem lögheimili hafa í sveitarfélaginu en sækja leikskóla í öðru sveitarfélagi.
04 17 DAGVISTUN Í HEIMAHÚSUM
Hér skal flokka framlög og niðurgreiðslur sveitarfélags vegna dagvistunar barna í heimahúsum eða hjá dagmæðrum.
04 18 GÆSLUVELLIR
Hér skal flokka kostnað við rekstur gæsluvalla.
04 19 ANNAR LEIKSKÓLA- OG DAGVISTUNARKOSTNAÐUR
Annar kostnaður ótalinn áður.
04 2 GRUNNSKÓLAR
Hér skal flokka allan rekstrarkostnað við rekstur grunnskóla, sbr. lög um grunnskóla nr. 91/2008 með síðari breytingum, þ.m.t. kostnað við skólanefnd sem flokkast á sameiginlega liði og skólaakstur sem flokkast á hvern skóla fyrir sig. Öll framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna rekstrar grunnskóla eru færð á 00 1 Framlög úr jöfnunarsjóði. Greina skal og sundurliða kostnað á eftirfarandi rekstrareiningar:
04 21 GRUNNSKÓLAR
Hér skal flokka kostnað við rekstur grunnskóla, þ.m.t. skólaakstur og mötuneyti. Greina skal á milli grunnskóla og flokka hvern grunnskóla sem sjálfstæða rekstrareiningu. Stofna skal sérstakar rekstrareiningar fyrir hvern grunnskóla í einkaframkvæmd. Sé grunnskóli samrekinn með leikskóla skal aðgreina kostnað sameiginlegrar stofnunar eftir skólastigum. Hlutfalla skal kostnað t.d. eftir nemendafjölda eða stöðugildafjölda, gefi bókhaldsgögn ekki færi á öðru.
04 2101 Grunnskóli 1
04 2102 Grunnskóli 2
04 2103 Grunnskóli 3
04 26 FRAMLÖG TIL REKSTRAR GRUNNSKÓLA Í ÖÐRUM SVEITARFÉLÖGUM
Hér skal flokka framlög sveitarfélags til rekstrar grunnskóla í öðru sveitarfélagi. Átt er við framlög vegna barna sem lögheimili hafa í sveitarfélaginu en sækja grunnskóla í öðru sveitarfélagi.
04 28 FRÍSTUNDASTARF
Hér skal flokka allan kostnað vegna frístundastarfs að loknum skóladegi.
04 29 ANNAR GRUNNSKÓLAKOSTNAÐUR
Annar kostnaður ótalinn áður.
04 4 FRAMHALDSSKÓLAR
Stofnkostnaður eða afskrift stofnkostnaðar vegna bygginga og búnaðar framhaldsskóla og heimavista við þá flokkast hér. Þá flokkast hér einnig ferðastyrkir til nemenda í framhaldsskólum.
04 5 ÖNNUR FRÆÐSLUSTARFSEMI
Hér flokkast ýmiss kostnaður við aðra fræðslustarfsemi sveitarfélags eða framlög til hennar. Flokkun er eftirfarandi:
04 51 TÓNLISTARSKÓLI
Hér flokkast kostnaður við rekstur tónlistarskóla og framlög sveitarfélags til rekstrar tónlistarskóla annarra. Greina skal á milli tónlistarskóla og flokka hvern tónlistarskóla sem sjálfstæða rekstrareiningu samkvæmt.
05 5101 Tónlistarskóli 1
05 5102 Tónlistarskóli 2
05 5103 Tónlistarskóli 3
05 5104 Tónlistarskóli 4 o.s.frv.
04 52 UMFERÐARSKÓLINN „UNGIR VEGFARENDUR“
Hér skal flokka framlög til umferðarskólans „Ungir vegfarendur“.
04 59 AÐRIR SKÓLAR OG FRÆÐSLUSTARFSEMI
Hér flokkast kostnaður og framlög sveitarfélags vegna fullorðinsfræðslu, nýbúafræðslu fullorðinna, fræðsluneta, námsflokka og fleira þ.h.
04 8 ÝMSIR STYRKIR OG FRAMLÖG
Hér flokkast ýmsir styrkir og framlög sem teljast til fræðslu- og uppeldismála, en verða ekki flokkaðir með öðrum rekstrareiningum.
05 MENNINGARMÁL
Á málaflokkinn flokkast allur kostnaður og framlög sveitarfélags vegna menningarmála, svo sem safna, menningarhúsa, söguritunar, hátíðarhalda og fleira þ.h. Þá flokkast hér framlög til kirkjubygginga.
Sundurliða skal menningarmál á eftirfarandi rekstrareiningar:
05 0 SAMEIGINLEGIR LIÐIR
Hér flokkast kostnaður vegna menningarmálanefndar, menningarfulltrúa og annar sameiginlegur kostnaður vegna menningarmála.
05 2 BÓKASÖFN
Hér flokkast rekstur bókasafna annarra en skólabókasafna, en þau falla undir rekstur skóla undir málaflokki 04 Fræðslu- og uppeldismál. Hér flokkast einnig framlög til héraðsbókasafna og byggðasamlaga um bókasöfn. Kostnaður við bókakaup flokkast til gjalda hér.
Þegar um sameiginlegt skólabókasafn og almenningsbókasafn er að ræða, skal leggja mat á það hvor þátturinn í starfsemi safnsins er viðameiri. Ef skólabókasafnsþátturinn er stærri skal flokka rekstrarkostnað safnsins á viðkomandi skóla.
Bygging og rekstur húsnæðis er verkefni eignasjóðs, sem gerir reikning fyrir þeim húsnæðiskostnaði sem rekstrareiningunni ber að standa undir.
05 3 ÖNNUR SÖFN
Hér skal flokka kostnað við rekstur skjalasafna, minjasafna margs konar, náttúrugripasafna og annarra safna, sem rekin eru af sveitarfélögum eða byggðasamlögum sveitarfélaga.
05 4 BYGGÐASAGA
Hér flokkast kostnaður sveitarfélags við ritun og skráningu á sögu sveitarfélagsins eða öðrum sagnfræði- og menningarsögulegum fróðleik. Hér flokkast einnig kostnaður af örnefnaskráningu og fornleifarannsóknum, sem ekki eru gerðar í sambandi við skipulagsáætlanagerð.
05 5 LISTIR
Hér flokkast kostnaður vegna listsýninga hvers konar, listaverkakaupa, rekstur listasafna, leikhúsa og tónlistarhúsa. Hér flokkast einnig kostnaður sveitarfélags af bæjarlistamanni.
05 6 MENNINGARHÚS – FÉLAGSHEIMILI
Hér flokkast kostnaður við rekstur menningarhúsa og félagsheimila, ef rekstur þeirra fellur að mestu leyti undir menningarmál.
05 7 HÁTÍÐARHÖLD
Hér flokkast kostnaður vegna hátíðarhalda, svo sem þjóðhátíðar 17. júní, afmælishátíðar sveitarfélags, sumar- og Jónsmessuhátíðar, kostnaður við áramóta- og þrettándabrennur og annarra hátíða á vegum sveitarfélags.
05 8 ÝMSIR STYRKIR OG FRAMLÖG
Hér flokkast styrkir til félaga og samtaka sem hafa menningarmál á stefnuskrá sinni svo sem leikfélög, tónlistarfélög, lista- og menningarsjóðir og kórar. Hér flokkast einnig framlag til kirkjubygginga. Kostnaður sveitarfélags vegna kirkjugarðs flokkast á rekstrareininguna 11 2 Almenningsgarðar.
06 ÆSKULÝÐS- OG ÍÞRÓTTAMÁL
Hér flokkast kostnaður við tómstundastarf barna og unglinga, rekstur félagsmiðstöðva og æskulýðsheimila, íþróttasvæða, íþróttahúsa og sundlauga, skautahalla og fleira þ.h. Styrkir til æskulýðs- og íþróttafélaga flokkast einnig hér. Hér flokkast jafnframt kostnaður við vinnuskóla, leikvelli og sparkvelli.
Flokka skal starfsemi sem fellur undir málaflokkinn á eftirfarandi rekstrareiningar:
06 0 SAMEIGINLEGIR LIÐIR
Hér flokkast kostnaður vegna æskulýðs- og íþróttanefnda, laun og rekstrarkostnaður vegna æskulýðs- og íþróttafulltrúa og annar sameiginlegur kostnaður málaflokksins.
06 1 LEIKVELLIR
Hér flokkast kostnaður við leikvelli og sparkvelli. Útgjöld og tekjur vegna gæsluvalla flokkast aftur á móti á rekstrareininguna 04 18 Gæsluvellir.
06 2 ÆSKULÝÐSMÁL
Hér flokkast kostnaður vegna tómstundastarfs barna og unglinga, svo sem ýmis konar sumarnámskeið og skólagarðar. Þá flokkast hér einnig kostnaður við vinnuskóla unglinga, en kostnaði er dreift út á aðra málaflokka og rekstrareiningar með þjónustureikningi. Greina skal kostnað á eftirfarandi hátt:
06 3 FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
Hér flokkast rekstrarkostnaður æskulýðsheimila og félagsmiðstöðva.
06 5 ÍÞRÓTTAHÚS OG SUNDLAUGAR
Hér flokkast kostnaður við rekstur íþróttahúsa og sundlauga, hvort sem þau teljast til skólamannvirkja eða ekki. Greina skal kostnað á eftirfarandi rekstrareiningar:
06 51 ÍÞRÓTTAHÚS
Hér flokkast allur kostnaður við rekstur íþróttahúsa. Hvert íþróttahús skal vera sjálfstæð rekstrareining. Séu íþróttahús og sundlaug sambyggð skal flokka og greina kostnað á milli íþróttahúss og sundlaugar.
06 5101 Íþróttahús 1
06 5102 Íþróttahús 2
06 5103 Íþróttahús 3 o.s.frv.
06 55 SUNDLAUGAR
Hér flokkast allur kostnaður við rekstur sundlauga. Hver sundlaug skal vera sjálfstæð rekstrareining. Séu íþróttahús og sundlaug sambyggð skal flokka og greina kostnað á milli íþróttahúss og sundlaugar.
06 5501 Sundlaug 1
06 5502 Sundlaug 2
06 5503 Sundlaug 3 o.s.frv.
06 59 ÖNNUR ÍÞRÓTTAMANNVIRKI
Hér flokkast önnur íþróttamannvirki en að ofan greinir, t.d. skautahallir.
06 6 ÍÞRÓTTASVÆÐI
Hér flokkast rekstur íþróttasvæða, svo sem íþrótta- og boltavalla, golfvalla og skíðasvæða.
06 8 STYRKIR TIL ÆSKULÝÐS- OG ÍÞRÓTTAMÁLA
Hér eru færðir styrkir til félaga og samtaka sem hafa æskulýðs- og íþróttamál á stefnuskrá sinni.
07 BRUNAMÁL OG ALMANNAVARNIR
Hér flokkast allur rekstrarkostnaður vegna bruna- og almannavarna hjá sveitarfélaginu. Rekstur slökkvistöðvar eða þátttaka í slíkum kostnaði með öðrum sveitarfélögum flokkast á þennan málaflokk, svo og útlagður kostnaður vegna náttúruhamfara og kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga í snjóflóðavörnum og sjóvörnum.
Sundurliða skal kostnað á eftirfarandi rekstrareiningar:
07 0 SAMEIGINLEGIR LIÐIR
Hér flokkast ýmiss konar sameiginlegur kostnaður við bruna- og almannavarnir sem ekki verður flokkaður eða greindur á aðrar rekstrareiningar.
07 2 BRUNAVARNIR
Hér flokkast rekstrarkostnaður slökkviliðs og slökkvibíla svo og eldvarnaeftirlit, slökkvitækjaþjónusta, brunahanar og fleira þ.h.
07 4 ALMANNAVARNIR OG ÖRYGGISMÁL
Hér flokkast kostnaður af almannavörnum, svo sem kostnaður vegna náttúruhamfara og rekstur og fjárfestingar vegna stjórnstöðvar almannavarna. Hér flokkast einnig kostnaðarhlutur sveitarfélags í snjóflóðavörnum og vörnum gegn skriðuföllum, sbr. ákvæði laga nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum með síðari breytingum, og kostnaðarhlutur sveitarfélags í sjóvarnagörðum, sbr. ákvæði laga nr. 28/1997 um sjóvarnir með síðari breytingum. Þá flokkast hér einnig kostnaður sveitarfélags vegna jarðskjálftavarna.
Hér flokkast stofnkostnaður eða afskrift stofnkostnaðar sveitarfélaga við snjóflóða- og skriðufallavarnir, sbr. 13. gr. laga nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum með síðari breytingum. Einnig stofnkostnaður eða afskrift stofnkostnaðar sveitarfélaga við sjóvarnir, skv. 7. gr. laga nr. 28/1997 um sjóvarnir með síðari breytingum.
07 8 ÝMSIR STYRKIR OG FRAMLÖG
Hér flokkast styrkir til félaga og samtaka sem hafa slysavarnir og hjálparstörf á stefnuskrá sinni.
08 HREINLÆTISMÁL
08 0 SAMEIGINLEGUR KOSTNAÐUR
Hér flokkast ýmiss konar sameiginlegur kostnaður við hreinlætismál, sem ekki verður flokkaður eða greindur á aðrar rekstrareiningar.
08 2 SORPHREINSUN OG SORPEYÐING
Hér flokkast tekjur og gjöld vegna sorpeyðingar og sorphreinsunar.
Sveitarfélögum er heimilt að fella þennan kostnað undir B-hluta sveitarfélagsins þar sem þessi þjónustueining hefur heimild til innheimtu þjónustugjalda til þess að standa undir útgjöldum við rekstur og fjárfestingar.
08 5 MEINDÝRAEYÐING OG DÝRAEFTIRLIT
Hér flokkast tekjur og kostnaður við dýraeftirlit í þéttbýlissveitarfélögum, svo sem vegna katta og hundahalds. Hér flokkast kostnaður við meindýraeyðingu, svo sem eitrun fyrir rottur og vargfugladráp. Minka- og refaeyðing flokkast á rekstrareininguna 11 7 Minka- og refaeyðing.
08 8 ÝMSIR STYRKIR OG FRAMLÖG
09 SKIPULAGS- OG BYGGINGARMÁL
Hér flokkast kostnaður vegna byggingarnefndar, skipulagsnefndar og rekstur skrifstofu byggingarfulltrúa, tæknifræðings, verkfræðings, skipulagsskrifstofu og lóðaskráningar. Hér flokkast einnig kostnaður við landmælingar, kortagerð, bæja- og húsakannanir, sbr. skipulagslög nr. 123/2010 með síðari breytingum og lög um mannvirki nr. 160/2010, og fornleifaskráningu í tengslum við skipulagsáætlanir, skv. 2. mgr. 11. gr. þjóðminjalaga nr. 107/2001.
Þá flokkast hér allur kostnaður við gerð skipulagsáætlana, þ.e. vegna svæðisskipulags, aðalskipulags og deiliskipulags. Hlutdeild sveitarfélags í skipulagsgjaldi vegna vinnu við gerð svæðis og aðalskipulags skal flokka á málaflokkinn sem tekjur á viðkomandi rekstrareiningar.
Byggingarleyfis- og úttektargjöld flokkast sem tekjur á þennan málaflokk á móti kostnaði við byggingareftirlit.
Greina skal starfsemisþættina á eftirfarandi rekstrareiningar:
09 0 SAMEIGINLEGIR LIÐIR
Hér flokkast ýmis sameiginlegur kostnaður við málaflokkinn, svo sem skrifstofa verkfræðings eða tæknifræðings (tæknideild) sem sér um verkefni sem falla undir málaflokkinn.
09 1 MÆLINGAR, SKRÁNING OG KORTAGERÐ
Hér flokkast kostnaður vegna landmælinga, loftmynda og kortagerðar. Einnig kostnaður við fornleifaskráningu í tengslum við skipulagsgerð, sbr. 2. mgr. 11. gr. þjóðminjalaga nr. 107/2001, og kostnaður við gerð bæja- og húsakönnunar, sbr. skipulagslög nr. 123/2010 með síðari breytingum og lög um mannvirki nr. 160/2010.
09 2 SKIPULAGSMÁL OG BYGGINGAREFTIRLIT
Hér flokkast kostnaður við gerð svæðisskipulags, aðalskipulags, deiliskipulags og annar kostnaður vegna skipulags, svo sem kaup á eignum sem eru fyrir í skipulagi.
Einnig kostnaður vegna byggingarnefndar, byggingarfulltrúaembættis og byggingareftirlits. Byggingarleyfis- og úttektargjöld, sbr. skipulagslög nr. 123/2010 með síðari breytingum og lög um mannvirki nr. 160/2010, skal flokka hér sem tekjur á móti kostnaði við byggingareftirlit á tegundagreininguna 02 Þjónustugjöld.
09 7 LÓÐIR OG LENDUR
Samkvæmt leiðbeiningum reikningsskila- og upplýsinganefndar um bókhald og reikningsskil sveitarfélaga skulu kaup á landi eignfærð. Eignarhald skal vera í eignasjóði eða annarri A-hluta stofnun sem leigir landið til aðalsjóðs. Leigan samanstendur af fjármagnskostnaði auk umsýslukostnaðar og skal flokka og greina leiguna hér. Annað land sem er í eigu sveitarfélags skal ekki eignfært.
09 8 ÝMSIR STYRKIR OG FRAMLÖG
Hér flokkast ýmsir styrkir og framlög vegna skipulagsmála og mannvirkjamála, sem ekki verða færðir á aðrar rekstrareiningar málaflokksins.
10 UMFERÐAR- OG SAMGÖNGUMÁL
Hér flokkast kostnaður vegna gatnakerfis og umferðarmála. Hér má nefna viðhald og rekstur gatna, götulýsingu, umferðar- og gatnamerkingar, gangstíga og gangbrautir, reiðvegi, snjómokstur og hálkueyðingu.
Flokka skal og greina tekjur og útgjöld á eftirfarandi rekstrareiningar:
10 0 SAMEIGINLEGIR LIÐIR
Hér flokkast ýmis sameiginlegur kostnaður málaflokksins, eins og t.d. kostnaður við umferðarnefnd og hér er einnig færður verkfræðilegur undirbúningur, sem ekki verður heimfærður á einstök verk eða einstakar rekstrareiningar.
10 3 VIÐHALD OG REKSTUR GATNAKERFIS
Hér flokkast allur kostnaður vegna viðhalds gatnakerfis og sá hluti endurgreiðslu Vegagerðarinnar vegna veghalds í þéttbýli sem tilheyrir viðhaldi gatnakerfis flokkast hér sem tekjur.
10 4 GANGBRAUTIR, HJÓLREIÐASTÍGAR OG REIÐVEGIR
Hér flokkast kostnaður við gerð þessara þátta, viðhald þeirra og rekstur.
10 5 UMFERÐARÖRYGGISMÁL
Hér flokkast kostnaður við umferðarmerkingar, umferðarljós, götunöfn og húsnúmer svo og götulýsingu. Einnig kostnaður við umferðarnefnd, ef kostnaður við hana er ekki færður á sameiginlegan kostnað málaflokksins. Þá flokkast sem tekjur á rekstrareininguna sá hluti endurgreiðslu Vegagerðarinnar sem er vegna veghalds í þéttbýli.
10 6 SNJÓMOKSTUR OG HÁLKUEYÐING
Hér flokkast allur kostnaður við snjómokstur og hálkueyðingu og sá hluti endurgreiðslu Vegagerðarinnar sem er vegna veghalds í þéttbýli sem tengist snjómokstri og hálkueyðingu.
10 7 SAMGÖNGUMÁL
Hér skal m.a. flokka framlög sveitarfélags til almenningssamgangna og rekstrarframlög til almenningssamgangnafyrirtækis í B-hluta sveitarfélagsins.
10 8 ÝMSIR STYRKIR OG FRAMLÖG
11 UMHVERFISMÁL
Hér flokkast kostnaður vegna, Staðardagskrár 21, garðyrkjudeildar og annar sameiginlegur kostnaður vegna umhverfismála. Af viðfangsefnum sem flokkast á málaflokkinn má nefna almenningsgarða, útivistarsvæði önnur en íþróttasvæði, opin svæði, torg og umhverfi gatna, þ.m.t. hreinsun gatna og lóða. Hér flokkast einnig kostnaður við refa- og minkaeyðingu. Þá flokkast hér einnig kostnaður vegna útiskreytinga um jól og áramót svo og vegna annarra hátíðaskreytinga. Á málaflokkinn flokkast styrkir og framlög til félaga og samtaka sem sinna umhverfismálum, svo sem skógræktarfélaga, landgræðslufélaga og fleira þ.h.
Greina skal starfsemisþætti á eftirfarandi rekstrareiningar:
11 0 SAMEIGINLEGIR LIÐIR
Hér flokkast kostnaður vegna umhverfisnefndar og rekstur embættis garðyrkjustjóra/umhverfisstjóra. Þá flokkast hér kostnaður og framlög vegna umhverfisrannsókna og verkefnisins Staðardagskrá 21.
11 2 ALMENNINGSGARÐAR
Hér flokkast rekstur skrúðgarða og annarra almenningsgarða, svo og framlög sveitarfélags til kirkjugarðs og framkvæmda við hann, sbr. IV. kafla laga nr. 36/1993 um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu með síðari breytingum.
11 3 ÚTIVISTARSVÆÐI
Hér flokkast kostnaður vegna útivistarsvæða sem ekki falla undir íþróttasvæði, svo sem fólkvangar, friðlönd og skógræktargirðingar.
11 31 SKÓGRÆKTARSVÆÐI
11 39 ANNAÐ
11 4 OPIN SVÆÐI
Hér flokkast kostnaður vegna opinna svæða sem ekki eru skipulögð sem útivistarsvæði, svo sem hreinsun opinna svæða, kostnaður við garðlönd og girðingu þéttbýlis og fleira þ.h.
11 5 UMHVERFI GATNA OG TORG
Hér flokkast kostnaður vegna umhirðu gatna, götueyja og grænna svæða umhverfis götur eða torg, götusópun o.þ.h.
11 6 SKREYTINGAR
Hér flokkast kostnaður vegna skreytinga t.d. um jól og áramót.
11 7 MINKA- OG REFAEYÐING
Hér flokkast kostnaður sveitarfélags af minka- og refaeyðingu. Greiðsla veiðistjóraembættisins flokkast á móti kostnaði sem tekjur á tegundagreininguna 089 Endurgreiðslur annarra.
11 8 ÝMSIR STYRKIR OG FRAMLÖG
Hér flokkast ýmsir styrkir og framlög til aðila sem sinna umhverfismálum.
13 ATVINNUMÁL
Hér flokkast ýmis kostnaður vegna atvinnumála í sveitarfélaginu. Sem dæmi má nefna fjallskil, sauðfjárveikivarnir og styrki sem beinlínis eru vegna atvinnuuppbyggingar. Einnig flokkast hér kostnaðar við uppbyggingu ferðamannaþjónustu í sveitarfélaginu, t.d. kostnaður við uppbyggingu og rekstur tjaldsvæða og almenningssalerna.
Greina skal kostnað á eftirfarandi rekstrareiningar:
13 0 SAMEIGINLEGIR LIÐIR
Hér flokkast kostnaður við nefndarstörf eða önnur útgjöld sem varða málaflokkinn í heild. Sem dæmi má nefna kostnað vegna átaks í atvinnumálum og kostnað vegna atvinnuþróunar.
13 2 LANDBÚNAÐUR
Hér flokkast kostnaður við fjallskil, þ.m.t. fjallskilanefnd, fjárveikivarnir og afréttargirðingar. Þá flokkast hér tekjur af leyfisgjöldum vegna búfjárhalds í þeim sveitarfélögum þar sem búfjárhald er óheimilt án leyfis, sbr. lög um búfjárhald nr. 103/2002 með síðari breytingum.
13 4 IÐNAÐUR
Hér flokkast kostnaður og framlög sveitarfélags vegna iðnaðar.
13 5 FISKELDI OG ÚTGERÐ
Hér flokkast kostnaður og framlög sveitarfélags vegna fiskeldis og útgerðar.
13 6 FERÐAMÁL
Hér flokkast kostnaður sveitarfélagsins við uppbyggingu á ferðamannaþjónustu svo sem rekstur tjaldsvæða og almenningssalerna, upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn og kostnaður við embætti ferðamálafulltrúa.
13 8 ÝMSIR STYRKIR OG FRAMLÖG
20 FRAMLÖG TIL B-HLUTA FYRIRTÆKJA
Hér færast framlög úr aðalsjóði til B-hluta fyrirtækja sveitarfélagsins. Þau eru greidd þegar viðkomandi B-hluta fyrirtæki er rekið með halla og þarf framlög úr aðalsjóði til að reksturinn standi undir sér.
20 61 HAFNARSJÓÐUR
20 67 VEITUR
20 71 FÉLAGSLEGT ÍBÚÐARHÚSNÆÐI
20 77 FÉLAGSLEGAR ÞJÓNUSTUSTOFNANIR
20 89 AÐRAR B-HLUTA STOFNANIR
21 SAMEIGINLEGUR KOSTNAÐUR
Sameiginlegan rekstrarkostnað aðalsjóðs, þ.e. kostnaður sem ekki telst til beins rekstrarkostnaðar einstakra rekstrareininga aðalsjóðs, skal færa á þennan málaflokk. Til frádráttar skal flokka á málaflokkinn reikninga sem gerðir eru vegna hlutdeildar rekstrareininga með sjálfstætt reikningshald, þ.e. rekstrareininga utan aðalsjóðs, í sameiginlegum rekstrarkostnaði. Reikningar þessir skulu ekki vera hærri en sem nemur kostnaðarverði og skulu þeir færðir í bókhaldi viðkomandi rekstrareiningar með reglubundnum hætti innan reikningsársins.
Ef um er að ræða þátttöku eigin fyrirtækja og stofnana í stjórnunarkostnaði, er hlutdeild þeirra færð til frádráttar á rekstrarkostnaði skrifstofu sveitarfélagsins.
Á þennan málaflokk er flokkaður allur kostnaður við sameiginlega yfirstjórn sveitarfélagsins, svo sem sveitarstjórn, endurskoðun, rekstur skrifstofa og ráðhúss, samstarf sveitarfélaga og kosningar. Hér flokkast einnig kostnaður við nefndir sem ekki verða heimfærðar undir aðra málaflokka og kostnaður við sameiningu sveitarfélaga. Jafnframt kostnaður við móttöku gesta, risnu og kynningarmál, sem ekki verður greindur á aðra málaflokka.
Flokka skal og greina málaflokkinn á eftirfarandi hátt:
21 0 YFIRSTJÓRN
Hér flokkast sameiginlegur kostnaður við yfirstjórn sveitarfélagsins, s.s. kostnaður við sveitarstjórn, þ.e. þóknun fyrir setu í sveitarstjórn, ferðakostnaður vegna sveitarstjórnarfunda og önnur útgjöld sem beint tengjast sveitarstjórninni, svo sem vegna byggðarráðs. Þá flokkast hér einnig kostnaður vegna ráðstefna og funda sem sveitarstjórnarmenn sækja á vegum sveitarfélagsins, þ.e. kostnaður vegna ferða, uppihalds og þátttökugjalda. Hér flokkast einnig kostnaður af nefndum, sem kosnar eru af sveitarstjórn til ákveðinna verkefna en ekki falla undir ákveðna málaflokka innan sveitarfélagsins.
21 1 KOSNINGAR
Hér flokkast kostnaður vegna sveitarstjórnarkosninga, Alþingiskosninga, forsetakosninga og annarra kosninga eða skoðanakannana sem fram fara á vegum sveitarfélagsins.
Greina skal kostnað á eftirfarandi rekstrareiningar:
21 11 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
21 15 ALÞINGIS- OG FORSETAKOSNINGAR
21 19 AÐRAR ATKVÆÐAGREIÐSLUR
21 2 SAMEINING SVEITARFÉLAGA
Hér flokkast útgjöld vegna sameiningar sveitarfélaga. Hér flokkast allur kostnaður við sameiningarnefnd, ráðgjöf og kynningarmál og einnig kostnaður við atkvæðagreiðslur um sameiningartillögu.
21 3 ÓNOTAÐAR EIGNIR
Hér flokkast innri leiga frá eignasjóði vegna húsnæðis sem ekki er notað og stendur því autt. Dæmi um slíkt gæti verið skólahúsnæði sem stendur autt í kjölfar sameiningar skóla eða vegna samrekstrar skóla. Eðlilegt er að eignasjóður innheimti leigu af aðalsjóði vegna viðkomandi húsnæðis, enda er ekki ætlast til að eignasjóður beri kostnað af slíku húsnæði.
21 4 SKRIFSTOFUR SVEITARFÉLAGSINS
Hér flokkast allur rekstrarkostnaður vegna skrifstofa sveitarfélagsins og framkvæmdastjórnar þess. Reiknuð hlutdeild eigin fyrirtækja og stofnana í stjórnunarkostnaði flokkast hér til frádráttar rekstrarkostnaði.
21 5 RISNA, MÓTTÖKUR OG KYNNINGARMÁL
Hér flokkast allur kostnaður við móttökur gesta og risnu, sem ekki verður heimfærður upp á aðra málaflokka og deildir. Þá er hér færður kostnaður við kynningarmál, upplýsingavef (heimasíðu) og fréttabréf.
21 6 STARFSMANNAKOSTNAÐUR
Hér flokkast t.d. kostnaður við kjarasamningagerð og framlög til launanefndar sveitarfélaga.
21 7 SAMSTARF SVEITARFÉLAGA
Hér flokkast allur kostnaður vegna samstarfs við önnur sveitarfélög svo sem vegna þátttöku í landshlutasamtökum og héraðsnefndum. Framlag til héraðsnefndar skal sundurliða og flokka á viðkomandi málaflokka og rekstrareiningar og flokkast því hér eingöngu kostnaður við stjórn héraðsnefndarinnar og annar héraðsnefndarkostnaður sem ekki verður sundurliðaður á aðra málaflokka og rekstrareiningar. Rekstrarframlög sveitarfélags til byggðasamlags flokkast á viðkomandi málaflokk. Þá flokkast hér kostnaður af vinabæjasamskiptum, sem ekki flokkast á aðra málaflokka eða rekstrareiningar.
21 8 ÝMSIR STYRKIR OG FRAMLÖG
Hér flokkast ýmsir styrkir og framlög sem ekki verða heimfærðir á aðra málaflokka eða rekstrareiningar.
22 BREYTING LÍFEYRISSKULDBINDINGA
Hér flokkast breyting lífeyrisskuldbindinga ársins.
27 ÓREGLULEGIR LIÐIR
Útgjöld eða tekjur sveitarfélaga sem ekki falla undir venjulegan rekstur þeirra skal sýna sem óreglulega liði, enda hafi þau veruleg áhrif á afkomu sveitarfélags og skekki samanburð milli ára og milli sveitarfélaga. Útgjöld eða tekjur eru skilgreind óreglulegur liður þegar eftirfarandi þrjú skilyrði eru öll uppfyllt:
- Liðurinn er ekki í greinilegum tengslum við hefðbundna starfsemi sveitarfélagsins.
- Liðurinn er þess eðlis að ekki er gert ráð fyrir að hann eigi sér stað oft eða með reglubundnum hætti.
- Liðurinn felur í sér verulega fjárhæð með tilliti til rekstrarumfangs viðkomandi sveitarfélags.
Dæmi um óreglulega liði má nefna verulegan hagnað/tap af sölu hlutabréfa í fyrirtækjum sem ekki tengjast beint starfsemi sveitarfélags og verulegan hagnað/tap af sölu varanlegra rekstrarfjármuna, enda sé um að ræða eignir sem óvenjulegt er að sveitarfélagið selji.
28 FJÁRMUNATEKJUR OG FJÁRMAGNSGJÖLD
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld eru ekki deildagreindir heldur færast allir á eina deild.
2890 FJÁRMUNATEKJUR OG FJÁRMAGNSGJÖLD
9 EFNAHAGSREIKNINGUR AÐALSJÓÐS
Efnahagsreikningur er ekki deildagreindur í rafrænum skilum. Allar færslur færast á deild 2900.
5. gr. A-hluta stofnanir.
A-HLUTA STOFNANIR
Til A-hluta stofnana teljast eignasjóður og aðrar rekstrareiningar sem sveitarfélag kýs að reka sjálfstætt og falla undir lagalega skilgreiningu þess að geta talist til A-hluta. Greining skal vera á eftirfarandi rekstrareiningar:
31 EIGNASJÓÐUR
Hér flokkast eignasjóður.
3110 REKSTUR
3190 FJÁRMUNATEKJUR OG FJÁRMAGNSGJÖLD
32 EIGNASJÓÐUR – EFNAHAGUR
Efnahagsreikningur er ekki deildagreindur í rafrænum skilum. Allar færslur færast á deild 3200.
59 AÐRAR A-HLUTA STOFNANIR
Hér flokkast aðrar A-hluta stofnanir.
5910 REKSTUR
5990 FJÁRMUNATEKJUR OG FJÁRMAGNSGJÖLD
60 AÐRAR A-HLUTA STOFNANIR – EFNAHAGUR
Efnahagsreikningur er ekki deildagreindur í rafrænum skilum. Allar færslur færast á deild 6000.
6. gr. B-hluta fyrirtæki.
B-HLUTA FYRIRTÆKI
Sú meginregla gildir að til B-hluta flokkast þær rekstrareiningar (þjónustueiningar) sem reknar eru sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar og hafa lagaheimild til innheimtu þjónustugjalda til þess að standa að fullu undir útgjöldum sínum. Í undantekningartilvikum getur verið rétt að flokka rekstrareiningar frá B-hluta til A-hluta þegar um óverulega starfsemi og litla fjárbindingu í rekstrareiningunni er að ræða.
Rekstrarframlög aðalsjóðs sveitarfélaga til rekstrareininga í B-hluta skal flokka á málaflokk 20 innan aðalsjóðs.
Rekstrareiningar sveitarfélaga sem teljast til B-hluta eru m.a. hafnarsjóður, vatnsveita, rafveita, hitaveita, fráveita, sorphirða og sorpeyðing, íbúðarhúsnæði – leiguhúsnæði, almenningssamgöngur og félagslegar þjónustustofnanir.
Flokka skal og greina rekstur á eftirfarandi rekstrareiningar:
6100 HAFNARSJÓÐUR
6200 HAFNARSJÓÐUR – EFNAHAGUR
6300 VATNSVEITA 6400 VATNSVEITA – EFNAHAGUR
6500 RAFVEITA
6600 RAFVEITA – EFNAHAGUR
6700 HITAVEITA
6800 HITAVEITA – EFNAHAGUR
6900 FRÁVEITA
7000 FRÁVEITA – EFNAHAGUR
7100 FÉLAGSLEGT ÍBÚÐARHÚSNÆÐI
7200 FÉLAGSLEGT ÍBÚÐARHÚSNÆÐI – EFNAHAGUR
7700 FÉLAGSLEGAR ÞJÓNUSTUSTOFNANIR
7800 FÉLAGSLEGAR ÞJÓNUSTUSTOFNANIR – EFNAHAGUR
8900 AÐRAR B-HLUTA STOFNANIR
9000 AÐRAR B-HLUTA STOFNANIR – EFNAHAGUR
7. gr. Hagræn flokkun.
GFS FLOKKUN TEKNA OG GJALDA
Greining tekna og gjalda fyrir upplýsingagrunn byggir á GFS staðli (Government Finance Statistics). Greiningin skiptist í eftirfarandi flokka:
0 Tekjur.
1 Laun og launatengd gjöld.
2 Breyting lífeyrisskuldbindinga.
3 Annar rekstrarkostnaður.
4 Styrkir og annað.
5 Afskriftir.
6 Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld.
7 Óreglulegir liðir.
Hér á eftir verður nánar fjallað um hvern flokk fyrir sig.
0 TEKJUR
Tekjur greinast þannig:
00 SKATTTEKJUR
Hér flokkast álagningartekjur útsvars (staðgreiðsla) og fasteignaskatts ásamt breytingum á þeim innan ársins. Einnig niðurfærsla og afskriftir sömu tekna. Lækkun álagningar samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar til elli- og/eða örorkulífeyrisþega færist ekki hér heldur meðal gjalda í flokki 4.
Skatttekjur greinast á þessar tegundir:
0010 ÚTSVAR
0020 FASTEIGNASKATTUR
0090 AFSKRIFTIR OG NIÐURFÆRSLA
01 FRAMLÖG JÖFNUNARSJÓÐS SVEITARFÉLAGA
Hér flokkast framlög Jöfnunarsjóðs önnur en endurgreiðsla húsaleigubóta. Ekki er gerð krafa um greiningu þeirra eftir tegundum framlaga heldur flokkast þau öll á eina tegund:
0190 FRAMLÖG JÖFNUNARSJÓÐS
02 ÞJÓNUSTUTEKJUR
Hér flokkast allar tekjur af álögðum þjónustugjöldum, svo sem fasteignagjöld önnur en fasteignaskattur, leikskólagjöld, ýmiss konar leyfis- og eftirlitsgjöld og aðrar tekjur sem innheimtar eru samkvæmt gjaldskrá eða ákvörðun sveitarstjórnar.
0210 ÞJÓNUSTUGJÖLD FASTEIGNA
Hér flokkast vatnsskattur, holræsagjald, sorphreinsunargjald og sorpurðunargjald svo og önnur þau gjöld sem lögð eru á til að standa undir þjónustu við fasteignir.
0230 TEKJUR AF LEYFISGJÖLDUM
Hér flokkast leyfisgjöld hvers konar sem lögð eru á skv. gjaldskrá eða sérstakri ákvörðun sveitarstjórnar.
0240 TEKJUR AF EFTIRLITSGJÖLDUM
Hér flokkast tekjur sem innheimtar eru skv. gjaldskrá eða taxta vegna lögboðins eftirlits af hálfu sveitarfélags eða fyrirtækja þess.
0290 AÐRAR ÞJÓNUSTUTEKJUR
Hér flokkast aðrar þjónustutekjur ótilgreindar áður.
03 ARÐUR AF EIGNUM
Hér flokkast allar tekjur frá þriðja aðila af eignum sveitarfélagsins, stofnana og fyrirtækja svo sem húsaleiga, véla- og áhaldaleiga, landleiga og aðrar tekjur af eignarekstri. Innri tekjur, þ.e. viðskipti milli rekstrareininga flokkast á 05.
0390 ARÐUR AF EIGNUM
04 TEKJUR MEÐ SKATTAÍGILDI
Hér flokkast tekjur með skattaígildi s.s. lóðarleiga og byggingaréttur.
0410 LÓÐARLEIGA
Hér flokkast samningsbundnar tekjur af notkun lóða hvort sem þær eru innheimtar með fasteignagjöldum eða með öðrum hætti.
0480 BYGGINGARÉTTUR
0490 ÖNNUR SKATTAÍGILDI
Hér flokkast aðrar tekjur sem teljast skattaígildi.
05 VÖRUR OG ÞJÓNUSTA TIL EIGIN NOTA
Hér flokkast allar tekjur sem bókaðar eru vegna milliviðskipta rekstrareininga, s.s. innri leiga, reiknuð hlutdeild í rekstrarkostnaði eða afnotum, millifærð vinna þjónustumiðstöðvar o.s.frv. Ekki er gert ráð fyrir greiningu tekna eftir uppruna heldur eru þær allar færðar á eina greiningu:
0510 MILLIVIÐSKIPTI REKSTRAREININGA
06 ENDURGREIÐSLUR OG TILFÆRSLUR
Hér flokkast allar endurgreiðslur og tilfærslur frá aðilum utan sveitarfélagsins. Flokka og greina skal endurgreiðslur og tilfærslur á eftirfarandi hátt:
0610 ENDURGREIÐSLUR ANNARRA SVEITARFÉLAGA
0620 ENDURGREIÐSLUR OG TILFÆRSLUR RÍKISSJÓÐS
0690 AÐRAR ENDURGREIÐSLUR/TILFÆRSLUR
07 AÐRAR TEKJUR
Hér flokkast aðrar tekjur af rekstri sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra sem ekki hafa verið flokkaðar hér að framan. Stærstu liðirnir í þessum flokki er sala á vöru og vinnu til þriðja aðila og styrkir og framlög frá félögum, samtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum.
0710 STYRKIR OG FRAMLÖG
Styrkir og framlög frá félögum, samtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum. Þessar tekjur eru venjulega bundnar ákveðnum verkefnum.
0720 SELDAR VÖRUR OG VINNA
Hér flokkast vörusala og tekjur af seldri vinnu til þriðja aðila hvort heldur er vinna manna eða tækja.
0790 ANNAÐ ÓSKILGREINT
Hér flokkast aðrar tekjur sem ekki eiga við framangreinda sundurliðun svo sem tjónabætur.
1 LAUN OG LAUNATENGD GJÖLD
Hér flokkast öll laun, launatengd gjöld, launaígildi og annar starfsmannatengdur kostnaður. Greina skal laun og launatengd gjöld á eftirfarandi undirtegundir:
10 LAUN
Hér flokkast allar tegundir launa eða þóknana, greidd eða ógreidd, sem launþegi fær fyrir starf sem hann innir af hendi á ábyrgð sveitarfélags eða fyrirtækja þess. Til vinnulauna teljast ákvæðislaun, biðlaun, nefndarlaun, eftirlaun, launabætur, staðaruppbætur, orlofsfé og greiðslur fyrir ótekið orlof. Ennfremur verkfæragjald eða verkfærapeningar, fatapeningar, flutningspeningar eða greiðsla fargjalda milli heimilis og vinnustaðar, hvort sem framangreindar greiðslur eru reiknaðar sem hundraðshluti launa eða á annan hátt, styrkir til líkamsræktar, risnufé og stjórnar- og endurskoðunarlaun kjörinna manna. Laun flokkast öll á eina greiningu:
1010 LAUN
11 ÁFALLINN LAUNAKOSTNAÐUR
Hér flokkast áfallið orlof og annar áfallinn launakostnaður sem kann að hafa fallið til t.d. vegna kjarasamninga. Áfallinn launakostnaður flokkast þannig:
1170 ÁFALLIÐ ORLOF
1180 ANNAR ÁFALLINN LAUNAKOSTNAÐUR
12 LAUNAÍGILDI
Hér flokkast hlunnindi sem sveitarfélagi eða fyrirtækjum þess ber að standa skil á skv. kjarasamningum eða ráðningarsamningum.
1210 HLUNNINDI
Hér flokkast kostnaður vegna húsnæðishlunninda samkvæmt skattmati eða niðurgreiðsla leigu, bifreiðahlunnindi og metin fæðishlunnindi.
1290 ÖNNUR LAUNAÍGILDI
Hér flokkast önnur hlunnindi eða launaígildi ótalin áður s.s. fatahlunnindi.
13 LAUNATENGD GJÖLD
Hér flokkast öll launatengd gjöld, svo sem tryggingagjald, framlag í lífeyrissjóð, sjóðagjöld og önnur lögboðin álög á launagreiðslur. Flokka skal launatengd gjöld á eftirfarandi hátt:
1310 TRYGGINGAGJALD
1390 ÖNNUR LAUNATENGD GJÖLD
14 ANNAR STARFSMANNAKOSTNAÐUR
Hér flokkast annar starfsmannatengdur kostnaður sem ekki verður heimfærður á ofangreinda flokkun.
1490 ANNAR STARFSMANNATENGDUR KOSTNAÐUR
2 BREYTING LÍFEYRISSKULDBINDINGA
19 BREYTING LÍFEYRISSKULDBINDINGA
Hér færist breyting ársins.
1990 BREYTING LÍFEYRISSKULDBINDINGA
3 ANNAR REKSTRARKOSTNAÐUR
Hér flokkast öll vöru- og þjónustukaup sveitarfélags og fyrirtækja þess hvort sem þau eru frá öðrum rekstrareiningum eða frá utanaðkomandi aðila. Gerð er krafa til eftirfarandi greiningar:
20 SKRIFSTOFUVÖRUR
Hér flokkast kaup á ýmsum vörum sem tengjast almennum skrifstofurekstri og skyldri starfsemi. Ekki má líta svo á að þessi flokkur sé eingöngu fyrir slíkan rekstur heldur er hann eins og flestir flokkar óbundinn verkefnum eða starfsemi. Sem dæmi ritföng, pappír, bækur, tímarit, nótnahefti, efni og vörur til fjölföldunar eða ljósritunar, minniháttar hugbúnaður, hljómplötur, kort, myndir, filmur o.fl.
2090 SKRIFSTOFUVÖRUR ÓSUNDURLIÐAÐ
21 MATVÆLI
Hér flokkast vörukaup til matargerðar fyrir mötuneyti, veitingarekstur og kennslu svo og kaup á máltíðum og matvörum fyrir starfsmenn í vinnutíma. Einnig drykkjarvörur, kaffi, te o.s.frv.
2190 MATVÆLI ÓSUNDURLIÐAÐ
25 ORKA
Hér flokkast orkukaup. Gerð er krafa til eftirfarandi greiningar:
2510 RAFMAGN
2520 HEITT VATN
2530 BENSÍN, OLÍUR, METAN
2540 KALT VATN
2590 ÖNNUR ORKUKAUP
28 SMÁVERKFÆRI OG ÁHÖLD
Hér flokkast ýmis tæki, búnaður og áhöld sem eru verðlítil og færast því ekki á eignaskrá eða til eignar þótt endingartími þeirra geti verið í sumum tilvikum langur.
2801 SMÁVERKFÆRI OG ÁHÖLD ÓSUNDURLIÐAÐ
29 ÖNNUR VÖRUKAUP
Önnur vörukaup ótalin áður til reksturs eða viðhalds.
2990 ÖNNUR VÖRUKAUP ÓSUNDURLIÐAÐ
30 FJARSKIPTAÞJÓNUSTA
Hér flokkast bæði stofn- og afnotagjöld og notkun á öllum fjarskiptabúnaði og tækjum. Einnig skal færa hér til frádráttar, greiðslu frá starfsmönnum vegna afnota af síma. Einnig afnotagjöld fyrir gagnabanka, skrár og ýmiss konar tölvupóstþjónustu, einnig aðgangur að þjóðskrá, íslenska menntanetinu, hafsjó o.fl.
3090 FJARSKIPTAÞJÓNUSTA ÓSUNDURLIÐAÐ
31 AKSTUR
Hér flokkast leigugjöld vegna aksturs leigubifreiða, bílaleigubíla, hópferðabíla, sendibifreiða og vörubifreiða svo og afnota af bifreiðum starfsmanna. Einnig kostnaður sem til fellur umfram leigugjald s.s. bensín, gangna- og ferjugjöld. Gerð er krafa til eftirfarandi greiningar:
3130 SKÓLAAKSTUR
3190 ANNAR AKSTUR
32 FARGJÖLD OG FERÐAKOSTNAÐUR
Þessi undirflokkur tekur til fargjalda samkvæmt farmiðum, dagpeninga og dvalarkostnaðar.
3290 FARGJÖLD OG FERÐAKOSTNAÐUR ÓSUNDURLIÐAÐ
33 AÐKEYPT ÞJÓNUSTA
Reikningar frá sérfræðingum flokkast hér, þ.m.t. efni. Gerð er krafa til eftirfarandi greiningar:
3310 LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA
Hér flokkast m.a. öll vinna lögfræðinga og tildæmdur málskostnaður.
3320 VERKFRÆÐI- OG ARKITEKTAÞJÓNUSTA
Hér flokkast kostnaður vegna kaupa á þjónustu frá verkfræðingum, tæknifræðingum og arkitektum.
3330 ENDURSKOÐUNAR- OG BÓKHALDSÞJÓNUSTA
Hér flokkast kostnaður vegna kaupa á þjónustu frá viðskipta- og hagfræðingum, lögg. endurskoðendum og rekstrarráðgjöfum.
3340 TÖLVU- OG HUGBÚNAÐARÞJÓNUSTA
Öll aðkeypt vinna kerfisfræðinga og önnur sérfræðiþjónusta vegna hugbúnaðargerðar, viðhalds og viðgerðar á hugbúnaði, aðstoð og ráðgjöf v/hugbúnaðar flokkast hér.
3350 LÆKNA- OG HJÚKRUNARÞJÓNUSTA
Hér flokkast kostnaður vegna þjónustu lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfara. Einnig læknisvottorð og vinna tannlækna og tannfræðinga.
3390 ÖNNUR SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA
Hér færast aðrir sérfræðingar sem lokið hafa háskólaprófi eða sambærilegu langskólanámi og ekki hafa verið taldir hér að framan. Einnig kostnaður vegna öryggisgæslu og eftirlitsgjöld vegna m.a. mælitækja, geislavarna og vinnueftirlits.
34 LEIGUGREIÐSLUR
Hér flokkast allar leigugreiðslur, bæði innan sveitarfélags og utan. Gerð er krafa til eftirfarandi greiningar:
3410 INNRI HÚSALEIGA (EIGNASJÓÐUR)
Hér flokkast kostnaður vegna leigugreiðslna til Eignasjóðs.
3470 MILLIFÆRÐ ÞJÓNUSTA
Hér flokkast kostnaður vegna millifærðrar þjónustu rekstrareininga.
3490 AÐRAR LEIGUGREIÐSLUR.
Hér flokkast aðrar leigugreiðslur en að framan eru taldar.
35 VÁTRYGGINGAR
Hér flokkast allar vátryggingar sveitarfélags og fyrirtækja þess.
3590 VÁTRYGGINGAR
37 ÖNNUR ÞJÓNUSTUKAUP
3710 MIÐLUN, KYNNING OG AUGLÝSINGAR
Hér flokkast kostnaður við auglýsingar, gerð þeirra og birtingu, gerð kynningarefnis og birtingarkostnaður þess og skoðanakannanir.
3720 RÁÐSTEFNA, FUNDIR OG RISNA
Hér flokkast þátttökugjöld á ráðstefnum og fundum sem starfsmenn eða stjórnendur sveitarfélags eða fyrirtækja þess sækja ásamt kostnaði sem krafinn er óskiptur og ekki verður flokkaður á viðeigandi liði s.s. ferðakostnað og dagpeninga. Hér flokkast einnig gjafir og risna sem stofnun eða embætti efnir til í þeim tilgangi að sýna þeim sem nýtur gestrisni, þakklæti eða viðurkenningu.
3730 ENDURMENNTUN OG NÁMSKEIÐ
Beinn kostnaður við menntun starfsmanna, verðandi starfsmanna og umsækjenda um störf í formi þátttökugjalda og annarra greiðslna fyrir fræðslu- og endurmenntunarnámskeið sem færast ekki undir aðra tegundaliði. Hér á ekki að færa greiðslur til sérfræðinga sem fengnir eru til að halda námskeið heldur skal færa þær greiðslur beint á viðkomandi verktaka- eða þjónustutegund samkvæmt menntun þeirra.
3740 RÆSTING OG HREINSUN
Hér færist öll aðkeypt ræsting, efni og vinna, teppahreinsun og gluggaþvottur innandyra.
3750 VIÐHALDSÞJÓNUSTA.
Hér flokkast allt viðhald fastafjármuna, efni og vinna verkamanna og iðnaðarmanna.
3790 ÖNNUR ÞJÓNUSTUKAUP
Hér flokkast kostnaður v/prentunar, ljósritunar eða fjölritunar og póstburðargjöld ásamt öðrum þjónustukaupum ótöldum áður.
39 SKATTAR OG ÖNNUR OPINBER GJÖLD
Hér flokkast allar skattgreiðslur og greiðslur á opinberum gjöldum sem sveitarfélagi eða fyrirtækjum þess ber að greiða, nema launatengdir skattar og gjöld og fjármagnstekjuskattur. Gerð er krafa til eftirfarandi greiningar:
3910 FASTEIGNASKATTUR
3990 AÐRIR SKATTAR OG OPINBER GJÖLD
Þegar framlög og styrkir sveitarfélaganna eru skoðuð þarf að athuga hvort tilfærslan sé af rekstrarlegum toga eða ætluð til fjármunamyndunar þ.e. hvort um er að ræða tilfærslu vegna einhvers sem á að standa í langan tíma (bygging eða eitthvað þess háttar) eða verið er að styrkja rekstur t.d. fyrirtækis í bænum.
4 STYRKIR OG ANNAÐ
Styrkir eru skilgreindir sem óendurkræfar tilfærslur til aðila án þess að á móti komi vara eða þjónusta.
41 REKSTRARSTYRKIR
Hér flokkast styrkir eða framlög sem styrkþegi nýtir til rekstrar. Gerð er krafa til eftirfarandi greiningar:
4110 REKSTRARSTYRKIR TIL EINSTAKLINGA
Hér flokkast umönnunarbætur, fjárhagsaðstoð, húsaleigubætur og aðrar greiðslur frá félagsþjónustu sveitarfélags, íþrótta- og tómstundastyrkir til ungmenna og starfsmanna. Einnig ferðastyrkir v/náms eða einhverra viðburða sem viðkomandi er styrktur til að sækja, niðurgreiðsla vegna ferða ákveðins hóps einstaklinga og styrkir til að einstaklingar geti tekið þátt í t.d. sumarnámskeiðum. Þá flokkast hér niðurgreiðsla og/eða afsláttur af gjaldskrá vegna einstæðra foreldra, öryrkja, aldraðra eða 2ja eða fleiri notenda þjónustu á sama tíma. Einnig afsláttur af fasteignaskatti eða öðrum fasteignagjöldum sem veitt eru vegna öldrunar, örorku eða af félagslegum ástæðum.
4120 REKSTRARSTYRKIR TIL FÉLAGASAMTAKA OG VELFERÐARSTOFNANA
Hér flokkast framlög til félaga eða félagasamtaka þar sem ekki kemur þjónusta eða vara af hálfu styrkþega á móti. Samtök eru skilgreind sem þeir aðilar eða rekstrareiningar sem ekki hafa þann tilgang að skapa aðstandendum eða eigendum sínum hagnað (e. non-profit institutions). Hér má nefna framlög til trúfélaga, stjórnmálaflokka, íþrótta- og æskulýðsfélaga og björgunarsveita. Framlög til einkarekinna skóla flokkast einnig hér ef ekki kemur á móti veitt þjónusta til sveitarfélagsins. Einnig styrkir vegna viðburða s.s. vegna hátíðarhalda 17. júní. Framlög geta hvort heldur er verið í formi beinna fjárstyrkja eða afnota af eignum sveitarfélags.
4130 REKSTRARSTYRKIR TIL AÐILA INNAN A-HLUTANS
Hér flokkast framlög til verkefna eða rekstrareininga sem reknar eru innan A-hluta s.s. skóla, bókasafna, íþróttahúsa o.fl. Athugið að útgjöldin verða að falla utan ramma almenns rekstrarkostnaðar og lögboðinna verkefna.
4140 REKSTRARSTYRKIR TIL FYRIRTÆKJA
Hér flokkast sambærileg framlög og tilgreind eru undir 4130 nema að nú er um að ræða fyrirtæki innan B-hluta.
Einnig styrkir og framlög til fyrirtækja í einkaeign þar sem ekki kemur þjónusta eða vara á móti. Hér má nefna styrki til atvinnuþróunar, til að halda uppi samgöngum, til viðhalds og/eða varðveislu húsa eða minja o.s.frv.
4160 REKSTRARSTYRKIR TIL SVEITARFÉLAGA
Hér flokkast styrkir sem sveitarfélag veitir öðru sveitarfélagi vegna t.d. náttúruhamfara. Líklega eru fá önnur dæmi um slíka styrki.
4170 REKSTRARSTYRKIR TIL RÍKISSJÓÐS
Hér flokkast styrkir sem sveitarfélag veitir ríkissjóði, en styrkur til Sinfóníuhljómsveitar Íslands er dæmi um slíkan styrk.
42 FJÁRFESTINGASTYRKIR
Hér flokkast styrkir til fjárfestinga, þ.e. styrkþegi nýtir fjármagnið til eignabreytinga en ekki rekstrar. Gerð er krafa til eftirfarandi greiningar:
4210 FJÁRFESTINGARSTYRKIR TIL EINSTAKLINGA
Hér flokkast styrkir til einstaklinga sem ráðstafað er af styrkþega til eignabreytinga. Sem dæmi má nefna styrki til fjölskyldna fatlaðra einstaklinga til breytinga á húsnæði, styrki til viðhalds eða endurgerðar gamalla húsa o.s.frv.
4220 FJÁRFESTINGARSTYRKIR TIL FÉLAGASAMTAKA OG VELFERÐARSTOFNANA
Hér flokkast styrkir til félaga og félagasamtaka sem varið er til eignabreytinga. Sem dæmi má nefna fjárfestingastyrki til íþróttafélaga til bygginga íþróttamannvirkja o.s.frv.
4230 FJÁRFESTINGARSTYRKIR TIL AÐILA INNAN A-HLUTANS
Hér flokkast fjárfestingarframlag til rekstrareininga innan A-hluta. Sem dæmi má nefna byggingastyrki til endurgerðar gamalla húsa eða fornminja o.s.frv.
4240 FJÁRFESTINGARSTYRKIR TIL FYRIRTÆKJA
Hér flokkast sambærileg framlög og tilgreind eru undir 4230 nema að nú er um að ræða fyrirtæki innan B-hluta eða í einkaeign.
4260 FJÁRFESTINGARSTYRKIR TIL SVEITARFÉLAGA
Hér flokkast styrkir sem sveitarfélag veitir öðru sveitarfélagi vegna t.d. náttúruhamfara ef styrk er varið til fjárfestinga, en sveitarfélag getur einnig lagt öðru sveitarfélagi til fjármagn til mannvirkjagerðar þótt eignarhald komi ekki á móti.
4270 FJÁRFESTINGARSTYRKIR TIL RÍKISSJÓÐS
Í flestum tilvikum er um að ræða styrki frá ríki til sveitarfélaga en ekki öfugt. En ef svo væri þá myndu slíkir styrkir flokkast hér.
45 NIÐURFÆRSLA OG AFSKRIFTIR
Hér flokkast niðurfærsla og afskriftir viðskiptakrafna, eignahluta, hlutafjár eða skuldabréfaeignar.
4510 NIÐURFÆRSLA OG AFSKRIFTIR VIÐSKIPTAKRAFNA
48 SEKTIR OG SKAÐABÆTUR
Hér flokkast sektir, tjónabætur til 3ja aðila og dæmdar bætur hvers konar sem sveitarfélagi eða fyrirtækjum þess ber að greiða.
4890 SEKTIR OG SKAÐABÆTUR
49 AÐRIR ÓSKILGREINDIR LIÐIR
Hér flokkast önnur útgjöld sem ekki er hægt að flokka annars staðar.
4990 AÐRIR ÓSKILGREINDIR LIÐIR
5 AFSKRIFTIR
56 AFSKRIFTIR
Hér flokkast afskriftir fastafjármuna og annarra eigna fyrirtækja sveitarfélaga.
5610 AFSKRIFT EIGNA
6 FJÁRMUNATEKJUR OG FJÁRMAGNSGJÖLD
Hér flokkast fjármunatekjur og fjármagnsgjöld sveitarfélags og fyrirtækja þess. Sérstaklega ber að greina fjármunatekjur og fjármagnsgjöld vegna innri viðskipta.
60 FJÁRMUNA- OG VERÐBÓTATEKJUR
Hér flokkast fjármuna- og verðbótatekjur sveitarfélags og fyrirtækja þess. Gerð er krafa til eftirfarandi greiningar:
6010 FJÁRMUNATEKJUR
6020 VERÐBÓTATEKJUR
6030 FJÁRMUNATEKJUR – INNRI VIÐSKIPTI
6040 VERÐBÓTATEKJUR – INNRI VIÐSKIPTI
61 FJÁRMAGNS- OG VERÐBÓTAGJÖLD
Hér flokkast fjármagns- og verðbótagjöld sveitarfélags og fyrirtækja þess. Gerð er krafa til eftirfarandi greiningar:
6110 FJÁRMAGNSGJÖLD
6120 VERÐBÓTAGJÖLD
6130 FJÁRMAGNSGJÖLD – INNRI VIÐSKIPTI
6140 VERÐBÓTAGJÖLD – INNRI VIÐSKIPTI
62 GENGISMUNUR
Hér flokkast gengismunur af eignum og skuldum sveitarfélags og fyrirtækja þess.
6210 GENGISMUNUR
63 TEKJUR AF EIGNAHLUTUM
Hér flokkast arður af eignahlutum og fyrirtækjum sveitarfélaga. Gerð er krafa til eftirfarandi greiningar:
6310 ARÐUR AF EIGNARHLUTUM
6320 ARÐUR AF EIGIN FYRIRTÆKJUM
6330 ANNAR ARÐUR
64 FJÁRMAGNSTEKJUSKATTUR
Hér flokkast fjármagnstekjuskattur.
6410 FJÁRMAGNSTEKJUSKATTUR
65 AÐRAR FJÁRMUNATEKJUR OG FJÁRMAGNSGJÖLD
Hér flokkast söluhagnaður og tap eigna, eignahluta og hlutabréfa. Einnig aðrar fjármunatekjur og fjármagnsgjöld sem ekki verða flokkaðar annars staðar.
6510 SÖLUHAGNAÐUR/-TAP HLUTABRÉFA/EIGNARHLUTA
6590 AÐRAR FJÁRMUNATEKJUR OG FJÁRMAGNSGJÖLD
7 ÓREGLULEGIR LIÐIR
Útgjöld eða tekjur sveitarfélaga sem ekki falla undir venjulegan rekstur þeirra skal sýna sem óreglulega liði, enda hafi þau veruleg áhrif á afkomu sveitarfélags og skekki samanburð milli ára og milli sveitarfélaga. Útgjöld eða tekjur eru skilgreind óreglulegur liður þegar eftirfarandi þrjú skilyrði eru öll uppfyllt:
- Liðurinn er ekki í greinilegum tengslum við hefðbundna starfsemi sveitarfélagsins.
- Liðurinn er þess eðlis að ekki er gert ráð fyrir að hann eigi sér stað oft eða með reglubundnum hætti.
- Liðurinn felur í sér verulega fjárhæð með tilliti til rekstrarumfangs viðkomandi sveitarfélags.
Dæmi um óreglulega liði má nefna verulegan hagnað/tap af sölu hlutabréfa í fyrirtækjum sem ekki tengjast beint starfsemi sveitarfélags og verulegan hagnað/tap af sölu varanlegra rekstrarfjármuna, enda sé um að ræða eignir sem óvenjulegt er að sveitarfélagið selji.
7010 ÓREGLULEGAR TEKJUR
7020 ÓREGLULEG GJÖLD
8. gr. Efnahagsliðir.
FLOKKUN EIGNA OG SKULDA
8 EIGNIR
Hér flokkast eignir sveitarfélags, fyrirtækja þess og stofnana. Gerð er krafa til eftirfarandi greiningar:
80 EIGNABREYTINGAR
Þessi flokkun er notuð í fjárhagsáætlun og í skilum innan ársins en ekki í ársreikningi. Þar ber sveitarfélagi að skila sérstöku yfirliti um eignabreytingar þar sem flokkun er á málaflokka.
8001 SELDAR EIGNIR
8002 GATNAGERÐARGJÖLD
8003 ENDURGREIÐSLUR
8010 KEYPTAR EIGNIR
8020 FRAMKVÆMDIR
81 VARANLEGIR REKSTRARFJÁRMUNIR
8101 RÉTTINDI
8110 FASTEIGNIR, LÓÐIR OG FASTEIGNARÉTTINDI
8120 LEIGÐAR EIGNIR
8130 VÉLAR OG TÆKI
8140 VEITUR OG GATNAKERFI
8150 HAFNARMANNVIRKI
82 ÁHÆTTUFJÁRMUNIR OG LANGTÍMAKRÖFUR
8201 EIGNARHLUTIR Í BYGGÐASAMLÖGUM
8210 EIGNARHLUTAR Í TENGDUM FÉLÖGUM
8220 EIGNARHLUTAR Í HLUTDEILDARFÉLÖGUM
8230 EIGNARHLUTAR Í ÖÐRUM FÉLÖGUM
8240 SKATTEIGN
8250 ANNAÐ
8260 VERÐBRÉF
8261 NÆSTA ÁRS AFBORGANIR
8270 SKULDABRÉF A-HLUTA FYRIRTÆKJA
8271 NÆSTA ÁRS AFBORGUN A-HLUTA
8280 SKULDABRÉF B-HLUTA FYRIRTÆKJA
8281 NÆSTA ÁRS AFBORGUN B-HLUTA
83 VELTUFJÁRMUNIR
8301 BIRGÐIR
8310 ÓINNHEIMTAR TEKJUR
8320 AÐRAR SKAMMTÍMAKRÖFUR
8321 SKAMMTÍMAKRÖFUR Á A-HLUTA FYRIRTÆKI
8322 SKAMMTÍMAKRÖFUR Á B-HLUTA FYRIRTÆKI
8330 BANKAREIKNINGAR
8340 SJÓÐIR OG MILLIREIKNINGAR
8361 NÆSTA ÁRS AFBORGANIR
8362 NÆSTA ÁRS AFBORGUN A-HLUTA
8363 NÆSTA ÁRS AFBORGUN B-HLUTA
9 SKULDIR OG EIGIÐ FÉ
90 EIGIÐ FÉ
9000 EIGINFJÁRREIKNINGUR
91 SKULDBINDINGAR
9110 LÍFEYRISSKULDBINDING
9120 AÐRAR SKULDBINDINGAR
92 LANGTÍMASKULDIR
9210 SKULDABRÉFALÁN – INNLEND
9220 SKULDABRÉFALÁN – ERLEND (INNLENDIR LÁNVEITENDUR)
9221 SKULDABRÉFALÁN – ERLEND
9230 LEIGUSKULDIR
9231 LEIGUSKULDIR – ERLENDAR
9240 INNRI LÁN – VIÐ AÐALSJÓÐ
9250 NÆSTA ÁRS AFBORGANIR
97 SKAMMTÍMASKULDIR
9710 SKULDIR VIÐ LÁNASTOFNANIR
9720 VIÐSKIPTASKULDIR
9721 SKULDIR VIÐ A-HLUTA FYRIRTÆKI
9722 SKULDIR VIÐ B-HLUTA FYRIRTÆKI
9730 AÐRAR SKAMMTÍMASKULDIR
9731 AÐRAR SKAMMTÍMASKULDIR (ERLENDAR)
9751 NÆSTA ÁRS AFBORGANIR
9752 NÆSTA ÁRS AFBORGUN A-HLUTA
9753 NÆSTA ÁRS AFBORGUN B-HLUTA
9760 FYRIRFRAMINNBORGANIR
9. gr. Málaflokkagreining.
Málaflokkagreining fjárhagsupplýsinga sveitarfélaga
Mfl./deild | Heiti | | COFOG |
00 | Skatttekjur | | 0000 |
| 0 | Skattar | | |
| | 01 | Útsvör | 0001 |
| | 06 | Fasteignaskattur | 0006 |
| 1 | Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga | 0010 |
| 3 | Aðrar tekjur með skattaígildi | |
| | 35 | Lóðarleiga | 0035 |
02 | Félagsþjónusta | 0200 |
| 0 | Sameiginlegir liðir | 0201 |
| 1 | Félagsleg aðstoð | |
| | 11 | Fjárhagsaðstoð | 0211 |
| | 15 | Félagsleg heimaþjónusta | 0215 |
| | 16 | Niðurgreiðsla dvalargjalda | 0216 |
| | 17 | Niðurgreiðsla húsaleigu | 0217 |
| | 18 | Húsaleigubætur | 0218 |
| | 19 | Önnur félagsleg hjálp | 0219 |
| 3 | Þjónusta við börn og unglinga | |
| | 31 | Kostnaður vegna barnaverndarnefndar | 0231 |
| | 32 | Kostnaður vegna vistunar utan heimilis á stofnun | 0232 |
| | 33 | Kostnaður vegna fósturs utan heimilis | 0233 |
| | 34 | Kostnaður vegna úrræða á heimili | 0234 |
| | 35 | Annað | 0235 |
| 4 | Þjónusta við aldraða | |
| | 41 | Framlag til dvalar- og hjúkrunarheimila | 0241 |
| | 42 | Heimaþjónusta | 0242 |
| | 43 | Tómstundastarf | 0243 |
| | 49 | Annað | 0249 |
| 5 | Þjónusta við fatlað fólk | |
| | 51 | Sameiginlegir liðir | 0251 |
| | 52 | Félagsleg liðveisla | 0252 |
| | 53 | Heimaþjónusta | 0253 |
| | 54 | Ferðaþjónusta | 0254 |
| | 55 | Frekari liðveisla | 0255 |
| | 56 | Búseta | 0256 |
| | 57 | Skammtímavistun | 0257 |
| | 58 | Dagþjónusta | 0258 |
| | 59 | Önnur þjónusta | 0259 |
| 6 | Ýmis félagsþjónusta | |
| | 61 | Áfengis- og vímuefnavarnir | 0261 |
| | 69 | Annað | 0269 |
| 7 | Ýmis lögbundin framlög | 0270 |
| 8 | Ýmsir styrkir og framlög | 0280 |
03 | Heilbrigðismál | 0300 |
| 2 | Heilsuvernd | |
| | 21 | Heilsugæslustöðvar | 0321 |
| | 22 | Heilbrigðiseftirlit | 0322 |
| | 29 | Annað | 0329 |
04 | Fræðslu- og uppeldismál | 0400 |
| 0 | Sameiginlegir liðir | |
| | 01 | Skólaskrifstofa | 0401 |
| | 09 | Aðrir sameiginlegir liðir | 0409 |
| 1 | Leikskólar og dagvistun | |
| | 11 | Leikskólar | 0411 |
| | | 1101 | Leikskóli 1 | 041101 |
| | | 1102 | Leikskóli 2 | 041102 |
| | | 1103 | Leikskóli 3 | 041103 |
| | | 1104 | Leikskóli 4 o.s.frv. | 041104 |
| | 16 | Framlög til rekstrar leikskóla annarra | 0416 |
| | 17 | Dagvistun í heimahúsum | 0417 |
| | 18 | Gæsluvellir | 0418 |
| | 19 | Annar leikskóla- og dagvistunarkostnaður | 0419 |
| 2 | Grunnskólar | |
| | 21 | Grunnskólar | 0421 |
| | | 2101 | Grunnskóli 1 | 042101 |
| | | 2102 | Grunnskóli 2 | 042102 |
| | | 2103 | Grunnskóli 3 | 042103 |
| | | 2104 | Grunnskóli 4 o.s.frv. | 042104 |
| | 28 | Vistun utan skólatíma | 0428 |
| | 29 | Annar grunnskólakostnaður | 0429 |
| 4 | Framhaldsskólar | 0440 |
| 5 | Önnur fræðslustarfsemi | 0450 |
| | 51 | Tónlistarskóli | 0451 |
| | | 5101 | Tónlistarskóli 1 | 045101 |
| | | 5102 | Tónlistarskóli 2 | 045102 |
| | | 5103 | Tónlistarskóli 3 o.s.frv. | 045103 |
| | 52 | Umferðarskólinn „Ungir vegfarendur“ | 0452 |
| | 59 | Aðrir skólar og fræðslustarfsemi | 0459 |
| 8 | Ýmsir styrkir og framlög | 0480 |
05 | Menningarmál | 0500 |
| 0 | Sameiginlegir liðir | 0501 |
| 2 | Bókasöfn | | 0520 |
| 3 | Önnur söfn | | 0530 |
| 4 | Byggðasaga | 0540 |
| 5 | Listir | | 0550 |
| 6 | Menningarhús – félagsheimili | 0560 |
| 7 | Hátíðarhöld | | 0570 |
| 8 | Ýmsir styrkir og framlög | 0580 |
06 | Æskulýðs- og íþróttamál | 0600 |
| 0 | Sameiginlegir liðir | 0601 |
| 1 | Leikvellir | | 0610 |
| 2 | Æskulýðsmál | 0620 |
| | 26 | Sumarnámskeið | 0626 |
| | 27 | Vinnuskóli | 0627 |
| | 29 | Önnur æskulýðsmál | 0629 |
| 3 | Félagsmiðstöðvar | 0630 |
| 5 | Íþróttahús og sundlaugar | 0650 |
| | 51 | Íþróttahús | 0651 |
| | | 5101 | Íþróttahús 1 | 065101 |
| | | 5102 | Íþróttahús 2 | 065102 |
| | | 5103 | Íþróttahús 3 o.s.frv. | 065103 |
| | 55 | Sundlaugar | 0655 |
| | | 5501 | Sundlaug 1 | 065501 |
| | | 5502 | Sundlaug 2 | 065502 |
| | | 5503 | Sundlaug 3 o.s.frv. | 065503 |
| | 59 | Önnur íþróttamannvirki | 0659 |
| 6 | Íþróttasvæði | 0660 |
| 8 | Styrkir til æskulýðs- og íþróttamála | 0680 |
07 | Brunamál og almannavarnir | 0700 |
| 0 | Sameiginlegir liðir | 0701 |
| 2 | Brunavarnir | 0720 |
| 4 | Almannavarnir og öryggismál | 0740 |
| 8 | Ýmsir styrkir og framlög | 0780 |
08 | Hreinlætismál | | 0800 |
| 0 | Sameiginlegir liðir | 0801 |
| 2 | Sorphreinsun og sorpeyðing | 0820 |
| 5 | Meindýraeyðing og dýraeftirlit | 0850 |
| 8 | Ýmsir styrkir og framlög | 0880 |
09 | Skipulags- og byggingarmál | 0900 |
| 0 | Sameiginlegir liðir | 0901 |
| 1 | Mælingar, skráning og kortagerð | 0910 |
| 2 | Skipulagsmál, byggingareftirlit | 0920 |
| 7 | Lóðir og lendur | 0970 |
| 8 | Ýmsir styrkir og framlög | 0980 |
10 | Umferðar- og samgöngumál | 1000 |
| 0 | Sameiginlegir liðir | 1001 |
| 3 | Viðhald og rekstur gatnakerfis | 1030 |
| 4 | Gangbrautir, hjólreiðastígar og reiðvegir | 1040 |
| 5 | Umferðaröryggismál | 1050 |
| 6 | Snjómokstur og hálkuvarnir | 1060 |
| 7 | Samgöngumál | 1070 |
| 8 | Ýmsir styrkir og framlög | 1080 |
11 | Umhverfismál | | 1100 |
| 0 | Sameiginlegir liðir | 1101 |
| 2 | Almenningsgarðar | 1120 |
| 3 | Útivistarsvæði | 1130 |
| | 31 | Skógræktarsvæði | 1131 |
| | 39 | Annað | 1139 |
| 4 | Opin svæði | | 1140 |
| 5 | Umhverfi gatna og torg | 1150 |
| 6 | Skreytingar | 1160 |
| 7 | Minka- og refaeyðing | 1170 |
| 8 | Ýmsir styrkir og framlög | 1180 |
13 | Atvinnumál | | 1300 |
| 0 | Sameiginlegir liðir | 1301 |
| 2 | Landbúnaður | 1320 |
| 4 | Iðnaður | | 1340 |
| 5 | Fiskeldi og útgerð | 1350 |
| 6 | Ferðamál | | 1360 |
| 8 | Ýmsir styrkir og framlög | 1380 |
20 | Framlög til B-hluta fyrirtækja | 2000 |
| | 61 | Hafnarsjóður | 2061 |
| | 67 | Veitur | | 2067 |
| | 71 | Félagslegt íbúðarhúsnæði | 2071 |
| | 77 | Félagslegar þjónustustofnanir | 2077 |
| | 89 | Önnur B-hluta fyrirtæki | 2089 |
21 | Sameiginlegur kostnaður | 2100 |
| 0 | Meðferð sveitarstjórnarmála | 2101 |
| 1 | Kosningar | | 2110 |
| | 11 | Sveitarstjórnarkosningar | 2111 |
| | 15 | Alþingis- og forsetakosningar | 2115 |
| | 19 | Aðrar atkvæðagreiðslur | 2119 |
| 2 | Sameining sveitarfélaga | 2120 |
| 3 | Ónotaðar eignir | 2130 |
| 4 | Skrifstofur sveitarfélagsins | 2140 |
| 5 | Risna, móttökur og kynningarmál | 2150 |
| 6 | Starfsmannakostnaður | 2160 |
| 7 | Samstarf sveitarfélaga | 2170 |
| 8 | Ýmsir styrkir og framlög | 2180 |
22 | Breyting lífeyrisskuldbindinga | 2200 |
27 | Óreglulegir liðir | 2700 |
28 | Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld | 2800 |
| 9 | Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld | |
| | 90 | Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld | 2890 |
29 | Aðalsjóður – efnahagur | 2900 |
A – hluta stofnanir | | |
31 | Eignasjóður | | 3100 |
| | 10 | Rekstur | 3110 |
| | 90 | Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld | 3190 |
32 | Eignasjóður – efnahagur | 3200 |
59 | Aðrar A-hluta stofnanir | 5900 |
| | 10 | Rekstur | 5910 |
| | 90 | Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld | 5990 |
60 | Aðrar A-hluta stofnanir – efnahagur | 6000 |
B – hluta stofnanir | | |
61 | Hafnarsjóður | | 6100 |
62 | Hafnarsjóður – efnahagur | 6200 |
63 | Vatnsveita | | 6300 |
64 | Vatnsveita – efnahagur | 6400 |
65 | Rafveita | | 6500 |
66 | Rafveita – efnahagur | 6600 |
67 | Hitaveita | | 6700 |
68 | Hitaveita – efnahagur | 6800 |
69 | Fráveita | | 6900 |
70 | Fráveita – efnahagur | 7000 |
71 | Félagslegt íbúðarhúsnæði | 7100 |
72 | Félagslegt íbúðarhúsnæði – efnahagur | 7200 |
77 | Félagslegar þjónustustofnanir | 7700 |
78 | Félagslegar þjónustustofnanir – efnahagur | 7800 |
89 | Aðrar B-hluta stofnanir | 8900 |
90 | Aðrar B-hluta stofnanir – efnahagur | 9000 |
10. gr. Hagræn flokkun.
Hagræn flokkun fjárhagsupplýsinga sveitarfélaga
Uppgjörstegund | Lýsing | GFS lykill | |
0 | Tekjur | | 0000 | |
| 00 | Skatttekjur | | |
| | 0010 | Útsvar | 0010 | |
| | 0020 | Fasteignaskattur | 0020 | |
| | 0090 | Afskriftir og niðurfærsla | 0090 | |
| 01 | Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga | | |
| | 0190 | Framlög Jöfnunarsjóðs | 0190 | |
| 02 | Þjónustutekjur | | |
| | 0210 | Þjónustugjöld fasteigna | 0210 | |
| | 0230 | Tekjur af leyfisgjöldum | 0230 | |
| | 0240 | Tekjur af eftirlitsgjöldum | 0240 | |
| | 0290 | Aðrar þjónustutekjur | 0290 | |
| 03 | Arður af eignum | | |
| | 0390 | Arður af eignum | 0390 | |
| 04 | Tekjur með skattaígildi | | |
| | 0410 | Lóðarleiga | 0410 | |
| | 0480 | Byggingaréttur | 0480 | |
| | 0490 | Önnur skattaígildi | 0490 | |
| 05 | Vörur og þjónusta til eigin nota | | |
| | 0510 | Milliviðskipti rekstrareininga | 0510 | |
| 06 | Endurgreiðslur og tilfærslur | | |
| | 0610 | Endurgreiðslur annarra sveitarfélaga | 0610 | |
| | 0620 | Endurgreiðslur og tilfærslur ríkissjóðs | 0620 | |
| | 0690 | Aðrar endurgreiðslur/tilfærslur | 0690 | |
| 07 | Aðrar tekjur | | |
| | 0710 | Styrkir og framlög | 0710 | |
| | 0720 | Seldar vörur og þjónusta | 0720 | |
| | 0790 | Annað óskilgreint | 0790 | |
1 | Laun og launatengd gjöld | 1000 | |
| 10 | Laun | | | |
| | 1010 | Laun | 1010 | |
| 11 | Áfallinn launakostnaður | | |
| | 1170 | Áfallið orlof | 1170 | |
| | 1180 | Annar áfallinn launakostnaður | 1180 | |
| 12 | Launaígildi | | |
| | 1210 | Hlunnindi | 1210 | |
| | 1290 | Önnur launaígildi | 1290 | |
| 13 | Launatengd gjöld | | |
| | 1310 | Tryggingagjald | 1310 | |
| | 1390 | Önnur launatengd gjöld | 1390 | |
| 14 | Annar starfsmannakostnaður | | |
| | 1490 | Annar starfsmannatengdur kostnaður | 1490 | |
2 | Breyting lífeyrisskuldbindinga | 2000 | |
| 19 | Breyting lífeyrisskuldbindinga | | |
| | 1990 | Breyting lífeyrisskuldbindinga | 1990 | |
3 | Annar rekstrarkostnaður | 3000 | |
| 20 | Skrifstofuvörur | | |
| | 2090 | Skrifstofuvörur ósundurliðað | 2090 | |
| 21 | Matvæli | | |
| | 2190 | Matvæli ósundurliðað | 2190 | |
| 25 | Orka | | | |
| | 2510 | Rafmagn | 2510 | |
| | 2520 | Heitt vatn | 2520 | |
| | 2530 | Bensín, olíur og metan | 2530 | |
| | 2540 | Kalt vatn | 2540 | |
| | 2590 | Önnur orkukaup | 2590 | |
| 28 | Smáverkfæri og áhöld | | |
| | 2890 | Smáverkfæri og áhöld | 2890 | |
| 29 | Önnur vörukaup | | |
| | 2990 | Önnur vörukaup | 2990 | |
| 30 | Fjarskiptaþjónusta | | |
| | 3090 | Fjarskiptaþjónusta ósundurliðað | 3090 | |
| 31 | Akstur | | |
| | 3130 | Skólaakstur | 3130 | |
| | 3190 | Annar akstur | 3190 | |
| 32 | Fargjöld og ferðakostnaður | | |
| | 3290 | Fargjöld og ferðakostnaður | 3290 | |
| 33 | Aðkeypt þjónusta | | |
| | 3310 | Lögfræðiþjónusta | 3310 | |
| | 3320 | Verkfræði- og arkitektaþjónusta | 3320 | |
| | 3330 | Endurskoðunar- og bókhaldsþjónusta | 3330 | |
| | 3340 | Tölvu- og hugbúnaðarþjónusta | 3340 | |
| | 3350 | Lækna- og hjúkrunarþjónusta | 3350 | |
| | 3390 | Önnur sérfræðiþjónusta | 3390 | |
| 34 | Leigugreiðslur | | |
| | 3410 | Innri húsaleiga (Eignasjóður) | 3410 | |
| | 3470 | Millifærð þjónusta | 3470 | |
| | 3490 | Aðrar leigugreiðslur | 3490 | |
| 35 | Vátryggingar | | |
| | 3510 | Vátryggingar | 3510 | |
| 37 | Önnur þjónustukaup | | |
| | 3710 | Miðlun, kynning og auglýsingar | 3710 | |
| | 3720 | Ráðstefna, fundir og risna | 3720 | |
| | 3730 | Endurmenntun og námskeið | 3730 | |
| | 3740 | Ræsting og hreinsun | 3740 | |
| | 3750 | Viðhaldsþjónusta | 3750 | |
| | 3790 | Önnur þjónustukaup | 3790 | |
| 39 | Skattar og önnur opinber gjöld | | |
| | 3910 | Fasteignaskattur | 3910 | |
| | 3990 | Aðrir skattar og opinber gjöld | 3990 | |
4 | Styrkir og annað | 4000 | |
| 41 | Rekstrarstyrkir | | |
| | 4110 | Rekstrarstyrkir til einstaklinga | 4110 | |
| | 4120 | Rekstrarstyrkir til félagasamtaka og velferðarstofnana | 4120 | |
| | 4130 | Rekstrarstyrkir til aðila innan A-hlutans | 4130 | |
| | 4140 | Rekstrarstyrkir til fyrirtækja | 4140 | |
| | 4160 | Rekstrarstyrkir til sveitarfélaga | 4160 | |
| | 4170 | Rekstrarstyrkir til ríkissjóðs | 4170 | |
| 42 | Fjárfestingastyrkir | | |
| | 4210 | Fjárfestingarstyrkir til einstaklinga | 4210 | |
| | 4220 | Fjárfestingarstyrkir til félagasamtaka og velferðarstofnana | 4220 | |
| | 4230 | Fjárfestingarstyrkir til aðila innan A-hlutans | 4230 | |
| | 4240 | Fjárfestingarstyrkir til fyrirtækja | 4240 | |
| | 4260 | Fjárfestingarstyrkir til sveitarfélaga | 4260 | |
| | 4270 | Fjárfestingarstyrkir til ríkissjóðs | 4270 | |
| 45 | Niðurfærsla og afskriftir viðskiptakrafna | | |
| | 4510 | Afskriftir og niðurfærsla viðskiptakrafna | 4510 | |
| 48 | Sektir og skaðabætur | | |
| | 4890 | Sektir og skaðabætur | 4890 | |
| 49 | Aðrir óskilgreindir liðir | | |
| | 4990 | Aðrir óskilgreindir liðir | 4990 | |
5 | Afskriftir | | 5000 | |
| 56 | Afskriftir | | |
| | 5610 | Afskrift eigna | 5610 | |
6 | Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld | | |
| 60 | Fjármuna- og verðbótatekjur | | |
| | 6010 | Fjármunatekjur | 6010 | |
| | 6020 | Verðbótatekjur | 6020 | |
| | 6030 | Fjármunatekjur – innri viðskipti | 6030 | |
| | 6040 | Verðbótatekjur – innri viðskipti | 6040 | |
| 61 | Fjármagns- og verðbótagjöld | | |
| | 6110 | Fjármagnsgjöld | 6110 | |
| | 6120 | Verðbótagjöld | 6120 | |
| | 6130 | Fjármagnsgjöld – innri viðskipti | 6130 | |
| | 6140 | Verðbótagjöld – innri viðskipti | 6140 | |
| 62 | Gengismunur | | |
| | 6210 | Gengismunur | 6210 | |
| 63 | Tekjur af eignarhlutum | | |
| | 6310 | Arður af eignarhlutum | 6310 | |
| | 6320 | Arður af eigin fyrirtækjum | 6320 | |
| | 6330 | Annar arður | 6330 | |
| 64 | Fjármagnstekjuskattur | | |
| | 6410 | Fjármagnstekjuskattur | 6410 | |
| 65 | Aðrar fjármunatekjur og fjármagnsgjöld | | |
| | 6510 | Söluhagnaður/-tap hlutabréfa/eignarhluta | 6510 | |
| | 6590 | Aðrar fjármunatekjur og fjármagnsgjöld | 6590 | |
7 | Óreglulegir liðir | | |
| 70 | Óreglulegar tekjur/gjöld | | |
| | 7010 | Óreglulegar tekjur | 7010 | |
| | 7020 | Óregluleg gjöld | 7020 | |
8 | Eignir | | |
| 80 | Eignabreytingar | 8000 | |
| | 8001 | Seldar eignir | 8001 | |
| | 8002 | Gatnagerðargjöld | 8002 | |
| | 8003 | Endurgreiðslur | 8003 | |
| | 8010 | Keyptar eignir | 8010 | |
| | 8020 | Framkvæmdir | 8020 | |
| 81 | Varanlegir rekstrarfjármunir | 8100 | |
| | 8101 | Réttindi | 8101 | |
| | 8110 | Fasteignir, lóðir og fasteignaréttindi | 8110 | |
| | 8120 | Leigðar eignir | 8120 | |
| | 8130 | Vélar og tæki | 8130 | |
| | 8140 | Veitur og gatnakerfi | 8140 | |
| | 8150 | Hafnarmannvirki | 8150 | |
| 82 | Áhættufjármunir og langtímakröfur | 8200 | |
| | 8201 | Eignarhlutir í byggðasamlögum | 8201 | |
| | 8210 | Eignarhlutar í tengdum félögum | 8210 | |
| | 8220 | Eignarhlutar í hlutdeildarfélögum | 8220 | |
| | 8230 | Eignarhlutar í öðrum félögum | 8230 | |
| | 8240 | Skatteign | 8240 | |
| | 8250 | Annað | 8250 | |
| | 8260 | Verðbréf | 8260 | |
| | 8270 | Skuldabréf A-hluta fyrirtækja | 8270 | |
| | 8280 | Skuldabréf B-hluta fyrirtækja | 8280 | |
| 83 | Veltufjármunir | 8300 | |
| | 8301 | Birgðir | 8301 | |
| | 8310 | Óinnheimtar tekjur | 8310 | |
| | 8320 | Aðrar skammtímakröfur | 8320 | |
| | 8321 | Skammtímakröfur á A-hluta fyrirtæki | 8321 | |
| | 8322 | Skammtímakröfur á B-hluta fyrirtæki | 8322 | |
| | 8330 | Bankareikningar | 8330 | |
| | 8340 | Sjóðir og millireikningar | 8340 | |
9 | Skuldir og eigið fé | | |
| 90 | Eigið fé | | 9000 | |
| | 9010 | Eiginfjárreikningur | 9010 | |
| 91 | Skuldbindingar | 9100 | |
| | 9110 | Lífeyrisskuldbinding | 9110 | |
| | 9120 | Aðrar skuldbindingar | 9120 | |
| 92 | Langtímaskuldir | 9200 | |
| | 9210 | Skuldabréfalán – innlend | 9210 | |
| | 9220 | Skuldabréfalán – erlend (innlendir lánveitendur) | 9220 | |
| | 9221 | Skuldabréfalán – erlend (erlendir lánveitendur) | 9221 | |
| | 9230 | Leiguskuldir | 9230 | |
| | 9231 | Leiguskuldir – erlendar | 9231 | |
| | 9240 | Innri lán – við aðalsjóð | 9240 | |
| 97 | Skammtímaskuldir | 9700 | |
| | 9710 | Skuldir við lánastofnanir | 9710 | |
| | 9720 | Viðskiptaskuldir | 9720 | |
| | 9721 | Skuldir við A-hluta fyrirtæki | 9721 | |
| | 9722 | Skuldir við B-hluta fyrirtæki | 9722 | |
| | 9730 | Aðrar skammtímaskuldir | 9730 | |
| | 9731 | Aðrar skammtímaskuldir (erlendar) | 9731 | |
| | 9760 | Fyrirframinnborganir | 9760 | |
11. gr. Almennt um söfnun upplýsinga.
UPPLÝSINGAVEITA
Upplýsingaveitan lýtur einum stjórnskipuðum fulltrúa hvers eignaraðila. Stjórn hefur yfirumsjón með veitunni, stýrir aðgangi og vinnslu upplýsinga úr grunninum.
Gögn í upplýsingaveitu eru fjárhagsupplýsingar sem safnað er frá öllum sveitarfélögum landsins með rafrænum hætti. Sveitarfélögum ber skylda til að afhenda gögn í því formi sem áskilið er hverju sinni.
Ráðuneytið hefur yfirumsjón með gagnaskilum og beitir viðurlögum ef út af bregður í samræmi við lög og reglugerðir. Hagstofa Íslands, sem vörsluaðili upplýsingaveitu, annast samskipti við sveitarfélögin vegna gagnaskilanna sjálfra, kannar innsend gögn og gerir athugasemdir ef þau eru ekki fullnægjandi.
HVERJU ER SAFNAÐ
Gagnaskil til upplýsingaveitu eru skilgreind í reglugerðinni. Kveðið er á um flokkun og greiningu skilaskyldra upplýsinga, form sendingarfærslna og atriði sem hver færsla verður að innihalda að lágmarki.
Eftirfarandi færslulýsing á við um skil sveitarfélaga á samræmdum árlegum og ársfjórðungslegum fjárhagsuppgjörum.
FÆRSLULÝSING
Hér verður farið yfir helstu atriði í færslu til gagnaveitu en nánari útlistun og lýsing á XML-skjölum er að finna á heimasíðu Hagstofu Íslands, http://www.hagstofa.is og ber að líta á þær upplýsingar sem þar eru birtar sem hluta þessa fylgiskjals.
HAUS Í SENDINGARFÆRSLU
Í þessum hluta eru upplýsingar um sveitarfélagsnúmer, tengilið, tímasetningu sendingar auk eftirfarandi upplýsinga:
TÍMABIL
Þetta er tímabil sem innsend gögn taka til. Form færslu getur verið:
YYYY (2014) ef færslur eiga við heilt ár.
YYYYQqq (2014Q01) ef færslur eiga við ársfjórðung, hér 1. ársfjórðungur 2014.
TEGUND SKILA
Hér er sagt til um hvers eðlis skilin eru. Þau eru:
F = Skil innan árs, þ.e. ársfjórðungsskil.
E = Endurskoðað ársuppgjör (ársreikningur).
1A = Fjárhagsáætlun næsta árs.
3A = Þriggja ára fjárhagsáætlun.
LÍNUR Í SENDINGARFÆRSLU
Hver sending inniheldur eina eða fleiri línur þar sem fram koma eftirtalin atriði:
LYKILL
GFS (Government Finance Statistics) númer lykils, sjá viðauka 2. Ekki er heimilt að nota aðra lykla.
DEILD
COFOG (Classification of Functions of Government) númer deildar, sjá viðauka 1 við lykilinn. Ekki er heimilt að nota önnur deildarnúmer með þeirri undantekningu að sveitarfélag stofnar sérstakt deildarnúmer fyrir hverja rekstrareiningu í þeim tilvikum þar sem skólar, leikskólar, tónlistarskólar, íþróttahús eða sundlaugar eru fleiri en ein í sveitarfélaginu.
STOFNUN
Í sendingu er hægt að velja á milli þess að senda deildarnúmer inn sem „Deild“ eða „Stofnun“. Aldrei má vera skráning á báðum sviðum.
Munur á deild og stofnun er sá að á bak við stofnun er skráning á skiptingu fjárhæða á fleiri en eina deild. Þessi skipting er send Hagstofu sérstaklega, annaðhvort í hverri reglulegri gagnasendingu eða í sérstakri sendingu og gildir þá skráð skipting þar til ný er send.
Sveitarfélag sem rekur t.d. leikskóla og skóla í sömu rekstrareiningu þarf ekki að greina þar á milli í uppgjöri þrátt fyrir að í upplýsingaveitu sé gerð krafa til sundurliðunar kostnaðar milli skólastiga.
Taka má sem dæmi að samrekin rekstrareining sé á deild 042101 þar sem skólinn annast rekstur leikskóladeildar. Þessi leikskóli er til sem deild 041101. Skipting kostnaðar milli deilda er 60/40.
Þetta er skráð í upplýsingaveitu þannig:
Stofnun = 042101 og síðan heiti hennar og tengiliður. Síðan koma línur sem segja hver skiptingin er:
Þegar gögn berast upplýsingaveitu á þessa stofnun tekur við sérstök vinnsla sem skiptir færslum hvers lykils í skráðum hlutföllum og í stað skráningar í „Stofnun“ er nú skráð í „Deild“.
Þessari aðferð má beita á allar rekstrareiningar innan aðalsjóðs en ekki milli fyrirtækja.
TEGUND FÆRSLU
Tegund færslu er notuð til greiningar lána- og eignaupplýsinga. Í öðrum færslum á ekki að skrá í þetta svæði.
Lánafærslur taka með sér þessa kóta:
HS = Höfuðstóll, staða tímabils sýnir upphaflegan höfuðstól en hreyfing nýjar lántökur á árinu.
AB = Afborgun, staða tímabils sýnir afborganir frá upphafi en hreyfing afborganir á árinu.
VB = Verðbætur, staða tímabils sýnir verðbætur/gengismun frá upphafi en hreyfing tímabils verðbætur/gengismun á árinu.
Eignafærslur taka með sér þessa kóta:
ST = Stofnkostnaður, staða tímabils sýnir upphaflegan höfuðstól en hreyfing aukningu á árinu.
AF = Afskriftir, staða tímabils sýnir uppsafnaðar afskriftir en hreyfing afskriftir á árinu.
SV = Söluverð, hreyfing sýnir söluverðmæti seldra eigna.
GJALDMIÐILL
Öllum fjárhæðum er skilað í íslenskum krónum en ef viðskiptamyntin er annar gjaldmiðill er það skráð hér. Nota skal auðkenni gjaldmiðla samkvæmt staðli ISO-4217.
SJÓÐUR
Þetta svæði er notað til að greina á milli A- og B-hluta í bókhaldi sveitarfélaga.
STAÐA TÍMABILS
Fjárhæð í íslenskum krónum sem segir hver staðan er á uppgjörsdegi.
HREYFING TÍMABILS
Fjárhæð í íslenskum krónum sem segir hver hreyfingin er frá upphafi árs til uppgjörsdags.
ÁÆTLUN TÍMABILS
Fjárhæð í íslenskum krónum sem sýnir stöðu fjárhagsáætlunar á uppgjörsdegi.
ÁÆTLUN ÁRS
Fjárhæð í íslenskum krónum sem sýnir áætlun ársins.
NÁNAR UM TEGUND SKILA
Öll skil í upplýsingaveitu eru í formi færslna þar sem ein færsla er fyrir hverja samsetningu málaflokks, deildar og lykils. Gögn eiga að vera þannig úr garði gerð að unnt sé að ná fram öllum helstu stærðum ársuppgjörs.
SKIL INNAN ÁRSINS, AUÐKENNI SENDINGAR F
Gerð er krafa um skil fjárhagsupplýsinga A- og B-hluta. Greining er samkvæmt GFS lykli og COFOG deildum. Greining skal vera á tegund færslu vegna skuldabréfaupplýsinga og eignagreiningar. Tegund gjaldmiðils skal tilgreina í þeim tilvikum sem hann er annar en íslensk króna.