Prentað þann 22. des. 2024
1156/2019
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1200/2016, um húsnæðisbætur, með síðari breytingum.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað "9%" í 1. mgr. kemur: 11%.
- Tafla greinarinnar verður svohljóðandi:
Fjöldi heimilismanna | Frítekjumörk m.v. árstekjur |
1 | 4.020.975 kr. |
2 | 5.318.064 kr. |
3 | 6.226.026 kr. |
4 eða fleiri | 6.744.861 kr. |
2. gr.
Í stað "6.500.000 kr." í 15. gr. reglugerðarinnar kemur: 8.000.000 kr.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 4. mgr. 17. gr., 4. mgr. 18. gr. og 4. og 5. tölul. 1. mgr., sbr. 2. mgr. 30. gr. laga um húsnæðisbætur, nr. 75/2016, skal gilda frá og með 1. janúar 2020 um húsnæðisbætur sem greiddar eru vegna leigu íbúðarhúsnæðis frá og með þeim degi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 24/2019, um breytingu á reglugerð nr. 1200/2016, um húsnæðisbætur, með síðari breytingum.
Félagsmálaráðuneytinu, 16. desember 2019.
Ásmundur Einar Daðason.
Gunnhildur Gunnarsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.