Prentað þann 18. mars 2025
1117/2021
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1040/2021 um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á SARS-CoV-2 veirunni með hraðprófum.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:
- Á eftir orðunum "með hraðprófum" í 1. mgr. kemur: hér á landi.
- Í staðinn fyrir "2. mgr." í 2. mgr. kemur: 1. mgr.
2. gr.
Í staðinn fyrir orðið "fyrirtækis" í 2. máls. 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: aðila.
3. gr.
Á undan "3. gr. a reglugerðarinnar" í c-lið 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur: 1. mgr.
4. gr.
Í staðinn fyrir orðið "fyrirtæki" í 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur: aðilar.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:
- Í staðinn fyrir orðið "Fyrirtækjum" í 1. mgr. kemur: Aðilum.
- Í staðinn fyrir orðið "fyrirtæki" í 2. mgr. kemur: aðilar.
6. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 38. gr. og 55. gr. laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum og 12. og 18. gr. sóttvarnalaga, nr. 19/1997, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðisráðuneytinu, 29. september 2021.
F. h. r.
Ásta Valdimarsdóttir.
Ásthildur Knútsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.