Fara beint í efnið

Prentað þann 22. jan. 2022

Breytingareglugerð

1072/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 686/2005, um tímabundna endurgreiðslu 2/3 hluta virðisaukaskatts vegna kaupa eða leigu hópferðabifreiða.

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Eftir ákvæðum reglugerðar þessarar geta þeir sem leyfi hafa til fólksflutninga í atvinnuskyni samkvæmt lögum nr. 73/2001, um fólksflutninga og farmflutninga á landi, fengið endurgreidda 2/3 hluta þess virðisaukaskatts sem greiddur er vegna kaupa eða leigu hópferðabifreiða og almenningsvagna á tímabilinu frá 1. janúar 2011 til og með 31. desember 2011.

2. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Endurgreiðsluheimild skv. 1. gr. er bundin við ökutæki sem nýskráð eru á tímabilinu 1. janúar 2011 til og með 31. desember 2011. Með hópferðabifreiðum er átt við ökutæki sem aðallega eru ætluð til fólksflutninga og eru skráð fyrir 18 manns eða fleiri að meðtöldum ökumanni og búin aflvélum samkvæmt EURO 5 staðli ESB.

3. gr.

Í stað "EUROIII" í 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur: EURO 5.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í ákvæði til bráðabirgða, X, við lög nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 28. desember 2010.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Sóley Ragnarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.