Prentað þann 15. jan. 2025
1010/2022
Reglugerð um breytingu á ýmsum reglugerðum er varða virðisaukaskatt.
Efnisyfirlit
- I. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 562/1989, um virðisaukaskatt af eigin þjónustu og úttekt til eigin nota innan óskattskyldra fyrirtækja og stofnana.
- II. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 563/1989, um uppgjör, uppgjörstímabil og skil fiskvinnslufyrirtækja.
- III. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 576/1989, um virðisaukaskatt af byggingarstarfsemi.
- IV. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 577/1989, um frjálsa og sérstaka skráningu vegna leigu eða sölu á fasteign.
- V. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 194/1990, um virðisaukaskatt af þjónustu fyrir erlenda aðila og af aðkeyptri þjónustu erlendis frá.
- VI. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila.
- VII. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 449/1990, um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði.
- VIII. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 667/1995, um framtal og skil á virðisaukaskatti.
- IX. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 515/1996, um skráningu virðisaukaskattsskyldra aðila.
- X. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 541/2001, um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna sölu hópbifreiða úr landi.
- XI. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 925/2017, um endurgreiðslu virðisaukaskatts til alþjóðastofnana o.fl.
- XII. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 1243/2019, um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra fyrirtækja.
- XIII. KAFLI
I. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 562/1989, um virðisaukaskatt af eigin þjónustu og úttekt til eigin nota innan óskattskyldra fyrirtækja og stofnana.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á reglugerðinni:
- 2. málsl. 1. gr. orðast svo: Um skattskyldu sveitarfélaga, fyrirtækja þeirra og stofnana, og ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja, annarra en viðskiptabanka í eigu ríkisins, fer þó eftir ákvæðum reglugerðar nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila.
- Í stað "skattstjóra" í 1. málsl. 4. gr. kemur: Skattsins.
- 2. málsl. 4. gr. fellur brott.
- Í stað "nr. 501/1989" í 8. gr. kemur: nr. 50/1993.
II. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 563/1989, um uppgjör, uppgjörstímabil og skil fiskvinnslufyrirtækja.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á reglugerðinni:
- Í stað "skattstjóra" í 1. málsl. 3. gr. og 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. kemur: ríkisskattstjóra.
- Í stað "Skattstjóri" í 3. mgr. 4. gr. kemur: Ríkisskattstjóri.
- Í stað "2. gr. reglug. nr. 529/1989, um framtal og skil virðisaukaskatts, fengið heimild skattstjóra" í 5. mgr. 4. gr. kemur: 4. gr. reglugerðar nr. 667/1995, um framtal og skil á virðisaukaskatti, fengið heimild ríkisskattstjóra.
III. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 576/1989, um virðisaukaskatt af byggingarstarfsemi.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á reglugerðinni:
- 3. tölul. 2. gr. fellur brott.
- Orðin "efni sem hann og starfsmenn hans nota, svo og" í 1. mgr. 3. gr. falla brott.
- Í stað "af efni sem ekki sætir neins konar aðvinnslu af hálfu byggingaraðila sjálfs eða starfsmanna hans" í 1. málsl. 2. mgr. 3. gr. kemur: sem aðili greiðir af keyptu efni.
- 3. tölul. 4. gr. fellur brott.
- Í stað "skattstjóra" í 8. gr. kemur: Skattsins.
IV. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 577/1989, um frjálsa og sérstaka skráningu vegna leigu eða sölu á fasteign.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á reglugerðinni:
- Í stað "skattstjóra" í 1. málsl. 1. mgr. 1. gr. kemur: Skattsins.
- Í stað "skattstjóra" í 1. málsl. 1. mgr. 2. gr. og 4. málsl. 1. mgr. sömu greinar kemur: ríkisskattstjóra; og: Skattinum.
- 1. málsl. 3. mgr. 2. gr. fellur brott.
- Í stað "Fallist hann á skýrsluna" í 2. málsl. 3. mgr. 2. gr. kemur: Fallist ríkisskattstjóri á skýrslu skv. 1. mgr.
- Í stað "skattstjóri" í 4. mgr. 2. gr. og 3. málsl. 2. mgr. 5. gr. kemur: ríkisskattstjóri.
- Í stað "skattstjóra" og "skattstjóri" í 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. kemur: ríkisskattstjóra; og: hann.
- Í stað "skattstjóra" í 1. mgr. 4. gr., 2. mgr. 8. gr. og 1. málsl. 9. gr. kemur: Skattsins; Skattinum; og: Skattinum.
V. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 194/1990, um virðisaukaskatt af þjónustu fyrir erlenda aðila og af aðkeyptri þjónustu erlendis frá.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á reglugerðinni:
- Í stað "Skattstjóranum í Reykjavík" í 3. málsl. 2. mgr. 1. gr. kemur: ríkisskattstjóra.
- Í stað "skattstjóra" í 1. mgr. 6. gr. kemur: Skattinum.
- Í stað "Ríkistollstjóri" í 1. málsl. 2. mgr. 7. gr. kemur: Ríkisskattstjóri.
- Í stað "skattstjóra" í 1. málsl. 1. mgr. 8. gr., 2. mgr. sömu greinar og 1. málsl. 3. mgr. sömu greinar kemur: Skattsins.
VI. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á reglugerðinni:
- Í stað "banka" í 2. málsl. 1. mgr. 1. gr. kemur: viðskiptabanka.
- Í stað "útskattur af hinni skattskyldu starfsemi að jafnaði hærri en frádráttarbær innskattur" í 1. mgr. 6. gr. kemur: samanlögð velta af hinni skattskyldu starfsemi að jafnaði hærri en kostnaður við aðföng sem keypt eru með frádráttarbærum virðisaukaskatti til starfseminnar.
- Í stað "skattstjóra" í 1. málsl. 7. gr. kemur: ríkisskattstjóra.
- 2. málsl. 7. gr. fellur brott.
- Í stað "við kaup á eftirtalinni vinnu og þjónustu" í inngangslið 12. gr. kemur: af innflutningi eða kaupum innanlands á eftirtalinni vöru, vinnu eða þjónustu.
- Við 6. tölul. 12. gr. bætist: skv. lögum nr. 40/2008, um samræmda neyðarsvörun.
- Á eftir "við kaup á" í 1. málsl. 13. gr. kemur: vöru,.
- Í stað "viðkomandi skattstjóra" í 1. málsl. 2. mgr. 14. gr. kemur: Skattsins.
- Í stað "Skattstjóri" í 1. málsl. 3. mgr. 14. gr. og "skattstjóri" í 2. málsl. 3. mgr. sömu greinar og 4. málsl. 3. mgr. sömu greinar kemur: Ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóri.
- Í stað "viðkomandi skattstjóra" í 5. mgr. 14. gr. kemur: Skattinum.
- 16. gr. orðast svo: Sveitarfélag getur fengið heimild ríkisskattstjóra til að greiða virðisaukaskatt við framvísun virðisaukaskattsskýrslu einu sinni á ári vegna þeirrar starfsemi sem skattskyld er skv. 4. gr. ef skattverð, ákvarðað skv. 4. mgr. 4. gr. er undir fjárhæðarmörkum 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 667/1995, um framtal og skil á virðisaukaskatti.
VII. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 449/1990, um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á reglugerðinni:
- Í stað "ríkisskattstjóra" í 1. mgr. 7. gr., 1. og 3. málsl. 3. mgr. 8. gr., 12. gr. og 3. málsl. 2. mgr. 13. gr. kemur: Skattinum.
- 1. málsl. 1. mgr. 14. gr. orðast svo: Til að sannreyna fjárhæðir á endurgreiðslubeiðni getur ríkisskattstjóri krafið aðila um framlagningu reikninga, greiðslukvittana og annarra gagna, svo sem kaupsamning, lóðasamning og teikningar.
- Í stað "viðkomandi skattstjóra" í 15. gr. kemur: Skattinum.
VIII. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 667/1995, um framtal og skil á virðisaukaskatti.
8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á reglugerðinni:
- Í stað "ríkisskattstjóra" í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. kemur: Skattinum.
- Í stað "ríkisskattstjóra" í 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. kemur: Skattsins.
- 3. mgr. 6. gr. orðast svo: Virðisaukaskattsskýrslu ber að skila fyrir hvert uppgjörstímabil, einnig þótt ekki hafi verið um virðisaukaskattsskylda starfsemi að ræða á tímabilinu.
- Í stað "ríkisskattstjóra" í 2. málsl. 7. gr. kemur: Skattinum.
- 2. málsl. 2. tölul. 1. mgr. 9. gr. orðast svo: Innheimtumenn ríkissjóðs eru annars vegar ríkisskattstjóri í umdæmi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar sýslumenn utan höfuðborgarsvæðisins.
- Á eftir "veflykils" í 2. málsl. 2. mgr. 9. gr. og í stað "jafngildir" í 2. málsl. 2. mgr. sömu greinar kemur: eða rafrænna skilríkja; og: jafngilda.
- 1. mgr. 10. gr. orðast svo: Sé innskattur hærri en útskattur á einhverju uppgjörstímabili skal senda skýrslu vegna þess tímabils til Skattsins. Fallist ríkisskattstjóri á skýrsluna tilkynnir hann innheimtumanni ríkissjóðs um samþykki sitt til endurgreiðslu.
- Í stað "barst ríkisskattstjóra" í 3. málsl. 2. mgr. 10. gr. kemur: barst Skattinum.
- Í stað 1. og 2. málsl. 5. mgr. 10. gr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Ríkisskattstjóri má því aðeins samþykkja endurgreiðslu samkvæmt þessari grein ef álagning virðisaukaskatts á fyrra uppgjörstímabili, einu eða fleiri, er ekki byggð á áætlun skv. 2. málsl. 2. mgr. 25. gr. eða 1.-3. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1988.
- Í stað "96/1997" í 1. málsl. 1. mgr. 12. gr. kemur: 93/1995.
- Í stað "4. mgr. 3. gr." í 2. mgr. 15. gr. kemur: 6. mgr. 3. gr.
IX. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 515/1996, um skráningu virðisaukaskattsskyldra aðila.
9. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á reglugerðinni:
- Í stað "skattstjóra" í 1., 2. og 3. mgr. 1. gr. kemur: Skattinum.
- Í stað "RSK 10.22" í 2. mgr. 1. gr. kemur: RSK 5.02.
- Í stað "Skattstjóri" í 1. og 3. mgr. 3. gr. og "Skattstjóra" í 2. mgr. sömu greinar kemur: Ríkisskattstjóri; og: Ríkisskattstjóra.
- Í stað "skattstjóra" og "skattstjóri" í 4. mgr. 3. gr. kemur: ríkisskattstjóra; og: ríkisskattstjóri.
- Í stað "skattstjóra" í 2. og 4. málsl. 3. mgr. 4. gr. og "skattstjóri" í 3. málsl. 3. mgr. sömu greinar kemur: ríkisskattstjóra; og: ríkisskattstjóri.
- Í stað "skattstjóra" í 1. mgr. 5. gr. kemur: Skattinum.
- Í stað "Skattstjóri" í 1. málsl. 2. mgr. 5. gr. og "skattstjóri" í 2. málsl. 2. mgr. sömu greinar kemur: Ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóri.
- Í stað "skattstjóri" í 1. og 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. og "skattstjóra" í 3. málsl. 1. mgr. sömu greinar kemur: ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóra.
- Í stað "skattstjóra" í 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. og "skattstjóri" í 2. og 3. málsl. 3. mgr. sömu greinar kemur: ríkisskattstjóra; og: ríkisskattstjóri.
- Í stað "skattstjóra" í 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. kemur: Skattinum.
- Í stað "skattstjóra" í 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. og "Skattstjóri" í 2. málsl. 1. mgr. sömu greinar kemur: Skattinum; og: Ríkisskattstjóri.
- Í stað "skattstjóri" tvívegis í 2. mgr. 8. gr. kemur: ríkisskattstjóri; og: hann.
- Í stað "skattstjóra" í 1. málsl. 3. mgr. 8. gr. og "Skattstjóri" í 2. málsl. 3. mgr. sömu greinar kemur: Skattinum; og: Ríkisskattstjóri.
- Í stað "skattstjóri" í 1. og 2. málsl. 4. mgr. 8. gr. kemur: ríkisskattstjóri.
- Í stað "skattstjóra" í 1. mgr. 9. gr. og 11. gr. kemur: ríkisskattstjóra.
- Í stað "Skattstjóri" í 3. mgr. 10. gr. kemur: Ríkisskattstjóri.
X. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 541/2001, um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna sölu hópbifreiða úr landi.
10. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á reglugerðinni:
- Í stað "tollstjórinn í Reykjavík" í 2. gr. kemur: ríkisskattstjóri.
- Í stað "Tollstjórinn í Reykjavík" í 1. mgr. 3. gr. og "tollstjóra" í 2. mgr. sömu greinar kemur: Ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóra.
- 1. málsl. 3. mgr. 3. gr. orðast svo: Til að sannreyna fjárhæðir á endurgreiðslubeiðni getur ríkisskattstjóri krafið umsækjanda nánari skýringa á viðskiptunum.
XI. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 925/2017, um endurgreiðslu virðisaukaskatts til alþjóðastofnana o.fl.
11. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á reglugerðinni:
- Í stað "ríkisskattstjóra" í 1. málsl. 2. mgr. 3. gr. kemur: Skattsins.
XII. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 1243/2019, um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra fyrirtækja.
12. gr.
Í stað "ríkisskattstjóra" í 2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur: Skattinum.
XIII. KAFLI
13. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 3. gr., 5. gr., 6. gr., 2. mgr. 12. gr., 23. gr., 1. mgr. 24. gr., 1. og 2. mgr. 33. gr., 35. gr., 42. gr., 3. mgr. 43. gr. og 49. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, öðlast gildi nú þegar. Frá sama tíma falla brott reglugerð nr. 336/1993, um innheimtu virðisaukaskatts af blöðum og tímaritum sem send eru í áskrift erlendis frá í pósti, reglugerð nr. 63/1994, um frjálsa skráningu vegna fólksflutninga á milli landa, reglugerð nr. 686/2005, um tímabundna endurgreiðslu 2/3 hluta virðisaukaskatts vegna kaupa eða leigu hópferðabifreiða og reglugerð nr. 1144/2008, um endurgreiðslu vörugjalds og virðisaukaskatts af vélknúnum ökutækjum sem flutt eru úr landi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 24. ágúst 2022.
F. h. r.
Helga Jónsdóttir.
Hlynur Ingason.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.