Fara beint í efnið

Prentað þann 4. des. 2024

Breytingareglugerð

1043/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð um Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóð, nr. 255/2021.

1. gr.

Við skilgreiningu á "sprota- og nýsköpunarfyrirtæki" í 2. gr. bætist: Þó er heimilt að fjárfesta í fyrirtækjum sem skráð eru á vaxtarmarkað lítilla- og meðalstórra fyrirtækja, eins og hann er skilgreindur er í 12. lið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB, að uppfylltum öðrum skilyrðum ákvæðisins.

2. gr.

Við c-lið 6. tölul. 1. mgr. 5. gr. bætist: það gildir þó ekki um rekstraraðila viðkomandi sérhæfðs sjóðs.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 8. gr. laga um Kríu - sprota- og nýsköpunarsjóð, nr. 65/2020, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 14. september 2021.

F. h. ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Heimir Skarphéðinsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.