Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fyrri útgáfa

Prentað þann 29. mars 2025

Reglugerð með breytingum síðast breytt 21. feb. 2018
Sýnir breytingar gerðar 21. feb. 2018 af rg.nr. 189/2018

1040/2016

Reglugerð um skrá yfir úrgang og mat á hættulegum eiginleikum úrgangs.

1. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um úrgang.

Eftirtaldir viðaukar fylgja reglugerðinni:

I. viðauki: Skrá yfir úrgang,
II. viðauki: Eiginleikar úrgangs sem gera hann hættulegan,
III. viðauki: Förgunaraðgerðir,
IV. viðauki: Endurnýtingaraðgerðir.

2. gr. Skilgreiningar.

Fjölklóruð bífenýl og fjölklóruð terfenýl: PCB-efni eins og þau eru skilgreind í reglugerð nr. 739/2009, um hreinsun og förgun PCB og staðgengilsefna þess.

Hliðarmálmar: allir eftirtaldir málmar: öll efnasambönd skandíums, vanadíums, mangans, kóbalts, kopars, yttríums, níóbíums, hafníums, volframs, títans, króms, járns, nikkels, sinks, sirkons, mólýbdens og tantals sem og þessi efni í málmformi, að svo miklu leyti sem þessi efni eru flokkuð sem hættuleg efni.

Hættulegt efni: efni sem flokkast sem hættulegt vegna þess að það uppfyllir viðmiðanirnar sem mælt er fyrir um í 2. til 5. hluta I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008, sbr. reglugerð nr. 415/2014, um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna.

Storknun: ferli sem breyta aðeins eðlisástandi úrgangsins með notkun íblöndunarefna án þess að breyta efnafræðilegum eiginleikum úrgangsins.

Stöðgun: ferli sem breyta hættulegum eiginleikum efnisþátta í úrganginum og breyta hættulegum úrgangi í hættulausan úrgang.

Úrgangur, stöðgaður að hluta til: úrgangur sem inniheldur, eftir stöðgunarferlið, hættulega efnisþætti sem ekki hefur verið breytt að öllu leyti í hættulausa þætti og geta losnað út í umhverfið, hvort sem það gerist á stuttum eða löngum tíma.

Þungmálmur: öll efnasambönd antímons, arsens, kadmíums, króms (VI), kopars, blýs, kvikasilfurs, nikkels, selens, tellúrs, þallíums og tins sem og þessi efni í málmformi, að svo miklu leyti sem þessi efni eru flokkuð sem hættuleg efni.

3. gr. Mat og flokkun á hættulegum eiginleikum úrgangs.

  1. Mat á hættulegum eiginleikum úrgangs.

    Við mat á hættulegum eiginleikum úrgangs gilda viðmiðanirnar sem mælt er fyrir um í II. viðauka. Að því er varðar hættuflokkana HP 4, HP 6 og HP 8 gilda þröskuldsgildi fyrir einstök efni, eins og fram kemur í II. viðauka. Ef efni er fyrir hendi í úrgangi í magni sem er undir þröskuldsgildi þess skal það ekki teljast með í neinum útreikningum á viðmiðunarmörkum. Ef hættulegur eiginleiki úrgangs hefur verið metinn með prófun og með því að nota styrk hættulegra efna, eins og fram kemur í II. viðauka, skulu niðurstöður prófunarinnar vega þyngra.

  2. Úrgangur flokkaður sem spilliefni.

    Allur úrgangur, sem er merktur með stjörnu (*) í skránni yfir úrgang, skal teljast spilliefni.

    Að því er varðar úrgang sem hægt er að úthluta úrgangskóða fyrir spilliefni eða hættulítinn úrgang gildir eftirfarandi:

    - Úrgangur telst spilliefni einungis ef úrgangurinn inniheldur viðkomandi hættuleg efni sem valda því að hann telst hafa einn eða fleiri af hættulegu eiginleikunum í HP 1 til HP 8 og/eða HP 10 til HP 15 eins og tilgreint er í II. viðauka. Mat á hættulegum eiginleika HP 9 "smitandi" skal unnið samkvæmt viðeigandi löggjöf eða tilvísunarskjölum.
    - Hægt er að meta hættulega eiginleika með því að nota styrk efna í úrganginum, eins og tilgreint er í II. viðauka eða, nema annað sé tilgreint í reglugerð (EB) nr. 1272/2008, sbr. reglugerð nr. 415/2014, um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna, með því að framkvæma prófun í samræmi við reglugerð (EB) nr. 440/2008, sbr. reglugerð nr. 496/2013 um prófunaraðferðir samkvæmt reglugerð nr. 750/2008, um skráningu, mat, leyfisveitingar og takmarkanir að því er varðar efni ("REACH"), eða aðrar alþjóðlega viðurkenndar prófunaraðferðir og leiðbeiningar, að teknu tilliti til 7. gr. reglugerðar (EB) nr. 1272/2008, að því er varðar prófanir á dýrum og mönnum.
    - Úrgangur sem inniheldur fjölklóruð díbensó-p-díoxín og díbensófúrön (PCDD/PCDF), díklórdífenýltríklóretan (DDT) (1,1,1-tríklór-2,2-bis-(4-klórfenýl)etan), klórdan, hexaklórsýklóhexön (þ.m.t. lindan), díeldrín, endrín, heptaklór, hexaklórbensen, klórdekón, aldrín, pentaklórbensen, mírex, toxafenhexabrómbífenýl og/eða fjölklórað bífenýl (PCB) yfir styrkleikamörkunum sem fram koma í IV. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004, sbr. reglugerð nr. 954/2013 um þrávirk lífræn efni, skal flokkaður sem spilliefni.
    - Styrkleikamörkin sem eru skilgreind í II. viðauka gilda ekki um hreinar, gegnheilar málmblöndur (ekki mengaðar af hættulegum efnum). Þær málmblöndur sem teljast spilliefni eru sérstaklega taldar upp í I. viðauka og merktar með stjörnu (*).
    - Ef við á má taka tillit til eftirfarandi athugasemda, sem er að finna í VI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008, sbr. reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna, þegar hættulegir eiginleikar úrgangs eru ákvarðaðir:
    - 1.1.3.1. Athugasemdir um auðkenningu, flokkun og merkingu efna: Athugasemdir B, D, F, J, L, M, P, Q, R og U.
    - 1.1.3.2. Athugasemdir um flokkun og merkingu blandna: Athugasemdir 1, 2, 3 og 5.
    - Eftir að hættulegir eiginleikar úrgangs hafa verið metnir í samræmi við þessa aðferð skal úthluta viðeigandi færslu, "spilliefni eða hættulítill úrgangur", úr skránni yfir úrgang.

    Aðrar færslur í skránni yfir úrgang teljast ekki spilliefni.

4. gr. Innleiðing.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi gerðum:

  1. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB frá 19. nóvember 2008 um úrgang og um niðurfellingu tiltekinna tilskipana.
  2. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1127 frá 10. júlí 2015, um breytingu á II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB um úrgang og um niðurfellingu tiltekinna tilskipana.
  3. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2000/532/EB frá 3. maí 2000, sem breytt var með ákvörðunum 2001/118/EB, 2001/119/EB, 2001/573/EB og 2014/955/ESB.
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1357/2014 frá 18. desember 2014, um að skipta út III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB um úrgang og um niðurfellingu tiltekinna tilskipanna.

5. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í a. og f. liðum 43. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, tekur þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 184/2002, um skrá yfir spilliefni og annan úrgang, með síðari breytingum.

 Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 17. nóvember 2016. 

 F. h. r.

 Sigríður Auður Arnardóttir. 

 Steinunn Fjóla Sigurðardóttir. 

Eiginleikar úrgangs sem gera hann hættulegan.

HP 1 „Sprengifimur“: úrgangur sem getur myndað lofttegund með efnahvörfum við slíkt hitastig og þrýsting og með slíkum hraða að valdi spjöllum á umhverfinu. Þar með talið úrgangur úr flugeldum, sprengifimur úrgangur úr lífrænu peroxíði og sprengifimur sjálfhvarfgjarn úrgangur.

Ef úrgangur inniheldur eitt eða fleiri efni sem eru flokkuð með einum af kóðunum fyrir hættuflokk og -undirflokk og kóðunum fyrir hættusetningar, sem eru sýndir í töflu 1, skal meta úrganginn með tilliti til HP 1, þar sem við á og hlutfallslega, samkvæmt prófunaraðferðum. Ef tilvist efnis, blöndu eða hlutar bendir til þess að úrgangurinn sé sprengifimur skal flokka hann sem hættulegan af tegund HP 1.

Tafla 1: Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka og kóði eða kóðar fyrir hættusetningar fyrir efnisþætti úrgangs, fyrir flokkun úrgangs af tegund HP 1 sem hættulegur:

Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar
Óstöðvandi sprengifimur H 200
Sprengifimur 1.1 H 201
Sprengifimur 1.2 H 202
Sprengifimur 1.3 H 203
Sprengifimur 1.4 H 204
Sjálfhvarfgjarn A H 240
Lífrænt peroxíð A
Sjálfhvarfgjarn B H 241

Lífrænt peroxíð B

HP 2 „Eldmyndandi (oxandi)“: úrgangur sem gæti, yfirleitt með því að bæta við súrefni, valdið eða stuðlað að bruna á öðru efni.

Ef úrgangur inniheldur eitt eða fleiri efni sem eru flokkuð með einum af kóðunum fyrir hættuflokk og -undirflokk og kóðunum fyrir hættusetningar, sem eru sýndir í töflu 2, skal meta úrganginn með tilliti til HP 2, þar sem við á og hlutfallslega, samkvæmt prófunaraðferðum. Ef tilvist efnis bendir til þess að úrgangurinn sé oxandi skal flokka hann sem hættulegan af tegund HP 2.

Tafla 2: Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka og kóði eða kóðar fyrir hættusetningar fyrir flokkun úrgangs sem hættulegur af tegund HP 2:

Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar
Eldmyndandi lofttegund 1 H 270
Eldmyndandi vökvi 1 H 271
Eldmyndandi fast efni 1
Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar
Eldmyndandi vökvi 2, eldmyndandi vökvi 3 H 272

Eldmyndandi fast efni 2, eldmyndandi fast efni 3

HP 3 „Eldfimt“:

– eldfimur fljótandi úrgangur: fljótandi úrgangur með blossamark undir 60°C eða úrgangsgasolíur, dísilolíur og léttar olíur til upphitunar með blossamark milli > 55°C og ≤ 75°C,

– eldfimur loftkveikjandi fljótandi og fastur úrgangur: fastur eða fljótandi úrgangur sem, jafnvel í litlu magni, er líklegt að kvikni í innan fimm mínútna frá snertingu við andrúmsloft,

– eldfimur úrgangur í föstu formi: úrgangur í föstu formi sem kviknar auðveldlega í eða gæti valdið eða stuðlað að bruna með núningi,

– eldfimur loftkenndur úrgangur: loftkenndur úrgangur sem er eldfimur í snertingu við andrúmsloft við 20°C og staðalþrýstinginn 101,3 kPa,

– vatnshvarfgjarn úrgangur: úrgangur sem gefur frá sér eldfimar lofttegundir í hættulegu magni við snertingu við vatn,

– annar eldfimur úrgangur: úðabrúsar með eldfimum efnum, eldfimur sjálfhitandi úrgangur, eldfim lífræn peroxíð og eldfimur sjálfhvarfgjarn úrgangur.

Ef úrgangur inniheldur eitt eða fleiri efni sem eru flokkuð með einum af eftirfarandi kóðum fyrir hættuflokk og -undirflokk og kóðum fyrir hættusetningar, sem eru sýndir í töflu 3, skal meta úrganginn, þar sem við á og hlutfallslega, samkvæmt prófunaraðferðum. Ef tilvist efnis bendir til þess að úrgangurinn sé eldfimur skal flokka hann sem hættulegan af tegund HP 3.

Tafla 3: Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka og kóði eða kóðar fyrir hættusetningar fyrir efnisþætti úrgangs, fyrir flokkun úrgangs sem hættulegur af tegund HP 3:

Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar
Eldfim lofttegund 1 H220
Eldfim lofttegund 2 H221
Úðaefni 1 H222
Úðaefni 2 H223
Eldfimur vökvi 1 H224
Eldfimur vökvi 2 H225
Eldfimur vökvi 3 H226
Eldfimt fast efni 1 H228
Eldfimt fast efni 2
Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar
Sjálfhvarfgjarn CD H242
Sjálfhvarfgjarn EF
Lífræn peroxíð CD
Lífræn peroxíð EF
Loftkveikjandi vökvi 1 H250
Loftkveikjandi fast efni 1
Sjálfhitandi 1 H251
Sjálfhitandi 2 H252
Vatnshvarfgjarn 1 H260

Vatnshvarfgjarn 2

Vatnshvarfgjarn 3

H261

HP 4 „Ertandi – húðerting og augnskaði“: úrgangur sem getur valdið húðertingu eða augnskaða við snertingu.

Ef úrgangur inniheldur eitt eða fleiri efni í styrk yfir þröskuldsgildinu, sem eru flokkuð með einum af eftirfarandi kóðum fyrir hættuflokk og -undirflokk og kóðum fyrir hættusetningar, og ef farið er yfir eða að einu eða fleiri eftirtöldum styrkleikamörkum skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur af tegund HP 4.

Þröskuldsgildið sem taka skal mið af við mat á Húðætandi 1A (H314), Húðertandi 2 (H315), Augnskaði 1 (H318) og Augnertandi 2 (H319) er 1%.

Ef samanlagður styrkur allra efna, sem eru flokkuð sem Húðætandi 1A (H314), er 1% eða hærri skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur samkvæmt HP 4.

Ef samanlagður styrkur allra efna, sem eru flokkuð sem H318, er 10% eða hærri skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur samkvæmt HP 4.

Ef samanlagður styrkur allra efna, sem eru flokkuð sem H315 og H319, er 20% eða hærri skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur samkvæmt HP 4.

Athugið að úrgangur sem inniheldur efni sem eru flokkuð sem H314 (Húðætandi 1A, 1B eða 1C) í magni sem er meira en eða samsvarar 5% verður flokkaður sem hættulegur af tegund HP 8. HP 4 gildir ekki ef úrgangurinn er flokkaður sem HP 8.

HP 5 „Sértæk eiturhrif á marklíffæri (SEM) /eiturhrif við ásvelgingu“: úrgangur sem getur valdið sértækum eiturhrifum á marklíffæri við váhrif í eitt skipti eða endurtekin váhrif, eða getur valdið bráðum eiturhrifum í kjölfar ásvelgingar.

Ef úrgangur inniheldur eitt eða fleiri efni sem eru flokkuð með einum eða fleiri eftirfarandi kóðum fyrir hættuflokk og -undirflokk og kóðum fyrir hættusetningar, sem eru sýndir í töflu 4, og jafngildir eða fer yfir eitt eða fleiri af styrkleikamörkunum í töflu 4, skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur samkvæmt HP 5. Ef efni, sem eru flokkuð sem efni sem hafa sértæk eiturhrif á marklíffæri, eru til staðar í úrgangi þarf tiltekið efni að vera til staðar við eða yfir styrkleikamörkum til að úrgangurinn sé flokkaður sem hættulegur af tegund HP 5.

Ef úrgangur inniheldur eitt eða fleiri efni sem eru flokkuð sem „Eiturhrif við ásvelgingu 1“ og samanlagður styrkur þessara efna er hærri eða jafn styrkleikamörkunum skal einungis flokka úrganginn sem hættulegan af tegund HP 5 ef heildareðlisseigja (við 40°C) fer ekki yfir 20,5 mm²/s.(1)

Tafla 4: Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka og kóði eða kóðar fyrir hættusetningar fyrir efnisþætti úrgangs og samsvarandi styrkleikamörk fyrir flokkun úrgangs sem hættulegur af tegund HP 5.

Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar Styrkleikamörk
SEM-VES 1 H370 1%
SEM-VES 2 H371 10%
SEM-VES 3 H335 20%
SEM-EV 1 H372 1%
SEM-EV 2 H373 10%
Eiturhrif við ásvelgingu 1 H304 10%

HP 6 „Bráð eiturhrif“: úrgangur sem getur valdið bráðum eiturhrifum eftir inngjöf um munn eða áburð á húð eða váhrif við innöndun.

Ef samanlagður styrkur allra efna í úrgangi, sem eru flokkuð með kóða fyrir hættuflokk og undirflokk og hættusetningu fyrir bráð eiturhrif sem er gefin upp í töflu 5, er hærri eða jafn viðmiðunarmörkunum sem eru gefin í þeirri töflu skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur af tegund HP 6. Ef fleira en eitt efni, sem er flokkað sem efni með bráð eiturhrif, er til staðar í úrgangi er einungis gerð krafa um samanlagðan styrk efna sem eru í sama hættuundirflokki.

Taka skal mið af eftirfarandi þröskuldsgildum við mat:

– Fyrir bráð eiturhrif 1, 2 eða 3 (H300, H310, H330, H301, H311, H331): 0,1%, – Fyrir bráð eiturhrif 4 (H302, H312, H332): 1%.

Tafla 5: Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka og kóði eða kóðar fyrir hættusetningar fyrir efnisþætti úrgangs og samsvarandi styrkleikamörk fyrir flokkun úrgangs sem hættulegur af tegund HP 6.

Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar Styrkleikamörk
Bráð eiturhrif 1 (um munn) H300 0,1%
Bráð eiturhrif 2 (um munn) H300 0,25%
Bráð eiturhrif 3 (um munn) H301 5%
Bráð eiturhrif 4 (um munn) H302 25%
Bráð eiturhrif 1 (um húð) H310 0,25%
Bráð eiturhrif 2 (um húð) H310 2,5%

(1) Eðlisseigju skal eingöngu ákvarða fyrir vökva.

Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar Styrkleikamörk
Bráð eiturhrif 3 (um húð) H311 15%
Bráð eiturhrif 4 (um húð) H312 55%
Bráð eiturhrif 1 (innöndun) H330 0,1%
Bráð eiturhrif 2 (innöndun) H330 0,5%
Bráð eiturhrif 3 (innöndun) H331 3,5%
Bráð eiturhrif 4 (innöndun) H332 22,5%

HP 7 „Krabbameinsvaldandi“: úrgangur sem veldur krabbameini eða eykur tíðni þess.

Ef úrgangur inniheldur efni sem er flokkað með einum af eftirfarandi kóðum fyrir hættuflokk og -undirflokk og kóðum fyrir hættusetningar og fer yfir eða jafngildir einu af eftirtöldum styrkleikamörkum, sem eru sýnd í töflu 6, skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur af tegund HP 7. Ef fleira en eitt efni, sem er flokkað sem krabbameinsvaldandi, er til staðar í úrgangi þarf tiltekið efni að vera til staðar við eða yfir styrkleikamörkum til að úrgangurinn sé flokkaður sem hættulegur af tegund HP 7.

Tafla 6: Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka og kóði eða kóðar fyrir hættusetningar fyrir efnisþætti úrgangs og samsvarandi styrkleikamörk fyrir flokkun úrgangs sem hættulegur af tegund HP 7.

Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar Styrkleikamörk
Krabbameinsvaldandi 1A H350 0,1%
Krabbameinsvaldandi 1B
Krabbameinsvaldandi 2 H351 1,0%

HP 8 „Ætandi“: úrgangur sem getur valdið húðætingu við snertingu.

Ef úrgangur inniheldur eitt eða fleiri efni sem eru flokkuð sem „Húðætandi 1A, 1B eða 1C (H314)“ og samanlagður styrkleiki þeirra er 5% eða hærri, skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur af tegund HP 8.

Þröskuldsgildið sem taka skal mið af við mat á „Húðætandi 1A, 1B, 1C (H314)“ er 1%.

HP 9 „Smitandi“: úrgangur sem inniheldur lífvænlegar örverur eða eiturefni þeirra sem vitað er eða ætla má að geti valdið sjúkdómum í mönnum eða öðrum lífverum.

Meta skal röðun í flokkinn HP 9 samkvæmt reglunum sem mælt er fyrir um í tilvísunarskjölum eða löggjöf í aðildarríkjunum.

HP 10 „Hefur eiturhrif á æxlun“: úrgangur sem hefur skaðleg áhrif á kynstarfsemi og frjósemi hjá fullorðnum mönnum og konum og eiturhrif á þroskun afkvæma þeirra.

Ef úrgangur inniheldur efni sem er flokkað með einum af eftirfarandi kóðum fyrir hættuflokk og -undirflokk og kóðum fyrir hættusetningar og fer yfir eða jafngildir einu af eftirtöldum styrkleikamörkum, sem eru sýnd í töflu 7, skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur af tegund HP 10. Ef fleira en eitt efni, sem er flokkað sem efni sem hefur eiturhrif á æxlun, er til staðar í úrgangi þarf tiltekið efni að vera til staðar við eða yfir styrkleikamörkum til að úrgangurinn sé flokkaður sem hættulegur af tegund HP 10.

Tafla 7: Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka og kóði eða kóðar fyrir hættusetningar fyrir efnisþætti úrgangs og samsvarandi styrkleikamörk fyrir flokkun úrgangs sem hættulegur af tegund HP 10.

Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar Styrkleikamörk
Eiturhrif á æxlun 1A H360 0,3%
Eiturhrif á æxlun 1B
Eiturhrif á æxlun 2 H361 3,0%

HP 11 „Stökkbreytandi“: úrgangur sem getur valdið stökkbreytingu, þ.e. varanlegri breytingu á magni eða uppbyggingu erfðaefnis í frumu.

Ef úrgangur inniheldur efni sem er flokkað með einum af eftirfarandi kóðum fyrir hættuflokk og -undirflokk og kóðum fyrir hættusetningar og fer yfir eða jafngildir einu af eftirtöldum styrkleikamörkum, sem eru sýnd í töflu 8, skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur af tegund HP 11. Ef fleira en eitt efni, sem er flokkað sem stökkbreytandi, er til staðar í úrgangi þarf tiltekið efni að vera til staðar við eða yfir styrkleikamörkum til að úrgangurinn sé flokkaður sem hættulegur af tegund HP 11.

Tafla 8: Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka og kóði eða kóðar fyrir hættusetningar fyrir efnisþætti úrgangs og samsvarandi styrkleikamörk fyrir flokkun úrgangs sem hættulegur af tegund HP 11.

Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar Styrkleikamörk
Stökkbreytandi 1A H340 0,1%
Stökkbreytandi 1B
Stökkbreytandi 2 H341 1,0%

HP 12 „Losun lofttegundar sem veldur bráðum eiturhrifum“: úrgangur sem losar lofttegundir sem valda bráðum eiturhrifum (Bráð eiturhrif 1, 2 eða 3) í snertingu við vatn eða sýru.

Ef úrgangur inniheldur efni sem hefur verið úthlutað einni af eftirfarandi viðbótarhættusetningum, ESB-H029, ESB-H031 og ESB-H032, skal það flokkað sem hættulegt af tegund HP 12 samkvæmt prófunaraðferðum eða viðmiðunarreglum.

HP 13 „Næmandi“: úrgangur sem inniheldur eitt eða fleiri efni sem vitað er að hafa næmandi áhrif á húð eða öndunarfæri.

Ef úrgangur inniheldur efni, sem er flokkað sem næmandi og er úthlutað einum af hættusetningarkóðunum H317 eða H334 og eitt tiltekið efni er af styrk sem jafngildir eða er yfir 10% styrkleikamörkunum, skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur af tegund HP 13.

HP 14 „Visteitruð efni“: úrgangur sem hefur eða kann að hafa áhættu í för með sér fyrir eitt eða fleiri umhverfissvið, tafarlaust eða síðar.

 -  Úrgangur sem inniheldur efni sem er flokkað sem ósoneyðandi og fær hættusetningu H420 í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 (*) og styrkur slíks efnis er jafn eða yfir styrkleikamörkunum 0,1%.
  [c(H420) ≥ 0,1%]
 -  Úrgangur sem inniheldur eitt eða fleiri efni sem eru flokkuð sem efni sem eru hættuleg fyrir vatnsumhverfi með bráð eiturhrif og fá hættusetningu H400 í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1272/2008 og summa styrks þeirra efna er jöfn eða yfir styrkleikamörkunum 25%. Þröskuldsgildi sem nemur 0,1% skal gilda um slík efni.
  [Σ c (H400) ≥ 25%]
 -  Úrgangur sem inniheldur eitt eða fleiri efni sem eru flokkuð sem efni sem eru hættuleg fyrir vatnsumhverfi með langvinn eiturhrif í 1., 2. eða 3. undirflokki og fá hættusetningu eða hættusetningar H410, H411 eða H412 í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1272/2008 og summa styrks allra efna sem eru flokkuð sem hættuleg fyrir vatnsumhverfi með langvinn eiturhrif í 1. undirflokki (H410) margfaldað með 100 og bætt við summu styrks allra efna sem eru flokkuð sem hættuleg fyrir vatnsumhverfi með langvinn eiturhrif í 2. undirflokki (H411) margfaldað með 10 og bætt við summu styrks allra efna sem eru flokkuð sem hættuleg fyrir vatnsumhverfi með langvinn eiturhrif í 3. undirflokki (H412) er jöfn eða yfir styrkleikamörkunum 25%. Þröskuldsgildi sem nemur 0,1% gildir um efni sem eru flokkuð sem H410 og þröskuldsgildið 1% gildir um efni sem eru flokkuð sem H411 eða H412.
  [100 × Σc (H410) + 10 × Σc (H411) + Σc (H412) ≥ 25%]
 -  Úrgangur sem inniheldur eitt eða fleiri efni sem eru flokkuð sem efni sem eru hættuleg fyrir vatnsumhverfi með langvinn eiturhrif í 1., 2., 3. eða 4. undirflokki og fá hættusetningu eða hættusetningar H410, H411, H412 eða H413 í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1272/2008 og summa styrks allra efna sem eru flokkuð sem hættuleg fyrir vatnsumhverfi með langvinn eiturhrif er jöfn eða yfir styrkleikamörkunum 25%. Þröskuldsgildi sem nemur 0,1% gildir um efni sem eru flokkuð sem H410 og þröskuldsgildið 1% gildir um efni sem eru flokkuð sem H411, H412 eða H413.
  [Σ c H410 + Σ c H411 + Σ c H412 + Σ c H413 ≥ 25%]
  Þar sem: Σ = summa og c = styrkur efnanna.

 ____________
 (*) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 frá 16. desember 2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, um breytingu og niðurfellingu á tilskipunum 67/548/EBE og 1999/45/EB og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (Stjtíð. ESB L 353, 31.12.2008, bls. 1).

HP 15 „Úrgangur sem getur sýnt hættulegan eiginleika, sem er tilgreindur hér að ofan, sem kemur ekki fram með beinum hætti í upprunalega úrganginum“.

Ef úrgangur inniheldur eitt eða fleiri efni, sem er úthlutað einni af hættusetningunum eða viðbótarhættusetningunum sem eru sýndar í töflu 9, skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur af tegund HP 15 nema úrgangurinn sé í formi sem býr ekki undir neinum kringumstæðum yfir sprengifimum eða hugsanlega sprengifimum eiginleikum.

Tafla 9: Hættusetningar og viðbótarhættusetningar fyrir efnisþætti úrgangs fyrir flokkun úrgangs sem hættulegur af tegund HP 15.

Hættusetning eða -setningar/Viðbótarhættusetning eða -setningar

Hætta á alsprengingu í bruna H205
Sprengifimt sem þurrefni EUH001
Getur myndað sprengifim efnasambönd (peroxíð) EUH019
Sprengifimt við upphitun í lokuðu rými EUH044

Að auki er aðildarríkjum heimilt að lýsa úrgangi sem hættulegum af tegund HP 15 á grundvelli annarra viðeigandi viðmiðana, s.s. mati á sigvatni.

Athugasemd: 

 Röðun í hættuflokkinn HP 14 er gerð á grundvelli viðmiðanna sem mælt er fyrir um í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008, sbr. reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna.

 Prófunaraðferðir:

Aðferðunum, sem nota skal, er lýst í reglugerð ráðsins (EB) nr. 440/2008 (2) og öðrum athugasemdum frá Staðlasamtökum Evrópu sem máli skipta eða öðrum alþjóðlega viðurkenndum prófunaraðferðum og leiðbeiningum.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.