Prentað þann 22. des. 2024
1040/2016
Reglugerð um skrá yfir úrgang og mat á hættulegum eiginleikum úrgangs.
1. gr. Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um úrgang.
Eftirtaldir viðaukar fylgja reglugerðinni:
I. viðauki: | Skrá yfir úrgang, |
II. viðauki: | Eiginleikar úrgangs sem gera hann hættulegan, |
III. viðauki: | Förgunaraðgerðir, |
IV. viðauki: | Endurnýtingaraðgerðir. |
2. gr. Skilgreiningar.
Fjölklóruð bífenýl og fjölklóruð terfenýl: PCB-efni eins og þau eru skilgreind í reglugerð nr. 739/2009, um hreinsun og förgun PCB og staðgengilsefna þess.
Hliðarmálmar: allir eftirtaldir málmar: öll efnasambönd skandíums, vanadíums, mangans, kóbalts, kopars, yttríums, níóbíums, hafníums, volframs, títans, króms, járns, nikkels, sinks, sirkons, mólýbdens og tantals sem og þessi efni í málmformi, að svo miklu leyti sem þessi efni eru flokkuð sem hættuleg efni.
Hættulegt efni: efni sem flokkast sem hættulegt vegna þess að það uppfyllir viðmiðanirnar sem mælt er fyrir um í 2. til 5. hluta I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008, sbr. reglugerð nr. 415/2014, um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna.
Storknun: ferli sem breyta aðeins eðlisástandi úrgangsins með notkun íblöndunarefna án þess að breyta efnafræðilegum eiginleikum úrgangsins.
Stöðgun: ferli sem breyta hættulegum eiginleikum efnisþátta í úrganginum og breyta hættulegum úrgangi í hættulausan úrgang.
Úrgangur, stöðgaður að hluta til: úrgangur sem inniheldur, eftir stöðgunarferlið, hættulega efnisþætti sem ekki hefur verið breytt að öllu leyti í hættulausa þætti og geta losnað út í umhverfið, hvort sem það gerist á stuttum eða löngum tíma.
Þungmálmur: öll efnasambönd antímons, arsens, kadmíums, króms (VI), kopars, blýs, kvikasilfurs, nikkels, selens, tellúrs, þallíums og tins sem og þessi efni í málmformi, að svo miklu leyti sem þessi efni eru flokkuð sem hættuleg efni.
3. gr. Mat og flokkun á hættulegum eiginleikum úrgangs.
-
Mat á hættulegum eiginleikum úrgangs.
Við mat á hættulegum eiginleikum úrgangs gilda viðmiðanirnar sem mælt er fyrir um í II. viðauka. Að því er varðar hættuflokkana HP 4, HP 6 og HP 8 gilda þröskuldsgildi fyrir einstök efni, eins og fram kemur í II. viðauka. Ef efni er fyrir hendi í úrgangi í magni sem er undir þröskuldsgildi þess skal það ekki teljast með í neinum útreikningum á viðmiðunarmörkum. Ef hættulegur eiginleiki úrgangs hefur verið metinn með prófun og með því að nota styrk hættulegra efna, eins og fram kemur í II. viðauka, skulu niðurstöður prófunarinnar vega þyngra.
-
Úrgangur flokkaður sem spilliefni.
Allur úrgangur, sem er merktur með stjörnu (*) í skránni yfir úrgang, skal teljast spilliefni.
Að því er varðar úrgang sem hægt er að úthluta úrgangskóða fyrir spilliefni eða hættulítinn úrgang gildir eftirfarandi:
- Úrgangur telst spilliefni einungis ef úrgangurinn inniheldur viðkomandi hættuleg efni sem valda því að hann telst hafa einn eða fleiri af hættulegu eiginleikunum í HP 1 til HP 8 og/eða HP 10 til HP 15 eins og tilgreint er í II. viðauka. Mat á hættulegum eiginleika HP 9 "smitandi" skal unnið samkvæmt viðeigandi löggjöf eða tilvísunarskjölum. - Hægt er að meta hættulega eiginleika með því að nota styrk efna í úrganginum, eins og tilgreint er í II. viðauka eða, nema annað sé tilgreint í reglugerð (EB) nr. 1272/2008, sbr. reglugerð nr. 415/2014, um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna, með því að framkvæma prófun í samræmi við reglugerð (EB) nr. 440/2008, sbr. reglugerð nr. 496/2013 um prófunaraðferðir samkvæmt reglugerð nr. 750/2008, um skráningu, mat, leyfisveitingar og takmarkanir að því er varðar efni ("REACH"), eða aðrar alþjóðlega viðurkenndar prófunaraðferðir og leiðbeiningar, að teknu tilliti til 7. gr. reglugerðar (EB) nr. 1272/2008, að því er varðar prófanir á dýrum og mönnum. - Úrgangur sem inniheldur fjölklóruð díbensó-p-díoxín og díbensófúrön (PCDD/PCDF), díklórdífenýltríklóretan (DDT) (1,1,1-tríklór-2,2-bis-(4-klórfenýl)etan), klórdan, hexaklórsýklóhexön (þ.m.t. lindan), díeldrín, endrín, heptaklór, hexaklórbensen, klórdekón, aldrín, pentaklórbensen, mírex, toxafenhexabrómbífenýl og/eða fjölklórað bífenýl (PCB) yfir styrkleikamörkunum sem fram koma í IV. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004, sbr. reglugerð nr. 954/2013 um þrávirk lífræn efni, skal flokkaður sem spilliefni. - Styrkleikamörkin sem eru skilgreind í II. viðauka gilda ekki um hreinar, gegnheilar málmblöndur (ekki mengaðar af hættulegum efnum). Þær málmblöndur sem teljast spilliefni eru sérstaklega taldar upp í I. viðauka og merktar með stjörnu (*). - Ef við á má taka tillit til eftirfarandi athugasemda, sem er að finna í VI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008, sbr. reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna, þegar hættulegir eiginleikar úrgangs eru ákvarðaðir: - 1.1.3.1. Athugasemdir um auðkenningu, flokkun og merkingu efna: Athugasemdir B, D, F, J, L, M, P, Q, R og U. - 1.1.3.2. Athugasemdir um flokkun og merkingu blandna: Athugasemdir 1, 2, 3 og 5. - Eftir að hættulegir eiginleikar úrgangs hafa verið metnir í samræmi við þessa aðferð skal úthluta viðeigandi færslu, "spilliefni eða hættulítill úrgangur", úr skránni yfir úrgang. Aðrar færslur í skránni yfir úrgang teljast ekki spilliefni.
4. gr. Innleiðing.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi gerðum:
- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB frá 19. nóvember 2008 um úrgang og um niðurfellingu tiltekinna tilskipana.
- Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1127 frá 10. júlí 2015, um breytingu á II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB um úrgang og um niðurfellingu tiltekinna tilskipana.
- Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2000/532/EB frá 3. maí 2000, sem breytt var með ákvörðunum 2001/118/EB, 2001/119/EB, 2001/573/EB og 2014/955/ESB.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1357/2014 frá 18. desember 2014, um að skipta út III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB um úrgang og um niðurfellingu tiltekinna tilskipanna.
5. gr. Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í a. og f. liðum 43. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, tekur þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 184/2002, um skrá yfir spilliefni og annan úrgang, með síðari breytingum.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 17. nóvember 2016.
F. h. r.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
Skrá yfir úrgang.
Í skránni einkennir sex tölustafa kóði tegund úrgangs og tveggja og fjögurra stafa kóðar kaflaheiti, eftir því sem við á. Þetta felur í sér að gera ætti eftirfarandi ráðstafanir til að auðkenna úrgang í skránni:
– Tilgreinið uppruna úrgangsins samkvæmt 1.–12. kafla eða 17.–20. kafla og tilgreinið viðeigandi sex stafa kóða úrgangsins (nema kóða sem enda á 99 í þessum köflum). Athugið að sértækar framleiðslueiningar gætu þurft að flokka starfsemi sína í nokkra kafla. Til dæmis gæti bílaframleiðandi fundið úrgang, sem til fellur hjá honum, í 12. kafla (úrgangur frá mótun og yfirborðsmeðferð málma), 11. kafla (ólífrænn úrgangur sem inniheldur málma frá málmvinnslu og yfirborðsmeðferð málma) og 8. kafla (úrgangur vegna notkunar efna til yfirborðsmeðferðar), eftir því um hvaða vinnslustig er að ræða.
– Ef ekki finnst viðeigandi úrgangskóði í 1.–12. kafla eða 17.–20. kafla verður að kanna 13.,
14. og 15. kafla til að auðkenna úrganginn.
– Ef enginn þessara úrgangskóða á við verður að auðkenna úrganginn í samræmi við 16. kafla.
– Sé úrgangurinn ekki heldur í 16. kafla verður að nota kóðann 99 (úrgangur ekki tilgreindur annars staðar) í þeim þætti skrárinnar sem svarar til þeirrar starfsemi sem auðkennd er á 1. stigi.
Kaflar skrárinnar:
01 Úrgangur frá jarðefnaleit, námuvinnslu, grjótnámi og eðlis- og efnafræðilegri meðhöndlun jarðefna.
02 Úrgangur frá landbúnaði, garðyrkju, lagareldi, skógrækt, veiðum, fiskveiðum, matvælaiðnaði og matvælavinnslu.
03 Úrgangur frá timburvinnslu og framleiðslu á viðarþiljum og húsgögnum, pappírsdeigi, pappír og pappa.
04 Úrgangur frá leður-, skinna- og textíliðnaði.
05 Úrgangur frá jarðolíuhreinsun, hreinsun á jarðgasi og hitasundrun kola.
06 Úrgangur frá ólífrænum efnaferlum.
07 Úrgangur frá lífrænum efnaferlum.
08 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun á efnum til yfirborðsmeðferðar (málningu, lökkum, glerkenndum smeltlökkum), lími, þéttiefnum og prentlitum.
09 Úrgangur frá ljósmyndaiðnaði.
10 Úrgangur frá varmaferlum.
11 Úrgangur frá efnafræðilegri yfirborðsmeðferð og húðun málma og annarra efna; vinnsla málma, annarra en járns, úr vatnslausn.
12 Úrgangur frá mótun og eðlisfræðilegri og vélrænni yfirborðsmeðhöndlun málma og plastefna.
13 Olíuúrgangur og úrgangur fljótandi eldsneytis (nema olíur til neyslu og olíur tilgreindar í 05, 12 og 19).
14 Úrgangur lífrænna leysa, kælimiðla og drifefna (annar en í 07 og 08).
15 Umbúðaúrgangur; íseyg efni, þurrkur, síunarefni og hlífðarfatnaður sem eru ekki tilgreind með öðrum hætti.
16 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti í skránni.
17 Úrgangur frá byggingar- og niðurrifsstarfsemi (þ.m.t. uppgröftur frá menguðum svæðum).
18 Úrgangur frá heilsuvernd manna eða dýra og/eða viðkomandi rannsóknum (nema úrgangur frá eldhúsum og veitingahúsum sem ekki tengist heilsuvernd).
19 Úrgangur frá sorpmeðhöndlunarstöðvum, skólphreinsistöðvum utan upprunastaðar og vinnslu neysluvatns og vatns til iðnaðarnota.
20 Heimilisúrgangur (úrgangur frá heimilum og svipaður úrgangur frá verslun, iðnaði og stofnunum), þ.m.t.
flokkaður úrgangur.
Skrá yfir úrgang:
01 Úrgangur frá jarðefnaleit, námuvinnslu, grjótnámi og eðlis- og efnafræðilegri meðhöndlun jarðefna.
01 01 Úrgangur frá námugreftri.
01 01 01 Úrgangur frá námugreftri jarðefna sem innihalda málma.
01 01 02 Úrgangur frá námugreftri jarðefna sem innihalda ekki málma.
01 03 Úrgangur frá eðlisfræðilegri og efnafræðilegri vinnslu jarðefna sem innihalda málma.
01 03 04* Sýrumyndandi úrkast frá vinnslu brennisteinsgrýtis. 01 03 05* Annað úrkast sem inniheldur hættuleg efni.
01 03 06 Úrkast, annað en tilgreint er í 01 03 04 og 01 03 05.
01 03 07* Annar úrgangur sem inniheldur hættuleg efni frá eðlisfræðilegri og efnafræðilegri vinnslu jarðefna sem innihalda málma.
01 03 08 Ryk og salli, annað en tilgreint er í 01 03 07.
01 03 09 Rauð eðja frá súrálsframleiðslu, önnur en úrgangur sem er tilgreindur í 01 03 10.
01 03 10* Rauð eðja frá súrálsframleiðslu sem inniheldur hættuleg efni, önnur en úrgangur sem er tilgreindur í 01 03 07.
01 03 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
01 04 Úrgangur frá eðlisfræðilegri og efnafræðilegri vinnslu jarðefna sem innihalda ekki málma.
01 04 07* Úrgangur sem inniheldur hættuleg efni frá eðlisfræðilegri og efnafræðilegri vinnslu jarðefna sem innihalda ekki málma.
01 04 08 Úrgangsmöl og grjótmulningur, annað en tilgreint er í 01 04 07.
01 04 09 Úrgangssandur og leir.
01 04 10 Ryk og salli, annað en tilgreint er í 01 04 07.
01 04 11 Úrgangur frá vinnslu pottösku og steinsalts, annar en tilgreindur er í 01 04 07.
01 04 12 Úrkast og annar úrgangur frá þvotti og hreinsun jarðefna, annað en tilgreint er í 01 04 07 og 01 04 11.
01 04 13 Úrgangur frá steinhöggi og -sögun, annar en tilgreindur er í 01 04 07.
01 04 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
01 05 Borleðja og annar úrgangur frá borunum.
01 05 04 Leðja og úrgangur frá borunum eftir ferskvatni.
01 05 05* Borleðja og úrgangur sem inniheldur olíu.
01 05 06* Borleðja og annar úrgangur frá borunum sem inniheldur hættuleg efni.
01 05 07 Borleðja og úrgangur sem inniheldur barít, annað en tilgreint er í 01 05 05 og 01 05 06.
01 05 08 Borleðja og úrgangur sem inniheldur klóríð, annað en tilgreint er í 01 05 05 og 01 05 06. 01 05 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
02 Úrgangur frá landbúnaði, garðyrkju, lagareldi, skógrækt, veiðum, fiskveiðum, matvælaiðnaði og matvælavinnslu.
02 01 Úrgangur frá landbúnaði, garðyrkju, lagareldi, skógrækt, veiðum og fiskveiðum.
02 01 01 Eðja frá þvotti og hreinsun.
02 01 02 Úrgangur úr dýravefjum.
02 01 03 Úrgangur úr plöntuvefjum.
02 01 04 Plastúrgangur (nema umbúðir).
02 01 06 Dýrasaur, hland og mykja (þ.m.t. hálmur notaður sem undirburður), frárennslisvatn, safnað sérstaklega og meðhöndlað utan upprunastaðar.
02 01 07 Úrgangur frá skógrækt.
02 01 08* Úrgangur af íðefnum úr landbúnaði sem inniheldur hættuleg efni.
02 01 09 Úrgangur af íðefnum úr landbúnaði, annar en tilgreindur er í 02 01 08.
02 01 10 Úrgangsmálmur.
02 01 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
02 02 Úrgangur frá meðferð og vinnslu kjöts, fisks og annarra matvæla úr dýraríkinu.
02 02 01 Eðja frá þvotti og hreinsun.
02 02 02 Úrgangur úr dýravefjum.
02 02 03 Efni sem eru óhæf til neyslu eða vinnslu.
02 02 04 Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum.
02 02 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
02 03 Úrgangur frá meðferð og vinnslu ávaxta, grænmetis, korns, olíu til neyslu, kakós, kaffis, tes og tóbaks, frá niðursuðu, ger- og gerkjarnaframleiðslu, vinnslu og gerjun melassa.
02 03 01 Eðja frá þvotti, hreinsun, afhýðingu, skiljun í skilvindu og aðskilnaði.
02 03 02 Úrgangur frá rotvarnarefnum.
02 03 03 Úrgangur frá leysisútdrætti.
02 03 04 Efni sem eru óhæf til neyslu eða vinnslu.
02 03 05 Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum.
02 03 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
02 04 Úrgangur frá sykurvinnslu.
02 04 01 Jarðvegur frá hreinsun og þvotti á rófum.
02 04 02 Kalsíumkarbónat sem ekki stenst forskriftir.
02 04 03 Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum.
02 04 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
02 05 Úrgangur úr mjólkuriðnaði.
02 05 01 Efni sem eru óhæf til neyslu eða vinnslu.
02 05 02 Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum.
02 05 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
02 06 Úrgangur frá bökunar- og sælgætisiðnaði.
02 06 01 Efni sem eru óhæf til neyslu eða vinnslu.
02 06 02 Úrgangur frá rotvarnarefnum.
02 06 03 Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum.
02 06 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
02 07 Úrgangur frá framleiðslu áfengra og óáfengra drykkja (nema frá framleiðslu kaffis, tes og kakós).
02 07 01 Úrgangur frá þvotti, hreinsun og vélrænni sundurhlutun hráefna.
02 07 02 Úrgangur frá eimingu vínanda.
02 07 03 Úrgangur frá efnafræðilegri meðhöndlun.
02 07 04 Efni sem eru óhæf til neyslu eða vinnslu.
02 07 05 Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum.
02 07 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
03 Úrgangur frá timburvinnslu og framleiðslu á viðarþiljum og húsgögnum, pappírsdeigi, pappír og pappa.
03 01 Úrgangur frá timburvinnslu og framleiðslu á viðarþiljum og húsgögnum.
03 01 01 Úrgangsbörkur og –korkur.
03 01 04* Sag, spænir, bútar, viður, spónaplötur og spónn sem inniheldur hættuleg efni.
03 01 05 Sag, spænir, bútar, viður, spónaplötur og spónn, annað en tilgreint er í 03 01 04.
03 01 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
03 02 Úrgangur sem fellur til við viðarvörn.
03 02 01* Lífræn viðarvarnarefni sem eru ekki halógenuð.
03 02 02* Klórlífræn viðarvarnarefni.
03 02 03* Málmlífræn viðarvarnarefni.
03 02 04* Ólífræn viðarvarnarefni.
03 02 05* Önnur viðarvarnarefni sem innihalda hættuleg efni.
03 02 99 Viðarvarnarefni sem eru ekki tilgreind með öðrum hætti.
03 03 Úrgangur frá framleiðslu og vinnslu pappírsdeigs, pappírs og pappa.
03 03 01 Úrgangsbörkur og –viður.
03 03 02 Græn eðja (frá endurheimt suðuvökva).
03 03 05 Eðja frá hreinsun prentsvertu úr endurvinnslupappír.
03 03 07 Vélrænt aðskilið úrkast frá pappírsdeigsvinnslu úr úrgangspappír og –pappa.
03 03 08 Úrgangur frá flokkun pappírs og pappa til endurvinnslu.
03 03 09 Kalkeðjuúrgangur.
03 03 10 Trefjaúrkast, trefja-, fylliefna- og húðunareðja frá vélrænum aðskilnaði.
03 03 11 Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum, önnur en tilgreind er í 03 03 10.
03 03 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
04 Úrgangur frá leður-, skinna- og textíliðnaði.
04 01 Úrgangur frá leður- og skinnaiðnaði.
04 01 01 Úrgangur frá sköfun og meðhöndlun með kalki þegar húðir eru klofnar.
04 01 02 Úrgangur frá kalkmeðhöndlun.
04 01 03* Úrgangur frá fituhreinsun sem inniheldur leysa, án vökvafasa.
04 01 04 Sútunarvökvi sem inniheldur króm.
04 01 05 Sútunarvökvi án króms.
04 01 06 Eðja, einkum frá skólphreinsun á staðnum, sem inniheldur króm.
04 01 07 Eðja, einkum frá skólphreinsun á staðnum, án króms.
04 01 08 Úrgangur úr sútuðu leðri (þynnur, afrakstur, afskurðir, fægiduft) sem inniheldur króm.
04 01 09 Úrgangur frá frágangi og lokameðhöndlun.
04 01 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
04 02 Úrgangur frá textíliðnaði.
04 02 09 Úrgangur frá samsettum efnum (gegndreyptum textílefnum, teygjuefnum, plastefnum).
04 02 10 Lífræn efni úr náttúruefnum (t.d. fita, vax).
04 02 14* Úrgangur frá lokameðhöndlun sem inniheldur lífræna leysa.
04 02 15 Úrgangur frá lokameðhöndlun, annar en tilgreindur er í 04 02 14.
04 02 16* Leysilitarefni og fastlitir sem innihalda hættuleg efni.
04 02 17 Leysilitarefni og fastlitir, aðrir en tilgreindir eru í 04 02 16.
04 02 19* Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni.
04 02 20 Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum, önnur en tilgreind er í 04 02 19.
04 02 21 Úrgangur frá óunnum textíltrefjum.
04 02 22 Úrgangur frá unnum textíltrefjum.
04 02 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
05 Úrgangur frá jarðolíuhreinsun, hreinsun á jarðgasi og hitasundrun kola.
05 01 Úrgangur frá jarðolíuhreinsun.
05 01 02* Eðja frá afseltumeðferð.
05 01 03* Eðja úr botni tanka.
05 01 04* Súr alkýleðja.
05 01 05* Olía sem lekið hefur út.
05 01 06* Eðja, sem inniheldur olíu, frá viðhaldi stöðvarinnar eða á búnaði.
05 01 07* Súr tjara.
05 01 08* Önnur tjara.
05 01 09* Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni.
05 01 10 Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum, önnur en tilgreind er í 05 01 09.
05 01 11* Úrgangur frá eldsneytishreinsun með bösum.
05 01 12* Olía sem inniheldur sýrur.
05 01 13 Eðja frá vatni til hitaketils.
05 01 14 Úrgangur frá kælisúlum.
05 01 15* Notaður síunarleir.
05 01 16 Úrgangur sem inniheldur brennistein og fellur til við hreinsun brennisteins úr jarðolíu.
05 01 17 Jarðbik.
05 01 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
05 06 Úrgangur frá hitasundrun kola.
05 06 01* Súr tjara.
05 06 03* Önnur tjara.
05 06 04 Úrgangur frá kælisúlum.
05 06 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
05 07 Úrgangur frá hreinsun og flutningi á jarðgasi.
05 07 01* Úrgangur sem inniheldur kvikasilfur.
05 07 02 Úrgangur sem inniheldur brennistein.
05 07 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
06 Úrgangur frá ólífrænum efnaferlum.
06 01 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun á sýrum.
06 01 01* Brennisteinssýra og brennisteinstvísýrlingur.
06 01 02* Saltsýra.
06 01 03* Flússýra.
06 01 04* Fosfórsýra og fosfórsýrlingur.
06 01 05* Saltpéturssýra og saltpéturssýrlingur.
06 01 06* Aðrar sýrur.
06 01 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
06 02 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun á bösum.
06 02 01* Kalsíumhýdroxíð.
06 02 03* Ammóníumhýdroxíð.
06 02 04* Natríum- og kalíumhýdroxíð.
06 02 05* Aðrir basar.
06 02 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
06 03 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun salta og lausna þeirra og málmoxíða.
06 03 11* Sölt og lausnir sem innihalda sýaníð.
06 03 13* Sölt og lausnir sem innihalda þungmálma.
06 03 14 Sölt og lausnir, annað en tilgreint er í 06 03 11 og 06 03 13.
06 03 15* Málmoxíð sem innihalda þungmálma.
06 03 16 Málmoxíð, önnur en tilgreind eru í 06 03 15.
06 03 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
06 04 Úrgangur sem inniheldur málma, annar en tilgreindur er í 06 03.
06 04 03* Úrgangur sem inniheldur arsen.
06 04 04* Úrgangur sem inniheldur kvikasilfur.
06 04 05* Úrgangur sem inniheldur aðra þungmálma.
06 04 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
06 05 Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum.
06 05 02* Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni.
06 05 03 Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum, önnur en tilgreind er í 06 05 02.
06 06 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun brennisteinssambanda, efnaferlum með brennisteini og ferlum til að hreinsa brennistein úr efnum.
06 06 02* Úrgangur sem inniheldur hættuleg súlfíð.
06 06 03 Úrgangur sem inniheldur súlfíð, annar en tilgreindur er í 06 06 02.
06 06 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
06 07 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun halógena og efnaferlum með halógensamböndum.
06 07 01* Úrgangur sem inniheldur asbest frá rafgreiningu.
06 07 02* Virkt kolefni úr klórframleiðslu.
06 07 03* Baríumsúlfateðja sem inniheldur kvikasilfur.
06 07 04* Lausnir og sýrur, t.d. snertisýra.
06 07 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
06 08 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun á kísli og kísilafleiðum.
06 08 02* Úrgangur sem inniheldur hættuleg klórsílön.
06 08 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
06 09 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun fosfórefnasambanda og efnaferlum með fosfór.
06 09 02 Fosfórgjall.
06 09 03* Kalsíumríkur úrgangur sem verður til við efnahvörf og inniheldur hættuleg efni eða er mengaður þeim.
06 09 04 Kalsíumríkur úrgangur sem verður til við efnahvörf, annar en tilgreindur er í 06 09 03.
06 09 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
06 10 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun köfnunarefnissambanda, efnaferlum með köfnunarefni ásamt úrgangi frá áburðarframleiðslu.
06 10 02* Úrgangur sem inniheldur hættuleg efni.
06 10 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
06 11 Úrgangur frá framleiðslu á ólífrænum fastlitum og þekjandi fylliefnum.
06 11 01 Kalsíumríkur úrgangur sem verður til við efnahvörf við framleiðslu títandíoxíðs.
06 11 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
06 13 Úrgangur frá ólífrænum efnaferlum sem ekki er tilgreindur með öðrum hætti.
06 13 01* Ólífrænar plöntuverndarvörur, viðarvarnarefni og önnur sæfiefni.
06 13 02* Notað, virkt kolefni (nema 06 07 02).
06 13 03 Kinrok.
06 13 04* Úrgangur frá asbestvinnslu.
06 13 05* Sót.
06 13 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
07 Úrgangur frá lífrænum efnaferlum.
07 01 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun á lífrænum grunnefnum.
07 01 01* Vatnskenndar þvottalausnir og móðurvökvar.
07 01 03* Lífrænir, halógenaðir leysar, þvottalausnir og móðurvökvar.
07 01 04* Aðrir lífrænir leysar, þvottalausnir og móðurvökvar.
07 01 07* Halógenaðar eimingarleifar og leifar úr efnahvörfum.
07 01 08* Aðrar eimingarleifar og leifar úr efnahvörfum.
07 01 09* Halógenaðar síukökur og notuð, íseyg efni.
07 01 10* Aðrar síukökur og notuð, íseyg efni.
07 01 11* Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni.
07 01 12 Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum, önnur en tilgreind er í 07 01 11.
07 01 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
07 02 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun plastefna, gervigúmmís og gervitrefja.
07 02 01* Vatnskenndar þvottalausnir og móðurvökvar.
07 02 03* Lífrænir, halógenaðir leysar, þvottalausnir og móðurvökvar.
07 02 04* Aðrir lífrænir leysar, þvottalausnir og móðurvökvar.
07 02 07* Halógenaðar eimingarleifar og leifar úr efnahvörfum.
07 02 08* Aðrar eimingarleifar og leifar úr efnahvörfum.
07 02 09* Halógenaðar síukökur og notuð, íseyg efni.
07 02 10* Aðrar síukökur og notuð, íseyg efni.
07 02 11* Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni.
07 02 12 Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum, önnur en tilgreind er í 07 02 11.
07 02 13 Plastúrgangur.
07 02 14* Úrgangur frá aukefnum sem innihalda hættuleg efni.
07 02 15 Úrgangur frá aukefnum, annar en tilgreindur er í 07 02 14.
07 02 16* Úrgangur sem inniheldur hættuleg sílíkon.
07 02 17 Úrgangur sem inniheldur sílíkon, önnur en tilgreind eru í 07 02 16.
07 02 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
07 03 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun á lífrænum leysilitum og fastlitum (nema 06 11).
07 03 01* Vatnskenndar þvottalausnir og móðurvökvar.
07 03 03* Lífrænir, halógenaðir leysar, þvottalausnir og móðurvökvar.
07 03 04* Aðrir lífrænir leysar, þvottalausnir og móðurvökvar.
07 03 07* Halógenaðar eimingarleifar og leifar úr efnahvörfum.
07 03 08* Aðrar eimingarleifar og leifar úr efnahvörfum.
07 03 09* Halógenaðar síukökur og notuð, íseyg efni.
07 03 10* Aðrar síukökur og notuð, íseyg efni.
07 03 11* Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni.
07 03 12 Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum, önnur en tilgreind er í 07 03 11.
07 03 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
07 04 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun á lífrænum plöntuverndarvörum (nema 02 01 08 og 02 01 09), viðarvarnarefnum (nema 03 02) og öðrum sæfiefnum.
07 04 01* Vatnskenndar þvottalausnir og móðurvökvar.
07 04 03* Lífrænir, halógenaðir leysar, þvottalausnir og móðurvökvar.
07 04 04* Aðrir lífrænir leysar, þvottalausnir og móðurvökvar.
07 04 07* Halógenaðar eimingarleifar og leifar úr efnahvörfum.
07 04 08* Aðrar eimingarleifar og leifar úr efnahvörfum.
07 04 09* Halógenaðar síukökur og notuð, íseyg efni.
07 04 10* Aðrar síukökur og notuð, íseyg efni.
07 04 11* Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni.
07 04 12 Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum, önnur en tilgreind er í 07 04 11.
07 04 13* Fastur úrgangur sem inniheldur hættuleg efni.
07 04 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
07 05 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun á lyfjum.
07 05 01* Vatnskenndar þvottalausnir og móðurvökvar.
07 05 03* Lífrænir, halógenaðir leysar, þvottalausnir og móðurvökvar.
07 05 04* Aðrir lífrænir leysar, þvottalausnir og móðurvökvar.
07 05 07* Halógenaðar eimingarleifar og leifar úr efnahvörfum.
07 05 08* Aðrar eimingarleifar og leifar úr efnahvörfum.
07 05 09* Halógenaðar síukökur og notuð, íseyg efni.
07 05 10* Aðrar síukökur og notuð, íseyg efni.
07 05 11* Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni.
07 05 12 Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum, önnur en tilgreind er í 07 05 11.
07 05 13* Fastur úrgangur sem inniheldur hættuleg efni.
07 05 14 Fastur úrgangur, annar en tilgreindur er í 07 05 13.
07 05 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
07 06 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun á feiti, fitu, sápu, þvotta- og hreinsiefnum, sótthreinsandi efnum og snyrtivörum.
07 06 01* Vatnskenndar þvottalausnir og móðurvökvar.
07 06 03* Lífrænir, halógenaðir leysar, þvottalausnir og móðurvökvar.
07 06 04* Aðrir lífrænir leysar, þvottalausnir og móðurvökvar.
07 06 07* Halógenaðar eimingarleifar og leifar úr efnahvörfum.
07 06 08* Aðrar eimingarleifar og leifar úr efnahvörfum.
07 06 09* Halógenaðar síukökur og notuð, íseyg efni.
07 06 10* Aðrar síukökur og notuð, íseyg efni.
07 06 11* Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni.
07 06 12 Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum, önnur en tilgreind er í 07 06 11.
07 06 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
07 07 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun á dýrum íðefnum og efnavörum sem eru ekki tilgreindar með öðrum hætti.
07 07 01* Vatnskenndar þvottalausnir og móðurvökvar.
07 07 03* Lífrænir, halógenaðir leysar, þvottalausnir og móðurvökvar.
07 07 04* Aðrir lífrænir leysar, þvottalausnir og móðurvökvar.
07 07 07* Halógenaðar eimingarleifar og leifar úr efnahvörfum.
07 07 08* Aðrar eimingarleifar og leifar úr efnahvörfum.
07 07 09* Halógenaðar síukökur og notuð, íseyg efni.
07 07 10* Aðrar síukökur og notuð, íseyg efni.
07 07 11* Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni.
07 07 12 Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum, önnur en tilgreind er í 07 07 11.
07 07 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
08 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun á efnum til yfirborðsmeðferðar (málningu, lökkum, glerkenndum smeltlökkum), lími, þéttiefnum og prentlitum.
08 01 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun málningar og lakks og úrgangur sem verður til þegar málning og lakk er fjarlægt.
08 01 11* Úrgangsmálning og -lökk sem í eru lífrænir leysar eða önnur hættuleg efni.
08 01 12 Úrgangsmálning og -lökk, önnur en tilgreind eru í 08 01 11.
08 01 13* Eðja úr málningu eða lakki sem í eru lífrænir leysar eða önnur hættuleg efni.
08 01 14 Eðja úr málningu eða lakki, önnur en tilgreind er í 08 01 13.
08 01 15* Vatnskennd eðja sem inniheldur málningu eða lakk sem í eru lífrænir leysar eða önnur hættuleg efni.
08 01 16 Vatnskennd eðja sem inniheldur málningu eða lakk, önnur en tilgreind er í 08 01 15.
08 01 17* Úrgangur sem fellur til við fjarlægingu á málningu eða lakki og í eru lífrænir leysar eða önnur hættuleg efni.
08 01 18 Úrgangur sem fellur til við fjarlægingu á málningu eða lakki, annar en tilgreindur er í 08 01 17.
08 01 19* Vatnskennd sviflausn sem inniheldur málningu eða lakk sem í eru lífrænir leysar eða önnur hættuleg efni.
08 01 20 Vatnskennd sviflausn sem inniheldur málningu eða lakk, önnur en tilgreint er í 08 01 19.
08 01 21* Úrgangur úr málningar- eða lakkhreinsi.
08 01 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
08 02 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun annarra efna til yfirborðsmeðferðar (einnig keramísk efni).
08 02 01 Úrgangur úr dufti til yfirborðsmeðferðar.
08 02 02 Vatnskennd eðja sem inniheldur keramísk efni.
08 02 03 Vatnskennd sviflausn sem inniheldur keramísk efni.
08 02 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
08 03 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun prentlita.
08 03 07 Vatnskennd eðja sem inniheldur prentliti.
08 03 08 Vatnskenndur, fljótandi úrgangur sem inniheldur prentliti.
08 03 12* Úrgangsprentlitir sem innihalda hættuleg efni.
08 03 13 Úrgangsprentlitir, aðrir en tilgreindir eru í 08 03 12.
08 03 14* Prentlitaeðja sem inniheldur hættuleg efni.
08 03 15 Prentlitaeðja, önnur en tilgreind er í 08 03 14.
08 03 16* Úrgangur ætingarlausna.
08 03 17* Úrgangsprentduft sem inniheldur hættuleg efni.
08 03 18 Úrgangsprentduft, annað en tilgreint er í 08 03 17. 08 03 19* Ýrð olía.
08 03 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
08 04 Úrgangur frá framleiðslu, lögun, dreifingu og notkun lím- og þéttiefna (einnig vatnsþéttiefni).
08 04 09* Úrgangslím og -þéttiefni sem í eru lífrænir leysar eða önnur hættuleg efni.
08 04 10 Úrgangslím og -þéttiefni, önnur en tilgreind eru í 08 04 09.
08 04 11* Eðja með lími og þéttiefnum sem í eru lífrænir leysar eða önnur hættuleg efni.
08 04 12 Eðja með lími og þéttiefnum, önnur en tilgreind eru í 08 04 11.
08 04 13* Vatnskennd eðja sem inniheldur lím eða þéttiefni sem í eru lífrænir leysar eða önnur hættuleg efni.
08 04 14 Vatnskennd eðja sem inniheldur lím eða þéttiefni, önnur en tilgreind eru í 08 04 13.
08 04 15* Vatnskenndur, fljótandi úrgangur sem inniheldur lím eða þéttiefni sem í eru lífrænir leysar eða önnur hættuleg efni.
08 04 16 Vatnskenndur, fljótandi úrgangur sem inniheldur lím eða þéttiefni, annar en tilgreindur er í 08 04 15.
08 04 17* Rósínolía.
08 04 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
08 05 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti í 08.
08 05 01* Ísósýanatúrgangur.
09 Úrgangur frá ljósmyndaiðnaði.
09 01 Úrgangur frá ljósmyndaiðnaði.
09 01 01* Vatnsblandaðir framköllunarvökvar og -hvatar.
09 01 02* Vatnsblandaðir framköllunarvökvar fyrir offsetprentplötur.
09 01 03* Framköllunarvökvar sem innihalda leysa.
09 01 04* Festiefnalausnir.
09 01 05* Lausnir og festiefnalausnir til bleikingar.
09 01 06* Úrgangur sem verður til við hreinsun á staðnum á úrgangi frá ljósmyndaiðnaði og inniheldur silfur.
09 01 07 Ljósmyndafilmur og pappír sem í er silfur eða silfursambönd.
09 01 08 Ljósmyndafilmur og pappír án silfurs eða silfursambanda.
09 01 10 Einnota myndavélar án rafhlaðna.
09 01 11* Einnota myndavélar með rafhlöðum sem tilgreindar eru í 16 06 01, 16 06 02 eða 16 06 03.
09 01 12 Einnota myndavélar með rafhlöðum, öðrum en tilgreindar eru í 09 01 11.
09 01 13* Vatnskenndur, fljótandi úrgangur frá endurheimt silfurs á staðnum, annar en tilgreindur er í 09 01 06.
09 01 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
10 Úrgangur frá varmaferlum.
10 01 Úrgangur frá orkuverum og öðrum brennsluverum (nema 19).
10 01 01 Botnaska, gjall og ketilryk (nema ketilryk sem tilgreint er í 10 01 04).
10 01 02 Svifaska frá kolabrennslu.
10 01 03 Svifaska frá móbrennslu og brennslu á ómeðhöndluðum viði.
10 01 04* Svifaska og ketilryk frá olíubrennslu.
10 01 05 Fastur, kalsíumblandaður úrgangur sem verður til við efnahvörf við brennisteinshreinsun útblásturs.
10 01 07 Kalsíumblandaður úrgangur í eðjuformi sem verður til við efnahvörf við brennisteinshreinsun útblásturs.
10 01 09* Brennisteinssýra.
10 01 13* Svifaska frá ýrðum vetniskolefnum sem eru notuð sem eldsneyti.
10 01 14* Botnaska, gjall og ketilryk sem myndast við sambrennslu og í eru hættuleg efni.
10 01 15 Botnaska, gjall og ketilryk frá sambrennslu, annað en tilgreint er í 10 01 14.
10 01 16* Svifaska frá sambrennslu sem í eru hættuleg efni.
10 01 17 Svifaska frá sambrennslu, önnur en tilgreind er í 10 01 16.
10 01 18* Úrgangur frá hreinsun reyks sem í eru hættuleg efni.
10 01 19 Úrgangur frá hreinsun reyks, annar en tilgreindur er í 10 01 05, 10 01 07 og 10 01 18.
10 01 20* Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni.
10 01 21 Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum, önnur en tilgreind er í 10 01 20.
10 01 22* Vatnskennd eðja frá hreinsun hitaketils sem inniheldur hættuleg efni.
10 01 23 Vatnskennd eðja frá hreinsun hitaketils, önnur en tilgreind er í 10 01 22.
10 01 24 Sandur frá svifbeði.
10 01 25 Úrgangur frá geymslu og meðhöndlun eldsneytis í kolakyntum orkuverum.
10 01 26 Úrgangur frá meðhöndlun kælivatns.
10 01 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
10 02 Úrgangur frá járn- og stáliðnaði.
10 02 01 Úrgangur frá gjallvinnslu.
10 02 02 Óunnið gjall.
10 02 07* Fastur úrgangur frá hreinsun reyks sem í eru hættuleg efni.
10 02 08 Fastur úrgangur frá hreinsun reyks, annar en tilgreindur er í 10 02 07.
10 02 10 Eldhúð.
10 02 11* Úrgangur frá meðhöndlun kælivatns sem í er olía.
10 02 12 Úrgangur frá meðhöndlun kælivatns, annar en tilgreindur er í 10 02 11.
10 02 13* Eðja og síukökur frá hreinsun reyks sem í eru hættuleg efni.
10 02 14 Eðja og síukökur frá hreinsun reyks, annað en tilgreint er í 10 02 13.
10 02 15 Önnur eðja og síukökur.
10 02 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
10 03 Úrgangur frá álbræðslu.
10 03 02 Forskautsbrot.
10 03 04* Gjall sem fellur til við fyrstu bræðslu.
10 03 05 Súrálsúrgangur.
10 03 08* Saltgjall úr annarri bræðslu.
10 03 09* Svart gjall úr annarri bræðslu.
10 03 15* Skúm sem er eldfimt eða myndar eldfimt gas í hættulegu magni í snertingu við vatn.
10 03 16 Skúm, annað en tilgreint er í 10 03 15.
10 03 17* Úrgangur, sem inniheldur tjöru, frá framleiðslu forskauta.
10 03 18 Úrgangur sem inniheldur kolefni frá framleiðslu forskauta, annar en tilgreindur er í 10 03 17.
10 03 19* Ryk frá hreinsun reyks sem í eru hættuleg efni.
10 03 20 Ryk frá hreinsun reyks, annað en tilgreint er í 10 03 19.
10 03 21* Aðrar agnir og ryk (einnig ryk frá kúlukvörn) sem í eru hættuleg efni.
10 03 22 Aðrar agnir og ryk (einnig ryk frá kúlukvörn), annað en tilgreint er í 10 03 21.
10 03 23* Fastur úrgangur frá hreinsun reyks sem í eru hættuleg efni.
10 03 24 Fastur úrgangur frá hreinsun reyks, annar en tilgreindur er í 10 03 23.
10 03 25* Eðja og síukökur frá hreinsun reyks sem í eru hættuleg efni.
10 03 26 Eðja og síukökur frá hreinsun reyks, annað en tilgreint er í 10 03 25.
10 03 27* Úrgangur frá meðhöndlun kælivatns sem í er olía.
10 03 28 Úrgangur frá meðhöndlun kælivatns, annar en tilgreindur er í 10 03 27.
10 03 29* Úrgangur frá meðferð saltgjalls og svarts gjalls sem í eru hættuleg efni.
10 03 30 Úrgangur frá meðhöndlun saltgjalls og svarts gjalls, annar en tilgreindur er í 10 03 29.
10 03 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
10 04 Úrgangur frá blýbræðslu.
10 04 01* Gjall úr fyrstu og annarri bræðslu.
10 04 02* Sindur og skúm úr fyrstu og annarri bræðslu.
10 04 03* Kalsíumarsenat.
10 04 04* Ryk frá hreinsun reyks.
10 04 05* Aðrar agnir og ryk.
10 04 06* Fastur úrgangur frá hreinsun reyks.
10 04 07* Eðja og síukökur frá hreinsun reyks.
10 04 09* Úrgangur frá meðhöndlun kælivatns sem í er olía.
10 04 10 Úrgangur frá meðhöndlun kælivatns, annar en tilgreindur er í 10 04 09.
10 04 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
10 05 Úrgangur frá sinkbræðslu.
10 05 01 Gjall úr fyrstu og annarri bræðslu.
10 05 03* Ryk frá hreinsun reyks.
10 05 04 Aðrar agnir og ryk.
10 05 05* Fastur úrgangur frá hreinsun reyks.
10 05 06* Eðja og síukökur frá hreinsun reyks.
10 05 08* Úrgangur frá meðhöndlun kælivatns sem í er olía.
10 05 09 Úrgangur frá meðhöndlun kælivatns, annar en tilgreindur er í 10 05 08.
10 05 10* Sindur og skúm sem er eldfimt eða myndar eldfimt gas í hættulegu magni í snertingu við vatn.
10 05 11 Sindur og skúm, annað en tilgreint er í 10 05 10.
10 05 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
10 06 Úrgangur frá koparbræðslu.
10 06 01 Gjall úr fyrstu og annarri bræðslu.
10 06 02 Sindur og skúm úr fyrstu og annarri bræðslu.
10 06 03* Ryk frá hreinsun reyks.
10 06 04 Aðrar agnir og ryk.
10 06 06* Fastur úrgangur frá hreinsun reyks.
10 06 07* Eðja og síukökur frá hreinsun reyks.
10 06 09* Úrgangur frá meðhöndlun kælivatns sem í er olía.
10 06 10 Úrgangur frá meðhöndlun kælivatns, annar en tilgreindur er í 10 06 09.
10 06 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
10 07 Úrgangur frá silfur-, gull- og platínubræðslu.
10 07 01 Gjall úr fyrstu og annarri bræðslu.
10 07 02 Sindur og skúm úr fyrstu og annarri bræðslu.
10 07 03 Fastur úrgangur frá hreinsun reyks.
10 07 04 Aðrar agnir og ryk.
10 07 05 Eðja og síukökur frá hreinsun reyks.
10 07 07* Úrgangur frá meðhöndlun kælivatns sem í er olía.
10 07 08 Úrgangur frá meðhöndlun kælivatns, annar en tilgreindur er í 10 07 07.
10 07 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
10 08 Úrgangur frá málmbræðslu, annarri en járnbræðslu.
10 08 04 Agnir og ryk.
10 08 08* Saltgjall úr fyrstu og annarri bræðslu.
10 08 09 Annað gjall.
10 08 10* Sindur og skúm sem er eldfimt eða myndar eldfimt gas í hættulegu magni í snertingu við vatn.
10 08 11 Sindur og skúm, annað en tilgreint er í 10 08 10.
10 08 12* Úrgangur, sem inniheldur tjöru, frá framleiðslu forskauta.
10 08 13 Úrgangur sem inniheldur kolefni frá framleiðslu forskauta, annar en tilgreindur er í 10 08 12.
10 08 14 Forskautsbrot.
10 08 15* Ryk frá hreinsun reyks sem í eru hættuleg efni.
10 08 16 Ryk frá hreinsun reyks, annað en tilgreint er í 10 08 15.
10 08 17* Eðja og síukökur frá hreinsun reyks sem í eru hættuleg efni.
10 08 18 Eðja og síukökur frá hreinsun reyks, annað en tilgreint er í 10 08 17.
10 08 19* Úrgangur frá meðhöndlun kælivatns sem í er olía.
10 08 20 Úrgangur frá meðhöndlun kælivatns, annar en tilgreindur er í 10 08 19.
10 08 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
10 09 Úrgangur frá járnsteypu.
10 09 03 Gjall úr ofnum.
10 09 05* Ónotaðir steypukjarnar og -mót sem innihalda hættuleg efni.
10 09 06 Ónotaðir steypukjarnar og -mót, annað en tilgreint er í 10 09 05.
10 09 07* Notaðir steypukjarnar og -mót sem innihalda hættuleg efni.
10 09 08 Notaðir steypukjarnar og -mót, annað en tilgreint er í 10 09 07.
10 09 09* Ryk frá hreinsun reyks sem í eru hættuleg efni.
10 09 10 Ryk frá hreinsun reyks, annað en tilgreint er í 10 09 09.
10 09 11* Aðrar agnir sem innihalda hættuleg efni.
10 09 12 Aðrar agnir en tilgreindar eru í 10 09 11.
10 09 13* Bindiefnaúrgangur sem inniheldur hættuleg efni.
10 09 14 Bindiefnaúrgangur, annar en tilgreindur er í 10 09 13.
10 09 15* Úrgangur sprunguleitarefna sem inniheldur hættuleg efni.
10 09 16 Úrgangur sprunguleitarefna, annar en tilgreindur er í 10 09 15.
10 09 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
10 10 Úrgangur frá málmsteypu, annarri en járnsteypu.
10 10 03 Gjall úr ofnum.
10 10 05* Ónotaðir steypukjarnar og -mót sem innihalda hættuleg efni.
10 10 06 Ónotaðir steypukjarnar og -mót, annað en tilgreint er í 10 10 05.
10 10 07* Notaðir steypukjarnar og -mót sem innihalda hættuleg efni.
10 10 08 Notaðir steypukjarnar og -mót, annað en tilgreint er í 10 10 07.
10 10 09* Ryk frá hreinsun reyks sem í eru hættuleg efni.
10 10 10 Ryk frá hreinsun reyks, annað en tilgreint er í 10 10 09.
10 10 11* Aðrar agnir sem innihalda hættuleg efni.
10 10 12 Aðrar agnir en tilgreindar eru í 10 10 11.
10 10 13* Bindiefnaúrgangur sem inniheldur hættuleg efni.
10 10 14 Bindiefnaúrgangur, annar en tilgreindur er í 10 10 13.
10 10 15* Úrgangur sprunguleitarefna sem inniheldur hættuleg efni.
10 10 16 Úrgangur sprunguleitarefna, annar en tilgreindur er í 10 10 15
10 10 99Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
10 11 Úrgangur frá framleiðslu á gleri og glervörum.
10 11 03 Úrgangur frá glertrefjaefnum.
10 11 05 Agnir og ryk.
10 11 09* Úrgangur frá hráefnisblöndum fyrir hitameðhöndlun sem inniheldur hættuleg efni.
10 11 10 Úrgangur frá hráefnisblöndum fyrir hitameðhöndlun, annar en tilgreindur er í 10 11 09.
10 11 11* Úrgangsgler, salli og duft, sem inniheldur þungmálma (t.d. frá bakskautslömpum).
10 11 12 Úrgangsgler, annað en tilgreint er í 10 11 11.
10 11 13* Eðja sem verður til við glerfægingu og -slípun og inniheldur hættuleg efni.
10 11 14 Eðja sem verður til við glerfægingu og -slípun, önnur en tilgreind er í 10 11 13.
10 11 15* Fastur úrgangur frá hreinsun reyks sem inniheldur hættuleg efni.
10 11 16 Fastur úrgangur frá hreinsun reyks, annar en tilgreindur er í 10 11 15.
10 11 17* Eðja og síukökur frá hreinsun reyks sem í eru hættuleg efni.
10 11 18 Eðja og síukökur frá hreinsun reyks, annað en tilgreint er í 10 11 17.
10 11 19* Fastur úrgangur sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni.
10 11 20 Fastur úrgangur sem verður til við skólphreinsun á staðnum, annar en tilgreindur er í 10 11 19.
10 11 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
10 12 Úrgangur frá framleiðslu á keramíkvörum, múrsteinum, flísum og öðrum byggingarefnum.
10 12 01 Úrgangur frá hráefnisblöndum fyrir hitameðhöndlun.
10 12 03 Agnir og ryk.
10 12 05 Eðja og síukökur frá hreinsun reyks.
10 12 06 Ónýt mót.
10 12 08 Keramík-, múrsteina-, flísa- og annar byggingarefnaúrgangur (eftir hitameðhöndlun).
10 12 09* Fastur úrgangur frá hreinsun reyks sem í eru hættuleg efni.
10 12 10 Fastur úrgangur frá hreinsun reyks, annar en tilgreindur er í 10 12 09.
10 12 11* Úrgangur sem verður til við glerjun og inniheldur þungmálma.
10 12 12 Úrgangur sem verður til við glerjun, annar en tilgreindur er í 10 12 11.
10 12 13 Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum.
10 12 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
10 13 Úrgangur frá framleiðslu á sementi, kalki og gifsi og framleiðsluvörur úr þessum efnum.
10 13 01 Úrgangur frá hráefnisblöndum fyrir hitameðhöndlun.
10 13 04 Úrgangur frá glæðingu og leskjun kalks.
10 13 06 Agnir og ryk (nema 10 13 12 og 10 13 13).
10 13 07 Eðja og síukökur frá hreinsun reyks.
10 13 09* Úrgangur frá framleiðslu asbestsements sem inniheldur asbest.
10 13 10 Úrgangur frá framleiðslu asbestsements, annar en tilgreindur er í 10 13 09.
10 13 11 Úrgangur frá sementblönduðum samsettum efnum, annar en tilgreindur er í 10 13 09 og 10 13 10.
10 13 12* Fastur úrgangur frá hreinsun reyks sem í eru hættuleg efni.
10 13 13 Fastur úrgangur frá hreinsun reyks, annar en tilgreindur er í 10 13 12.
10 13 14 Steypuúrgangur og steypueðja.
10 13 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
10 14 Úrgangur frá líkbrennslu.
10 14 01* Úrgangur frá hreinsun reyks, sem í er kvikasilfur.
11 Úrgangur frá efnafræðilegri yfirborðsmeðferð og húðun málma og annarra efna; vinnsla málma, annarra en járns, úr vatnslausn.
11 01 Úrgangur frá efnafræðilegri yfirborðsmeðferð og húðun málma og annarra efna (t.d. galvanhúðun, sinkhúðun, sýruböðun, ætingu, fosfatmeðferð, alkalífituhreinsun og skauthúðun).
11 01 05* Sýrur úr sýruböðum.
11 01 06* Sýrur sem eru ekki tilgreindar með öðrum hætti.
11 01 07* Basar úr basaböðum.
11 01 08* Eðja frá fosfatmeðferð.
11 01 09* Eðja og síukökur sem innihalda hættuleg efni.
11 01 10Eðja og síukökur, annað en tilgreint er í 11 01 09.
11 01 11* Vatnskenndir skolvökvar sem innihalda hættuleg efni.
11 01 12 Vatnskenndir skolvökvar, aðrir en tilgreindir eru í 11 01 11.
11 01 13* Úrgangur frá fituhreinsun sem inniheldur hættuleg efni.
11 01 14 Úrgangur frá fituhreinsun, annar en tilgreindur er í 11 01 13.
11 01 15* Skolvökvi og eðja frá himnu- eða jónaskiptakerfum sem innihalda hættuleg efni. 11 01 16* Mettuð eða notuð jónaskiptaresín.
11 01 98* Annar úrgangur sem inniheldur hættuleg efni.
11 01 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
11 02 Úrgangur frá vinnslu málma, annarra en járns, úr vatnslausn.
11 02 02* Eðja frá vinnslu sinks úr vatnslausn (einnig jarósít, götít).
11 02 03 Úrgangur frá framleiðslu forskauta fyrir rafgreiningu í vatni.
11 02 05* Úrgangur frá vinnslu kopars úr vatnslausn sem inniheldur hættuleg efni.
11 02 06 Úrgangur frá vinnslu kopars úr vatnslausn, annar en tilgreindur er í 11 02 05.
11 02 07* Annar úrgangur sem inniheldur hættuleg efni.
11 02 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
11 03 Eðja og fastur úrgangur frá herslu.
11 03 01* Úrgangur sem inniheldur sýaníð. 11 03 02* Annar úrgangur.
11 05 Úrgangur frá heitgalvanhúðun.
11 05 01 Harðsink.
11 05 02 Sinkaska.
11 05 03* Fastur úrgangur frá hreinsun reyks.
11 05 04* Notað flúx.
11 05 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
12 Úrgangur frá mótun og eðlisfræðilegri og vélrænni yfirborðsmeðhöndlun málma og plastefna. 12 01 Úrgangur frá mótun og eðlisfræðilegri og vélrænni yfirborðsmeðhöndlun málma og plastefna.
12 01 01 Spænir og svarf úr járni.
12 01 02 Málmduft og agnir úr járni.
12 01 03 Spænir og svarf úr járnlausum málmi.
12 01 04 Málmduft og agnir úr járnlausum málmi.
12 01 05 Spænir og svarf úr plasti.
12 01 06* Snittolía úr jarðolíu sem inniheldur halógen (nema í ýrulausn og lausnum).
12 01 07* Snittolía úr jarðolíu, án halógena (nema í ýrulausn og lausnum).
12 01 08* Snittýrulausnir og lausnir sem innihalda halógen.
12 01 09* Snittýrulausnir og lausnir án halógena.
12 01 10* Snittolía gerð úr tilbúnum efnum.
12 01 12* Notað vax og feiti.
12 01 13 Úrgangur frá málmsuðu.
12 01 14* Eðja sem fellur til við vélavinnslu sem inniheldur hættuleg efni.
12 01 15 Eðja sem fellur til við vélavinnslu, önnur en tilgreind er í 12 01 14.
12 01 16* Úrgangur sem verður til við sandblástur og inniheldur hættuleg efni.
12 01 17 Úrgangur sem verður til við sandblástur, annar en tilgreindur er í 12 01 16.
12 01 18* Málmeðja (frá brýningu, fágun og slípun) sem inniheldur olíu.
12 01 19* Snittolía sem brotnar auðveldlega niður með lífrænum hætti. 12 01 20* Notaðir slípiklossar og slípiefni sem innihalda hættuleg efni.
12 01 21 Notaðir slípiklossar og slípiefni, annað en tilgreint er í 12 01 20.
12 01 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
12 03 Úrgangur frá fituhreinsun með vatni og gufu (nema úrgangur tilgreindur í 11).
12 03 01* Vatnskenndar þvottalausnir.
12 03 02* Úrgangur frá fituhreinsun með gufu.
13 Olíuúrgangur og úrgangur fljótandi eldsneytis (nema olíur til neyslu og olíur tilgreindar í 05, 12 og 19).
13 01 Vökvakerfisolíuúrgangur.
13 01 01* Vökvakerfisolíur sem innihalda PCB.
13 01 04* Klóraðar ýrulausnir.
13 01 05* Óklóraðar ýrulausnir.
13 01 09* Klóraðar vökvakerfisolíur úr jarðolíu.
13 01 10* Óklóraðar vökvakerfisolíur úr jarðolíu.
13 01 11* Vökvakerfisolíur gerðar úr tilbúnum efnum.
13 01 12* Vökvakerfisolíur sem brotna auðveldlega niður með lífrænum hætti.
13 01 13* Aðrar vökvakerfisolíur.
13 02 Vélar-, gír- og smurolíuúrgangur.
13 02 04* Klóraðar vélar-, gír- og smurolíur úr jarðolíu.
13 02 05* Óklóraðar vélar-, gír- og smurolíur úr jarðolíu.
13 02 06* Vélar-, gír- og smurolíur gerðar úr tilbúnum efnum.
13 02 07* Vélar-, gír- og smurolíur sem brotna auðveldlega niður með lífrænum hætti.
13 02 08* Aðrar vélar-, gír- og smurolíur.
13 03 Einangrunar- og varmaflutningsolíuúrgangur.
13 03 01* Einangrunar- og varmaflutningsolíur sem innihalda PCB.
13 03 06* Klóraðar einangrunar- og varmaflutningsolíur úr jarðolíu, aðrar en tilgreindar eru í 13 03 01.
13 03 07* Óklóraðar einangrunar- og varmaflutningsolíur úr jarðolíu.
13 03 08* Einangrunar- og varmaflutningsolíur gerðar úr tilbúnum efnum.
13 03 09* Einangrunar- og varmaflutningsolíur sem brotna auðveldlega niður með lífrænum hætti.
13 03 10* Aðrar einangrunar- eða varmaflutningsolíur.
13 04 Kjalsogsolíur.
13 04 01* Kjalsogsolíur frá skipaumferð á skipgengum vatnaleiðum.
13 04 02* Kjalsogsolíur úr bryggjuholræsum.
13 04 03* Kjalsogsolíur frá annarri skipaumferð.
13 05 Innihald úr olíuskiljum.
13 05 01* Fastur úrgangur úr sandföngum og olíuskiljum.
13 05 02* Eðja úr olíuskiljum.
13 05 03* Eðja úr eðjuskiljum.
13 05 06* Olía úr olíuskiljum.
13 05 07* Olíublandað vatn úr olíuskiljum.
13 05 08* Blandaður úrgangur úr sandföngum og olíuskiljum.
13 07 Úrgangur fljótandi eldsneytis.
13 07 01* Brennsluolía og dísilolía.
13 07 02* Bensín.
13 07 03* Annað eldsneyti (einnig eldsneytisblöndur).
13 08 Olíuúrgangur sem ekki er tilgreindur með öðrum hætti.
13 08 01* Afseltunareðja eða ýrulausnir.
13 08 02* Aðrar ýrulausnir.
13 08 99* Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
14 Úrgangur lífrænna leysa, kælimiðla og drifefna (annar en í 07 og 08).
14 06 Úrgangur lífrænna leysa, kælimiðla og drifefna fyrir froðu- eða úðaefni.
14 06 01* Klórflúorkolefni, vetnisklórflúorkolefni (HCFC), vetnisflúorkolefni (HFC).
14 06 02* Aðrir halógenaðir leysar og leysablöndur.
14 06 03* Aðrir leysar og leysablöndur.
14 06 04* Eðja eða fastur úrgangur sem inniheldur halógenaða leysa.
14 06 05* Eðja eða fastur úrgangur sem inniheldur aðra leysa.
15 Umbúðaúrgangur; íseyg efni, þurrkur, síunarefni og hlífðarfatnaður sem eru ekki tilgreind með öðrum hætti.
15 01 Umbúðir (þ.m.t. flokkaður umbúðaúrgangur frá sveitarfélögum).
15 01 01 Pappírs- og pappaumbúðir.
15 01 02 Plastumbúðir.
15 01 03 Viðarumbúðir.
15 01 04 Málmumbúðir.
15 01 05 Samsettar umbúðir.
15 01 06 Blandaðar umbúðir.
15 01 07 Glerumbúðir.
15 01 09 Textílumbúðir.
15 01 10* Umbúðir sem innihalda leifar hættulegra efna eða eru mengaðar af þeim.
15 01 11* Málmumbúðir sem innihalda hættulegt, fast, gljúpt efni (t.d. asbest), einnig tóm þrýstihylki.
15 02 Íseyg efni, síunarefni, þurrkur og hlífðarfatnaður.
15 02 02* Íseyg efni, síunarefni (einnig olíusíur sem eru ekki tilgreindar með öðrum hætti), þurrkur og hlífðarfatnaður sem menguð eru hættulegum efnum.
15 02 03 Íseyg efni, síunarefni, þurrkur og hlífðarfatnaður, annað en tilgreint er í 15 02 02.
16 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti í skránni.
16 01 Úr sér gengin ökutæki af ýmsum toga (þ.m.t. vélar sem notaðar eru utan vega) og úrgangur frá niðurrifi úr sér genginna ökutækja og viðhaldi ökutækja (nema úrgangur tilgreindur í 13, 14, 16 06 og 16 08).
16 01 03 Úr sér gengnir hjólbarðar.
16 01 04* Úr sér gengin ökutæki.
16 01 06 Úr sér gengin ökutæki, sem innihalda hvorki hættulega vökva né hættulega íhluti.
16 01 07* Olíusíur.
16 01 08* Íhlutir sem innihalda kvikasilfur.
16 01 09* Íhlutir sem innihalda PCB.
16 01 10* Sprengifimir íhlutir (t.d. loftpúðar).
16 01 11* Hemlaklossar sem innihalda asbest.
16 01 12 Hemlaklossar, aðrir en tilgreindir eru í 16 01 11.
16 01 13* Hemlavökvi.
16 01 14* Frostlögur sem inniheldur hættuleg efni.
16 01 15 Frostlögur, annar en tilgreindur er í 16 01 14.
16 01 16 Tankar fyrir fljótandi gas.
16 01 17 Járnríkur málmur.
16 01 18 Járnlaus málmur.
16 01 19 Plast.
16 01 20 Gler.
16 01 21* Hættulegir íhlutir, aðrir en tilgreindir eru í 16 01 07, 16 01 11, 16 01 13 og 16 01 14.
16 01 22 Íhlutir sem eru ekki tilgreindir með öðrum hætti.
16 01 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
16 02 Úrgangur frá raf- og rafeindabúnaði.
16 02 09* Spennubreytar og þéttar sem innihalda PCB.
16 02 10* Aflagður búnaður sem inniheldur eða er mengaður af PCB, annar en tilgreindur er í 16 02 09.
16 02 11* Aflagður búnaður sem inniheldur klórflúorkolefni, vetnisklórflúorkolefni eða vetnisflúorkolefni.
16 02 12* Aflagður búnaður sem inniheldur óbundið asbest.
16 02 13* Aflagður búnaður sem inniheldur hættulega íhluti, annar en tilgreindur er í 16 02 09–16 02 12. Í hættulegum íhlutum úr raf- og rafeindabúnaði geta verið rafgeymar og rafhlöður, sem tilgreind eru í 16 06 og merkt sem hættuleg, rofar sem innihalda kvikasilfur, gler úr myndlömpum og annað virkt gler o.s.frv.
16 02 14 Aflagður búnaður, annar en tilgreindur er í 16 02 09–16 02 13.
16 02 15* Hættulegir íhlutir úr aflögðum búnaði.
16 02 16 Íhlutir úr aflögðum búnaði, aðrir en tilgreindir eru í 16 02 15.
16 03 Vörur úr framleiðslulotum sem ekki standast forskriftir og ónotaðar vörur.
16 03 03* Ólífrænn úrgangur sem inniheldur hættuleg efni.
16 03 04 Ólífrænn úrgangur, annar en tilgreindur er í 16 03 03.
16 03 05* Lífrænn úrgangur sem inniheldur hættuleg efni.
16 03 06 Lífrænn úrgangur, annar en tilgreindur er í 16 03 05.
16 03 07* Kvikasilfursmálmur.
16 04 Sprengiefnaúrgangur.
16 04 01* Skotfæraúrgangur.
16 04 02* Flugeldaúrgangur.
16 04 03* Annar úrgangur úr sprengiefnum.
16 05 Gaskennd efni í þrýstihylkjum og aflögð íðefni.
16 05 04* Gaskennd efni í þrýstihylkjum (þ.m.t. halón) sem innihalda hættuleg efni.
16 05 05 Gaskennd efni í þrýstihylkjum, önnur en tilgreind eru í 16 05 04.
16 05 06* Íðefni sem eru úr hættulegum efnum eða innihalda þau, til nota á rannsóknarstofum, einnig blöndur íðefna til nota á rannsóknarstofum.
16 05 07* Aflögð, ólífræn íðefni sem eru úr hættulegum efnum eða innihalda þau.
16 05 08* Aflögð, lífræn íðefni sem eru úr hættulegum efnum eða innihalda þau.
16 05 09 Aflögð íðefni, önnur en tilgreind eru í 16 05 06, 16 05 07 eða 16 05 08.
16 06 Rafhlöður og rafgeymar.
16 06 01* Blýrafgeymar.
16 06 02* Ni-Cd-rafhlöður.
16 06 03* Rafhlöður sem innihalda kvikasilfur.
16 06 04 Alkalírafhlöður (nema 16 06 03).
16 06 05 Aðrar rafhlöður og rafgeymar.
16 06 06* Raflausnir sem er safnað sérstaklega úr rafhlöðum og rafgeymum.
16 07 Úrgangur frá hreinsun á flutningatönkum, geymslutönkum og tunnum (nema 05 og 13).
16 07 08* Úrgangur sem inniheldur olíu.
16 07 09* Úrgangur sem inniheldur önnur hættuleg efni.
16 07 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
16 08 Notaðir hvatar.
16 08 01 Notaðir hvatar sem innihalda gull, silfur, reníum, ródíum, palladíum, iridíum eða platínu (nema 16 08 07).
16 08 02* Notaðir hvatar sem innihalda hættulega hliðarmálma eða hættuleg efnasambönd hliðarmálma.
16 08 03 Notaðir hvatar sem innihalda hliðarmálma eða efnasambönd hliðarmálma sem eru ekki tilgreindir með öðrum hætti.
16 08 04 Notaðir, fljótandi sundrunarhvatar (nema 16 08 07).
16 08 05* Notaðir hvatar sem innihalda fosfórsýru.
16 08 06* Notaðir vökvar sem notaðir eru sem hvatar.
16 08 07* Notaðir hvatar sem mengaðir eru hættulegum efnum.
16 09 Oxandi efni.
16 09 01* Permanganöt, t.d. kalíumpermanganat.
16 09 02* Krómöt, t.d. kalíumkrómat, kalíum- eða natríumdíkrómat.
16 09 03* Peroxíð, t.d. vetnisperoxíð.
16 09 04* Oxandi efni, sem eru ekki tilgreind með öðrum hætti.
16 10 Vatnskenndur, fljótandi úrgangur sem á að meðhöndla annars staðar.
16 10 01* Vatnskenndur, fljótandi úrgangur sem inniheldur hættuleg efni
16 10 02 Vatnskenndur, fljótandi úrgangur, annar en tilgreindur er í 16 10 01.
16 10 03* Vatnskennt þykkni sem inniheldur hættuleg efni.
16 10 04 Vatnskennt þykkni, annað en tilgreint er í 16 10 03.
16 11 Notaðar fóðringar og eldföst efni.
16 11 01* Fóðringar og eldföst efni, að stofni til úr kolefnum, sem falla til við málmvinnslu og innihalda hættuleg efni.
16 11 02 Fóðringar og eldföst efni, að stofni til úr kolefnum, sem falla til við málmvinnslu, annað en tilgreint er í 16 11 01.
16 11 03* Aðrar fóðringar og eldföst efni sem falla til við málmvinnslu og í eru hættuleg efni.
16 11 04 Aðrar fóðringar og eldföst efni sem falla til við málmvinnslu, annað en tilgreint er í 16 11 03.
16 11 05* Fóðringar og eldföst efni sem falla til við aðra vinnslu en málmvinnslu og innihalda hættuleg efni.
16 11 06 Fóðringar og eldföst efni sem falla til við aðra vinnslu en málmvinnslu, annað en tilgreint er í 16 11 05.
17 Úrgangur frá byggingar- og niðurrifsstarfsemi (þ.m.t. uppgröftur frá menguðum svæðum).
17 01 Steinsteypa, múrsteinar, flísar og keramík.
17 01 01 Steinsteypa.
17 01 02 Múrsteinar.
17 01 03 Flísar og keramík.
17 01 06* Blandaður eða flokkaður úrgangur úr steinsteypu, múrsteinum, flísum og keramík sem í eru hættuleg efni.
17 01 07 Blanda af steinsteypu, múrsteinum, flísum og keramíki, önnur en tilgreind er í 17 01 06.
17 02 Viður, gler og plast.
17 02 01 Viður.
17 02 02 Gler.
17 02 03 Plast.
17 02 04* Gler, plast og viður sem innihalda hættuleg efni eða eru menguð hættulegum efnum.
17 03 Jarðbiksblöndur, koltjara og tjargaðar vörur.
17 03 01* Jarðbiksblöndur sem innihalda koltjöru.
17 03 02 Jarðbiksblöndur, aðrar en tilgreindar eru í 17 03 01.
17 03 03* Koltjara og tjargaðar vörur.
17 04 Málmar (þ.m.t. málmblöndur þeirra).
17 04 01 Kopar, brons, messing.
17 04 02 Ál.
17 04 03 Blý.
17 04 04 Sink.
17 04 05 Járn og stál.
17 04 06 Tin.
17 04 07 Blandaðir málmar.
17 04 09* Málmúrgangur mengaður hættulegum efnum.
17 04 10* Kaplar sem innihalda olíu, koltjöru og önnur hættuleg efni.
17 04 11 Kaplar, aðrir en tilgreindir eru í 17 04 10.
17 05 Jarðvegur (þ.m.t. uppgröftur frá menguðum svæðum), grjót og dýpkunarefni.
17 05 03* Jarðvegur og grjót sem í eru hættuleg efni.
17 05 04 Jarðvegur og grjót, annað en tilgreint er í 17 05 03.
17 05 05* Dýpkunarefni sem í eru hættuleg efni.
17 05 06 Dýpkunarefni, annað en tilgreint er í 17 05 05.
17 05 07* Ballest af járnbrautarteinum sem inniheldur hættuleg efni.
17 05 08 Ballest af járnbrautarteinum, önnur en tilgreind er í 17 05 07.
17 06 Einangrunarefni og byggingarefni sem innihalda asbest.
17 06 01* Einangrunarefni sem innihalda asbest.
17 06 03* Önnur hættuleg einangrunarefni eða einangrunarefni sem innihalda hættuleg efni.
17 06 04 Einangrunarefni, önnur en tilgreind eru í 17 06 01 og 17 06 03.
17 06 05* Byggingarefni sem innihalda asbest.
17 08 Byggingarefni að stofni til úr gifsi.
17 08 01* Byggingarefni, að stofni til úr gifsi, sem eru menguð af hættulegum efnum.
17 08 02 Byggingarefni, að stofni til úr gifsi, önnur en tilgreind eru í 17 08 01.
17 09 Annar byggingar- og niðurrifsúrgangur.
17 09 01* Byggingar- og niðurrifsúrgangur sem inniheldur kvikasilfur.
17 09 02* Byggingar- og niðurrifsúrgangur sem inniheldur PCB (t.d. þéttiefni, gólfefni að stofni til úr resínum, einangrunargler og þéttar sem innihalda PCB).
17 09 03* Annar byggingar- og niðurrifsúrgangur (þ.m.t. blandaður úrgangur) sem inniheldur hættuleg efni.
17 09 04 Blandaður byggingar- og niðurrifsúrgangur, annar en tilgreindur er í 17 09 01, 17 09 02 og 17 09 03.
18 Úrgangur frá heilsuvernd manna eða dýra og/eða viðkomandi rannsóknum (nema úrgangur frá eldhúsum og veitingahúsum sem ekki tengist heilsuvernd).
18 01 Úrgangur frá fæðingarumönnun, greiningu, meðhöndlun eða fyrirbyggjandi aðgerðum í tengslum við sjúkdóma í mönnum.
18 01 01 Beitt og oddhvöss áhöld (nema 18 01 03).
18 01 02 Líkamshlutar og líffæri, einnig blóðpokar og blóðhlutar (nema 18 01 03).
18 01 03* Úrgangur ef söfnun hans og förgun fellur undir sérkröfur með tilliti til smitvarna.
18 01 04 Úrgangur ef söfnun hans og förgun fellur ekki undir sérkröfur með tilliti til smitvarna (t.d. umbúðir, notað gifs, lín, einnota fatnaður, bleiur).
18 01 06* Hættuleg íðefni eða íðefni sem innihalda hættuleg efni.
18 01 07 Önnur íðefni en tilgreind eru í 18 01 06.
18 01 08* Frumudrepandi og frumuhemjandi lyf.
18 01 09 Önnur lyf en tilgreind eru í 18 01 08.
18 01 10* Amalgamúrgangur frá tannhirðu.
18 02 Úrgangur frá rannsóknum, greiningu og meðhöndlun eða fyrirbyggjandi aðgerðum í tengslum við sjúkdóma í dýrum.
18 02 01 Beitt og oddhvöss áhöld (nema 18 02 02).
18 02 02* Úrgangur ef söfnun hans og förgun fellur undir sérkröfur með tilliti til smitvarna.
18 02 03 Úrgangur ef söfnun hans og förgun fellur ekki undir sérkröfur með tilliti til smitvarna.
18 02 05* Hættuleg íðefni eða íðefni sem innihalda hættuleg efni.
18 02 06 Önnur íðefni en tilgreind eru í 18 02 05.
18 02 07* Frumudrepandi og frumuhemjandi lyf.
18 02 08 Önnur lyf en tilgreind eru í 18 02 07.
19 Úrgangur frá sorpmeðhöndlunarstöðvum, skólphreinsistöðvum utan upprunastaðar og vinnslu neysluvatns og vatns til iðnaðarnota.
19 01 Úrgangur frá brennslu eða hitasundrun úrgangs.
19 01 02 Efni sem eru fjarlægð úr botnösku og innihalda járn.
19 01 05* Síukaka frá hreinsun reyks.
19 01 06* Vatnskenndur, fljótandi úrgangur frá hreinsun reyks og annar vatnskenndur, fljótandi úrgangur. 19 01 07* Fastur úrgangur frá hreinsun reyks.
19 01 10* Notuð, virk kol frá hreinsun reyks.
19 01 11* Botnaska og gjall sem í eru hættuleg efni.
19 01 12 Botnaska og gjall, annað en tilgreint er í 19 01 11.
19 01 13* Svifaska sem í eru hættuleg efni.
19 01 14 Svifaska, önnur en tilgreind er í 19 01 13.
19 01 15* Ketilryk sem í eru hættuleg efni.
19 01 16 Ketilryk, annað en tilgreint er í 19 01 15.
19 01 17* Úrgangur frá hitasundrun sem inniheldur hættuleg efni.
19 01 18 Úrgangur frá hitasundrun, annar en tilgreindur er í 19 01 17.
19 01 19 Sandur frá svifbeði.
19 01 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
19 02 Úrgangur frá eðlis- eða efnafræðilegri meðhöndlun úrgangs (þ.m.t. afkrómun, fjarlæging sýaníðs og hlutleysing).
19 02 03 Forblandaður úrgangur sem inniheldur eingöngu hættulausan úrgang.
19 02 04* Forblandaður úrgangur sem inniheldur a.m.k. eina gerð hættulegs úrgangs.
19 02 05* Eðja frá eðlis- eða efnafræðilegri meðhöndlun sem inniheldur hættuleg efni.
19 02 06 Eðja frá eðlis- eða efnafræðilegri meðhöndlun, önnur en tilgreind er í 19 02 05.
19 02 07* Olía og þykkni frá skiljun.
19 02 08* Fljótandi, eldfimur úrgangur sem inniheldur hættuleg efni.
19 02 09* Fastur, eldfimur úrgangur sem inniheldur hættuleg efni.
19 02 10 Eldfimur úrgangur, annar en tilgreindur er í 19 02 08 og 19 02 09.
19 02 11* Annar úrgangur sem inniheldur hættuleg efni.
19 02 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
19 03 Stöðgaður úrgangur og úrgangur sem hefur verið breytt í fast efni.
19 03 04* Úrgangur sem merktur er sem hættulegur, að hluta stöðgaður, annar en 19 03 08.
19 03 05 Stöðgaður úrgangur, annar en tilgreindur er í 19 03 04.
19 03 06* Hættumerktur úrgangur, sem hefur verið breytt í fast efni.
19 03 07 Úrgangur sem hefur verið breytt í fast efni, annar en tilgreindur er í 19 03 06.
19 03 08* Kvikasilfur, að hluta stöðgað.
19 04 Úrgangur ummyndaður í gler og úrgangur frá glermyndun.
19 04 01 Úrgangur ummyndaður í gler.
19 04 02* Svifaska og annar úrgangur frá hreinsun reyks.
19 04 03* Fastur fasi annar en ummyndaður í gler.
19 04 04 Vatnskenndur, fljótandi úrgangur frá herslu á úrgangi ummynduðum í gler.
19 05 Úrgangur frá loftháðri meðhöndlun á föstum úrgangi.
19 05 01 Hluti af heimilisúrgangi og svipuðum úrgangi sem hefur ekki farið til myltingar.
19 05 02 Hluti af dýra- og jurtaúrgangi sem hefur ekki farið til myltingar.
19 05 03 Molta sem ekki stenst forskriftir.
19 05 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
19 06 Úrgangur frá loftfirrtri meðhöndlun á úrgangi.
19 06 03 Vökvi frá loftfirrtri meðhöndlun á heimilisúrgangi.
19 06 04 Melta frá loftfirrtri meðhöndlun á heimilisúrgangi.
19 06 05 Vökvi frá loftfirrtri meðhöndlun á dýra- og jurtaúrgangi.
19 06 06 Melta frá loftfirrtri meðhöndlun á dýra- og jurtaúrgangi.
19 06 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
19 07 Sigvatn frá urðunarstað.
19 07 02* Sigvatn frá urðunarstað sem inniheldur hættuleg efni.
19 07 03 Sigvatn frá urðunarstað, annað en tilgreint er í 19 07 02.
19 08 Úrgangur frá skólphreinsistöðvum sem ekki er tilgreindur með öðrum hætti.
19 08 01 Ristarúrgangur.
19 08 02 Úrgangur úr sandfangi.
19 08 05 Eðja frá meðhöndlun á frárennsli frá þéttbýlisstöðum.
19 08 06* Mettuð eða notuð jónaskiptaresín.
19 08 07* Lausnir og eðja frá endurmyndun jónaskipta.
19 08 08* Úrgangur frá himnukerfum sem inniheldur þungmálma.
19 08 09 Feiti og olíublanda frá olíuskiljun, eingöngu úr matarolíu og –feiti.
19 08 10* Feiti og olíublanda úr olíuskiljun, önnur en tilgreind er í 19 08 09.
19 08 11* Eðja sem inniheldur hættuleg efni frá lífrænni meðhöndlun á iðnaðarskólpi.
19 08 12 Eðja frá lífrænni meðhöndlun á iðnaðarskólpi, önnur en tilgreind er í 19 08 11.
19 08 13* Eðja sem inniheldur hættuleg efni frá annarri meðhöndlun á iðnaðarskólpi.
19 08 14 Eðja frá annarri meðhöndlun á iðnaðarskólpi, önnur en tilgreind er í 19 08 13.
19 08 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
19 09 Úrgangur frá vinnslu neysluvatns og vatns til iðnaðarnota.
19 09 01 Fastur úrgangur frá fyrstu síun og hreinsun á rist.
19 09 02 Eðja frá grugghreinsun vatns.
19 09 03 Eðja frá afkölkun.
19 09 04 Notuð, virk kol.
19 09 05 Mettuð eða notuð jónaskiptaresín.
19 09 06 Lausnir og eðja frá endurmyndun jónaskipta.
19 09 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
19 10 Úrgangur frá tætingu úrgangs sem inniheldur málma.
19 10 01 Járn- og stálúrgangur.
19 10 02 Úrgangur sem inniheldur ekki járn.
19 10 03* Fisléttur hluti og ryk sem inniheldur hættuleg efni.
19 10 04 Fisléttur hluti og ryk, annað en tilgreint er í 19 10 03.
19 10 05* Aðrir hlutar sem innihalda hættuleg efni.
19 10 06 Aðrir hlutar en tilgreindir eru í 19 10 05.
19 11 Úrgangur frá endurmyndun olíu.
19 11 01* Notaður síunarleir.
19 11 02* Súr tjara.
19 11 03* Vatnskenndur, fljótandi úrgangur.
19 11 04* Úrgangur frá hreinsun eldsneytis með bösum.
19 11 05* Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum og inniheldur hættuleg efni.
19 11 06 Eðja sem verður til við skólphreinsun á staðnum, önnur en tilgreind er í 19 11 05. 19 11 07* Úrgangur frá hreinsun reyks.
19 11 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
19 12 Úrgangur frá vélrænni meðhöndlun á sorpi (t.d. flokkun, mölun, þjöppun og böggun) sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
19 12 01 Pappír og pappi.
19 12 02 Járnríkur málmur.
19 12 03 Járnlaus málmur.
19 12 04 Plast og gúmmí.
19 12 05 Gler.
19 12 06* Viður sem inniheldur hættuleg efni.
19 12 07 Viður, annar en tilgreindur er í 19 12 06.
19 12 08 Textílar.
19 12 09 Jarðefni (t.d. sandur, grjót).
19 12 10 Eldfimur úrgangur (eldsneyti unnið úr úrgangi).
19 12 11* Annar úrgangur (þ.m.t. blönduð efni) frá vélrænni meðhöndlun sorps sem inniheldur hættuleg efni.
19 12 12 Annar úrgangur (þ.m.t. blönduð efni) frá vélrænni meðhöndlun sorps, annar en tilgreindur er í 19 12 11.
19 13 Úrgangur frá hreinsun jarðvegs og grunnvatns.
19 13 01* Fastur úrgangur frá hreinsun jarðvegs sem inniheldur hættuleg efni.
19 13 02 Fastur úrgangur frá hreinsun jarðvegs, annar en tilgreindur er í 19 13 01.
19 13 03* Eðja frá hreinsun jarðvegs sem inniheldur hættuleg efni.
19 13 04 Eðja frá hreinsun jarðvegs, önnur en tilgreind er í 19 13 03.
19 13 05* Eðja frá hreinsun grunnvatns sem inniheldur hættuleg efni.
19 13 06 Eðja frá hreinsun grunnvatns, önnur en tilgreind er í 19 13 05.
19 13 07* Vatnskenndur, fljótandi úrgangur og vatnskennt þykkni frá hreinsun grunnvatns, sem innihalda hættuleg efni.
19 13 08 Vatnskenndur, fljótandi úrgangur og vatnskennt þykkni frá hreinsun grunnvatns, annað en tilgreint er í 19 13 07.
20 Heimilisúrgangur (úrgangur frá heimilum og svipaður úrgangur frá verslun, iðnaði og stofnunum), þ.m.t.
flokkaður úrgangur.
20 01 Flokkaður úrgangur (nema úrgangur tilgreindur í 15 01).
20 01 01 Pappír og pappi.
20 01 02 Gler.
20 01 08 Lífbrjótanlegur úrgangur frá eldhúsum og mötuneytum.
20 01 10 Fatnaður.
20 01 11 Textílar.
20 01 13* Leysar.
20 01 14* Sýrur.
20 01 15* Basísk efni.
20 01 17* Íðefni til ljósmyndunar.
20 01 19* Varnarefni.
20 01 21* Flúrlampar og annar úrgangur sem inniheldur kvikasilfur.
20 01 23* Aflagður búnaður sem inniheldur klórflúorkolefni.
20 01 25 Matarolía og -feiti.
20 01 26* Olía og fita, önnur en tilgreind er í 20 01 25.
20 01 27* Málning, blek, lím og resín sem innihalda hættuleg efni.
20 01 28 Málning, blek, lím og resín, annað en tilgreint er í 20 01 27.
20 01 29* Þvotta- og hreinsiefni sem innihalda hættuleg efni.
20 01 30 Önnur þvotta- og hreinsiefni en tilgreind eru í 20 01 29.
20 01 31* Frumudrepandi og frumuhemjandi lyf.
20 01 32 Önnur lyf en tilgreind eru í 20 01 31.
20 01 33* Rafhlöður og rafgeymar sem tilgreind eru í 16 06 01, 16 06 02 eða 16 06 03 og óflokkaðar rafhlöður og rafgeymar þar sem í eru rafhlöður af þessu tagi.
20 01 34 Rafhlöður og rafgeymar, annað en tilgreint er í 20 01 33.
20 01 35* Aflagður raf- og rafeindabúnaður, annar en tilgreindur er í 20 01 21 og 20 01 23 og sem inniheldur hættulega íhluti. Í hættulegum íhlutum úr raf- og rafeindabúnaði geta verið rafgeymar og rafhlöður, sem tilgreind eru í 16 06 og merkt sem hættuleg, rofar sem innihalda kvikasilfur, gler úr myndlömpum og annað virkt gler o.s.frv.
20 01 36 Aflagður raf- og rafeindabúnaður, annar en tilgreindur er í 20 01 21, 20 01 23 og 20 01 35.
20 01 37* Viður sem inniheldur hættuleg efni.
20 01 38 Viður, annar en tilgreindur er í 20 01 37.
20 01 39 Plast.
20 01 40 Málmar.
20 01 41 Úrgangur frá hreinsun skorsteina.
20 01 99 Aðrir hlutar sem eru ekki tilgreindir með öðrum hætti.
20 02 Úrgangur úr skrúð- og almenningsgörðum (þ.m.t. úrgangur úr kirkjugörðum).
20 02 01 Lífbrjótanlegur úrgangur.
20 02 02 Jarðvegur og grjót.
20 02 03 Annar ólífbrjótanlegur úrgangur.
20 03 Annar heimilisúrgangur.
20 03 01 Blandaður heimilisúrgangur.
20 03 02 Úrgangur frá mörkuðum.
20 03 03 Rusl frá gatnahreinsun.
20 03 04 Eðja frá rotþróm.
20 03 06 Úrgangur frá skólphreinsun.
20 03 07 Rúmfrekur úrgangur.
20 03 99 Heimilisúrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti.
Eiginleikar úrgangs sem gera hann hættulegan.
HP 1 „Sprengifimur“: úrgangur sem getur myndað lofttegund með efnahvörfum við slíkt hitastig og þrýsting og með slíkum hraða að valdi spjöllum á umhverfinu. Þar með talið úrgangur úr flugeldum, sprengifimur úrgangur úr lífrænu peroxíði og sprengifimur sjálfhvarfgjarn úrgangur.
Ef úrgangur inniheldur eitt eða fleiri efni sem eru flokkuð með einum af kóðunum fyrir hættuflokk og -undirflokk og kóðunum fyrir hættusetningar, sem eru sýndir í töflu 1, skal meta úrganginn með tilliti til HP 1, þar sem við á og hlutfallslega, samkvæmt prófunaraðferðum. Ef tilvist efnis, blöndu eða hlutar bendir til þess að úrgangurinn sé sprengifimur skal flokka hann sem hættulegan af tegund HP 1.
Tafla 1: Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka og kóði eða kóðar fyrir hættusetningar fyrir efnisþætti úrgangs, fyrir flokkun úrgangs af tegund HP 1 sem hættulegur:
Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka | Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar |
Óstöðvandi sprengifimur | H 200 |
Sprengifimur 1.1 | H 201 |
Sprengifimur 1.2 | H 202 |
Sprengifimur 1.3 | H 203 |
Sprengifimur 1.4 | H 204 |
Sjálfhvarfgjarn A | H 240 |
Lífrænt peroxíð A | |
Sjálfhvarfgjarn B | H 241 |
Lífrænt peroxíð B
HP 2 „Eldmyndandi (oxandi)“: úrgangur sem gæti, yfirleitt með því að bæta við súrefni, valdið eða stuðlað að bruna á öðru efni.
Ef úrgangur inniheldur eitt eða fleiri efni sem eru flokkuð með einum af kóðunum fyrir hættuflokk og -undirflokk og kóðunum fyrir hættusetningar, sem eru sýndir í töflu 2, skal meta úrganginn með tilliti til HP 2, þar sem við á og hlutfallslega, samkvæmt prófunaraðferðum. Ef tilvist efnis bendir til þess að úrgangurinn sé oxandi skal flokka hann sem hættulegan af tegund HP 2.
Tafla 2: Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka og kóði eða kóðar fyrir hættusetningar fyrir flokkun úrgangs sem hættulegur af tegund HP 2:
Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka | Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar |
Eldmyndandi lofttegund 1 | H 270 |
Eldmyndandi vökvi 1 | H 271 |
Eldmyndandi fast efni 1 | |
Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka | Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar |
Eldmyndandi vökvi 2, eldmyndandi vökvi 3 | H 272 |
Eldmyndandi fast efni 2, eldmyndandi fast efni 3
HP 3 „Eldfimt“:
– eldfimur fljótandi úrgangur: fljótandi úrgangur með blossamark undir 60°C eða úrgangsgasolíur, dísilolíur og léttar olíur til upphitunar með blossamark milli > 55°C og ≤ 75°C,
– eldfimur loftkveikjandi fljótandi og fastur úrgangur: fastur eða fljótandi úrgangur sem, jafnvel í litlu magni, er líklegt að kvikni í innan fimm mínútna frá snertingu við andrúmsloft,
– eldfimur úrgangur í föstu formi: úrgangur í föstu formi sem kviknar auðveldlega í eða gæti valdið eða stuðlað að bruna með núningi,
– eldfimur loftkenndur úrgangur: loftkenndur úrgangur sem er eldfimur í snertingu við andrúmsloft við 20°C og staðalþrýstinginn 101,3 kPa,
– vatnshvarfgjarn úrgangur: úrgangur sem gefur frá sér eldfimar lofttegundir í hættulegu magni við snertingu við vatn,
– annar eldfimur úrgangur: úðabrúsar með eldfimum efnum, eldfimur sjálfhitandi úrgangur, eldfim lífræn peroxíð og eldfimur sjálfhvarfgjarn úrgangur.
Ef úrgangur inniheldur eitt eða fleiri efni sem eru flokkuð með einum af eftirfarandi kóðum fyrir hættuflokk og -undirflokk og kóðum fyrir hættusetningar, sem eru sýndir í töflu 3, skal meta úrganginn, þar sem við á og hlutfallslega, samkvæmt prófunaraðferðum. Ef tilvist efnis bendir til þess að úrgangurinn sé eldfimur skal flokka hann sem hættulegan af tegund HP 3.
Tafla 3: Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka og kóði eða kóðar fyrir hættusetningar fyrir efnisþætti úrgangs, fyrir flokkun úrgangs sem hættulegur af tegund HP 3:
Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka | Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar | |||
Eldfim lofttegund 1 | H220 | |||
Eldfim lofttegund 2 | H221 | |||
Úðaefni 1 | H222 | |||
Úðaefni 2 | H223 | |||
Eldfimur vökvi 1 | H224 | |||
Eldfimur vökvi 2 | H225 | |||
Eldfimur vökvi 3 | H226 | |||
Eldfimt fast efni 1 | H228 | |||
Eldfimt fast efni 2 | ||||
Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka | Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar | |||
Sjálfhvarfgjarn CD | H242 | |||
Sjálfhvarfgjarn EF | ||||
Lífræn peroxíð CD | ||||
Lífræn peroxíð EF | ||||
Loftkveikjandi vökvi 1 | H250 | |||
Loftkveikjandi fast efni 1 | ||||
Sjálfhitandi 1 | H251 | |||
Sjálfhitandi 2 | H252 | |||
Vatnshvarfgjarn 1 | H260 | |||
Vatnshvarfgjarn 2 Vatnshvarfgjarn 3 | H261 |
HP 4 „Ertandi – húðerting og augnskaði“: úrgangur sem getur valdið húðertingu eða augnskaða við snertingu.
Ef úrgangur inniheldur eitt eða fleiri efni í styrk yfir þröskuldsgildinu, sem eru flokkuð með einum af eftirfarandi kóðum fyrir hættuflokk og -undirflokk og kóðum fyrir hættusetningar, og ef farið er yfir eða að einu eða fleiri eftirtöldum styrkleikamörkum skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur af tegund HP 4.
Þröskuldsgildið sem taka skal mið af við mat á Húðætandi 1A (H314), Húðertandi 2 (H315), Augnskaði 1 (H318) og Augnertandi 2 (H319) er 1%.
Ef samanlagður styrkur allra efna, sem eru flokkuð sem Húðætandi 1A (H314), er 1% eða hærri skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur samkvæmt HP 4.
Ef samanlagður styrkur allra efna, sem eru flokkuð sem H318, er 10% eða hærri skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur samkvæmt HP 4.
Ef samanlagður styrkur allra efna, sem eru flokkuð sem H315 og H319, er 20% eða hærri skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur samkvæmt HP 4.
Athugið að úrgangur sem inniheldur efni sem eru flokkuð sem H314 (Húðætandi 1A, 1B eða 1C) í magni sem er meira en eða samsvarar 5% verður flokkaður sem hættulegur af tegund HP 8. HP 4 gildir ekki ef úrgangurinn er flokkaður sem HP 8.
HP 5 „Sértæk eiturhrif á marklíffæri (SEM) /eiturhrif við ásvelgingu“: úrgangur sem getur valdið sértækum eiturhrifum á marklíffæri við váhrif í eitt skipti eða endurtekin váhrif, eða getur valdið bráðum eiturhrifum í kjölfar ásvelgingar.
Ef úrgangur inniheldur eitt eða fleiri efni sem eru flokkuð með einum eða fleiri eftirfarandi kóðum fyrir hættuflokk og -undirflokk og kóðum fyrir hættusetningar, sem eru sýndir í töflu 4, og jafngildir eða fer yfir eitt eða fleiri af styrkleikamörkunum í töflu 4, skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur samkvæmt HP 5. Ef efni, sem eru flokkuð sem efni sem hafa sértæk eiturhrif á marklíffæri, eru til staðar í úrgangi þarf tiltekið efni að vera til staðar við eða yfir styrkleikamörkum til að úrgangurinn sé flokkaður sem hættulegur af tegund HP 5.
Ef úrgangur inniheldur eitt eða fleiri efni sem eru flokkuð sem „Eiturhrif við ásvelgingu 1“ og samanlagður styrkur þessara efna er hærri eða jafn styrkleikamörkunum skal einungis flokka úrganginn sem hættulegan af tegund HP 5 ef heildareðlisseigja (við 40°C) fer ekki yfir 20,5 mm²/s.(1)
Tafla 4: Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka og kóði eða kóðar fyrir hættusetningar fyrir efnisþætti úrgangs og samsvarandi styrkleikamörk fyrir flokkun úrgangs sem hættulegur af tegund HP 5.
Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka | Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar | Styrkleikamörk |
SEM-VES 1 | H370 | 1% |
SEM-VES 2 | H371 | 10% |
SEM-VES 3 | H335 | 20% |
SEM-EV 1 | H372 | 1% |
SEM-EV 2 | H373 | 10% |
Eiturhrif við ásvelgingu 1 | H304 | 10% |
HP 6 „Bráð eiturhrif“: úrgangur sem getur valdið bráðum eiturhrifum eftir inngjöf um munn eða áburð á húð eða váhrif við innöndun.
Ef samanlagður styrkur allra efna í úrgangi, sem eru flokkuð með kóða fyrir hættuflokk og undirflokk og hættusetningu fyrir bráð eiturhrif sem er gefin upp í töflu 5, er hærri eða jafn viðmiðunarmörkunum sem eru gefin í þeirri töflu skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur af tegund HP 6. Ef fleira en eitt efni, sem er flokkað sem efni með bráð eiturhrif, er til staðar í úrgangi er einungis gerð krafa um samanlagðan styrk efna sem eru í sama hættuundirflokki.
Taka skal mið af eftirfarandi þröskuldsgildum við mat:
– Fyrir bráð eiturhrif 1, 2 eða 3 (H300, H310, H330, H301, H311, H331): 0,1%, – Fyrir bráð eiturhrif 4 (H302, H312, H332): 1%.
Tafla 5: Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka og kóði eða kóðar fyrir hættusetningar fyrir efnisþætti úrgangs og samsvarandi styrkleikamörk fyrir flokkun úrgangs sem hættulegur af tegund HP 6.
Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka | Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar | Styrkleikamörk |
Bráð eiturhrif 1 (um munn) | H300 | 0,1% |
Bráð eiturhrif 2 (um munn) | H300 | 0,25% |
Bráð eiturhrif 3 (um munn) | H301 | 5% |
Bráð eiturhrif 4 (um munn) | H302 | 25% |
Bráð eiturhrif 1 (um húð) | H310 | 0,25% |
Bráð eiturhrif 2 (um húð) | H310 | 2,5% |
(1) Eðlisseigju skal eingöngu ákvarða fyrir vökva.
Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka | Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar | Styrkleikamörk |
Bráð eiturhrif 3 (um húð) | H311 | 15% |
Bráð eiturhrif 4 (um húð) | H312 | 55% |
Bráð eiturhrif 1 (innöndun) | H330 | 0,1% |
Bráð eiturhrif 2 (innöndun) | H330 | 0,5% |
Bráð eiturhrif 3 (innöndun) | H331 | 3,5% |
Bráð eiturhrif 4 (innöndun) | H332 | 22,5% |
HP 7 „Krabbameinsvaldandi“: úrgangur sem veldur krabbameini eða eykur tíðni þess.
Ef úrgangur inniheldur efni sem er flokkað með einum af eftirfarandi kóðum fyrir hættuflokk og -undirflokk og kóðum fyrir hættusetningar og fer yfir eða jafngildir einu af eftirtöldum styrkleikamörkum, sem eru sýnd í töflu 6, skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur af tegund HP 7. Ef fleira en eitt efni, sem er flokkað sem krabbameinsvaldandi, er til staðar í úrgangi þarf tiltekið efni að vera til staðar við eða yfir styrkleikamörkum til að úrgangurinn sé flokkaður sem hættulegur af tegund HP 7.
Tafla 6: Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka og kóði eða kóðar fyrir hættusetningar fyrir efnisþætti úrgangs og samsvarandi styrkleikamörk fyrir flokkun úrgangs sem hættulegur af tegund HP 7.
Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka | Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar | Styrkleikamörk |
Krabbameinsvaldandi 1A | H350 | 0,1% |
Krabbameinsvaldandi 1B | ||
Krabbameinsvaldandi 2 | H351 | 1,0% |
HP 8 „Ætandi“: úrgangur sem getur valdið húðætingu við snertingu.
Ef úrgangur inniheldur eitt eða fleiri efni sem eru flokkuð sem „Húðætandi 1A, 1B eða 1C (H314)“ og samanlagður styrkleiki þeirra er 5% eða hærri, skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur af tegund HP 8.
Þröskuldsgildið sem taka skal mið af við mat á „Húðætandi 1A, 1B, 1C (H314)“ er 1%.
HP 9 „Smitandi“: úrgangur sem inniheldur lífvænlegar örverur eða eiturefni þeirra sem vitað er eða ætla má að geti valdið sjúkdómum í mönnum eða öðrum lífverum.
Meta skal röðun í flokkinn HP 9 samkvæmt reglunum sem mælt er fyrir um í tilvísunarskjölum eða löggjöf í aðildarríkjunum.
HP 10 „Hefur eiturhrif á æxlun“: úrgangur sem hefur skaðleg áhrif á kynstarfsemi og frjósemi hjá fullorðnum mönnum og konum og eiturhrif á þroskun afkvæma þeirra.
Ef úrgangur inniheldur efni sem er flokkað með einum af eftirfarandi kóðum fyrir hættuflokk og -undirflokk og kóðum fyrir hættusetningar og fer yfir eða jafngildir einu af eftirtöldum styrkleikamörkum, sem eru sýnd í töflu 7, skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur af tegund HP 10. Ef fleira en eitt efni, sem er flokkað sem efni sem hefur eiturhrif á æxlun, er til staðar í úrgangi þarf tiltekið efni að vera til staðar við eða yfir styrkleikamörkum til að úrgangurinn sé flokkaður sem hættulegur af tegund HP 10.
Tafla 7: Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka og kóði eða kóðar fyrir hættusetningar fyrir efnisþætti úrgangs og samsvarandi styrkleikamörk fyrir flokkun úrgangs sem hættulegur af tegund HP 10.
Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka | Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar | Styrkleikamörk |
Eiturhrif á æxlun 1A | H360 | 0,3% |
Eiturhrif á æxlun 1B | ||
Eiturhrif á æxlun 2 | H361 | 3,0% |
HP 11 „Stökkbreytandi“: úrgangur sem getur valdið stökkbreytingu, þ.e. varanlegri breytingu á magni eða uppbyggingu erfðaefnis í frumu.
Ef úrgangur inniheldur efni sem er flokkað með einum af eftirfarandi kóðum fyrir hættuflokk og -undirflokk og kóðum fyrir hættusetningar og fer yfir eða jafngildir einu af eftirtöldum styrkleikamörkum, sem eru sýnd í töflu 8, skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur af tegund HP 11. Ef fleira en eitt efni, sem er flokkað sem stökkbreytandi, er til staðar í úrgangi þarf tiltekið efni að vera til staðar við eða yfir styrkleikamörkum til að úrgangurinn sé flokkaður sem hættulegur af tegund HP 11.
Tafla 8: Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka og kóði eða kóðar fyrir hættusetningar fyrir efnisþætti úrgangs og samsvarandi styrkleikamörk fyrir flokkun úrgangs sem hættulegur af tegund HP 11.
Kóði eða kóðar fyrir hættuflokka og -undirflokka | Kóði eða kóðar fyrir hættusetningar | Styrkleikamörk |
Stökkbreytandi 1A | H340 | 0,1% |
Stökkbreytandi 1B | ||
Stökkbreytandi 2 | H341 | 1,0% |
HP 12 „Losun lofttegundar sem veldur bráðum eiturhrifum“: úrgangur sem losar lofttegundir sem valda bráðum eiturhrifum (Bráð eiturhrif 1, 2 eða 3) í snertingu við vatn eða sýru.
Ef úrgangur inniheldur efni sem hefur verið úthlutað einni af eftirfarandi viðbótarhættusetningum, ESB-H029, ESB-H031 og ESB-H032, skal það flokkað sem hættulegt af tegund HP 12 samkvæmt prófunaraðferðum eða viðmiðunarreglum.
HP 13 „Næmandi“: úrgangur sem inniheldur eitt eða fleiri efni sem vitað er að hafa næmandi áhrif á húð eða öndunarfæri.
Ef úrgangur inniheldur efni, sem er flokkað sem næmandi og er úthlutað einum af hættusetningarkóðunum H317 eða H334 og eitt tiltekið efni er af styrk sem jafngildir eða er yfir 10% styrkleikamörkunum, skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur af tegund HP 13.
HP 14 „Visteitruð efni“: úrgangur sem hefur eða kann að hafa áhættu í för með sér fyrir eitt eða fleiri umhverfissvið, tafarlaust eða síðar.
- | Úrgangur sem inniheldur efni sem er flokkað sem ósoneyðandi og fær hættusetningu H420 í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 (*) og styrkur slíks efnis er jafn eða yfir styrkleikamörkunum 0,1%. |
[c(H420) ≥ 0,1%] | |
- | Úrgangur sem inniheldur eitt eða fleiri efni sem eru flokkuð sem efni sem eru hættuleg fyrir vatnsumhverfi með bráð eiturhrif og fá hættusetningu H400 í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1272/2008 og summa styrks þeirra efna er jöfn eða yfir styrkleikamörkunum 25%. Þröskuldsgildi sem nemur 0,1% skal gilda um slík efni. |
[Σ c (H400) ≥ 25%] | |
- | Úrgangur sem inniheldur eitt eða fleiri efni sem eru flokkuð sem efni sem eru hættuleg fyrir vatnsumhverfi með langvinn eiturhrif í 1., 2. eða 3. undirflokki og fá hættusetningu eða hættusetningar H410, H411 eða H412 í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1272/2008 og summa styrks allra efna sem eru flokkuð sem hættuleg fyrir vatnsumhverfi með langvinn eiturhrif í 1. undirflokki (H410) margfaldað með 100 og bætt við summu styrks allra efna sem eru flokkuð sem hættuleg fyrir vatnsumhverfi með langvinn eiturhrif í 2. undirflokki (H411) margfaldað með 10 og bætt við summu styrks allra efna sem eru flokkuð sem hættuleg fyrir vatnsumhverfi með langvinn eiturhrif í 3. undirflokki (H412) er jöfn eða yfir styrkleikamörkunum 25%. Þröskuldsgildi sem nemur 0,1% gildir um efni sem eru flokkuð sem H410 og þröskuldsgildið 1% gildir um efni sem eru flokkuð sem H411 eða H412. |
[100 × Σc (H410) + 10 × Σc (H411) + Σc (H412) ≥ 25%] | |
- | Úrgangur sem inniheldur eitt eða fleiri efni sem eru flokkuð sem efni sem eru hættuleg fyrir vatnsumhverfi með langvinn eiturhrif í 1., 2., 3. eða 4. undirflokki og fá hættusetningu eða hættusetningar H410, H411, H412 eða H413 í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1272/2008 og summa styrks allra efna sem eru flokkuð sem hættuleg fyrir vatnsumhverfi með langvinn eiturhrif er jöfn eða yfir styrkleikamörkunum 25%. Þröskuldsgildi sem nemur 0,1% gildir um efni sem eru flokkuð sem H410 og þröskuldsgildið 1% gildir um efni sem eru flokkuð sem H411, H412 eða H413. |
[Σ c H410 + Σ c H411 + Σ c H412 + Σ c H413 ≥ 25%] | |
Þar sem: Σ = summa og c = styrkur efnanna. |
____________
(*) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 frá 16. desember 2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, um breytingu og niðurfellingu á tilskipunum 67/548/EBE og 1999/45/EB og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (Stjtíð. ESB L 353, 31.12.2008, bls. 1).
HP 15 „Úrgangur sem getur sýnt hættulegan eiginleika, sem er tilgreindur hér að ofan, sem kemur ekki fram með beinum hætti í upprunalega úrganginum“.
Ef úrgangur inniheldur eitt eða fleiri efni, sem er úthlutað einni af hættusetningunum eða viðbótarhættusetningunum sem eru sýndar í töflu 9, skal úrgangurinn flokkaður sem hættulegur af tegund HP 15 nema úrgangurinn sé í formi sem býr ekki undir neinum kringumstæðum yfir sprengifimum eða hugsanlega sprengifimum eiginleikum.
Tafla 9: Hættusetningar og viðbótarhættusetningar fyrir efnisþætti úrgangs fyrir flokkun úrgangs sem hættulegur af tegund HP 15.
Hættusetning eða -setningar/Viðbótarhættusetning eða -setningar
Hætta á alsprengingu í bruna | H205 |
Sprengifimt sem þurrefni | EUH001 |
Getur myndað sprengifim efnasambönd (peroxíð) | EUH019 |
Sprengifimt við upphitun í lokuðu rými | EUH044 |
Að auki er aðildarríkjum heimilt að lýsa úrgangi sem hættulegum af tegund HP 15 á grundvelli annarra viðeigandi viðmiðana, s.s. mati á sigvatni.
Athugasemd:
Röðun í hættuflokkinn HP 14 er gerð á grundvelli viðmiðanna sem mælt er fyrir um í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008, sbr. reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna.
Prófunaraðferðir:
Aðferðunum, sem nota skal, er lýst í reglugerð ráðsins (EB) nr. 440/2008 (2) og öðrum athugasemdum frá Staðlasamtökum Evrópu sem máli skipta eða öðrum alþjóðlega viðurkenndum prófunaraðferðum og leiðbeiningum.
Förgunaraðgerðir.
D 1 Losun ofan jarðar sem neðan (t.d. urðun).
D 2 Meðhöndlun í jarðvegi (t.d. lífniðurbrot fljótandi úrgangs eða seyru í jarðvegi).
D 3 Dæling djúpt niður í jarðlög (t.d. dæling fljótandi úrgangsefna í borholur, saltstöpla eða náttúrulegar jarðsprungur).
D 4 Losun í yfirborðsvatn (t.d. losun fljótandi úrgangs eða seyru í pytti, tjarnir eða lón).
D 5 Losun á sérhönnuðum urðunarstöðum (t.d. í vatnsþétt, þakin holrými sem eru skilin hvert frá öðru og umhverfinu).
D 6 Losun í vatnshlot, nema í sjó/úthöf.
D 7 Losun í sjó/úthöf, þ.m.t. niðurgröftur á hafsbotni.
D 8 Líffræðileg meðhöndlun, sem ekki er tilgreind annars staðar í þessum viðauka, þar sem til verða efnasambönd eða blöndur sem er fargað með einhverjum þeim aðgerðum sem um getur í liðum D 1 til D 12.
D 9 Eðlis- og efnafræðileg meðhöndlun, sem ekki er tilgreind annars staðar í þessum viðauka, þar sem til verða efnasambönd eða blöndur sem er fargað með einhverjum þeim aðgerðum sem um getur í liðum D 1 til D 12 (t.d. uppgufun, þurrkun, glæðingu). D 10 Brennsla á landi.
D 11 Brennsla á sjó(*).
D 12 Varanleg geymsla (t.d. staðsetning gáma í námu).
D 13 Blöndun áður en gripið er til einhverra þeirra aðgerða sem um getur í liðum D 1 til D 12(**).
(2) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 440/2008 frá 30. maí 2008 þar sem mælt er fyrir um prófunaraðferðir samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)), sbr. reglugerð nr. 496/2013 um prófunaraðferðir samkvæmt reglugerð nr.
750/2008 um skráningu, mat, leyfisveitingar og takmarkanir að því er varðar efni („REACH“).
D 14 Umpökkun fyrir afhendingu til einhverrar af þeim aðgerðum sem um getur í liðum D 1 til D 13.
D 15 Geymsla fram að afhendingu til einhverrar af þeim aðgerðum sem um getur í liðum D 1 til D 14 (að undanskilinni tímabundinni geymslu á framleiðslustað úrgangsins fram að söfnun)(***).
Skýringar:
(*) Þessi starfsemi er bönnuð samkvæmt löggjöf ESB og alþjóðasamningum.
(**) Ef enginn annar D-kóði á við getur þetta náð til undirbúningsstarfs fyrir förgun, þ.m.t. forvinnslu, t.d.
flokkunar, mulnings, þjöppunar, kögglunar, þurrkunar, tætingar, formeðhöndlunar eða aðgreiningar fyrir einhverja af þeim aðgerðum sem tilgreindar eru í liðum D 1 til D 12.
(***) Tímabundin geymsla merkir bráðabirgðageymsla.
Endurnýtingaraðgerðir.
R 1 Notkun aðallega sem eldsneyti eða á annan hátt til orkuframleiðslu(*).
R 2 Endurheimt eða endurmyndun leysa.
R 3 Endurvinnsla eða endurheimt lífrænna efna, sem eru ekki notuð sem leysiefni, (m.a. mylting og aðrar líffræðilegar ummyndunaraðferðir)(**).
R 4 Endurvinnsla eða endurheimt málma og málmsambanda.
R 5 Endurvinnsla eða endurheimt annars ólífræns efniviðar(***).
R 6 Endurmyndun sýru eða basa.
R 7 Endurnýting efnisþátta sem eru notaðir til að draga úr mengun.
R 8 Endurnýting efnisþátta úr hvötum.
R 9 Endurhreinsun olíu eða önnur endurnotkun olíu.
R 10 Meðhöndlun í jarðvegi til hagsbóta fyrir landbúnað eða vistkerfi.
R 11 Notkun leifa sem fást með einhverri þeirri aðgerð sem um getur í liðum R 1 til R 10.
R 12 Skipti á úrgangi með það í huga að hann verði látinn gangast undir einhverja af aðgerðunum sem um getur í liðum R 1 til R 11(****).
R 13 Geymsla á úrgangi áður en kemur til einhverrar af þeim aðgerðum sem um getur í liðum R 1 til R 12 (að undanskilinni tímabundinni geymslu á framleiðslustað úrgangsins fram að söfnun)(*****).
Skýringar:
(*) Þar með teljast brennslustöðvar sem ætlaðar eru til vinnslu á húsasorpi í föstu formi, en einungis ef orkunýtni þeirra er jöfn og/eða meiri en:
– 0,60 hjá stöðvum sem eru í rekstri og fengu starfsleyfi fyrir 1. janúar 2009, – 0,65 hjá stöðvum sem fengu starfsleyfi eftir 31. desember 2008, þar sem notuð er eftirfarandi formúla:
orkunýtni = (Ep – (Ef + Ei))/(0,97 × (Ew + Ef)) þar sem:
Ep er orka sem er framleidd árlega sem varmi eða raforka. Hún er reiknuð með orku í formi raforku, sem margfaldast með 2,6, og í formi varma, sem framleiddur er til notkunar í viðskiptalegum tilgangi og margfaldast með 1,1 (GJ/ári)
Ef er árlegt orkuílag til kerfisins frá eldsneyti sem notað er til framleiðslu á gufu (GJ/ári)
Ew er árleg orka sem er í meðhöndluðum úrgangi, reiknuð út frá nettóvarmagildi úrgangsins (GJ/ári)
Ei er árleg orka sem er flutt inn, þó ekki Ew eða Ef (GJ/ári)
0,97 er stuðull sem svarar til orkutaps vegna botnösku og geislavirkni.
Þessari formúlu skal beitt í samræmi við tilvísunarskjalið um bestu, fáanlegu tækni við brennslu úrgangs.
Gildið fyrir orkunýtniformúluna verður margfaldað með loftlagsleiðréttingarstuðli (CCF) í samræmi við eftirfarandi:
1. Loftlagsleiðréttingarstuðull hjá stöðvum sem eru í rekstri og hafa fengið leyfi í samræmi við gildandi löggjöf fyrir 1. september 2015.
CCF = 1 ef HDD >= 3350
CCF = 1,25 ef HDD <= 2150
CCF = - (0,25/1200) × HDD + 1,698 þegar 2150 < HDD < 3350
2. Loftlagsleiðréttingarstuðull fyrir stöðvar, sem fengu leyfi eftir 31. ágúst 2015, og stöðvar undir 1. lið eftir
31. desember 2029:
CCF = 1 ef HDD >= 3350
CCF = 1,12 ef HDD <= 2150
CCF = - (0,12/1200) × HDD + 1,335 þegar 2150 < HDD < 3350 (Reiknað gildi leiðréttingarstuðuls skal gefið upp með þremur aukastöfum).
Gildi HDD (gráðudagar) skal vera meðaltal árlegra HDD-gilda fyrir staðsetningu brennslustöðvar, reiknað fyrir 20 ár samfellt fyrir árið sem loftslagsleiðréttingarstuðullinn var reiknaður fyrir. Til að reikna út gildi HDD skal beita eftirfarandi aðferð Hagstofu Evrópusambandsins: HDD er jafnt og (18°C - Tm) × d, ef Tm er lægra eða jafnt og 15°C (viðmiðunarmörk, hitun), og er núll ef Tm er yfir 15°C; þar sem Tm er meðalhitinn (Tmin + Tmax / 2) utanhúss á tímabili sem varir í d daga. Útreikningar skulu gerðir daglega (d=1), þar til summan jafngildir einu ári.
(**) Þar með telst gösun og hitasundrun þar sem efnisþættirnir eru notaðir sem íðefni.
(***) Þar með telst hreinsun jarðvegs sem leiðir til endurheimtar jarðvegsins og endurvinnsla á ólífrænum byggingarefnum.
(****) Ef enginn annar R-kóði á við getur þetta náð yfir undirbúningsaðgerðir fyrir endurnýtingu, þ.m.t. forvinnslu á borð við sundurhlutun, flokkun, mölun, þjöppun, kögglun, þurrkun, tætingu, formeðhöndlun, endurpökkun, aðgreiningu, sameiningu eða blöndun áður en kemur til einhverrar af þeim aðgerðum sem um getur í liðum R 1 til R 11.
(*****) Tímabundin geymsla merkir bráðabirgðageymsla.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.