Fara beint í efnið

Prentað þann 18. des. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 1. júlí 2023

887/2021

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 661/2020 um framkvæmd endurhæfingarlífeyris samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.

1. gr.

Ákvæði til bráðabirgða orðast svo:

Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. reglugerðarinnar er heimilt að samþykkja umsóknir um endurhæfingarlífeyri frá einstaklingum sem eiga lögheimili á Íslandi en fullnægja ekki skilyrðinu um þriggja ára búsetu hér á landi.

Ákvæði 1. mgr. gildir um umsóknir sem berast á tímabilinu 1. mars 2020 - 31. desember 2021. Skilyrði er að umsækjandi hafi áður haft samfellda fasta búsetu hér á landi eftir 18 ára aldur í a.m.k. þrjú ár á síðustu tíu árum áður en umsókn er lögð fram.

Ákvæði reglugerðarinnar gilda að öðru leyti um meðferð umsókna samkvæmt þessu ákvæði og skulu öll nauðsynleg gögn og upplýsingar liggja fyrir svo unnt sé að taka ákvörðun um heimild til greiðslna, m.a. um að ekki sé fyrir hendi réttur til greiðslna fyrir sama tímabil vegna óvinnufærni eða endurhæfingar frá því landi sem flutt var frá.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. mgr. 7. gr., sbr. 14. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, og 70. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 13. júlí 2021.

Ásmundur Einar Daðason.

Ágúst Þór Sigurðsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.