Fara beint í efnið

Prentað þann 26. des. 2024

Breytingareglugerð

688/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 661/2020, um framkvæmd endurhæfingarlífeyris samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.

1. gr.

Á eftir orðinu "aðstoð" í 2. gr. reglugerðarinnar kemur: hafa átt lögheimili hér á landi samfellt 12 síðustu mánuði.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "18." í 1. mgr. kemur: 36.
  2. Í stað orðanna "18 mánuði ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi" í 4. mgr. kemur: 24 mánuði enda sé starfsendurhæfing með það að markmiði að auka atvinnuþátttöku enn talin raunhæf að mati framkvæmdaraðila.
  3. Við bætist ný málsgrein sem orðast svo: Þrátt fyrir 4. mgr. er heimilt að framlengja greiðslutímabil skv. 1. mgr. um allt að 24 mánuði þó aukin atvinnuþátttaka sé ekki talin raunhæf að sinni, ef líkur eru á því að hún verði talin raunhæf síðar. Skal þá einkum litið til þess hvort stígandi sé í framvindu endurhæfingar, aldurs umsækjanda og áhugahvatar.

3. gr.

Á eftir orðinu "skv." í 3. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar kemur: IV. kafla A.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. mgr. 7. gr., sbr. 14. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, og 63. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 887/2021 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 661/2020, um framkvæmd endurhæfingarlífeyris samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 29. júní 2023.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Jóna Guðný Eyjólfsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.