Fara beint í efnið

Prentað þann 5. des. 2021

Breytingareglugerð

887/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 630/2005, um innherjaupplýsingar og markaðssvik.

1. gr.

Við lokamálsgrein 10. gr. reglugerðar nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá er Fjármálaeftirlitinu heimilt að skilgreina ákveðna hegðun andstæða viðurkenndri markaðsframkvæmd með tilliti til fjármálastöðugleika og aðstæðna á markaði.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 118. gr. laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007 og öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytinu, 19. september 2008.

F. h. r.
Áslaug Árnadóttir.

Kjartan Gunnarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.