Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 29. maí 2021

782/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 896/2012 um hvaða flugrekendur heyra undir umsjón Íslands í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

1. gr.

Við 1. mgr. 4. gr. bætist nýr stafliður, c-liður, sem orðast svo:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 109/2013 frá 29. janúar 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 748/2009 um skrána yfir umráðendur loftfara sem stunduðu flugstarfsemi sem tilgreind er í I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB, 1. janúar 2006 eða eftir þann dag, þar sem ábyrgðarríki hvers umráðanda loftfars er tilgreint, einnig með tilliti til rýmkunar á kerfi Sambandsins fyrir viðskipti með losunarheimildir þannig að það nái yfir EFTA-löndin innan EES, sem vísað er til í tölulið 21as, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 96/2013, frá 3. maí 2013 sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, 2013/EES/28/58, bls. 475-649.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 4. mgr. 16. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 19. ágúst 2013.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Danfríður Skarphéðinsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.