Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 19. jan. 2022

Brottfallin reglugerð felld brott 29. maí 2021

896/2012

Reglugerð um hvaða flugrekendur heyra undir umsjón Íslands í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

1. gr. Markmið.

Markmið þessarar reglugerðar er að skera úr um hvaða flugrekendur heyra undir umsjón Íslands í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, sbr. 16. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.

2. gr. Skilgreiningar.

Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi orða og orðasambanda sem hér segir:

Umsjónarríki: Ríki sem ber ábyrgð á framkvæmd reglna um viðskiptakerfi ESB gagnvart flugrekanda.

Flugrekandi: Aðili sem rekur loftfar og notar það til að stunda flugstarfsemi sem tilgreind er í II. viðauka laga nr. 70/2012 um loftslagsmál eða, ef aðilinn er óþekktur eða ekki tilgreindur af eiganda loftfars, eigandi loftfarsins.

Losun sem tilheyrir ríki: Losun frá flugstarfsemi sem tilgreind er í II. viðauka laga nr. 70/2012 um loftslagsmál sem rekja má til:

 1. flugs sem felur í sér flugtak frá flugvelli í viðkomandi ríki, eða
 2. flugs sem felur í sér lendingu á flugvelli í viðkomandi ríki þegar flogið er frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins.

3. gr. Umsjónarríki.

Ísland telst umsjónarríki:

 1. flugrekenda sem hafa flugrekstrarleyfi útgefið á Íslandi, og
 2. flugrekenda sem ekki hafa flugrekstrarleyfi útgefið í ríki Evrópska efnahagssvæðisins, ef losun þeirra sem tilheyrir Íslandi er meiri en losun sem tilheyrir nokkru öðru ríki Evrópska efnahagssvæðisins á árinu 2006 eða á fyrsta rekstrarári flugrekenda sem hefja starfsemi eftir árið 2006.

Ef ekkert af losun flugrekanda, sem getið er í b-lið 1. mgr., tilheyrir Íslandi á árunum 2013 og 2014 ber að flytja viðkomandi flugrekanda frá og með árinu 2021 undir umsjón þess ríkis Evrópska efnahagssvæðisins sem stærstur hluti losunar flugrekanda tilheyrði á árunum 2013 og 2014.

Niðurröðun flugrekenda á umsjónarríki á Evrópska efnahagssvæðinu skal vera í samræmi við skrá framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sbr. 4. gr. reglugerðar þessarar. Ef ósamræmi er milli niðurröðunar flugrekenda í skránni og 1. mgr. skal niðurröðun samkvæmt skránni ganga framar. Tilgreining flugrekanda eða skortur á tilgreiningu hans í skránni hefur ekki áhrif á það hvort flugrekandi heyri undir gildissvið laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.

Ef flugrekanda er ekki getið í skránni, sbr. 3. mgr., skal mat á því hvaða ríki losun tilheyrir byggjast á upplýsingum frá Evrópustofnun um öryggi flugleiðsögu (Eurocontrol). Í slíkum tilvikum skal Ísland þó aðeins teljast umsjónarríki flugrekanda að fenginni staðfestingu Umhverfisstofnunar.

4. gr. Innleiðing gerða Evrópusambandsins.

Eftirfarandi reglugerðir skulu öðlast gildi hér á landi:

 1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 748/2009 frá 5. ágúst 2009 um skrána yfir umráðendur loftfara sem stunduðu flugstarfsemi sem tilgreind er í I. viðauka við tilskipun 2003/87/EB 1. janúar 2006 eða eftir þann dag þar sem ábyrgðaraðildarríki hvers umráðanda loftfars er tilgreint, sem vísað er til í tölulið 21as, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 86/2011, frá 1. júlí 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 55 frá 7. október 2011, 2011/EES/55/45, bls. 376-469.
 2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 100/2012 frá 3. febrúar 2012 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 748/2009 um skrána yfir umráðendur loftfara sem stunduðu flugstarfsemi sem tilgreind er í I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB 1. janúar 2006 eða eftir þann dag þar sem ábyrgðaraðildarríki hvers umráðanda loftfars er tilgreint að því er varðar rýmkun kerfis Sambandsins fyrir viðskipti með losunarheimildir þannig að það nái yfir EES-EFTA-lönd, sem vísað er til í tölulið 21as, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 116/2012, frá 15. júní 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 56 frá 4. október 2012, 2012/EES/56/13, bls. 41.
 3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 109/2013 frá 29. janúar 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 748/2009 um skrána yfir umráðendur loftfara sem stunduðu flugstarfsemi sem tilgreind er í I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB, 1. janúar 2006 eða eftir þann dag, þar sem ábyrgðarríki hvers umráðanda loftfars er tilgreint, einnig með tilliti til rýmkunar á kerfi Sambandsins fyrir viðskipti með losunarheimildir þannig að það nái yfir EFTA-löndin innan EES, sem vísað er til í tölulið 21as, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 96/2013, frá 3. maí 2013 sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, 2013/EES/28/58, bls. 475-649.
 4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 815/2013 frá 27. ágúst 2013 um breytingu á reglugerð nr. 748/2009 um skrána yfir umráðendur loftfara sem stunduðu flugstarfsemi sem getið er í viðauka I við tilskipun 2003/87/EB 1. janúar 2006 eða síðar, þar sem ábyrgðarríki hvers umráðanda loftfars er tilgreint að teknu tillit til aðildar Króatíu að Evrópusambandinu sem vísað er til í tölulið 21as, III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 56/2014 frá 8. apríl 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014 - 2014/EES/23/50 bls. 500-687.
 5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 100/2014 frá 5. febrúar 2014 um breytingu á reglugerð nr. 748/2009 um skrána yfir umráðendur loftfara sem stunduðu flugstarfsemi sem getið er í viðauka I við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB frá 1. janúar 2006 eða eftir þann dag þar sem ábyrgðarríki hvers umráðanda loftfars er tilgreint, sem vísað er til í tölulið 21as, III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 56/2014 frá 8. apríl 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014 - 2014/EES/23/53 bls. 770-958.
 6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2015/180 frá 9. febrúar 2015 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 748/2009 um skrána yfir umráðendur loftfara sem stunduðu flugstarfsemi sem getið er í viðauka I við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB frá 1. janúar 2006 eða eftir þann dag þar sem ábyrgðarríki hvers umráðanda loftfars er tilgreint, sem vísað er til í tölulið 21as, III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 169/2015 frá 11. júní 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 46 frá 20. ágúst 2015, bls. 246-435.
 7. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/282 frá 26. febrúar 2016 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 748/2009 um skrána yfir umráðendur loftfara sem stunduðu flugstarfsemi sem getið er í viðauka I við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB frá 1. janúar 2006 eða eftir þann dag þar sem ábyrgðarríki hvers umráðanda loftfars er tilgreint, sem vísað er til í tölulið 21as, III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2016 frá 8. júlí 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 52 frá 22. september 2016, bls. 252-422.
 8. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/294 frá 20. febrúar 2017 um breytingu á reglugerð nr. 748/2009 um skrána yfir umráðendur loftfara sem stunduðu flugstarfsemi sem getið er í viðauka I við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB frá 1. janúar 2006 eða eftir þann dag þar sem ábyrgðarríki hvers umráðanda loftfars er tilgreint, sem vísað er til í tölulið 21as, III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 147/2017 frá 7. júlí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 48/2017 frá 3. ágúst 2017 - 2017/EES/48/37, bls. 610 - 802.
 9. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/336 frá 8. mars 2018 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 748/2009 um skrána yfir umráðendur loftfara sem stunduðu flugstarfsemi sem tilgreind er í I. viðauka við tilskipun 2003/87/EB frá 1. janúar 2006 eða eftir þann dag þar sem ábyrgðarríki hvers umráðanda loftfars er tilgreint, sem vísað er til í tölulið 21as í XX. viðauka við EES-samninginn eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 166/2018 frá 6. júlí 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 49, 8. mars 2018, bls. 399-511.
 10. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/226 frá 6. febrúar 2019 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 748/2009 um skrána yfir umráðendur loftfara sem stunduðu flugstarfsemi sem tilgreind er í I. viðauka við tilskipun 2003/87/EB 1. janúar 2006 eða eftir þann dag þar sem ábyrgðarríki hvers umráðanda loftfars er tilgreint, sem vísað er til í lið 21al í XX. viðauka við EES-samninginn, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 177/2019 frá 14. júní 2019. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti nr. 49, 20. júlí 2019, bls. 298-400.
 11. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/225 frá 6. febrúar 2019 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 748/2009 að því er varðar umráðendur loftfara sem Bretland er tilgreint sem ábyrgðaraðildarríki fyrir, sem vísað er til í lið 21as í XX. viðauka við EES-samninginn, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 43/2019 frá 29. mars 2019. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti nr. 38, 16. maí 2019, bls. 44-142.

Reglugerðin er einnig sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/101/EB frá 19. nóvember 2008 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB þannig að kerfið fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins taki til flugstarfsemi, sem vísað er til í tölulið 21al, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 6/2011, frá 1. apríl 2011.

5. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 4. mgr. 16. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.

Reglugerðin öðlast þegar gildi. Við gildistöku þessarar reglugerðar fellur úr gildi reglugerð nr. 999/2011 um hvaða flugrekendur heyra undir umsjón Íslands í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.