Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 20. jan. 2022

Reglugerð með breytingum síðast breytt 28. sept. 2021

777/2021

Reglugerð um gildistöku á reglugerð (ESB) 2021/953 um ramma um útgáfu, sannprófun og viðurkenningu samvirkandi vottorða um bólusetningu, próf og bata til að auðvelda frjálsa för á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn stendur yfir.

1. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/953 um ramma um útgáfu, sannprófun og viðurkenningu samvirkandi vottorða um bólusetningu, próf og bata til að auðvelda frjálsa för á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn stendur yfir, sbr. fylgiskjal 1, sem tekin var upp í EES-samningin með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2021 frá 30. júní 2021 og talin er upp í 10. tölulið V. viðauka (frelsi launþega til flutninga) og 9. tölulið VIII. viðauka (staðfesturéttur) við EES-samninginn.

2. gr.

Sóttvarnalæknir gefur út eftirfarandi samræmd vottorð í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/953 um ramma um útgáfu, sannprófun og viðurkenningu samvirkandi vottorða um bólusetningu, próf og bata til að auðvelda frjálsa för á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn stendur yfir:

  1. Vottorð sem staðfestir að handhafi þess hafi fengið COVID-19 bóluefni innan Evrópska efnahagssvæðisins eða fengið að öðru leyti bólusetningu í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/953 ("bólusetningarvottorð"),
  2. vottorð um niðurstöðu, tegund og dagsetningu NAAT-prófs eða skyndiprófs sem er að finna í sameiginlegu og uppfærðu skránni yfir skyndipróf vegna COVID-19 sem komið var á fót á grundvelli tilmæla ráðsins 2021/C 24/01 ("prófvottorð"), eða
  3. vottorð sem staðfestir, í kjölfar jákvæðrar niðurstöðu NAAT-prófs sem framkvæmt er af fagfólki í heilbrigðisþjónustu eða starfsfólki sem hæft er til að framkvæma próf, að handhafi þess hafi náð bata eftir sýkingu af völdum SARS-CoV-2 (batavottorð).

3. gr.

Vottorð sem gefið er út á grundvelli 2. gr. skal vera í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/953 um ramma um útgáfu, sannprófun og viðurkenningu samvirkandi vottorða um bólusetningu, próf og bata til að auðvelda frjálsa för á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn stendur yfir.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 13. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Reglugerð þessi fellur úr gildi 1. júlí 2022.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.