Fara beint í efnið
Sýna breytingar
Næsta útgáfa

Prentað þann 20. apríl 2024

Upprunaleg útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 30. júní 2021 – 28. sept. 2021 Sjá núgildandi

777/2021

Reglugerð um gildistöku á reglugerð (ESB) 2021/953 um ramma um útgáfu, sannprófun og viðurkenningu samvirkandi vottorða um bólusetningu, próf og bata til að auðvelda frjálsa för á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn stendur yfir.

1. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/953 um ramma um útgáfu, sannprófun og viðurkenningu samvirkandi vottorða um bólusetningu, próf og bata til að auðvelda frjálsa för á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn stendur yfir, sbr. fylgiskjal 1, sem tekin var upp í EES-samningin með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2021 frá 30. júní 2021 og talin er upp í 10. tölulið V. viðauka (frelsi launþega til flutninga) og 9. tölulið VIII. viðauka (staðfesturéttur) við EES-samninginn.

2. gr.

Sóttvarnalæknir gefur út eftirfarandi samræmd vottorð í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/953 um ramma um útgáfu, sannprófun og viðurkenningu samvirkandi vottorða um bólusetningu, próf og bata til að auðvelda frjálsa för á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn stendur yfir:

  1. Vottorð sem staðfestir að handhafi þess hafi fengið COVID-19 bóluefni innan Evrópska efnahagssvæðisins eða fengið að öðru leyti bólusetningu í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/953 ("bólusetningarvottorð"),
  2. vottorð um niðurstöðu, tegund og dagsetningu NAAT-prófs eða skyndiprófs sem er að finna í sameiginlegu og uppfærðu skránni yfir skyndipróf vegna COVID-19 sem komið var á fót á grundvelli tilmæla ráðsins 2021/C 24/01 ("prófvottorð"), eða
  3. vottorð sem staðfestir að handhafi þess hafi náð bata eftir SARS-CoV-2 sýkingu í kjölfar jákvæðs NAAT-prófs eða hafi staðfestingu á ónæmissvörun við SARS-CoV-2 með sermi- eða mótefnaprófun, ásamt dagsetningu fyrsta jákvæða NAAT-prófsins eða dagsetningu sermifræðilegrar prófunar fyrir mótefnum gegn SARS-CoV-2 ("vottorð um bata").

3. gr.

Vottorð sem gefið er út á grundvelli 2. gr. skal vera í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/953 um ramma um útgáfu, sannprófun og viðurkenningu samvirkandi vottorða um bólusetningu, próf og bata til að auðvelda frjálsa för á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn stendur yfir.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 13. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Reglugerð þessi fellur úr gildi 1. júlí 2022.

Heilbrigðisráðuneytinu, 30. júní 2021.

F. h. r.

Runólfur Birgir Leifsson.

Rögnvaldur G. Gunnarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.