Prentað þann 26. des. 2024
713/2015
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
1. gr.
Við 1. viðauka við reglugerðina bætast töluliðir 8 til 13, sem birtir eru sem fylgiskjal með reglugerð þessari.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 20. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 12. ágúst 2015.
F. h. r.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
8. Textíl-, leður-, timbur- og pappírsiðnaður | A | B | C | ||
8.01 | Verksmiðjur: i. sem framleiða pappírsdeig úr timbri eða svipuðum trefjaefnum, ii. sem framleiða pappír og pappa og geta framleitt meira en 200 tonn á dag. | X | |||
8.02 | Verksmiðjur til framleiðslu á pappír og pappa utan þeirra sem tilgreind eru í flokki A samkvæmt tölulið 8.01. | X | |||
8.03 | Stöðvar þar sem fram fer formeðferð (t.d. þvottur, bleiking, mersivinna) eða litun trefja eða textílefna. | X | |||
8.04 | Stöðvar þar sem fram fer sútun á húðum og skinnum. | X | |||
8.05 | Stöðvar þar sem fram fer vinnsla og framleiðsla á sellulósa. | X | |||
9. Gúmmíiðnaður | A | B | C | ||
9.01 | Framleiðsla og meðferð á vörum úr gúmmílíki. | X | |||
10. Grunnvirki | A | B | C | ||
10.01 | Mannvirkjagerð vegna þróunar iðnaðarsvæðis sem tekur til 50 ha eða stærra svæðis. | X | |||
10.02 | Mannvirkjagerð vegna þróunar iðnaðarsvæðis sem tekur til allt að 50 ha svæðis. | X | |||
10.03 | Mannvirkjagerð vegna þróunar þéttbýlis, þ.m.t. verslunarmiðstöðvar, bílastæðasvæði, íþróttaleikvangar, háskólar, sjúkrahús og aðrar sambærilegar framkvæmdir. | X | |||
10.04 | Bygging samgöngumiðstöðva fyrir margþátta samgöngustarfsemi. | X | |||
10.05 | Flugvellir með 2.100 m langa meginflugbraut eða lengri. | X | |||
10.06 | Flugvellir með styttri en 2.100 m langa meginflugbraut. | X | |||
10.07 | Nýir tveggja akreina vegir með framúrakstursrein og vegir með fjórar akreinar eða fleiri. | X | |||
10.08 | Nýir vegir sem eru 10 km eða lengri. Enduruppbygging vega þar sem samanlögð nýlagning utan eldra vegsvæðis eða breikkun úr tveimur akreinum í fjórar er a.m.k. 10 km að lengd. | X | |||
10.09 | Nýir tveggja akreina vegir styttri en 10 km í þéttbýli. Nýir vegir utan þéttbýlis á verndarsvæðum. Enduruppbygging vega utan þéttbýlis á verndarsvæðum. | X | |||
10.10 | Nýir vegir og endurbygging vega sem ekki eru tilgreindir í tölulið 10.07, 10.08 eða 10.09. | X | |||
10.11 | Hafnir (viðskiptahafnir, skipgengar vatnaleiðir og innhafnir) sem skip stærri en 1.350 tonn geta siglt um. | X | |||
10.12 | Viðlegubryggjur (að undanskildum ferjulægjum) sem tengdar eru við land og eru utan hafna, þar sem skip stærri en 1.350 tonn geta lagst að til losunar og lestunar. | X | |||
10.13 | Hafnir og viðlegubryggjur utan þéttbýlis á verndarsvæðum. | X | |||
10.14 | Aðrar hafnir og viðlegubryggjur en tilgreindar eru í flokki A samkvæmt tölulið 10.12 eða flokki B samkvæmt tölulið 10.13. | X | |||
10.15 | Byggingarframkvæmdir við skipgengar vatnaleiðir og gerð skipaskurða og fráveituskurða. | X | |||
10.16 | Stíflur og önnur mannvirki eða breytingar á árfarvegi til að hemja og/eða miðla vatni þar sem 3 km² lands eða meira fara undir vatn eða rúmtak vatns er meira en 10 milljónir m³. | X | |||
10.17 | Stíflur og önnur mannvirki eða breytingar á árfarvegi til að hemja og/eða miðla vatni á verndarsvæðum, utan þeirra sem tilgreind eru í tölulið 10.16. | X | |||
10.18 | Stíflur og önnur mannvirki eða breytingar á árfarvegi til að hemja og/eða miðla vatni á verndarsvæðum, utan þeirra sem tilgreind eru í tölulið 10.16 og 10.17. | X | |||
10.19 | Lagning járnbrauta um langar vegalengdir. | X | |||
10.20 | Járnbrautir, sporvagnar, lestir í lofti og neðanjarðar, svifbrautir og ámóta brautir af sérstakri gerð sem notaðar eru eingöngu eða aðallega til fólksflutninga. | X | |||
10.21 | Lagning áveitu- eða vatnsstokka um langan veg; loftlínur til flutnings raforku á verndarsvæðum; lagning niðurgrafinna strengja/lagna 10 km eða lengri utan þéttbýlis eða óháð vegalengd á verndarsvæðum. Lagning strengja/lagna í vatni/sjó 10 km eða lengri eða óháð vegalengd á verndarsvæðum. | X | |||
10.22 | Mannvirki til að verjast rofi á strandlengjum á verndarsvæðum, t.d. með stíflugörðum, brimbrjótum, hafnargörðum og öðrum varnarmannvirkjum gegn ágangi sjávar. Landfyllingar þar sem áætluð uppfylling er 5 ha eða stærri. Undanskilið er viðhald og endurbygging framangreindra mannvirkja. | X | |||
10.23 | Mannvirki til að verjast rofi á strandlengjum utan verndarsvæða, t.d. með stíflugörðum, brimbrjótum, hafnargörðum og öðrum varnarmannvirkjum gegn ágangi sjávar. Landfyllingar þar sem áætluð uppfylling er allt að 5 ha. Undanskilið er viðhald og endurbygging framangreindra mannvirkja. | X | |||
10.24 | Vinnsla grunnvatns eða íveita vatns í grunnvatn með 300 l/sek. meðalrennsli eða meira á ári. | X | |||
10.25 | Vinnsla grunnvatns eða íveita vatns í grunnvatn sem ekki fellur undir flokk A, tölulið 10.24. | X | |||
10.26 | Mannvirkjagerð þegar fyrirhugað er að veita meira en 1.000 l/sek. af vatni á milli vatnasviða. Flutningur á drykkjarvatni í leiðslum er undanskilinn. | X | |||
10.27 | Mannvirkjagerð þegar fyrirhugað er að veita vatni á milli vatnasviða sem ekki fellur undir flokk A, tölulið 10.26. Flutningur á drykkjarvatni í leiðslum er undanskilinn. | X | |||
11. Aðrar framkvæmdir | A | B | C | ||
11.01 | Kappaksturs- og reynsluakstursbrautir fyrir vélknúin ökutæki á svæðum sem skilgreind eru sem slík í skipulagi. | X | |||
11.02 | Förgunarstöðvar þar sem spilliefni eru brennd, meðhöndluð með efnum eða urðuð. Aðrar förgunarstöðvar úrgangs sem meðhöndla meira en 500 tonn af úrgangi á ári. | X | |||
11.03 | Förgunarstöðvar þar sem úrgangur er brenndur, meðhöndlaður með efnum eða urðaður og ekki eru tilgreindar í flokki A, tölulið 11.02. | X | |||
11.04 | Skolphreinsivirki frá íbúðarbyggð eða iðnaði, þ.m.t. stöðvum með þaulnýtnum landbúnaði með afkastagetu sem svarar til 50.000 persónueininga eða meira. | X | |||
11.05 | Skolphreinsivirki frá íbúðarbyggð eða iðnaði, þ.m.t. stöðvum með þaulnýtnum landbúnaði með afkastagetu sem svarar til 100 persónueininga eða meira á verndarsvæðum, svæðum á náttúruminjaskrá eða þar sem losað er í viðkvæman viðtaka, að undanskildum þeim er tilgreind eru í flokki A, tölulið 11.04. | X | |||
11.06 | Skolphreinsivirki frá íbúðarbyggð eða iðnaði, þ.m.t. stöðvum með þaulnýtnum landbúnaði utan verndarsvæða, sem ekki eru tilgreind í flokki A, tölulið 11.04, eða flokki B, tölulið 11.05. | X | |||
11.07 | Förgunarstöðvar fyrir seyru á verndarsvæðum. | X | |||
11.08 | Förgunarstöðvar fyrir seyru utan verndarsvæða. | X | |||
11.09 | Geymsla brotajárns, þ.m.t. bílar, sem er að magni 1.500 tonn á ári eða meira. | X | |||
11.10 | Geymsla brotajárns, þ.m.t. bílar, sem er að magni allt að 1.500 tonnum á ári. | X | |||
11.11 | Prófunaraðstaða fyrir vélar, hverfla eða hvarfrými. | X | |||
11.12 | Stöðvar sem framleiða steinefnatrefjar. | X | |||
11.13 | Stöðvar til að endurvinna sprengiefni eða eyða því. | X | |||
11.14 | Förgun sláturúrgangs. | X | |||
11.15 | Endurnýting úrgangs þar sem meðhöndluð eru meira en 500 tonn af úrgangi á ári. | X | |||
11.16 | Varnargarðar til varnar ofanflóðum í þéttbýli. | X | |||
12. Ferðalög og tómstundir | A | B | C | ||
12.01 | Skíðasvæði, skíðalyftur og kláfar og tengdar framkvæmdir á skíðasvæðum á verndarsvæðum og jöklum. | X | |||
12.02 | Skíðasvæði, skíðalyftur og kláfar á skíðasvæðum og tengdar framkvæmdir utan verndarsvæða og jökla. | X | |||
12.03 | Smábátahafnir sem hafa 150 bátalægi eða fleiri. | X | |||
12.04 | Smábátahafnir með allt að 150 bátalægi. | X | |||
12.05 | Þjónustumiðstöðvar fyrir ferðamenn á hálendi og á verndarsvæðum á láglendi utan þéttbýlis, orlofsþorp, hótel og tengdar framkvæmdir utan þéttbýlis. | X | |||
12.06 | Varanleg tjaldsvæði og hjólhýsasvæði sem eru 10 ha eða stærri. | X | |||
12.07 | Varanleg tjaldsvæði og hjólhýsasvæði allt að 10 ha. | X | |||
12.08 | Skemmtigarðar sem ná yfir 2 ha svæði eða meira. | X | |||
12.09 | Skemmtigarðar sem ná yfir allt að 2 ha svæði. | X | |||
12.10 | Golfvellir. | X | |||
13. Breytingar og viðbætur við framkvæmdir | A | B | C | ||
13.01 | Allar breytingar eða viðbætur við framkvæmdir sem tilgreindar eru í flokki A þegar breytingin eða viðbótin sjálf fer yfir þau viðmið sem flokkur A setur. | X | |||
13.02 | Allar breytingar eða viðbætur við framkvæmdir samkvæmt flokki A, aðrar en tilgreindar eru í tölulið 13.01, og flokki B sem hafa þegar verið leyfðar, framkvæmdar eða eru í framkvæmd og kunna að hafa umtalsverð umhverfisáhrif. | X | |||
13.03 | Allar breytingar eða viðbætur við framkvæmdir sem eru í flokki C sem hafa þegar verið leyfðar, framkvæmdar eða eru í framkvæmd og kunna að hafa umtalsverð umhverfisáhrif. | X | |||
13.04 | Framkvæmdir samkvæmt flokki A sem ráðist er í eingöngu eða aðallega til að þróa og prófa nýjar aðferðir eða vörur en eru ekki notaðar lengur en tvö ár. | X |
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.