Prentað þann 22. des. 2024
639/2018
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.
1. gr.
Við 61. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, sem orðast svo:
Hámark dagsekta skv. 61. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir skal vera 500.000 kr. á dag.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 20. júní 2018.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.