Fara beint í efnið

Prentað þann 4. des. 2024

Stofnreglugerð

630/2024

Reglugerð um veitingu hafnarþjónustu og um sameiginlegar reglur um gagnsæi í fjármálum fyrir hafnir.

1. gr. Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirtaldar EES-gerðir með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/352 frá 15. febrúar 2017 um að setja ramma um veitingu hafnarþjónustu og um sameiginlegar reglur um gagnsæi í fjármálum fyrir hafnir, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 128/2019 frá 8. maí 2019. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 49 frá 20. júní 2019, bls. 34.
  2. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/697 frá 25. maí 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) 2017/352 um að heimila hafnarstjórn eða lögbæru yfirvaldi möguleika á sveigjanleika að því er varðar álagningu hafnargrunnvirkjagjalda í tengslum við útbreiðslu COVID-19 faraldursins, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 108/2020 frá 14. júlí 2020. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 51 frá 6. júlí 2023, bls. 26.

2. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um eftirtaldar hafnir: Faxaflóahafnir/Sundahöfn, höfnina á Seyðisfirði, hafnir Fjarðabyggðar/Mjóeyrarhöfn Reyðarfirði, höfnina í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn.

3. gr. Málsmeðferð og viðurlög.

Þeir sem lögmætra hagsmuna hafa að gæta geta beint kvörtun vegna brota á reglugerð þessari til Samgöngustofu.

Um málsmeðferð, ákvarðanir og réttarúrræði Samgöngustofu fer skv. hafnalögum nr. 61/2003, og lögum nr. 119/2012, um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum skv. 28. gr. hafnalaga nr. 61/2003.

4. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. mgr. 9. gr. a og 2. mgr. 30. gr. hafnalaga nr. 61/2003, öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 29. maí 2024.

Svandís Svavarsdóttir.

Aðalsteinn Þorsteinsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.