Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 1. apríl 2025

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 21. apríl 2022 – 17. júní 2022 Sjá núgildandi
Sýnir breytingar gerðar 21. apríl 2022 af rg.nr. 453/2022

581/2021

Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/405 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum, sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 134/2007, frá 26. október 2007, öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/405 frá 24. mars 2021 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/606 frá 14. apríl 2021 um breytingu á I. viðauka, IV. til XIII. viðauka og XVI. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405 að því er varðar færslurnar fyrir Belarús (Hvíta-Rússland) og Breska konungsríkið og hjálendur krúnunnar Guernsey, Mön og Jersey í skránum yfir þriðju lönd, eða svæði þeirra þaðan sem aðflutningur til Sambandsins á tilteknum dýrum og vörum, sem eru ætluð til manneldis, er leyfður.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1327 frá 10. ágúst 2021 um breytingu á II., IX. og XV. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405 að því er varðar skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn nýtt kjöt af villtum staktæðum hófdýrum, lagarafurðir úr lagareldi og skordýr til Sambandsins og um leiðréttingu á XI. viðauka við þá framkvæmdarreglugerð að því er varðar skrá yfir þriðju lönd og svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn froskalappir og snigla til Sambandsins.
  4.  Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/34 frá 22. desember 2021 um breytingu á III., VIII., IX. og XI. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405 að því er varðar skrárnar yfir þriðju lönd eða svæði þeirra þaðan sem heimilt er að flytja tiltekna villta veiðifugla, sem eru ætlaðir til manneldis, sendingar af tilteknum samlokum, skrápdýrum, möttuldýrum og sæsniglum, tilteknar lagarafurðir og froskalappir og snigla inn í Sambandið og um niðurfellingu á ákvörðun 2007/82/EB.

2. gr.

Ofangreindar framkvæmdarreglugerðir framkvæmdastjórnarinnar eru birtar sem fylgiskjal 1 og 2 við reglugerð þessa.

3. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðarinnar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 54/1990, um innflutning dýra, lög nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lög nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lög nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum og lög nr. nr. 71/2008, um fiskeldi. Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995, um matvæli.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995, um matvæli, lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum og lögum nr. nr. 71/2008, um fiskeldi, öll með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi og á sama tíma fellur brott reglugerð nr. 509/2020 með síðari breytingum.

 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2021/405
 frá 24. mars 2021
 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til
 manneldis, til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625
 (Texti sem varðar EES)
 

 FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
 með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins,
 með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 frá 15. mars 2017 um opinbert eftirlit og aðra opinbera
 starfsemi sem miðar að því að tryggja að lögum um matvæli og fóður og reglum um heilbrigði og velferð dýra, plöntuheilbrigði og plöntuverndarvörur sé beitt og um breytingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001, (EB) nr. 396/2005, (EB) nr. 1069/2009, (EB) nr. 1107/2009, (ESB) nr. 1151/2012, (ESB) nr. 652/2014, (ESB) 2016/429 og (ESB) 2016/2031, reglugerðum ráðsins (EB) nr. 1/2005 og (EB) nr. 1099/2009 og tilskipunum ráðsins 98/58/EB, 1999/74/EB, 2007/43/EB, 2008/119/EB
 og 2008/120/EB og um niðurfellingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 854/2004 og (EB) nr. 882/2004,
 tilskipunum ráðsins 89/608/EBE, 89/662/EBE, 90/425/EBE, 91/496/EBE, 96/23/EB, 96/93/EB og 97/78/EB og ákvörðun ráðsins
 92/438/EBE (reglugerð um opinbert eftirlit) (1), einkum 2. mgr. 127. gr.,
 og að teknu tilliti til eftirfarandi:

 1) Í reglugerð (ESB) 2017/625 er mælt fyrir um reglur um opinbert eftirlit og aðra eftirlitsstarfsemi sem lögbær yfirvöld
 aðildarríkjanna inna af hendi til að staðfesta að farið sé að tilskildum ákvæðum í löggjöf Sambandsins, þar með talið m.a. á
 sviði matvælaöryggis á öllum stigum framleiðslu-, vinnslu- og dreifingarferlisins. Einkum er þar kveðið á um að sendingar
 af tilteknum dýrum og vörum skuli einungis koma inn í Sambandið frá þriðja landi eða svæði þess sem er að finna í skránni
 sem framkvæmdastjórnin tekur saman í þeim tilgangi.

 2) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/625 (2) bætir við reglugerð (ESB) 2017/625 að því er varðar
 skilyrði fyrir komu sendinga af tilteknum dýrum og vörum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið frá þriðju löndum
 eða svæðum þeirra til að tryggja að þær uppfylli viðeigandi kröfur, sem komið var á með reglunum sem um getur í a-lið 2.
 mgr. 1. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625 (matvælaöryggi), eða kröfur sem viðurkennt er að séu a.m.k. jafngildar þeim. Þar eru einkum tilgreind dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, sem falla undir þá kröfu að þau komi frá þriðja landi eða svæði þess sem er skráð í samræmi við a-lið 2. mgr. 126. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625.

 3) Í framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/626 (3) er mælt fyrir um skrár yfir þriðju lönd eða svæði
 þeirra sem hafa heimild til að flytja inn dýr og vörur, sem eru tilgreind í 3. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2019/625, til Sambandsins.

 4) Í samræmi við 127. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625 eru einungis þriðju lönd eða svæði þeirra, sem hafa lagt fram viðeigandi
 sönnunargögn og ábyrgðir fyrir því að viðkomandi dýr og vörur uppfylli kröfurnar um matvælaöryggi í löggjöf Sambandsins, á þessum skrám.

 5) Í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 (4) er kveðið á um að stjórnendur matvælafyrirtækja, sem flytja
 inn afurðir úr dýraríkinu frá þriðju löndum eða svæðum þeirra, eigi að tryggja að þriðja landið, sem er sendingarland, sé á
 skrá yfir þriðju lönd þaðan sem innflutningur á slíkum afurðum er leyfður.

 6) Dýr og vörur frá þriðju löndum sem koma inn til Sambandsins eiga, til viðbótar við það að vera í samræmi við löggjöf
 Sambandsins á sviði matvæla og matvælaöryggis, að vera í samræmi við löggjöf Sambandsins á sviði dýraheilbrigðis Í þessu skyni er í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 (5) kveðið á um að aðildarríki eigi einungis að heimila komu tiltekinna sendinga af dýrum, kímefnum og afurðum úr dýraríkinu inn í Sambandið frá þriðju löndum eða yfirráðasvæðum ef þessar vörur koma frá þriðja landi eða yfirráðasvæði sem er skráð í þeim tilgangi.

 7) Í framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 (6) er mælt fyrir um skrár yfir þriðju lönd eða svæði
 þeirra sem hafa heimild, með hliðsjón af dýraheilbrigðiskröfum, til að flytja inn tiltekin dýr og vörur til Sambandsins í samræmi við viðmiðanirnar sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 230. gr. reglugerðar (ESB) 2016/429 og viðkomandi
 dýraheilbrigðiskröfur sem mælt er fyrir um í framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/692 (7).

 8) Með framseldri reglugerð (ESB) 2020/692 eru felldar úr gildi, frá og með 21. apríl 2021, nokkrar gerðir framkvæmdastjórnarinnar þar sem mælt er fyrir um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af tilteknum dýrum, kímefnum og afurðum úr dýraríkinu til Sambandsins. Af þeim skrám ætti að mæla fyrir um þær sem komið var á fót með tilliti til krafna um öryggi matvæla í þessari reglugerð frá og með 21. apríl 2021.

 9) Þriðju lönd eða svæði þeirra, sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af tilteknum dýrum og vörum til Sambandsins, hafa nú þegar lagt fram viðeigandi sönnunargögn og ábyrgðir til að tryggja að dýr og vörur, sem heimilt er að flytja inn í
 Sambandið, uppfylli kröfurnar sem mælt er fyrir um í a- til e-lið 4. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2019/625. Þess vegna
 er ekki nauðsynlegt að gera endurmat á því hvort þessar kröfur eru uppfylltar.

 10) Í f-lið 4. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2019/625 er kveðið á um að tilvist, framkvæmd og miðlun eftirlitsáætlunar vegna efnaleifa sem framkvæmdastjórnin hefur samþykkt, þegar við á, sé forsendan fyrir því að þriðju lönd eða svæði þeirra séu færð á skrána sem um getur í a-lið 2. mgr. 126. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625. Í ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2011/163/ESB (8) er mælt fyrir um skrá yfir þriðju lönd með eftirlitsáætlun vegna efnaleifa sem framkvæmdastjórnin hefur samþykkt.

 11) Tiltekin lönd eru sem stendur á skrá í framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/626 fyrir dýr og vörur sem þau eru ekki á skrá
 fyrir í ákvörðun 2011/163/ESB og af þessum sökum er þeim ekki heimilt að flytja inn þessi dýr eða vörur til Sambandsins.
 Þar eð þessi lönd uppfylla ekki kröfurnar í f-lið 4. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2019/625 ætti ekki að skrá löndin í
 þessa reglugerð.

 12) Að teknu tilliti til fjölmargra breytinga sem eru nauðsynlegar ætti að fella framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/626 úr gildi
 og þessi reglugerð að koma í hennar stað.

 13) Þar eð framseld reglugerð (ESB) 2020/692 og framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/404 gilda frá og með 21. apríl 2021 ætti
 þessi reglugerð einnig að koma til framkvæmda frá og með þeirri dagsetningu.

 14) Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari reglugerð, eru í samræmi við álit fastanefndarinnar um plöntur, dýr, matvæli og fóður.

 SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

 1. gr. Efni og gildissvið 

 Í þessari reglugerð er mælt fyrir um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af tilteknum dýrum og vörum, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins í samræmi við a-lið 2. mgr. 126. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625.

 2. gr. Skilgreiningar 

 Í þessari reglugerð er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
 1) „nýtt kjöt“: nýtt kjöt eins og það er skilgreint í lið 1.10 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004,
 2) „unnar kjötvörur“: unnar kjötvörur eins og þær eru skilgreindar í lið 1.15 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004,
 3) „tamin staktæð hófdýr“: dýr af tegundinni Equus caballus, Equus asinus og kynblendingar þeirra,
 4) „villt staktæð hófdýr“: dýr af undirættkvíslinni Hippotigris,
 5) „sláturmatur“: sláturmatur eins og hann er skilgreindur í lið 1.11 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004,
 6) „kjöt“: kjöt eins og það er skilgreint í lið 1.1 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004,
 7) „hakkað kjöt“: hakkað kjöt eins og það er skilgreint í lið 1.13 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004,
 8) „alifuglar“: alifuglar eins og þeir eru skilgreindir í lið 1.3 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004,
 9) „villt dýr af héraætt“: kanínur og hérar sem menn eru ekki með í haldi,
 10) „villt veiðidýr“: villt veiðidýr eins og þau eru skilgreind í lið 1.5 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004,
 11) „alin veiðidýr“: alin veiðidýr eins og þau eru skilgreind í lið 1.6 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004.
 12) „egg“: egg eins og þau eru skilgreind í lið 5.1 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004,
 13) „eggjaafurðir“: eggjaafurðir eins og þær eru skilgreindar í lið 7.3 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004,
 14) „kjötafurðir“: kjötafurðir eins og þær eru skilgreindar í lið 7.1 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004,
 15) „meðhöndlaðir magar, þvagblöðrur og þarmar“: meðhöndlaðir magar, þvagblöðrur og þarmar eins og þau eru skilgreind í lið 7.9 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004,
 16) „garnir“: garnir eins og þær eru skilgreindar í 45 lið annarrar málsgreinar 2. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2020/692,
 17) „brædd dýrafita“: brædd dýrafita eins og hún er skilgreind í lið 7.5 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004,
 18) „hamsar“: hamsar eins og þeir eru skilgreindir í lið 7.6 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004,
 19) „samlokur“: samlokur eins og þær eru skilgreindar í lið 2.1 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004,
 20) „lagarafurðir“: lagarafurðir eins og þær eru skilgreindar í lið 3.1 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004,
 21) „hrámjólk“: hrámjólk eins og hún er skilgreind í lið 4.1 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004,
 22) „mjólkurafurðir: mjólkurafurðir eins og þær eru skilgreindar í lið 7.2 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004,
 23) „broddur“: broddur eins og hann er skilgreindur í 1. lið IX. þáttar III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004,
 24) „afurð, að stofni til úr broddi“: afurð, að stofni til úr broddi, eins og hún er skilgreind í 2. lið IX. þáttar III. viðauka við
 reglugerð (EB) nr. 853/2004,
 25) „froskalappir“: froskalappir eins og þær eru skilgreindar í lið 6.1 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004 og allar aðrar
 froskalappir af ættkvíslinni Pelophylax af ættinni Ranidae og ættkvíslunum Limnonectes, Fejervarya og Hoplobatrachus af
 ættinni Dicroglossidae,
 26) „sniglar“: sniglar eins og þeir eru skilgreindir í lið 6.2 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004 og allir aðrir sniglar af
 ættinni Helicidae, Hygromiidae eða Sphincterochilidae,
 27) „gelatín“: gelatín eins og það er skilgreint í lið 7.7 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004,
 28) „kollagen“: kollagen eins og það er skilgreint í lið 7.8 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004,
 29) „hunang“: hunang eins og það er skilgreint í 1. lið IX. hluta II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr.
 1308/2013 (9),
 30) „býræktarafurðir“: býræktarafurðir eins og þær eru skilgreindar í 2. lið IX. hluta II. viðauka við reglugerð (ESB) nr.
 1308/2013,
 31) „skriðdýrakjöt“: skriðdýrakjöt eins og það er skilgreint í 16. lið 2. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2019/625,
 32) „skordýr“: skordýr eins og þau eru skilgreind í 17. lið 2. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2019/625,
 33) „dagsgamlir ungar“: dagsgamlir ungar eins og þeir eru skilgreindir í 19. lið 2. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2020/692,
 34) „útungunaregg“: útungunaregg eins og þau eru skilgreind í 44. lið 4. gr. reglugerðar (ESB) 2016/429,
 35) „alifuglar til undaneldis“: alifuglar til undaneldis eins og þeir eru skilgreindir í 17. lið 2. gr. framseldrar reglugerðar (ESB)
 2020/692,
 36) „alifuglar til framleiðslu“: alifuglar til framleiðslu eins og þeir eru skilgreindir í 18. lið 2. gr. framseldrar reglugerðar (ESB)
 2020/692,
 37) „dýr sem eru ætluð til slátrunar“: dýr sem eru ætluð til slátrunar eins og þau eru skilgreind í 13. lið 2. gr. framseldrar
 reglugerðar (ESB) 2020/692.

 3. gr. Skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af nýju kjöti og unnum kjötvörum úr hóf- og klaufdýrum, öðrum en staktæðum hófdýrum, til Sambandsins 

 Koma sendinga af nýju kjöti og unnum kjötvörum úr hóf- og klaufdýrum, öðrum en staktæðum hófdýrum, sem eru ætluð til
 manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum eða svæðum þeirra sem hafa heimild til
 innflutnings til Sambandsins í samræmi við XIII. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/404 og eru skráð í ákvörðun
 2011/163/ESB.

 4. gr. Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af nýju kjöti, að undanskildu hökkuðu kjöti, og unnar kjötvörur úr tömdum staktæðum hófdýrum til Sambandsins 

 Koma sendinga af nýju kjöti, að undanskildu hökkuðu kjöti, og unnum kjötvörum úr tömdum staktæðum hófdýrum, sem eru
 ætluð til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum sem eru skráð í I. viðauka.

 5. gr. Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af nýju kjöti, að undanskildum sláturmat og hökkuðu kjöti, og unnar kjötvörur úr villtum staktæðum hófdýrum til Sambandsins 

 Koma sendinga af nýju kjöti, að undanskildum sláturmat og hökkuðu kjöti, og unnum kjötvörum úr villtum staktæðum hófdýrum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum sem eru skráð í II. viðauka.

 6. gr. Skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af nýju kjöti af alifuglum, strútfuglum og villtum veiðifuglum og unnar kjötvörur úr alifuglum til Sambandsins 

 Koma sendinga af nýju kjöti af alifuglum, strútfuglum og villtum veiðifuglum og unnum kjötvörum úr alifuglum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum eða svæðum þeirra sem hafa heimild til innflutnings til Sambandsins í samræmi við XIV. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/404 og eru skráð í ákvörðun 2011/163/ESB.
 Koma sendinga af nýju kjöti, sem er ætlað til manneldis, af villtum veiðifuglum sem hafa ekki verið reyttir og ekki tekið innan
 úr þeim og koma frá þriðju löndum sem eru skráð í III. viðauka, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær eru fluttar með
 flugvél.

 7. gr. Skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af eggjum og eggjaafurðum til Sambandsins 

 Koma sendinga af eggjum og eggjaafurðum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum eða svæðum þeirra sem hafa heimild til innflutnings til Sambandsins í samræmi við XIX. viðauka við
 framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/404 og eru skráð í ákvörðun 2011/163/ESB að því er varðar „egg“.
 Koma sendinga af eggjum, sem ætlunin er að setja á markað sem egg í A-flokki í samræmi við 2. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 589/2008 (10), inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum sem eru skráð í IV. viðauka sem þýðir að þau uppfylla kröfurnar um varnir gegn salmonellu í samræmi við 6. mgr. 10. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2160/2003 (11).

 8. gr. Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af nýju kjöti af alikanínum og nýju kjöti af villtum dýrum af héraætt án sláturmatar, að undanskildum dýrum sem ekki er búið að flá og taka innan úr, til Sambandsins 

 Koma sendinga af nýju kjöti af alikanínum og nýju kjöti af villtum dýrum af héraætt án sláturmatar, að undanskildum villtum
 dýrum af héraætt sem ekki er búið að flá og taka innan úr, sem er ætlað til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum sem eru skráð í V. viðauka.

 9. gr. Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af nýju kjöti af villtum landspendýrum, öðrum en hóf- og klaufdýrum og dýrum af héraætt, án sláturmatar, til Sambandsins 

 Koma sendinga af nýju kjöti af villtum landspendýrum, öðrum en hóf- og klaufdýrum og dýrum af héraætt, án sláturmatar, sem er ætlað til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum sem eru skráð í VI. viðauka.

 10. gr. Skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af kjötafurðum, þ.m.t. brædd dýrafita, hamsar, kjötkraftur og meðhöndlaðir magar, þvagblöðrur og þarmar, að undanskildum görnum, til Sambandsins 

 Koma sendinga af kjötafurðum, þ.m.t. brædd dýrafita, hamsar, kjötkraftur og meðhöndlaðir magar, þvagblöðrur og þarmar, að undanskildum görnum, úr dýrum af héraætt, staktæðum hófdýrum og villtum landspendýrum, öðrum en hóf- og klaufdýrum og dýrum af héraætt, sem eru ætlaðar til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum sem eru skráð í VII. viðauka.
 Koma sendinga af kjötafurðum, þ.m.t. brædd dýrafita, hamsar, kjötkraftur og meðhöndlaðir magar, þvagblöðrur og þarmar, að undanskildum görnum, úr öðrum dýrategundum en þeim sem um getur í fyrstu málsgrein, sem eru ætlaðar til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum eða svæðum þeirra sem hafa heimild til innflutnings til Sambandsins í samræmi við XV. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/404 og eru skráð í ákvörðun 2011/163/ESB.

 11. gr. Skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af görnum til Sambandsins 

 Koma sendinga af görnum, sem eru ætlaðar til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum eða svæðum þeirra sem hafa heimild til innflutnings til Sambandsins í samræmi við XVI. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/404 og eru skráð í ákvörðun 2011/163/ESB að því er varðar „garnir“.

 12. gr. Skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af lifandi, kældum, frystum eða unnum samlokum, skrápdýrum, möttuldýrum og sæsniglum til Sambandsins 

 Koma sendinga af lifandi, kældum, frystum eða unnum samlokum, skrápdýrum, möttuldýrum og sæsniglum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum eða svæðum þeirra sem eru skráð í VIII. viðauka. Þó skal einnig heimila innflutning á dráttarvöðvum, sem eru ætlaðir til manneldis, sem eru algjörlega aðskildir frá innyflum og kynkirtlum, úr diskum, sem ekki eru lagareldisdýr, inn í Sambandið frá þriðju löndum sem ekki koma fram í þeirri skrá.

 13. gr. Skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af tilteknum lagarafurðum til Sambandsins 

 Koma sendinga af lagarafurðum, sem eru ætlaðar til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju
 löndum eða svæðum þeirra sem eru skráð í IX. viðauka. Þetta gildir ekki um sendingar af dýrum og vörum sem falla undir 12.
 gr.

 14. gr. Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af hrámjólk, broddi, afurðum, að stofni til úr broddi, og mjólkurafurðum úr staktæðum hófdýrum til Sambandsins 

 Koma sendinga af hrámjólk, broddi, afurðum, að stofni til úr broddi, og mjólkurafurðum úr staktæðum hófdýrum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum sem eru skráð í X. viðauka.

 15. gr. Skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af hrámjólk, broddi, afurðum, að stofni til úr broddi, og mjólkurafurðum, sem ekki er gerð krafa um að fái sérstaka meðhöndlun til að draga úr áhættu vegna gin- og klaufaveiki, til Sambandsins 

 Koma sendinga af hrámjólk, broddi, afurðum, að stofni til úr broddi, og mjólkurafurðum, sem ekki er gerð krafa um að fái sérstaka meðhöndlun til að draga úr áhættu vegna gin- og klaufaveiki og eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum eða svæðum þeirra sem hafa heimild til innflutnings til Sambandsins í samræmi við XVII. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/404 og eru skráð í ákvörðun 2011/163/ESB að því er varðar „mjólk“.

 16. gr. Skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af mjólkurafurðum, sem gerð er krafa um að fái sérstaka meðhöndlun til að draga úr áhættu vegna gin- og klaufaveiki, til Sambandsins 

 Koma sendinga af mjólkurafurðum, sem gerð er krafa um að fái sérstaka meðhöndlun til að draga úr áhættu vegna gin- og
 klaufaveiki og eru ætlaðar til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum eða svæðum þeirra sem hafa heimild til innflutnings til Sambandsins í samræmi við XVIII. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/404 og eru skráð í ákvörðun 2011/163/ESB að því er varðar „mjólk“.

 17. gr. Skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af froskalöppum og sniglum til Sambandsins 

 Koma sendinga af froskalöppum og sniglum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum eða svæðum þeirra sem eru skráð í XI. viðauka.

 18. gr. Skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af gelatíni og kollageni til Sambandsins 

 1. Koma sendinga af gelatíni og kollageni úr nautgripum, sauðfé, geitum, svínum og staktæðum hófdýrum, sem eru ætluð til
 manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum eða svæðum þeirra sem eru skráð í XII. viðauka.
 2. Koma sendinga af gelatíni og kollageni úr alifuglum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef
 þær koma frá þriðju löndum sem eru skráð í XIII. viðauka.
 3. Koma sendinga af gelatíni og kollageni úr lagarafurðum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð
 ef þær koma frá þriðju löndum eða svæðum þeirra sem eru skráð í IX. viðauka.
 4. Koma sendinga af gelatíni og kollageni úr dýrum af héraætt, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið skal einungis
 leyfð ef þær koma frá þriðju löndum sem eru skráð í V. viðauka.
 5. Koma sendinga af gelatíni og kollageni úr villtum landspendýrum, öðrum en hóf- og klaufdýrum og dýrum af héraætt, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum sem eru skráð í VI. viðauka.

 19. gr. Skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af hráefni til framleiðslu á gelatíni og kollageni til Sambandsins 

 1. Koma sendinga af hráefnum til framleiðslu á gelatíni og kollageni úr nautgripum, sauðfé, geitum og svínum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum eða svæðum þeirra sem hafa heimild til innflutnings til Sambandsins á sendingum af nýju kjöti af viðkomandi hóf-og klaufdýrum í samræmi við XIII. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/404.
 2. Koma sendinga af hráefnum til framleiðslu á gelatíni og kollageni úr staktæðum hófdýrum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum sem eru skráð í I. viðauka að því er varðar tamin staktæð hófdýr eða í II. viðauka að því er varðar villt staktæð hófdýr.
 3. Koma sendinga af hráefnum til framleiðslu á gelatíni og kollageni úr alifuglum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum eða svæðum þeirra sem hafa heimild til innflutnings til Sambandsins á sendingum af nýju kjöti af viðkomandi dýrategundum í samræmi við XIV. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/404.
 4. Koma sendinga af hráefnum til framleiðslu á gelatíni og kollageni úr lagarafurðum, sem eru ætluð til manneldis, inn í
 Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum eða svæðum þeirra sem eru skráð í IX. viðauka.
 5. Koma sendinga af hráefnum til framleiðslu á gelatíni og kollageni úr dýrum af héraætt, sem eru ætluð til manneldis, inn í
 Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum sem eru skráð í V. viðauka.
 6. Koma sendinga af hráefnum til framleiðslu á gelatíni og kollageni úr villtum landspendýrum, öðrum en hóf- og klaufdýrum og dýrum af héraætt, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum sem eru skráð í VI. viðauka.

 20. gr. Skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af meðhöndluðu hráefni til framleiðslu á gelatíni og kollageni til Sambandsins 

 1. Koma sendinga af meðhöndluðum hráefnum, til framleiðslu á gelatíni og kollageni, úr nautgripum, sauðfé, geitum, svínum
 og staktæðum hófdýrum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum eða svæðum þeirra sem eru skráð í XII. viðauka.
 2. Koma sendinga af meðhöndluðum hráefnum, til framleiðslu á gelatíni og kollageni, úr alifuglum, sem eru ætluð til
 manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum sem eru skráð í XIII. viðauka.
 3. Koma sendinga af meðhöndluðum hráefnum, til framleiðslu á gelatíni og kollageni, úr lagarafurðum, sem eru ætluð til
 manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum eða svæðum þeirra sem eru skráð í IX. viðauka.
 4. Koma sendinga af meðhöndluðum hráefnum, til framleiðslu á gelatíni og kollageni, úr dýrum af héraætt, sem eru ætluð til
 manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum sem eru skráð í V. viðauka.
 5. Koma sendinga af meðhöndluðum hráefnum, til framleiðslu á gelatíni og kollageni, úr villtum landspendýrum, öðrum en
 hóf- og klaufdýrum og dýrum af héraætt, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum sem eru skráð í VI. viðauka.
 6. Koma sendinga af meðhöndluðum hráefnum til framleiðslu á gelatíni og kollageni, sem um getur í iii. lið b-liðar 4. liðar I.
 kafla XIV. þáttar III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 853/2004, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum eða svæðum þeirra sem hafa heimild til innflutnings á sendingum af meðhöndluðum hráefnum úr þessum vörum til Sambandsins í samræmi við 19. gr. þessarar reglugerðar.

 21. gr. Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af hunangi og öðrum býræktarafurðum til Sambandsins 

 Koma sendinga af hunangi og öðrum býræktarafurðum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum sem eru skráð í ákvörðun 2011/163/ESB að því er varðar „hunang“.

 22. gr. Skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af tilteknum, mikið unnum afurðum til Sambandsins 

 Koma sendinga af mikið unnu kondróítínsúlfati, mikið unninni hýalúrónsýru, mikið unnum öðrum vatnsrofnum brjóskafurðum, mikið unnu kítósani, mikið unnu glúkósamíni, mikið unnum ostahleypi, mikið unnu fiskilími og mikið unnum amínósýrum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá eftirtöldum þriðju löndum eða svæðum þeirra:
 a) ef um er að ræða mikið unnar afurðir úr hóf- og klaufdýrum: þriðju lönd eða svæði þeirra sem eru skráð í XII. viðauka,
 b) ef um er að ræða mikið unnar afurðir úr lagarafurðum: þriðju lönd eða svæði þeirra sem eru skráð í IX. viðauka,
 c) ef um er að ræða mikið unnar afurðir úr alifuglum: þriðju lönd sem eru skráð í XIII. viðauka.

 23. gr. Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af skriðdýrakjöti til Sambandsins 

 Koma sendinga af skriðdýrakjöti, sem er ætlað til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá þriðju löndum sem eru skráð í XIV. viðauka.

 24. gr. Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af skordýrum til Sambandsins 

 Koma sendinga af skordýrum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið skal einungis leyfð ef slík matvæli eru upprunnin í og send frá þriðju löndum sem eru skráð í XV. viðauka.

 25. gr. Skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af öðrum afurðum úr dýraríkinu til Sambandsins 

 Koma sendinga af afurðum úr dýraríkinu, öðrum en þeim sem um getur í 3. til 24. gr., sem eru ætlaðar til manneldis, inn í
 Sambandið skal einungis leyfð ef þær koma frá eftirtöldum þriðju löndum eða svæðum þeirra:
 a) ef þær eru úr tömdum hóf- og klaufdýrum, öðrum en tömdum staktæðum hófdýrum: þriðju löndum eða svæðum þeirra
 sem hafa heimild til innflutnings á nýju kjöti af tömdum hóf- og klaufdýrum til Sambandsins í samræmi við XIII. viðauka
 við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/404 og eru skráð í ákvörðun 2011/163/ESB, þegar við á,
 b) ef þær eru úr tömdum staktæðum hófdýrum: þriðju löndum sem eru skráð í I. viðauka,
 c) ef þær eru úr alifuglum: þriðju löndum eða svæðum þeirra sem hafa heimild til innflutnings á nýju alifuglakjöti til
 Sambandsins í samræmi við XIV. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/404 og eru skráð í ákvörðun 2011/163/ESB, þegar við á,
 d) ef þær eru úr lagarafurðum: þriðju löndum eða svæðum þeirra sem eru skráð í IX. viðauka,
 e) ef þær eru úr dýrum af héraætt: þriðju löndum sem eru skráð í V. viðauka,
 f) ef þær eru úr villtum landspendýrum, öðrum en hóf- og klaufdýrum og dýrum af héraætt: þriðju löndum sem eru skráð
 í VI. viðauka,
 g) ef þær eru úr fleiri en einni dýrategund: þriðju löndum eða svæðum þeirra sem eru skráð m.t.t. hverrar dýrategundar sem
 afurðirnar eru úr í samræmi við a- til e-lið.

 26. gr. Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af lifandi alifuglum og útungunareggjum af tegundinni Gallus gallus, lifandi kalkúnum og útungunareggjum kalkúna til Sambandsins 

 Með fyrirvara um skrárnar sem teknar eru saman með tilliti til dýraheilbrigðiskrafna í V. viðauka við framkvæmdarreglugerð
 (ESB) 2021/404 skal innflutningur sendinga af lifandi alifuglum og útungunareggjum af tegundinni Gallus gallus, lifandi
 kalkúnum og útungunareggjum kalkúna inn í Sambandið einungis leyfður ef þær koma frá þriðju löndum sem eru skráð í XVI. viðauka.
 Kröfur um færslur á skrána sem mælt er fyrir um í fyrstu málsgrein þessarar greinar skulu ekki gilda um stakar sendingar með færri en 20 einingar af lifandi alifuglum, öðrum en strútfuglum, útungunareggjum og dagsgömlum ungum þeirra ef þær eru ætlaðar til frumframleiðslu á alifuglum til einkanota á heimilum eða sem leiðir til beinnar afhendingar framleiðandans á litlu magni af vöru á forstigi framleiðslunnar eins og um getur í 3. mgr. 1. gr. reglugerðar (EB) nr. 2160/2003.

 27. gr. Niðurfelling 

 Framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/626 er felld úr gildi.
 Líta ber á tilvísanir í niðurfelldu framkvæmdarreglugerðina sem tilvísanir í þessa reglugerð og skulu þær lesnar með hliðsjón af samsvörunartöflunni í XVII. viðauka.

 28. gr. Gildistaka og framkvæmd 

 Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
 Hún kemur til framkvæmda frá og með 21. apríl 2021.
 Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.

 Gjört í Brussel 24. mars 2021.
 Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
 forseti.
 Ursula VON DER LEYEN

 (1) Stjtíð. ESB L 95, 7.4.2017, bls. 1.
 (2) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/625 frá 4. mars 2019 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 að því er varðar kröfur vegna komu sendinga af tilteknum dýrum og vörum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið (Stjtíð. ESB L 131, 17.5.2019, bls. 18).
 (3) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/626 frá 5. mars 2019 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Evrópusambandsins og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/759 að því er varðar þessar skrár (Stjtíð. ESB L 131, 17.5.2019 bls. 31).
 (4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 frá 29. apríl 2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu (Stjtíð. ESB L 139, 30.4.2004, bls. 55).
 (5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 frá 9. mars 2016 um smitandi dýrasjúkdóma og um breytingu og
 niðurfellingu á tilteknum gerðum á sviði dýraheilbrigðis (lög um dýraheilbrigði) (Stjtíð. ESB L 84, 31.3.2016, bls. 1).
 (6) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 frá 24. mars 2021 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 (Stjtíð. ESB L 114, 31.3.2021, bls. 1).
 (7) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/692 frá 30. janúar 2020 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar reglur um komu sendinga af tilteknum dýrum, kímefni og afurðum úr dýraríkinu inn í Sambandið og um tilflutning þeirra og meðhöndlun eftir komu (Stjtíð. ESB L 174, 3.6.2020, bls. 379).
 (8) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2011/163/ESB frá 16. mars 2011 um samþykki fyrir áætlunum sem þriðju lönd hafa lagt fram í samræmi við 29. gr. tilskipunar ráðsins 96/23/EB (Stjtíð. ESB L 70, 17.3.2011, bls. 40).
 (9) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013 frá 17. desember 2013 um sameiginlegt markaðskerfi fyrir landbúnaðarafurðir og um niðurfellingu á reglugerðum ráðsins (EBE) nr. 922/72, (EBE) nr. 234/79, (EB) nr. 1037/2001 og (EB) nr. 1234/2007 (Stjtíð. ESB L 347, 20.12.2013, bls. 671).
 (10) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 589/2008 frá 23. júní 2008 um ítarlegar reglur um framkvæmd reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1234/2007 að því er varðar markaðsstaðla fyrir egg (Stjtíð. ESB L 163, 24.6.2008, bls. 6).
 (11) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2160/2003 frá 17. nóvember 2003 um varnir gegn salmonellu og öðrum tilteknum smitvöldum mannsmitanlegra dýrasjúkdóma sem berast með matvælum (Stjtíð. ESB L 325, 12.12.2003, bls. 1).

 Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af nýju kjöti, að undanskildu hökkuðu kjöti, og unnum kjötvörum úr tömdum staktæðum hófdýrum, eins og um getur í 4. gr., 19. gr. (2. mgr.) og 25. gr. (b-liður), til Sambandsins

 ISO-KÓÐI LANDS  ÞRIÐJA LAND  ATHUGASEMDIR 
 AR  Argentína  
 AU  Ástralía  
 BR  Brasilía  
 CA  Kanada  
 CH  Sviss (1)  
 NZ  Nýja-Sjáland  
 UY  Úrúgvæ  

 (1) Í samræmi við samninginn milli Evrópubandalagsins og Ríkjasambandsins Sviss frá 21. júní 1999 um viðskipti með landbúnaðarafurðir (Stjtíð. EB L 114, 30.4.2002, bls. 132).

 Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af nýju kjöti, að undanskildum sláturmat og hökkuðu kjöti, og unnum kjötvörum úr villtum staktæðum hófdýrum, eins og um getur í 5. gr. og 2. mgr. 19. gr., til Sambandsins

 ISO-KÓÐI LANDS  ÞRIÐJA LAND  ATHUGASEMDIR 
 ZA  Suður-Afríka  Einungis villt veiðidýr

 III. VIÐAUKI
 Skrá yfir þriðju lönd sem hafa einungis heimild til að flytja villta veiðifugla, sem eru ætlaðir til manneldis, sem hafa ekki verið reyttir og ekki tekið innan úr þeim, inn í Sambandið ef þeir eru fluttir með flugvél eins og um getur í annarri málsgrein 6. gr.

 ISO-KÓÐI LANDS  ÞRIÐJA LAND  ATHUGASEMDIR 
 AR  Argentína  
 BR  Brasilía  
 CA  Kanada  
 CL  Chile (Síle)  
 IL  Ísrael (1)  
 NZ  Nýja-Sjáland  
 TH  Taíland  
 TN  Túnis  
 US  Bandaríkin  

 (1) Skilst héðan í frá sem Ísraelsríki, að undanskildum þeim yfirráðasvæðum sem hafa verið undir stjórn Ísraels frá júní 1967, þ.e. Gólanhæðir, Gasasvæðið, Austur-Jerúsalem og allur Vesturbakkinn.

 Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af eggjum sem ætlunin er að setja á markað sem egg í A-flokki, eins og um getur í annarri málsgrein 7. gr., til Sambandsins

 ISO-KÓÐI LANDS  ÞRIÐJA LAND  ATHUGASEMDIR 
 CH  Sviss (1)  
 JP  Japan  
 MK  Norður-Makedónía  
 UA  Úkraína  

 (1) Í samræmi við samninginn milli Evrópubandalagsins og Ríkjasambandsins Sviss frá 21. júní 1999 um viðskipti með landbúnaðarafurðir (Stjtíð. EB L 114, 30.4.2002, bls. 132).

 V. VIÐAUKI
 Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af nýju kjöti af alikanínum og nýju kjöti af villtum dýrum af héraætt án sláturmatar, að undanskildum villtum dýrum af héraætt sem ekki er búið að flá og taka innan úr, eins og um getur í 8. gr., 18. gr. (4. mgr.), 19. gr. (5. mgr.), 20. gr. (4. mgr.) og 25. gr. (e-liður), til Sambandsins

 ISO-KÓÐI LANDS  ÞRIÐJA LAND  ATHUGASEMDIR 
 AR  Argentína  
 AU  Ástralía  Einungis villt dýr af héraætt
 CA  Kanada  
 CH  Sviss (1)  
 CL  Chile (Síle)  Einungis villt dýr af héraætt
 CN  Kína  Einungis alikanínur
 MK  Norður-Makedónía  Einungis villt dýr af héraætt
 NZ  Nýja-Sjáland  Einungis villt dýr af héraætt
 RS  Serbía  Einungis villt dýr af héraætt
 SG  Singapúr (2)  Einungis villt dýr af héraætt
 TN  Túnis  Einungis villt dýr af héraætt
 UA  Úkraína  Einungis alikanínur
 US  Bandaríkin  
 UY  Úrúgvæ  Einungis villt dýr af héraætt
 ZA  Suður-Afríka  Einungis villt dýr af héraætt

 (1) Í samræmi við samninginn milli Evrópubandalagsins og Ríkjasambandsins Sviss frá 21. júní 1999 um viðskipti með landbúnaðarafurðir (Stjtíð. EB L 114, 30.4.2002, bls. 132).
 (2) Einungis fyrir sendingar af nýju kjöti, sem er upprunnið á Nýja-Sjálandi, sem á að fara til Sambandsins og er affermt, með eða án geymslu, í Singapúr og endurfermt í samþykktri starfsstöð í umflutningi um Singapúr.

 Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af nýju kjöti af villtum landspendýrum, öðrum en hóf- og klaufdýrum og dýrum af héraætt, án sláturmatar, eins og um getur í 9. gr., 18. gr. (5. mgr.), 19. gr. (6. mgr.), 20. gr. (5. mgr.) og 25. gr. (f-liður), til Sambandsins

 ISO-KÓÐI LANDS  ÞRIÐJA LAND  ATHUGASEMDIR 
 AU  Ástralía  
 CA  Kanada  
 GL  Grænland  Einungis alin veiðidýr
 NZ  Nýja-Sjáland  

 VII. VIÐAUKI
 Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af kjötafurðum, þ.m.t. brædd dýrafita, hamsar, kjötkraftur og meðhöndlaðir magar, þvagblöðrur og þarmar, að undanskildum görnum, úr dýrum af héraætt, staktæðum hófdýrum og villtum landspendýrum, öðrum en hóf- og klaufdýrum og dýrum af héraætt, eins og um getur í fyrstu málsgrein 10. gr., til Sambandsins

 ISO-KÓÐI LANDS  ÞRIÐJA LAND  TAMIN
 STAKTÆÐ
 HÓFDÝR
 
 ALIKANÍNUR  VILLT
 STAKTÆÐ
 HÓFDÝR
 
 VILLT DÝR AF
 HÉRAÆTT (KANÍNUR
 OG HÉRAR)
 
 VILLT LANDSPENDÝR
 (ÖNNUR EN HÓF- OG
 KLAUFDÝR OG DÝR AF
 HÉRAÆTT)
 
 AR  Argentína  A  A  NA  A  NA
 AU  Ástralía  A  NA  NA  A  A
 BR  Brasilía  A  NA  NA  NA  NA
 CA  Kanada  A  A  NA  A  A
 CH  Sviss (1)  
 CL  Chile (Síle)  NA  NA  NA  A  NA
 CN  Kína  NA  A  NA  NA  NA
 GL  Grænland  NA  NA  NA  NA  A (einungis alin veiðidýr)
 MK  Norður-Makedónía  NA  NA  NA  A  NA
 NZ  Nýja-Sjáland  A  NA  NA  A  A
 RS  Serbía  NA  NA  NA  A  NA
 TN  Túnis  NA  NA  NA  A  NA
 UA  Úkraína  NA  A  NA  NA  NA
 US  Bandaríkin  NA  A  NA  A  NA
 UY  Úrúgvæ  A  NA  NA  A  NA
 ZA  Suður-Afríka  NA  NA  A (einungis villt veiðidýr)  A  NA

 Túlkun á kóðum sem eru notaðir í töflunni 

 A (= ósértæk
 meðhöndlun)
 Koma leyfð. Ekki er gerð krafa um sérstaka meðhöndlun. Aftur á móti skal kjötið í slíkum kjötafurðum hafa fengið meðhöndlun þannig að skorinn yfirborðsflötur þess sýni að það hafi ekki lengur sérkenni nýs kjöts og nýja kjötið sem er notað skal einnig uppfylla dýraheilbrigðisreglur sem gilda um komu á nýju kjöti inn í Sambandið.
 NA  Koma ekki leyfð

 (1) Í samræmi við samninginn milli Evrópubandalagsins og Ríkjasambandsins Sviss frá 21. júní 1999 um viðskipti með landbúnaðarafurðir (Stjtíð. EB L 114, 30.4.2002, bls. 132).

 VIII. VIÐAUKI
 Skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af lifandi, kældum, frystum eða unnum samlokum, skrápdýrum, möttuldýrum og sæsniglum, eins og um getur í 12. gr., til Sambandsins

 ISO-KÓÐI LANDS  ÞRIÐJA LAND  ATHUGASEMDIR 
 AU  Ástralía  
 CA  Kanada  
 CH  Sviss (1)  
 CL  Chile (Síle)  
 GL  Grænland  Einungis villtur afli
 JM  Jamaíka  Einungis sæsniglar úr villtum afla
 JP  Japan  Einungis frystar eða unnar samlokur, skrápdýr, möttuldýr og sæsniglar
 KR  Suður-Kórea  Einungis frystar eða unnar samlokur, skrápdýr, möttuldýr og sæsniglar
 MA  Marokkó  Með unnum samlokum af tegundinni Acanthocardia tuberculatum skal fylgja: a) viðbótarheilbrigðisvottun í samræmi við fyrirmyndina MOL-AT, sem sett er fram í 32. kafla III. viðauka við framkvæmdarreglugerð
 framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 (2), og b) greiningarniðurstöður prófana sem sýna fram á að
 lindýrin innihaldi ekki lamandi skelfiskseitur í magni sem er greinanlegt með lífgreiningaraðferð.
 NZ  Nýja-Sjáland  
 PE  Perú  Einungis slægðir Pectinidae (diskar) úr lagareldi
 TH  Taíland  Einungis frystar eða unnar samlokur, skrápdýr, möttuldýr og sæsniglar
 TN  Túnis  
 TR  Tyrkland  
 US  Bandaríkin  Ríkin Washington og Massachusetts
 UY  Úrúgvæ  
 VN  Víetnam  Einungis frystar eða unnar samlokur, skrápdýr, möttuldýr og sæsniglar

 (1) Í samræmi við samninginn milli Evrópubandalagsins og Ríkjasambandsins Sviss frá 21. júní 1999 um viðskipti með landbúnaðarafurðir (Stjtíð. EB L 114, 30.4.2002, bls. 132).
 (2) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 frá 16. desember 2020 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, fyrirmyndir að opinberum vottorðum og fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 599/2004, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 636/2014 og (ESB) 2019/628, tilskipun 98/68/EB og ákvörðunum 2000/572/EB, 2003/779/EB og 2007/240/EB (Stjtíð. ESB L 442, 30.12.2020, bls. 1).

 Skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af tilteknum lagarafurðum, eins og um getur í 13. gr, 18. gr (3. mgr.), 19. gr (4. mgr.), 20. gr (3. mgr.), 22. gr (b-liður) og 25. gr (d-liður), til Sambandsins

 ISO-KÓÐI LANDS  ÞRIÐJA LAND  ATHUGASEMDIR 
 AE  Sameinuðu arabísku furstadæmin  Lagareldi: Einungis hráefni sem er annaðhvort frá aðildarríkjum eða frá öðrum þriðju löndum sem samþykkt eru til innflutnings á slíku hráefni til Sambandsins
 AG  Antígva og Barbúda  Einungis lifandi humar úr villtum afla
 AL  Albanía  Lagareldi: einungis fiskur
 AM  Armenía  Einungis lifandi villtir vatnakrabbar, hitameðhöndlaðir vatnakrabbar sem eru ekki eldisdýr og
 frystir vatnakrabbar sem eru ekki eldisdýr
 AO  Angóla  Einungis villtur afli
 AR  Argentína  
 AU  Ástralía  
 AZ  Aserbaísjan  Einungis kavíar úr villtum afla
 BA  Bosnía og Hersegóvína  Lagareldi: einungis fiskur
 BD  Bangladess  
 BJ  Benín  Einungis villtur afli
 BN  Brúnei  Einungis lagareldisafurðir
 BQ  Bonaire, Sankti Estatíusey, Saba  Einungis villtur afli
 BR  Brasilía  
 BS  Bahamaeyjar  Einungis villtur afli
 BY  Belarús (Hvíta-Rússland)  Einungis villtur afli
 BZ  Belis  Einungis villtur afli
 CA  Kanada  
 CG  Kongó  Einungis lagarafurðir úr villtum afla sem eru veiddar, frystar og pakkaðar í endanlegar
 umbúðir á hafi úti
 CH  Sviss (1)  
 CI  Fílabeinsströndin  Einungis villtur afli
 CL  Chile (Síle)  
 CN  Kína  
 CO  Kólumbía  
 CR  Costa Rica  
 CU  Kúba  
 CV  Grænhöfðaeyjar  Einungis villtur afli
 CW  Curaçao  Einungis villtur afli
 DZ  Alsír  Einungis villtur afli
 EC  Ekvador  
 EG  Egyptaland  Einungis villtur afli
 ER  Eritrea  Einungis villtur afli
 FJ  Fiji  Einungis villtur afli
 FK  Falklandseyjar  
 GA  Gabon  Einungis villtur afli
 GD  Grenada  Einungis villtur afli
 GE  Georgía  Einungis villtur afli
 GH  Gana  Einungis villtur afli
 GL  Grænland  Einungis villtur afli
 GM  Gambía  Einungis villtur afli
 GN  Gínea  Einungis villtur afli. Einungis fiskur sem ekki hefur verið tilreiddur eða unninn á annan hátt en
 með hausun, slægingu, kælingu eða frystingu.
 GT  Gvatemala  
 GY  Gvæjana  Einungis villtur afli
 HK  Hong Kong  Einungis villtur afli
 HN  Hondúras  
 ID  Indónesía  
 IL  Ísrael (2)  
 IN  Indland  
 IR  Íran  Lagareldi: einungis krabbadýr
 JM  Jamaíka  Einungis villtur afli
 JP  Japan  
 KE  Kenya  
 KI  Kíribatí  Einungis villtur afli
 KR  Suður-Kórea  
 KZ  Kasakstan  Einungis villtur afli
 LK  Srí Lanka  
 MA  Marokkó  
 MD  Moldóva  Einungis kavíar
 ME  Montenegró (Svartfjallaland)  
 MG  Madagaskar  
 MK  Norður-Makedónía  
 MM  Myanmar (Mjanmar)  
 MR  Máritanía  Einungis villtur afli
 MU  Máritíus  
 MV  Maldívur  Einungis villtur afli
 MX  Mexíkó  
 MY  Malasía  
 MZ  Mósambík  
 NA  Namibía  Einungis villtur afli
 NC  Nýja-Kaledónía  Lagareldi: einungis krabbadýr
 NG  Nígería  Einungis villtur afli
 NI  Níkaragva  
 NZ  Nýja-Sjáland  
 OM  Óman  Einungis villtur afli
 PA  Panama  
 PE  Perú  
 PF  Franska Pólýnesía  Einungis villtur afli
 PG  Papúa Nýja-Gínea  Einungis villtur afli
 PH  Filippseyjar  
 PM  Sankti Pierre og Miquelon  Einungis villtur afli
 PK  Pakistan  Einungis villtur afli
 RS  Serbía  
 RU  Rússland  Einungis villtur afli
 SA  Sádi-Arabía  
 SB  Salómonseyjar  Einungis villtur afli
 SC  Seychelles-eyjar  Einungis villtur afli
 SG  Singapúr  
 SH  Sankti Helena
 (Að undanskildum eyjunum Tristan
 de Cunha og Ascension)
 Einungis villtur afli
 Tristan de Cunha
 (Að undanskildum eyjunum Sankti
 Helenu og Ascension)
 Einungis humar (nýr eða frystur) úr villtum afla
 SN  Senegal  Einungis villtur afli
 SR  Súrínam  Einungis villtur afli
 SV  El Salvador  Einungis villtur afli
 SX  Sankti Martin  Einungis villtur afli
 TH  Taíland  
 TN  Túnis  Lagareldi: einungis fiskur
 TR  Tyrkland  
 TW  Taívan  
 TZ  Tansanía  
 UA  Úkraína  
 UG  Úganda  
 US  Bandaríkin  
 UY  Úrúgvæ  
 VE  Venesúela  
 VN  Víetnam  
 YE  Jemen  Einungis villtur afli
 ZA  Suður-Afríka  Einungis villtur afli
 ZW  Zimbabwe  Einungis villtur afli

 (1) Í samræmi við samninginn milli Evrópubandalagsins og Ríkjasambandsins Sviss frá 21. júní 1999 um viðskipti með landbúnaðarafurðir (Stjtíð. EB L 114, 30.4.2002, bls. 132).

 (2) Skilst héðan í frá sem Ísraelsríki, að undanskildum þeim yfirráðasvæðum sem hafa verið undir stjórn Ísraels frá júní 1967, þ.e. Gólanhæðir,
 Gasasvæðið, Austur-Jerúsalem og allur Vesturbakkinn.

 X. VIÐAUKI
 Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af hrámjólk, broddi, afurðum, að stofni til úr broddi, og mjólkurafurðum úr staktæðum hófdýrum, eins og um getur í 14. gr., til Sambandsins

 ISO-KÓÐI LANDS  ÞRIÐJA LAND  ATHUGASEMDIR 
 AU  Ástralía  
 BA  Bosnía og Hersegóvína  
 CA  Kanada  
 CH  Sviss (1)  
 JP  Japan  
 ME  Montenegró (Svartfjallaland)  
 NZ  Nýja-Sjáland  
 US  Bandaríkin  

 (1) Í samræmi við samninginn milli Evrópubandalagsins og Ríkjasambandsins Sviss frá 21. júní 1999 um viðskipti með landbúnaðarafurðir (Stjtíð. EB L 114, 30.4.2002, bls. 132).

 XI. VIÐAUKI
 Skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af froskalöppum og sniglum, eins og um getur í 17. gr., til Sambandsins

 ISO-KÓÐI LANDS  ÞRIÐJA LAND  ATHUGASEMDIR 
 AL  Albanía  
 AU  Ástralía  
 BA  Bosnía og Hersegóvína  Einungis sniglar
 BR  Brasilía  Einungis froskalappir
 BY  Belarús (Hvíta-Rússland)  Einungis sniglar
 CA  Kanada  Einungis sniglar
 CH  Sviss (1)  
 CI  Fílabeinsströndin  Einungis sniglar
 CL  Chile (Síle)  Einungis sniglar
 CN  Kína  
 DZ  Alsír  Einungis sniglar
 EG  Egyptaland  Einungis froskalappir
 GH  Gana  Einungis sniglar
 ID  Indónesía  
 IN  Indland  Einungis froskalappir
 MA  Marokkó  Einungis sniglar
 MD  Moldóva  Einungis sniglar
 MK  Norður-Makedónía  Einungis sniglar
 NG  Nígería  Einungis sniglar
 NZ  Nýja-Sjáland  Einungis sniglar
 PE  Perú  Einungis sniglar
 RS  Serbía  Einungis sniglar
 TH  Taíland  Einungis sniglar
 TN  Túnis  Einungis sniglar
 TR  Tyrkland  
 UA  Úkraína  Einungis sniglar
 US  Bandaríkin  Einungis sniglar
 VN  Víetnam  
 ZA  Suður-Afríka  Einungis sniglar

 (1) Í samræmi við samninginn milli Evrópubandalagsins og Ríkjasambandsins Sviss frá 21. júní 1999 um viðskipti með landbúnaðarafurðir (Stjtíð. EB L 114, 30.4.2002, bls. 132).

 Skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af gelatíni og kollageni úr nautgripum, sauðfé, geitum, svínum og staktæðum hófdýrum, eins og um getur í 18. gr. (1. mgr.), 20. gr. (1. mgr.) og 22. gr. (a-liður), til Sambandsins

 ISO-KÓÐI LANDS  ÞRIÐJA LAND  ATHUGASEMDIR 
 AL  Albanía  
 AR  Argentína  
 AU  Ástralía  
 BA  Bosnía og Hersegóvína  
 BH  Barein  
 BR  Brasilía  
 BW  Botsvana  
 BY  Belarús (Hvíta-Rússland)  
 BZ  Belís  
 CA  Kanada  
 CH  Sviss (1)  
 CL  Chile (Síle)  
 CN  Kína  
 CO  Kólumbía  
 CR  Costa Rica  
 CU  Kúba  
 DZ  Alsír  
 ET  Eþíópía  
 FK  Falklandseyjar  
 GL  Grænland  
 GT  Gvatemala  
 HK  Hong Kong  
 HN  Hondúras  
 IL  Ísrael (2)  
 IN  Indland  
 JP  Japan  
 KE  Kenya  
 KR  Suður-Kórea  
 MA  Marokkó  
 ME  Montenegró (Svartfjallaland)  
 MG  Madagaskar  
 MK  Norður-Makedónía  
 MU  Máritíus  
 MX  Mexíkó  
 MY  Malasía  
 NA  Namibía  
 NC  Nýja-Kaledónía  
 NI  Níkaragva  
 NZ  Nýja-Sjáland  
 PA  Panama  
 PK  Pakistan  
 PY  Paragvæ  
 RS  Serbía  
 RU  Rússland  
 SG  Singapúr  
 SV  El Salvador  
 SZ  Esvatíní  
 TH  Taíland  
 TN  Túnis  
 TR  Tyrkland  
 TW  Taívan  
 UA  Úkraína  
 US  Bandaríkin  
 UY  Úrúgvæ  
 ZA  Suður-Afríka  
 ZW  Zimbabwe  

 (1) Í samræmi við samninginn milli Evrópubandalagsins og Ríkjasambandsins Sviss frá 21. júní 1999 um viðskipti með landbúnaðarafurðir (Stjtíð. EB L 114, 30.4.2002, bls. 132).
 (2) Skilst héðan í frá sem Ísraelsríki, að undanskildum þeim yfirráðasvæðum sem hafa verið undir stjórn Ísraels frá júní 1967, þ.e. Gólanhæðir,
 Gasasvæðið, Austur-Jerúsalem og allur Vesturbakkinn.

 XIII. VIÐAUKI
 Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af gelatíni og kollageni úr alifuglum, eins og um getur í 18. gr. (2. mgr.), 20. gr. (2. mgr.) og 22. gr. (c-liður), til Sambandsins

 ISO-KÓÐI LANDS  ÞRIÐJA LAND  ATHUGASEMDIR 
 AL  Albanía  
 AR  Argentína  
 AU  Ástralía  
 BA  Bosnía og Hersegóvína  
 BR  Brasilía  
 BW  Botsvana  
 BY  Belarús (Hvíta-Rússland)  
 CA  Kanada  
 CH  Sviss (1)  
 CL  Chile (Síle)  
 CN  Kína  
 GL  Grænland  
 HK  Hong Kong  
 IL  Ísrael (2)  
 IN  Indland  
 JP  Japan  
 KR  Suður-Kórea  
 MD  Moldóva  
 ME  Montenegró (Svartfjallaland)  
 MG  Madagaskar  
 MY  Malasía  
 MK  Norður-Makedónía  
 MX  Mexíkó  
 NA  Namibía  
 NC  Nýja-Kaledónía  
 NZ  Nýja-Sjáland  
 PM  Sankti Pierre og Miquelon  
 RS  Serbía  
 RU  Rússland  
 SG  Singapúr  
 TH  Taíland  
 TN  Túnis  
 TR  Tyrkland  
 TW  Taívan  
 UA  Úkraína  
 US  Bandaríkin  
 UY  Úrúgvæ  
 ZA  Suður-Afríka  
 ZW  Zimbabwe  

 (1) Í samræmi við samninginn milli Evrópubandalagsins og Ríkjasambandsins Sviss frá 21. júní 1999 um viðskipti með landbúnaðarafurðir (Stjtíð. EB L 114, 30.4.2002, bls. 132).
 (2) Skilst héðan í frá sem Ísraelsríki, að undanskildum þeim yfirráðasvæðum sem hafa verið undir stjórn Ísraels frá júní 1967, þ.e. Gólanhæðir,
 Gasasvæðið, Austur-Jerúsalem og allur Vesturbakkinn.

 XIV. VIÐAUKI
 Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af skriðdýrakjöti, eins og um getur í 23. gr., til Sambandsins

 ISO-KÓÐI LANDS  ÞRIÐJA LAND  ATHUGASEMDIR 
 CH  Sviss  
 BW  Botsvana  
 VN  Víetnam  
 ZA  Suður-Afríka  
 ZW  Zimbabwe  

 XV. VIÐAUKI
 Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af skordýrum, eins og um getur í 24. gr., til Sambandsins

 ISO-KÓÐI LANDS  ÞRIÐJA LAND  ATHUGASEMDIR 
 CA  Kanada  
 CH  Sviss  
 KR  Suður-Kórea  
 TH  Taíland  
 VN  Víetnam  

 XVI. VIÐAUKI
 Skrá yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af lifandi alifuglum og útungunareggjum af tegundinni Gallus gallus, lifandi kalkúnum og útungunareggjum kalkúna, eins og um getur í fyrstu málsgrein 26. gr., til Sambandsins

 ISO-KÓÐI LANDS  ÞRIÐJA LAND  AFURÐIR SEM ÞRIÐJA LANDIÐ ER SKRÁÐ FYRIR 
   Gallus gallus  Kalkúnar 
 BR  Brasilía  DOC, HEP  -
 CA  Kanada  BPP (*1), DOC (*1), HEP  BPP (*1), DOC, HEP
 CH  Sviss (1)  
 IL  Ísrael (2)  DOC, HEP  DOC, HEP
 US  Bandaríkin  BPP (*1), DOC, HEP  DOC, HEP

 (*1) Einungis til undaneldis.
 BPP: alifuglar til undaneldis eða framleiðslu
 DOC: dagsgamlir ungar
 HEP: útungunaregg.
 (1) Í samræmi við samninginn milli Evrópubandalagsins og Ríkjasambandsins Sviss frá 21. júní 1999 um viðskipti með landbúnaðarafurðir (Stjtíð. EB L 114, 30.4.2002, bls. 132).
 (2) Skilst héðan í frá sem Ísraelsríki, að undanskildum þeim yfirráðasvæðum sem hafa verið undir stjórn Ísraels frá júní 1967, þ.e. Gólanhæðir,
 Gasasvæðið, Austur-Jerúsalem og allur Vesturbakkinn.

 XVII. VIÐAUKI
 Samsvörunartafla sem um getur í annarri málsgrein 27. gr.

 Reglugerð (ESB) 2019/626  Þessi reglugerð 
 1. gr.  1. gr.
 2. gr.  2. gr.
 3. gr.  3., 4. og 5. gr.
 4. gr.  6. og 7. gr.
 5. gr.  8. og 9. gr.
 6. gr.  10. gr.
 7. gr.  11. gr.
 8. gr.  12. gr.
 9. gr.  13. gr.
 10. gr.  15. og 16. gr.
 11. gr.  17. gr.
 12. gr.  17. gr.
 13. gr.  10. gr.
 14. gr.  18. gr.
 15. gr.  19. gr.
 16. gr.  20. gr.
 17. gr.  21. gr.
 18. gr.  22. gr.
 19. gr.  23. gr.
 20. gr.  24. gr.
 21. gr.  25. gr.
 22. gr.  -
 23. gr.  27. gr.
 24. gr.  -
 25. gr.  28. gr.
 I. viðauki  VIII. viðauki
 VIII. viðauki  IX. viðauki
 III. viðauki  XI. viðauki
 III. viðauki a  XV. viðauki
 IV. viðauki  -

 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2021/606
 frá 14. apríl 2021
 um breytingu á I. viðauka, IV. til XIII. viðauka og XVI. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405
 að því er varðar færslurnar fyrir Belarús (Hvíta-Rússland) og Breska konungsríkið og hjálendur
 krúnunnar Guernsey, Mön og Jersey í skránum yfir þriðju lönd eða svæði þeirra þaðan sem
 aðflutningur til Sambandsins á tilteknum dýrum og vörum,
 sem eru ætluð til manneldis, er leyfður
 (Texti sem varðar EES)

 FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
 með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins,
 með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 frá 15. mars 2017 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi
 sem miðar að því að tryggja að lögum um matvæli og fóður og reglum um heilbrigði og velferð dýra, plöntuheilbrigði og plöntuverndarvörur sé beitt og um breytingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001, (EB) nr. 396/2005, (EB) nr. 1069/2009,
 (EB) nr. 1107/2009, (ESB) nr. 1151/2012, (ESB) nr. 652/2014, (ESB) 2016/429 og (ESB) 2016/2031, reglugerðum ráðsins (EB) nr. 1/2005 og (EB) nr. 1099/2009 og tilskipunum ráðsins 98/58/EB, 1999/74/EB, 2007/43/EB, 2008/119/EB og 2008/120/EB og um niðurfellingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 854/2004 og (EB) nr. 882/2004, tilskipunum ráðsins 89/608/EBE, 89/662/EBE, 90/425/EBE, 91/496/EBE, 96/23/EB, 96/93/EB og 97/78/EB og ákvörðun ráðsins 92/438/EBE (reglugerð um opinbert eftirlit) (1), einkum 2. mgr. 127. gr.,
 og að teknu tilliti til eftirfarandi:
 1) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/625 (2) bætir við reglugerð (ESB) 2017/625 að því er varðar skilyrði fyrir komu sendinga af tilteknum dýrum og vörum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið frá þriðju löndum eða svæðum þeirra til að tryggja að þær uppfylli gildandi kröfur, sem komið var á með reglunum um matvælaöryggi, sem um getur í a-lið 2. mgr. 1. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625 eða kröfur sem viðurkennt er að séu a.m.k. jafngildar þeim. Þessi skilyrði taka til auðkenningar á dýrum og vörum, sem eru ætluð til manneldis, sem geta einungis komið inn í Sambandið frá þriðja löndum eða svæðum sem eru skráð í samræmi við a-lið 2. mgr. 126. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625.
 2) Í reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 (3), (EB) nr. 119/2009 (4), (ESB) nr. 206/2010 (5) og (ESB) nr.
 605/2010 (6), sem eru felldar úr gildi frá og með 21. apríl 2021 með framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/692 (7), og framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/626 (8), sem er felld úr gildi frá og með 21. apríl 2021 með framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/405 (9), er mælt fyrir um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra þaðan sem aðflutningur til Sambandsins á tilteknum dýrum og vörum er leyfður. Með framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405, sem gildir frá 21. apríl 2021, er skipt út skrám sem varða kröfur um matvælaöryggi í reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008, (EB) nr. 119/2009, (ESB) nr. 206/2010 og (ESB) nr. 605/2010 sem og í framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/626.
 3) Belarús (Hvíta-Rússland) er í skránni yfir þriðju lönd þaðan sem innflutningur til Sambandsins á lagarafurðum, öðrum en samlokum, skrápdýrum, möttuldýrum og sæsniglum, er leyfður, sem sett er fram í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/626, og er með áætlun um vöktun efnaleifa fyrir lagareldi sem er samþykkt í samræmi við 1. gr. ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar 2011/163/ESB (10). Því eru viðeigandi sönnunargögn og ábyrgðir til að tryggja að Belarús (Hvíta-Rússland) uppfylli kröfurnar í a- til f-lið 4. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2019/625 vegna komu lagarafurða inn í Sambandið, þ.m.t. úr lagareldi, annarra en samloka, skrápdýra, möttuldýra og sæsnigla. Fjarlægja ætti athugasemdina „einungis villtur afli“, sem tengist sem stendur Belarús (Hvíta-Rússlandi) í skránni sem sett er fram í IX. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405, til þess að heimila komu lagarafurða úr lagareldi inn í Sambandið frá því þriðja landi.
 4) Reglugerðum (EB) nr. 798/2008, (EB) nr. 119/2009, (ESB) nr. 206/2010 og (ESB) nr. 605/2010 og framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/626 var breytt, að því er varðar færslurnar fyrir Breska konungsríkið og hjálendur krúnunnar Guernsey, Mön og Jersey í skránum yfir þriðju lönd eða svæði þeirra þaðan sem aðflutningur til Sambandsins á tilteknum dýrum og vörum, sem eru ætluð til manneldis, er leyfður, með framkvæmdarreglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2205 (11), (ESB) 2020/2206 (12), (ESB) 2020/2204 (13), (ESB) 2020/2207 (14) og (ESB) 2020/2209 (15), eftir því sem við á.
 5) Breska konungsríkið og hjálendur krúnunnar Guernsey, Mön og Jersey voru ekki tekin með í þessar skrár í framkvæmdarreglugerð
 (ESB) 2021/405. Því ætti að breyta þeirri framkvæmdarreglugerð til að fella þessar færslur inn í hana.
 6) Breska konungsríkið hefur lagt fram viðeigandi sönnunargögn og ábyrgðir til að tryggja að dýr og vörur, sem leyft er að flytja inn í Sambandið frá Breska konungsríkinu og hjálendum krúnunnar Guernsey, Mön og Jersey, uppfylli kröfurnar sem mælt er fyrir um í a- til e-lið 4. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2019/625.
 7) Í f-lið 4. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2019/625 er kveðið á um að tilvist, framkvæmd og miðlun eftirlitsáætlunar vegna efnaleifa sem framkvæmdastjórnin hefur samþykkt, þegar við á, sé viðbótarkrafa fyrir því að þriðju lönd eða svæði þess séu færð á skrána sem um getur í a-lið 2. mgr. 126. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625. Skráin yfir þriðju lönd sem eru með samþykkta áætlun um vöktun efnaleifa er sett fram í viðaukanum við ákvörðun 2011/163/ESB sem var breytt, að því er varðar samþykki fyrir áætlunum um vöktun efnaleifa sem Breska konungsríkið og hjálendur krúnunnar Guernsey, Mön og Jersey lögðu fram, með framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2218 (16).
 8) Að teknu tilliti til sönnunargagna og ábyrgða sem Breska konungsríkið hefur lagt fram ætti að færa þetta þriðja land og hjálendur
 krúnunnar Guernsey, Mön og Jersey inn í I. viðauka, IV. til XIII. viðauka og XVI. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405, með fyrirvara um beitingu laga Sambandsins um og innan Breska konungsríkisins að því er varðar Norður-Írland, í samræmi við 4. mgr. 5. gr. bókunarinnar um Írland/Norður-Írland við samninginn um útgöngu Sameinaða konungsríkisins StóraBretlands og Norður-Írlands úr Evrópusambandinu og Kjarnorkubandalagi Evrópu, í tengslum við 2. viðauka við þá bókun. Endurmat á því hvort farið er að kröfunum, sem mælt er fyrir um í a- til f-lið 4. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2019/625, er ekki nauðsynlegt.
 9) Því ætti að breyta I. viðauka, IV. til XIII. viðauka og XVI. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405 til samræmis við það.
 10) Þar eð framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405 gildir frá og með 21. apríl 2021 ætti þessi reglugerð að koma til framkvæmda frá og með sömu dagsetningu.
 11) Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari reglugerð, eru í samræmi við álit fastanefndarinnar um plöntur, dýr, matvæli og fóður.

 SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

 1. gr.

 Ákvæðum I. viðauka, IV. til XIII. viðauka og XVI. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405 er breytt í samræmi við
 viðaukann við þessa reglugerð.

 2. gr.

 Reglugerð þessi öðlast gildi á þriðja degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
 Hún kemur til framkvæmda frá og með 21. apríl 2021.
 Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.

 Gjört í Brussel 14. apríl 2021.

 Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
 forseti.
 Ursula VON DER LEYEN

 (1) Stjtíð. ESB L 95, 7.4.2017, bls. 1.
 (2) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/625 frá 4. mars 2019 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 að því er varðar kröfur vegna komu sendinga af tilteknum dýrum og vörum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið (Stjtíð. ESB L 131, 17.5.2019, bls. 18).
 (3) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 frá 8. ágúst 2008 um skrá yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottorða fyrir dýr og dýraafurðir (Stjtíð. ESB L 226, 23.8.2008, bls. 1).
 (4) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 119/2009 frá 9. febrúar 2009 um skrár yfir þriðju lönd eða hluta þeirra fyrir innflutning til Bandalagins eða umflutning um Bandalagið á kjöti af villtum dýrum af héraætt, tilteknum villtum landspendýrum og alikanínum og um kröfur vegna heilbrigðisvottorða fyrir dýr og dýraafurðir (Stjtíð. ESB L 39, 10.2.2009, bls. 12)).
 (5) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 frá 12. mars 2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir (Stjtíð. ESB L 73, 20.3.2010, bls. 1).
 (6) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 605/2010 frá 2. júlí 2010 um skilyrði varðandi heilbrigði dýra og manna og varðandi
 heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir vegna aðflutnings til Evrópusambandsins á hrámjólk, mjólkurafurðum, broddi og afurðum, að stofni til úr broddi, til manneldis (Stjtíð. ESB L 175, 10.7.2010, bls. 1).
 (7) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/692 frá 30. janúar 2020 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar reglur um komu sendinga af tilteknum dýrum, kímefni og afurðum úr dýraríkinu inn í Sambandið og um tilflutning þeirra og meðhöndlun eftir komu (Stjtíð. ESB L 174, 3.6.2020, bls. 379).
 (8) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/626 frá 5. mars 2019 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Evrópusambandsins og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/759 að því er varðar þessar skrár (Stjtíð. ESB L 131, 17.5.2019 bls. 31).
 (9) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/405 frá 24. mars 2021 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 (Stjtíð. ESB L 114, 31.3.2021 bls. 118).
 (10) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2011/163/ESB frá 16. mars 2011 um samþykki fyrir áætlunum sem þriðju lönd hafa lagt fram í samræmi við 29. gr. tilskipunar ráðsins 96/23/EB (Stjtíð. ESB L 70, 17.3.2011, bls. 40).
 (11) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2205 frá 22. desember 2020 um breytingu á I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar færslurnar fyrir Breska konungsríkið og hjálendu krúnunnar Guernsey í skránni yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf þaðan sem innflutningur á sendingum af alifuglum og alifuglavörum til Sambandsins eða umflutningur um Sambandið er leyfður (Stjtíð. ESB L 438, 28.12.2020, bls. 11).
 (12) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2206 frá 22. desember 2020 um breytingu á I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 119/2009 að því er varðar færsluna fyrir Breska konungsríkið í skránni yfir þriðju lönd eða hluta þeirra þaðan sem leyfður er aðflutningur á sendingum með kjöti af villtum dýrum af héraætt, tilteknum villtum landspendýrum og alikanínum til Sambandsins (Stjtíð. ESB L 438, 28.12.2020, bls. 15).
 (13) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2204 frá 22. desember 2020 um breytingu á I. og II. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 206/2010 að því er varðar færslurnar fyrir Breska konungsríkið og hjálendur krúnunnar í skránum yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Sambandsins (Stjtíð. ESB L 438, 28.12.2020, bls. 7).
 (14) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2207 frá 22. desember 2020 um breytingu á I. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 605/2010 að því er varðar færslurnar fyrir Breska konungsríkið og hjálendur krúnunnar í skránni yfir þriðju lönd eða hluta þeirra þaðan sem leyfður er aðflutningur á hrámjólk, mjólkurafurðum, broddi og afurðum, að stofni til úr broddi, sem ætluð eru til manneldis, til Sambandsins (Stjtíð. ESB L 438, 28.12.2020, bls. 18).
 (15) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2209 frá 22. desember 2020 um breytingu á I., II. og III. viðauka við
 framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/626 að því er varðar færslurnar fyrir Breska konungsríkið og hjálendur krúnunnar í skránni yfir þriðju lönd eða svæði þeirra þaðan sem aðflutningur til Evrópusambandsins á tilteknum dýrum og vörum, sem eru ætluð til manneldis, er leyfður (Stjtíð. ESB L 438, 28.12.2020, bls. 24).
 (16) Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2218 frá 22. desember 2020 um breytingu á viðaukanum við ákvörðun 2011/163/ESB að því er varðar samþykki fyrir áætlunum um vöktun efnaleifa sem Breska konungsríkið og hjálendur krúnunnar lögðu fram (Stjtíð. ESB L 438, 28.12.2020, bls. 63).

 Ákvæðum I. viðauka, IV. til XIII. viðauka og XVI. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405 er breytt sem hér
 segir:

 1) Í I. viðauka er eftirfarandi færslu bætt við milli færslunnar fyrir Sviss og færslunnar fyrir Nýja-Sjáland:

 „GB  Breska konungsríkið (*1)  

 2) Í IV. viðauka er eftirfarandi færslu bætt við milli færslunnar fyrir Sviss og færslunnar fyrir Japan:

 „GB  Breska konungsríkið (*2)  

 3) Í V. viðauka er eftirfarandi færslu bætt við milli færslunnar fyrir Kína og færslunnar fyrir Norður-Makedóníu:

 „GB  Breska konungsríkið (*3)  

 4) Í VI. viðauka er eftirfarandi færslu bætt við milli færslunnar fyrir Kanada og færslunnar fyrir Grænland:

 „GB  Breska konungsríkið (*4)  

 5) Í VII. viðauka er eftirfarandi færslu bætt við milli færslunnar fyrir Kína og færslunnar fyrir Grænland:

 „GB  Breska konungsríkið (*5)  A  A  A  A  A

 6) Ákvæðum VIII. viðauka er breytt sem hér segir:
 a) Eftirfarandi færslum er bætt við á milli færslunnar fyrir Chile (Síle) og færslunnar fyrir Grænland:

 „GB  Breska konungsríkið (*6)  
 GG  Guernsey  Einungis villtur afli

 b) Eftirfarandi færslum er bætt við milli færslunnar fyrir Grænland og færslunnar fyrir Jamaíka:

 „IM  Mön  
 JE  Jersey  Einungis villtur afli"

 7) Ákvæðum IX. viðauka er breytt sem hér segir:
 a) Í stað færslunnar fyrir Belarús (Hvíta-Rússland) kemur eftirfarandi:

 „BY  Belarús (Hvíta-Rússland)“  

 b) Eftirfarandi færslu er bætt við milli færslunnar fyrir Gabon og færslunnar fyrir Grenada:

 „GB  Breska konungsríkið (*7)  

 c) Eftirfarandi færslu er bætt við milli færslunnar fyrir Georgíu og færslunnar fyrir Gana:

 „GG  Guernsey  Einungis villtur afli"

 d) Eftirfarandi færslu er bætt við milli færslunnar fyrir Ísrael og færslunnar fyrir Indland:

 „IM  Mön“  

 e) Eftirfarandi færslu er bætt við milli færslunnar fyrir Íran og færslunnar fyrir Jamaíka:

 „JE  Jersey  Einungis villtur afli“

 8) Í X. viðauka er eftirfarandi færslum bætt við milli færslunnar fyrir Sviss og færslunnar fyrir Japan:

 „GB  Breska konungsríkið (*8)  
 GG  Guernsey  
 IM  Mön  
 JE  Jersey  

 9) Ákvæðum XI. viðauka er breytt sem hér segir:
 a) Eftirfarandi færslum er bætt við milli færslunnar fyrir Egyptaland og færslunnar fyrir Gana:

 „GB  Breska konungsríkið (*9)  
 GG  Guernsey  

 b) Eftirfarandi færslu er bætt við milli færslunnar fyrir Indónesíu og færslunnar fyrir Indland:

 „IM  Mön“  

 c) Eftirfarandi færslu er bætt við milli færslunnar fyrir Indland og færslunnar fyrir Marokkó:

 „JE  Jersey“  

 10) Ákvæðum XII. viðauka er breytt sem hér segir:
 a) Eftirfarandi færslum er bætt við milli færslunnar fyrir Falklandseyjar og færslunnar fyrir Grænland:

 „GB  Breska konungsríkið (*10)  
 GG  Guernsey  

 b) Eftirfarandi færslu er bætt við milli færslunnar fyrir Ísrael og færslunnar fyrir Indland:

 „IM  Mön“  

 c) Eftirfarandi færslu er bætt við milli færslunnar fyrir Indland og færslunnar fyrir Japan:

 „JE  Jersey“  

 11) Í XIII. viðauka er eftirfarandi færslum bætt við milli færslunnar fyrir Kína og færslunnar fyrir Grænland:

 „GB  Breska konungsríkið (*11)  BPP, DOC, HEP  BPP, DOC, HEP
 GG  Guernsey   

 12) Í XVI. viðauka er eftirfarandi færslum bætt við milli færslunnar fyrir Sviss og færslunnar fyrir Ísrael:

 „GB  Breska konungsríkið (*12)  BPP, DOC, HEP  BPP, DOC, HEP
 GG  Guernsey  BPP  BPP
Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.