Prentað þann 23. nóv. 2024
543/2014
Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 678/2009 um raforkuvirki, með síðari breytingum.
1. gr.
Grein 12.1 orðast svo:
Í þessari grein eru tilgreind ákvæði um háspennt raforkuvirki með tilliti til íslenskra aðstæðna. Virki, sem uppfylla ákvæði staðlanna ÍST EN 61936-1:2010, Háspennuvirki fyrir riðspennu yfir 1 kV - 1. hluti: Almennar reglur, og ÍST EN 50522:2010, Jarðtenging háspennuvirkja fyrir riðspennu yfir 1 kV, eru álitin uppfylla kröfur sem tilgreindar eru í 10. gr.
Uppsetning spennistöðva og dreifikerfa í strjálbýli, sem falla ekki undir ákvæði þeirra staðla sem vísað er til í 1. mgr., skal vera samkvæmt verklýsingu Mannvirkjastofnunar VL3.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 13. og 14. gr. laga nr. 146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 6. júní 2014.
F. h. r.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.