Prentað þann 26. des. 2024
678/2009
Reglugerð um raforkuvirki.
Efnisyfirlit
- Reglugerðin
- 1. gr. Skilgreiningar.
- 2. gr. Almenn ákvæði.
- 3. gr. Skoðunarstofur.
- 4. gr. Hæfniskröfur.
- 5. gr. Eftirlit með rafveitum, iðjuverum og einkarafstöðvum.
- 6. gr. Eftirlit með neysluveitum.
- 7. gr. Eftirlit með rafföngum.
- 8. gr. Löggilding rafverktaka.
- 9. gr. Eftirlitsgjöld.
- 10. gr. Almennar öryggiskröfur.
- 11. gr. Sérstakar öryggiskröfur fyrir lágspennuvirki og lágspennuloftlínur.
- 12. gr. Sérstakar öryggiskröfur fyrir háspennuvirki.
- 13. gr. Sérstakar öryggiskröfur fyrir háspenntar loftlínur.
- 14. gr. Þvingunarúrræði, viðurlög og gildistaka.
- Viðauki 1
- Viðauki 2
- Viðauki 3
- Viðauki 4
- Viðauki 5
1. gr. Skilgreiningar.
Að bjóða fram á markaði: Öll afhending raffanga til dreifingar eða til notkunar á Evrópska efnahagssvæðinu á meðan á viðskiptastarfsemi stendur, hvort sem það er gegn greiðslu eða án endurgjalds.
Ábyrgðarmaður/Ábyrgðaraðili: Eigandi, umráðamaður eða annar sá sem tilnefndur hefur verið til að annast uppsetningu eða rekstur raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og ber ábyrgð á lögmætu ástandi þeirra.
CE-merking: Merki þar sem framleiðandinn tilgreinir að raffangið sé í samræmi við gildandi kröfur sem settar eru fram í löggjöf þar sem kveðið er á um áfestingu merkisins.
CEE (International Commission on Rules for the Approval of Electrical Equipment): Alþjóðanefnd sem setur reglur um samþykki raffanga.
CENELEC (Comité Européen de Normalisation Électrotechnique): Evrópsku rafstaðlasamtökin.
Einkarafstöð: Rafstöð í einkaeign sem er staðbundin og framleiðir rafmagn fyrir neysluveitu sem fær ekki rafmagn frá rafveitu.
Dreifingaraðili: Einstaklingur eða lögaðili í aðfangakeðjunni, annar en framleiðandi eða innflytjandi, sem býður rafföng fram á markaði.
Faggilding: Aðferð sem þar til bær aðili beitir til að veita formlega viðurkenningu á því að aðili sé hæfur til að vinna tiltekin verkefni.
Framleiðandi: Einstaklingur eða lögaðili sem framleiðir rafföng eða lætur framleiða eða hanna rafföng og markaðssetur þann búnað undir sínu nafni eða vörumerki.
Gerðarmerki (type identification): Nafn, gerðarmerking (type) eða númer sem aðgreinir rafföng framleiðanda.
Heildarskoðun: Skoðun á öllum raflögnum og rafbúnaði virkis.
Hleðslustöð: Raffang sem hleður rafknúin ökutæki.
Hraðhleðslustöð: Hleðslustöð þar sem mögulegt er að yfirfæra raforku á rafknúið ökutæki með afli sem er meira en 22 kW.
IEC (International Electrotechnical Commission): Alþjóðaraftækniráðið.
Iðjuver/stóriðja: Virki, háspennt og/eða lágspennt, þar sem aðflutt raforka kemur á háspennu inn í veituna, eða er framleidd í eigin aflstöð á athafnasvæðinu eða hvort tveggja.
Innflytjandi: Einstaklingur eða lögaðili með staðfestu innan EES sem setur rafföng frá ríki utan EES á markað innan EES.
Landsskrá yfir rafverktaka: Upplýsingar um alla löggilta rafverktaka sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skráir.
Innri öryggisstjórnun: Skilgreint eftirlitskerfi til að tryggja að kröfum um gæði vinnu og öryggi búnaðar, sem gerðar eru í samræmi við lög og reglugerðir, sé fullnægt. Sjá öryggisstjórnun.
Innri öryggisstjórnunarkerfi: Kerfisbundnar ráðstafanir sem tryggja að starfsemi sé samkvæmt öryggiskröfum laga og reglugerða og sönnur eru færðar á með skráningu. Sjá öryggisstjórnunarkerfi.
Innköllun: Hvers konar ráðstöfun sem miðar að því að raffangi, sem þegar er aðgengilegt endanlegum notanda, sé skilað til baka.
Lokayfirferð rafverktaka: Yfirferð allra virkja með samanburði við teikningar, verklýsingar og verklagsreglur, svo og skráning á reyndarteikningar og í yfirferðarskýrslur eins og við á.
Löggilding til rafvirkjunarstarfa: Leyfi sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir aðilum til rafvirkjunarstarfa, á eigin ábyrgð, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Löggiltur rafverktaki: Sá sem hlotið hefur löggildingu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til rafvirkjunarstarfa.
Markaðseftirlit með rafföngum: Markvisst og skipulegt eftirlit með rafföngum á markaði til að tryggja að þau uppfylli ákvæði um öryggi og séu ekki hættuleg.
Neysluveita: Raflögn og rafbúnaður innan við stofnkassa (eða búnað, sem gegnir hlutverki stofnkassa). Á einni heimtaug geta verið fleiri en ein neysluveita.
Raffang: Hvers konar hlutur sem að einhverju leyti kemur að gagni við nýtingu raforku, þ.e. til vinnslu, flutnings, dreifingar, geymslu, mælinga, breytinga og notkunar raforku, svo sem spennar, hreyflar, mælitæki, neyslutæki, varnarbúnaður og búnaður til raflagna.
Raforkuvirki: Mannvirki og búnaður til vinnslu og dreifingar rafmagns.
Rafveita: Fyrirtæki sem flytur, dreifir og/eða selur rafmagn.
Rekstraraðilar: Framleiðandi, viðurkenndur fulltrúi, innflytjandi og dreifingaraðili.
Reyndarteikning: Teikning er sýnir endanlegan frágang verks, t.d. endanlegt samhengi og tengingar raflagna.
Samhæfðir staðlar: Staðlar sem samdir hafa verið með hliðsjón af grunnkröfum og samþykktir eru af CENELEC.
Samræmismat: Ferli sem sýnir fram á hvort öryggismarkmiðin fyrir rafföng, sem um getur í gr. 7.2 hafi verið uppfyllt.
Samræmisyfirlýsing: Yfirlýsing framleiðanda um ábyrgð hans á að vara, ferli eða þjónusta sé í samræmi við staðla og önnur kröfuskjöl.
Setning á markað: Það að raffang er boðið fram í fyrsta sinn á Evrópska efnahagssvæðinu.
Skoðun: Faglegt mat á hönnun virkja, frágangi þeirra og samsetningu eða þjónustu við þau til að ákvarða samræmi þeirra við kröfur gildandi laga, reglugerða og annarra lögmætra fyrirmæla.
Skoðunarhandbók: Handbók um yfirferð hönnunargagna og framkvæmd áfanga-, öryggis- og lokaúttekta, sbr. viðauka II með reglugerð þessari. Þar kemur fram yfirlit yfir þá þætti sem eru til skoðunar, ákvæði um verklag við framkvæmd skoðunar, skoðunaraðferðir, gerð skoðunarskýrslu, flokkun athugasemda og áhrif á afgreiðslu og framsetningu niðurstöðu.
Skoðunarstofa: Faggiltur óháður aðili sem hefur starfsleyfi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til að annast skoðanir.
Tækniforskrift: Skjal þar sem mælt er fyrir um tæknikröfur sem raffang þarf að uppfylla.
Úrtaksskoðun: Skoðun á ákveðnum hundraðshluta virkja eða hluta virkja sem valin eru með úrtaki.
Úttekt: Skoðun virkis og/eða verks, sem lýkur með undirskrift/staðfestingu úttektaraðila og verktaka um að lagfæringum sé lokið og að virkið og/eða verkið uppfylli í einu og öllu tilskilin ákvæði í gildandi lögum, reglum og öðrum fyrirmælum.
Vara tekin af markaði: Hvers konar ráðstöfun sem miðar að því að koma í veg fyrir að raffang í aðfangakeðjunni sé boðið fram á markaði.
Venjuleg hleðslustöð: Hleðslustöð þar sem mögulegt er að yfirfæra raforku á rafknúið ökutæki með afli sem er 22 kW eða minna, að undanskildum tækjum sem eru 3,7 kW eða minni og eru sett upp á einkaheimilum eða sem eru ekki eingöngu notuð í þeim tilgangi að hlaða rafknúin ökutæki og eru ekki aðgengileg almenningi.
Viðurkenndur fulltrúi: Einstaklingur eða lögaðili með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu sem hefur skriflegt umboð frá framleiðandanum til að koma fram fyrir hans hönd í tengslum við tilgreind verkefni.
Virki: Samheiti fyrir raforkuvirki og neysluveitur.
Vottun: Aðferð sem þriðji aðili beitir til að veita formlega staðfestingu á því að vara, ferli eða þjónusta sé í samræmi við tilgreindar kröfur.
Vottunarstofa: Aðili sem annast vottun.
Vörumerki (trade mark): Einkennismerki framleiðanda.
Yfireftirlit: Eftirlit með að ákvæðum laga, nr. 146/1996, um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga sé fylgt í framkvæmd með fullnægjandi hætti í samræmi við lögin og reglugerðir sem settar eru á grundvelli þeirra.
Öryggisstjórnun: Skilgreint eftirlitskerfi til að tryggja að kröfum um gæði vinnu og öryggi búnaðar, sem gerðar eru í samræmi við lög og reglugerðir, sé fullnægt.
Öryggisstjórnunarkerfi: Kerfisbundnar ráðstafanir sem tryggja að starfsemi sé samkvæmt öryggiskröfum laga og reglugerða og sönnur eru færðar á með skráningu.
2. gr. Almenn ákvæði.
2.1 Tilgangur.
Tilgangur þessarar reglugerðar er að draga sem mest úr hættu og tjóni af öllum virkjum og rafföngum og truflunum á og af völdum starfrækslu þeirra.
2.2 Gildissvið.
Reglugerð þessi tekur til raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga í landi.
Reglugerðin nær einnig m.a. til hreyfilhitara og hitara fyrir farrými bifreiða sem tengjast almennu rafveitukerfi, búnaðar á farartækjum sem ýmist má tengja almennu rafveitukerfi eða sérstökum rafala svo sem jarðbora eða verkstæðisbúnaðar, rafstöðva sem eru á farartækjum, raflagna í hjólhýsum, bílhýsum, vinnuskýlum á bifreiðum o.fl.
Ákvæði reglugerðarinnar ná ekki til eigin virkja farartækja, svo sem skipa, flugvéla og bifreiða, enda falli þau undir eftirlit annarra en Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
2.3 Yfireftirlit.
Eftirlit með því að fullnægt sé ákvæðum laga nr. 146/1996 og þessarar reglugerðar skal vera í höndum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sbr. 6. gr. laga nr. 146/1996.
2.4 Gerð virkja og raffanga.
Virki og rafföng má því aðeins taka í notkun að hönnun þeirra, gerð og frágangur stofni ekki öryggi manna og dýra, umhverfi eða eignum í hættu þegar þau eru rétt upp sett, þeim haldið við og þau notuð með þeim hætti sem til er ætlast.
Virki og rafföng skulu vera þannig úr garði gerð, notuð, þeim haldið við og eftir þeim litið að hætta af þeim fyrir heilsu og öryggi manna og dýra, svo og hætta á eignatjóni og umhverfisspjöllum, verði svo lítil sem við verði komið.
Öll virki skulu uppfylla grunnkröfur sem tilgreindar eru í 10. gr. Þau skulu einnig uppfylla sérstakar öryggiskröfur sem tilgreindar eru í 11., 12. og 13. gr. eftir því sem við á.
Virki sem gerð eru samkvæmt íslenskum stöðlum og sérstökum öryggiskröfum, sem tilgreindar eru í 11., 12. og 13. gr. eftir því sem við á, eru álitin uppfylla grunnkröfur, sbr. 10. gr., nema annað komi í ljós. Sé beitt öðrum aðferðum við gerð virkja en kveðið er á um í fyrrgreindum stöðlum skulu þær aðferðir og ástæður fyrir beitingu þeirra skjalfestar. Þar skulu koma fram nákvæmar lýsingar á þeim aðferðum sem beitt var til að tryggja öryggi, sbr. 10. gr. Gögn þessi skulu vera aðgengileg eftirlitsstjórnvöldum (Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og skoðunarstofum) í a.m.k. tíu ár eftir verklok.
Öll rafföng skulu uppfylla grunnkröfur um öryggi sem tilgreindar eru í 7. gr.
2.5 Öryggisstjórnun.
Ábyrgðarmenn raforkuvirkja rafveitna og iðjuvera, skulu koma upp kerfi til öryggisstjórnunar á eigin virkjum sem að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar uppfyllir skilyrði laga nr. 146/1996 og reglugerða settra með stoð í þeim. Einnig skulu rafverktakar koma upp kerfi til öryggisstjórnunar á eigin starfsemi sem að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar uppfyllir skilyrði ofangreindra laga.
2.6 Réttur til eftirlits og rannsókna.
Starfsmenn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og starfsmenn skoðunarstofa, sem hafa starfsleyfi á rafmagnsöryggissviði skv. 8. gr. laga nr. 146/1996, skulu ætíð hafa óhindraðan aðgang að þeim virkjum, starfsstöðum rafverktaka og rafföngum sem þeim hefur verið falið að skoða hverju sinni og rétt til að taka sýni og gera þær athuganir og rannsóknir sem nauðsynlegar eru taldar í því skyni að varna hættu á tjóni af völdum rafmagns.
Ábyrgðarmönnum virkja, rafverktökum og framleiðendum, innflytjendum og seljendum raffanga, er skylt að veita Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þá aðstoð er þörf krefur og hún kann að óska eftir.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ber að koma á og viðhalda eigin gæðakerfi. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stýrir á þann hátt eftirliti til að tryggja að gerð, frágangur og meðferð virkja sé í öllu samkvæmt gildandi lögum og reglum, og að fullnægjandi öryggi sé gegn hættu og tjóni af þeirra völdum.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun getur, þar til niðurstaða, úrskurður eða dómur gengur í máli tekið í sína vörslu eða innsiglað rafföng eða hvers konar hluta virkja sem teljast varhugaverðir að hennar mati og sem ekki fullnægja skilyrðum reglugerðar þessarar.
2.7 Fræðsla og upplýsingamiðlun.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ber að stuðla að auknu öryggi almennings við hagnýtingu rafmagns, og fagmanna við umgengni þess og meðferð. Þetta er m.a. gert með því að koma á framfæri til almennings og fagmanna fræðsluefni um rafmagn og notkun þess, auk upplýsinga um hættur af völdum rafmagns, fyrirbyggjandi aðgerðir og leiðir til að forðast hættu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að birta og nota niðurstöður skoðana, ásamt upplýsingum um slys og tjón, til fræðslu, upplýsinga og viðvarana til almennings og fagmanna.
2.8 Fagleg gerð, viðhald, útlit, náttúruvernd.
Sérhvert virki skal vera faglega gert. Setning, breytingar og viðgerðir virkja og raffanga skulu framkvæmdar af sérhæfðum mönnum sem hafa þá kunnáttu sem nauðsynleg er í hverju tilviki.
Ábyrgðarmönnum virkja og raffanga er skylt að sjá um að þeim sé vel við haldið og eftirlit með þeim sé þannig að þau séu ávallt í samræmi við þær öryggiskröfur sem reglugerðin mælir fyrir um.
Framkvæmdum við virki skal haga þannig að sem minnst mengun, tjón, röskun á náttúru og umhverfi eða lýti hljótist af. Um mat á mengunarhættu og náttúruspjöllum skal haft samráð við viðkomandi yfirvöld.
2.9 Upplýsingaskylda, og viðeigandi aðgerðir.
Ábyrgðarmönnum virkja er ávallt skylt að láta Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í té allar upplýsingar er hún kann að óska eftir um gerð, tilhögun og rekstur virkja þeirra.
Ábyrgðarmönnum virkja er skylt að tilkynna Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tafarlaust um hvert það slys eða tjón (svo sem bruna) er kann að verða af völdum eigin virkja eða raffanga. Gerð skal full grein fyrir öllum atriðum sem kunn eru og geta skýrt orsök og upptök slyss eða tjóns.
Verði Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þess áskynja að neysluveita, rafföng eða hvers konar hlutar virkja séu varhugaverðir eða uppfylli ekki skilyrði reglugerðar þessarar, eða að hætta kunni að stafa af virkjum eða rafföngum skal stofnunin tafarlaust grípa til þeirra úrræða sem reglugerð þessi mælir fyrir um. Leiki rökstuddur grunur á því að virki eða raffang uppfylli ekki skilyrði þessarar reglugerðar getur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tímabundið bannað sölu eða notkun á meðan rannsókn fer fram í málinu.
Leiði rannsókn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í ljós að virki eða raffang uppfylli ekki skilyrði reglna getur stofnunin tímabundið stöðvað notkun, bannað uppsetningu og krafist niðurtöku og innköllunar.
Telji Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að einstaklingur eða lögaðili sem starfar samkvæmt leyfi eða löggildingu hennar hafi brotið ákvæði leyfisins eða löggildingarinnar skal stofnunin, áður en gripið er til leyfissviptingar, senda viðkomandi fyrirmæli þar sem tilgreina skal ávirðingarnar, benda á leiðir til úrbóta og tilgreina fyrir hvaða tíma framkvæma skuli úrbætur.
Ákvörðunum og fyrirmælum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar má skjóta til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en málskot frestar ekki framkvæmd ákvörðunar.
2.10 Umbætur á virkjum.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun getur ef talið er nauðsynlegt, fyrirskipað umbætur og breytingar á virkjum til varnar gegn hættu, tjóni og truflunum skv. gr. 2.4. Slíkar umbætur eða breytingar ber að framkvæma tafarlaust að fyrirsögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hún getur bannað notkun virkjanna og aftengt þau ef þörf krefur þar til fullnægjandi umbótum er lokið.
2.11 Kostnaður af öryggisráðstöfunum.
Virki og rafföng mega ekki hafa í för með sér lífshættu, slysahættu, tjón á eignum eða hættu á truflunum á starfrækslu virkja sem fyrir eru. Sé unnt að afstýra því með öryggisráðstöfunum, skulu þær gerðar á kostnað eiganda hinna nýju virkja. Þó má skylda eiganda hinna eldri virkja að bera tilsvarandi hluta kostnaðarins, ef framkvæmd öryggisráðstafana er til verulegra hagsbóta fyrir starfrækslu þeirra framvegis. Svo má og ákveða að eigandi hinna eldri virkja skuli kosta að nokkru eða öllu leyti þær öryggisráðstafanir sem framvegis verða hluti af hans virkjum og hans eign, ef þær eru nauðsynlegar sökum þess, að hin eldri virki hafa verið ófullkomnari eða miður trygg en venja er til eða krafist er um ný virki á þeim tíma þegar ráðstafanirnar koma til framkvæmda.
2.12 Frekari reglur.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að setja reglur í formi verklagsreglna, skoðunarreglna, orðsendinga eða á annan skriflegan hátt um gerð, tilhögun og starfrækslu virkja og raffanga og eftirlit með þeim til frekari fyllingar reglugerð þessari eða staðla sem vísað er til.
2.13 Ágreiningur, úrskurður.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sker úr ágreiningi um:
- hvort virki hafi í för með sér lífshættu, hættu á tjóni á heilsu og eignum manna, eða hættu á truflunum við starfrækslu eldri virkja,
- hvaða öryggisráðstafanir skuli framkvæma til að afstýra hættum og truflunum,
- hver eigi að koma ráðstöfunum skv. 2. lið í verk,
- hvort og að hve miklu leyti eigandi hinna eldri virkja skuli taka þátt í kostnaðinum við þær.
Fyrirmælum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar getur hlutaðeigandi skotið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan þriggja mánaða frá því að aðila var kunnugt um fyrirmælin eða mátti vera um þau kunnugt. Aðila er þó skylt að hlíta fyrirmælum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til bráðabirgða þar til niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála liggur fyrir.
2.14 Beiting ákvæða á ný og eldri virki.
Ný virki skulu gerð, þeim viðhaldið og þau rekin samkvæmt þessari reglugerð. Ákvæðum þessarar reglugerðar skal einnig fylgt við stækkanir og breytingar á eldri virkjum, sbr. ákvæði um gildistöku.
Auk þess, sem að framan greinir, getur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ákveðið að sérstök ákvæði reglugerðarinnar taki einnig til virkja sem tekin voru í notkun fyrir gildistöku þessarar reglugerðar, sé það talið nauðsynlegt af öryggisástæðum.
Sömu reglur um rekstur virkja skulu þó gilda um gömul og ný virki.
3. gr. Skoðunarstofur.
3.1 Hlutverk.
Faggiltri skoðunarstofu er heimilt, að fengnu starfsleyfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, að annast skoðanir, rannsóknir, eftirlit og úttektir á virkjum og öryggisstjórnunarkerfum rafveitna og rafverktaka, rafföngum og aðstöðu og búnaði rafverktaka samkvæmt samningi við stjórnvöld, eigendur, rekstraraðila, seljendur, framleiðendur og aðra sem uppfylla ber tilteknar skyldur á rafmagnssviði eins og nánar er mælt fyrir um í reglugerð þessari.
3.2 Almennt um starfsleyfi.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir starfsleyfi til reksturs skoðunarstofa á rafmagnssviði. Starfsleyfi er skilgreint og bundið við eitt eða fleiri eftirfarandi starfssviða:
- Að skoða virki með málspennu yfir 1000 V riðspennu eða 1500 V jafnspennu.
- Að skoða virki með málspennu til og með 1000 V riðspennu eða 1500 V jafnspennu.
- Að skoða öryggisstjórnunarkerfi rafveitna og framkvæmd öryggisstjórnunar.
- Að skoða öryggisstjórnunarkerfi rafverktaka og framkvæmd öryggisstjórnunar.
- Skoðun á aðstöðu og búnaði rafverktaka.
- Að skoða rafföng á markaði.
Starfsleyfi veitir skoðunarstofu heimild til að sinna hlutaðeigandi starfssviði um allt land. Starfsleyfi skoðunarstofa er veitt til fimm ára í senn. Starfsleyfi fellur niður ef skoðunarstofa gerist brotleg við eitthvert þeirra skilyrða sem sett eru við veitingu starfsleyfisins eða brýtur að öðru leyti gegn ákvæðum laga og reglugerða sbr. gr. 2.9. Starfsleyfi fellur einnig niður ef skoðunarstofa hættir starfsemi af einhverjum ástæðum. Framsal starfsleyfis er óheimilt.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að kanna starfsemi skoðunarstofa eins og þurfa þykir. Slík könnun er óháð reglulegu eftirliti faggildingaraðila.
3.3 Skilyrði fyrir starfsleyfi.
Aðili sem hyggst stofna til reksturs skoðunarstofu á rafmagnssviði skal sækja um starfsleyfi til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Til að öðlast slíkt leyfi skulu eftirfarandi skilyrði uppfyllt:
- Skoðunarstofa skal vera faggilt í samræmi við reglugerð um starfsemi faggiltra, óháðra skoðunarstofa.
- Skoðunarstofa skal hafa í föstu starfi tæknilegan stjórnanda með menntun og reynslu á því sviði sem hún starfar á og sem ber ábyrgð á skoðuninni. Hæfniskröfur skulu vera eins og skilgreindar eru í gr. 4.4.
- Skoðunarstofa skal hafa nægilegan fjölda starfsmanna með fullnægjandi þekkingu og reynslu til að annast þá þjónustu sem veita skal. Hæfniskröfur skoðunarmanna skulu vera eins og skilgreindar eru í gr. 4.5.
- Skoðunarstofa skal hafa yfir að ráða mælum og öðrum tækjabúnaði til að geta fullnægt kröfum reglugerðar um raforkuvirki og sérstökum kröfum sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun setur og birtir varðandi einstök starfssvið. Nákvæmnisvið mælitækja skal vera fullnægjandi að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Í verklagsreglum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er skrá yfir nauðsynleg tæki og búnað skoðunarstofu.
- Skoðunarstofa skal fullnægja kröfum um hlutleysi þriðja aðila, eins og þær eru í reglugerð um starfsemi faggiltra óháðra skoðunarstofa.
3.4 Leyfissviptingar.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun getur svipt skoðunarstofu starfsleyfi, sbr. gr. 2.9, ef leyfisskilyrði eru ekki lengur uppfyllt samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar og mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Sama á við ef skoðunarstofa hlítir ekki fyrirmælum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, vanrækir hlutverk sitt og skyldur eða sýnir af sér ítrekaða óvarkárni í starfi. Sviptingu starfsleyfis má skjóta til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan þriggja mánaða frá því að svipting kom til.
4. gr. Hæfniskröfur.
4.1 Ábyrgðarmaður raforkuvirkja rafveitna.
Ábyrgðarmaður raforkuvirkja rafveitna skal:
- hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds verkfræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu námi við störf sem lúta að vinnu við háspennuvirki og/eða rekstur þeirra, eða
- hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds tæknifræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu námi við störf sem lúta að vinnu við háspennuvirki og/eða rekstur þeirra, eða
- hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í rafmagnsiðnfræði (sterkstraumssviði) frá Háskólanum í Reykjavík (áður Tækniháskóli Íslands og Tækniskóli Íslands) eða öðrum viðurkenndum skóla og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja, eða
- hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í meistaranámi í rafvirkjun (sterkstraumssviði) frá viðurkenndum skóla eða hafa jafngilda menntun að mati menntamálaráðuneytisins og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja.
Ef rafveitan framleiðir og/eða dreifir einungis lágspenntri raforku skal ábyrgðarmaður hennar hafa tveggja ára reynslu að loknu námi/sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja.
4.2 Ábyrgðarmaður virkja iðjuvera/stóriðju.
Ábyrgðarmaður raforkuvirkja iðjuvera skal:
- uppfylla skilyrði gr. 4.7 um A-löggildingu eða,
- uppfylla skilyrði gr. 4.9.1 um CA-löggildingu.
4.3 Ábyrgðarmaður einkarafstöðva.
Ef einkarafstöð framleiðir og/eða dreifir háspenntri raforku skal ábyrgðarmaður hennar uppfylla skilyrði gr. 4.7 um A-löggildingu eða skilyrði gr. 4.9.1 um CA-löggildingu.
Ef einkarafstöð framleiðir og/eða dreifir lágspenntri raforku skal ábyrgðarmaður hennar uppfylla skilyrði gr. 4.8 um B-löggildingu eða skilyrði gr. 4.9.2 um CB-löggildingu.
4.4 Tæknilegur stjórnandi skoðunarstofu.
Tæknilegur stjórnandi skoðunarstofu skal:
- hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds verkfræðiháskóla (sterkstraumssviði), eða
- hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds tæknifræðiháskóla (sterkstraumssviði).
Að auki skal tæknilegur stjórnandi skoðunarstofu hafa a.m.k sex mánaða reynslu af skoðunarstörfum á viðkomandi fagsviðum, sjá gr. 3.2.
4.5 Skoðunarmaður skoðunarstofu.
4.5.1 Lágspenna/öryggisstjórnun rafverktaka.
Skoðunarmaður skal:
- hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds verkfræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja, eða
- hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds tæknifræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja, eða
- hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í rafmagnsiðnfræði (sterkstraumssviði) frá Háskólanum í Reykjavík (áður Tækniháskóli Íslands og Tækniskóli Íslands) eða öðrum viðurkenndum skóla og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja, eða
- hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í meistaranámi í rafvirkjun (sterkstraumssviði) frá viðurkenndum skóla eða hafa jafngilda menntun að mati menntamálaráðuneytisins og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja.
4.5.2 Háspenna/öryggisstjórnun rafverktaka.
Skoðunarmaður skal:
- hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds verkfræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja, eða
- hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds tæknifræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja, eða
- hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í rafmagnsiðnfræði (sterkstraumssviði) frá Háskólanum í Reykjavík (áður Tækniháskóli Íslands og Tækniskóli Íslands) eða öðrum viðurkenndum skóla og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja, eða
- hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í meistaranámi í rafvirkjun (sterkstraumssviði) frá viðurkenndum skóla eða hafa jafngilda menntun að mati menntamálaráðuneytisins og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja.
4.5.3 Öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.
Skoðunarmaður skal:
- Uppfylla ákvæði gr. 4.5.1 og/eða 4.5.2.
- Hafa lokið a.m.k. þriggja ára háskólanámi.
- Hafa starfað að gæða- eða öryggisstjórnun. Tekið þátt í uppbyggingu eða þróun gæða- og/eða öryggisstjórnunarkerfa. Tekið þátt í rekstri slíks kerfis, þ. á m. innri gæðaúttektum. Þessi reynsla þarf að spanna a.m.k. 2 ár.
- Hafa sótt námskeið fyrir vottunarúttektarmenn, viðurkennt af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
- Hafa undirgengist hæfnispróf sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun viðurkennir.
Uppfylli skoðunarmaður ekki 1. lið greinar þessarar skal hann hafa sér til fulltingis skoðunarmann sem gerir slíkt.
4.6. Löggilding rafverktaka.
Löggildingarflokkar eru þrír:
A-löggilding sem er löggilding til rafvirkjunarstarfa við háspennuvirki á almennum markaði.
A-löggildingu skulu þeir hafa hlotið sem í eigin nafni annast rafverktöku við háspennuvirki á almennum markaði. Fyrirtæki sem starfa við háspennuvirki á almennum markaði, skulu hafa í þjónustu sinni starfsmann, sem hlotið hefur A-löggildingu og þar með réttindi til að annast rafverktöku háspennuvirkja og ber jafnframt ábyrgð á vinnu við háspennuvirki sem unnin er í nafni fyrirtækisins.
B-löggilding sem er löggilding til rafvirkjunarstarfa við lágspennuvirki og til viðgerða á hvers konar rafföngum á lágspennusviði á almennum markaði.
B-löggildingu skulu þeir hafa hlotið sem í eigin nafni annast rafverktöku við lágspennuvirki og/eða annast viðgerðir á hvers konar rafföngum á lágspennusviði á almennum markaði. Fyrirtæki sem starfa við lágspennuvirki og/eða annast viðgerðir á hvers konar rafföngum á lágspennusviði á almennum markaði, skulu hafa í þjónustu sinni starfsmann, sem hlotið hefur B-löggildingu og þar með réttindi til að annast rafverktöku lágspennuvirkja og er jafnframt ábyrgur fyrir vinnu sem unnin er við lágspennuvirki í nafni fyrirtækisins.
C-löggilding (CA;CB) er takmörkuð löggilding til rafvirkjunarstarfa við háspennuvirki, og/eða lágspennuvirki eða til viðgerða á hvers konar rafföngum á lágspennusviði, innan vébanda einstakra fyrirtækja eða stofnana sem ekki annast almenna rafverktöku eða viðgerðir á almennum markaði. Þá skal löggildingin eingöngu ná til starfa/raffanga á athafnasvæðum og/eða húsnæði viðkomandi fyrirtækja eða stofnana.
C-löggildingu (CA;CB) sem er takmörkuð löggilding, skulu þeir hafa hlotið sem starfa hjá fyrirtækjum eða stofnunum sem ekki annast rafverktöku á almennum markaði né annast viðgerðir á hvers konar rafföngum á almennum markaði og skal löggildingin aðeins ná til starfa/raffanga á athafnasvæði og/eða húsnæði viðkomandi fyrirtækja eða stofnana.
4.7 A-löggilding til rafvirkjunarstarfa.
Sá sem vill öðlast A-löggildingu, sem er löggilding til rafvirkjunarstarfa við háspennuvirki, verður að:
- hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds verkfræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja, eða
- hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds tæknifræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja, eða
- hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í rafmagnsiðnfræði (sterkstraumssviði) frá Háskólanum í Reykjavík (áður Tækniháskóli Íslands og Tækniskóli Íslands) eða öðrum viðurkenndum skóla og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja, eða
- hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í meistaranámi í rafvirkjun (sterkstraumssviði) frá viðurkenndum skóla eða hafa jafngilda menntun að mati menntamálaráðuneytis og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja.
4.8 B-löggilding til rafvirkjunarstarfa.
Sá sem vill öðlast B-löggildingu, sem er löggilding til rafvirkjunarstarfa við lágspennuvirki, verður að:
- hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds verkfræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja, eða
- hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds tæknifræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja, eða
- hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í rafmagnsiðnfræði (sterkstraumssviði) frá Háskólanum í Reykjavík (áður Tækniháskóli Íslands og Tækniskóli Íslands) eða öðrum viðurkenndum skóla og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja, eða
- hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í meistaranámi í rafvirkjun (sterkstraumssviði) frá viðurkenndum skóla eða hafa jafngilda menntun að mati menntamálaráðuneytis og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja.
4.9 C-löggilding til rafvirkjunarstarfa.
4.9.1 CA-löggilding.
Sá sem vill öðlast CA-löggildingu, sem er takmörkuð löggilding til rafvirkjunarstarfa við háspennuvirki verður að:
- hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds verkfræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja, eða
- hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds tæknifræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja, eða
- hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í rafmagnsiðnfræði (sterkstraumssviði) frá Háskólanum í Reykjavík (áður Tækniháskóli Íslands og Tækniskóli Íslands) eða öðrum viðurkenndum skóla og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja, eða
- hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í meistaranámi í rafvirkjun (sterkstraumssviði) frá viðurkenndum skóla eða hafa jafngilda menntun að mati menntamálaráðuneytis og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja.
Sá sem öðlast hefur CA-löggildingu má einungis starfa við þau raforkuvirki sem heyra undir fyrirtækið sem hann starfar hjá. Fyrirtækið sér honum fyrir búnaði og aðstöðu.
4.9.2 CB-löggilding.
Sá sem vill öðlast CB-löggildingu, sem er takmörkuð löggilding til rafvirkjunarstarfa við lágspennuvirki, verður að:
- hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds verkfræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja, eða
- hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds tæknifræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja, eða
- hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í rafmagnsiðnfræði (sterkstraumssviði) frá Háskólanum í Reykjavík (áður Tækniháskóli Íslands og Tækniskóli Íslands) eða öðrum viðurkenndum skóla og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja, eða
- hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í meistaranámi í rafvirkjun (sterkstraumssviði) frá viðurkenndum skóla eða hafa jafngilda menntun að mati menntamálaráðuneytisins og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja.
Sá sem öðlast hefur CB-löggildingu má einungis starfa við þau raforkuvirki sem heyra undir fyrirtækið sem hann starfar hjá. Fyrirtækið sér honum fyrir búnaði og aðstöðu.
Þeir aðilar sem áður hafa gegnt störfum ábyrgðarmanns, eða störfum fulltrúa þeirra, eða hlotið önnur réttindi skv. eldri reglugerð, skulu halda þeim réttindum áfram.
5. gr. Eftirlit með rafveitum, iðjuverum og einkarafstöðvum.
5.1 Almennt.
Ákvæði þessa kafla gilda einnig um háspennuhluta iðjuvera og einkarafstöðva, þó að ekki séu nefnd sérstaklega hér á eftir.
Eftirlit með raforkuvirkjum rafveitna skiptist í:
- Öryggisstjórnun af hálfu rekstraraðila veitunnar, þ.m.t. skoðanir og úttektir á nýjum og breyttum raforkuvirkjum og raforkuvirkjum í rekstri.
- Eftirlit af hálfu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem felst m.a. í skoðun öryggisstjórnunarkerfa rafveitna og úrtaksskoðun nýrra og breyttra virkja og virkja í rekstri.
5.2 Öryggisstjórnun.
Rafveitum ber að hafa skilgreint öryggisstjórnunarkerfi til að tryggja öryggi eigin raforkuvirkja og fullnægjandi stjórn á rekstri þeirra. Í öryggisstjórnunarkerfi skal m.a. skilgreina eftirfarandi meginþætti:
- fastmótað skipulag og skilgreiningu á því hver beri ábyrgð á að nauðsynlegum öryggis- og fyrirbyggjandi aðgerðum ásamt eftirliti sé sinnt og hvernig ábyrgðarmaðurinn dreifir ábyrgð á aðra starfsmenn;
- skráningu á megineiningum raforkuvirkja og breytingum sem gerðar eru;
- ákvæði um hvernig sé staðið að eftirliti með virkjum í rekstri, úttektum og skoðunum á nýjum virkjum og endurbótum eldri virkja;
- ákvæði um tíðni og umfang eftirlits;
- ákvæði um greiningu, skráningu og flokkun athugasemda auk þess hvernig bregðast skuli við athugasemdum;
- ákvæði um innri úttektir öryggisstjórnunarkerfisins.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að takmarka kröfur til iðjuvera og einkarafstöðva við töluliði (1) og (2) þessarar greinar ef uppfyllt er krafa um heildarskoðun háspennuhluta viðkomandi virkis á minnst 5 ára fresti.
Rafveitur skulu tilnefna ábyrgðarmann sem ber ábyrgð á því að unnið sé samkvæmt skilgreindu öryggisstjórnunarkerfi. Tilkynna skal Húsnæðis- og mannvirkjastofnun nafn og kunnáttu ábyrgðarmannsins sem uppfylla skal hæfniskröfur skv. gr. 4.1. Ábyrgðarsvið hans skal vera skilgreint í öryggisstjórnunarkerfi rafveitunnar.
Ábyrgðarmanni er heimilt að framselja öðrum umboð sitt og tilnefna fulltrúa ábyrgðarmanns. Það skal gert skriflega. Eftir sem áður ber ábyrgðarmaðurinn ábyrgð á virkjum rafveitunnar. Í öryggisstjórnunarkerfinu skal vera nánari lýsing á framsalsferlinu.
Sá sem ábyrgðarmaður gerir að fulltrúa sínum skal a.m.k. uppfylla ákvæði gr. 4.7 til 4.9, eftir því sem við á.
Ábyrgðarmaður og fulltrúar hans skulu vera búsettir svo nærri raforkuvirkjum að þeir geti haft reglubundna umsjón með ástandi og viðhaldi þeirra í þeim mæli sem öryggisstjórnunarkerfið kveður á um. Þeir skulu ekki vera svo bundnir af annarri starfsemi að það hindri störf þeirra sem ábyrgðarmanna.
Rafveita skal í lok hvers framkvæmdaárs, eða samkvæmt nánara samkomulagi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, senda verkáætlun til hennar um fyrirhugaðar framkvæmdir næsta árs. Í áætluninni skal geta um allar fyrirhugaðar viðbætur og breytingar á virkjum rafveitunnar, bæði háspennu- og lágspennuvirkjum.
Rafveita semur, eða er heimilt að semja, við skoðunarstofu, sem hefur tilskilið starfsleyfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, um að skoðunarstofan annist lögbundnar skoðanir á öryggisstjórnunarkerfi, nýjum og breyttum raforkuvirkjum og skoðun á virkjum í rekstri, sbr. gr. 5.3.1 og 5.3.2.
Liggi ekki fyrir samningur við skoðunarstofu er rafveitum heimilt að óska eftir umsjón Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar með skoðunum á öryggisstjórnunarkerfi, skoðunum á nýjum og breyttum raforkuvirkjum og raforkuvirkjum í rekstri. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ræður til þess skoðunarstofu sem hefur tilskilið starfsleyfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Hafi rafveita komið sér upp gæðakerfi skv. ÍST EN ISO 9001, sem tekur til þátta öryggisstjórnunarkerfis og fylgir þeim grundvallarreglum sem um slík gæðakerfi gilda, er Húsnæðis- og mannvirkjastofnun heimilt að takmarka eða fella niður skoðun á öryggisstjórnunarkerfi viðkomandi rafveitu. Viðhaldsskoðun skal fara fram með jöfnu millibili á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, samkvæmt skilgreindum verklagsreglum. Rafveitur sem ekki uppfylla öll skilyrði liða (1)-(6) hér að framan, skulu sæta skoðunum nýrra og breyttra virkja, ásamt virkja í rekstri, sbr. gr. 5.3.1 og 5.3.2.
Rétt til skoðunar á öryggisstjórnun rafveitna, sem framkvæmdar eru í umboði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, hafa skoðunarstofur með tilskilið starfsleyfi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun setur í verklagsreglur nánari kröfur til öryggisstjórnunarkerfis og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Skoðanir eru framkvæmdar samkvæmt skilgreindum verklagsreglum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Skoðanir skulu beinast að hönnun, smíði, uppsetningu og frágangi svo og skráningu og verkfyrirkomulagi, skilgreindum innri úttektum og öðrum fyrirbyggjandi aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að tryggja lágmarkskröfu um öryggisstig.
5.3 Eftirlit með virkjum.
5.3.1 Ný og breytt virki.
Í öryggisstjórnunarkerfi rafveitu ber að skilgreina úttektir á nýjum og breyttum virkjum og skal við það taka mið af umfangi raforkukerfisins. Við skoðun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu skal hundraðshluti nýrra og breyttra virkja sem fer í úttekt vera a.m.k. 3% og allt að 10%, þó aldrei færri en eitt á ári af hverri tegund. Úrtak skal taka úr öllum nýjum og breyttum virkjum innan árs frá spennusetningu þeirra.
Hjá rafveitum sem ekki fullnægja skilyrðum um skilgreindar verklagsreglur sbr. gr. 5.2., skal hundraðshluti nýrra og breyttra virkja sem fer í árlega úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, vera 20%, þó aldrei færri en eitt virki á ári af hverri tegund.
Rafveitu ber í kjölfar samnings við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eða skoðunarstofu, að leggja til nægjanlega ítarleg frumhönnunargögn fyrir ný og breytt virki sem skoða skal þannig að leggja megi raunhæft mat á hvaða skoðanir eru nauðsynlegar (s.s. afstöðumyndir, einlínumyndir og tengimyndir). Húsnæðis- og mannvirkjastofnun getur krafist þess að fyrir ný og breytt virki með 66 kV málspennu og hærri, liggi fyrir samningur við skoðunarstofu með starfsleyfi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um eftirlit virkisins á hönnunar- og framkvæmdatíma, sbr. skilgreindar verklagsreglur.
5.3.2 Virki í rekstri.
Árleg úrtaksskoðun á virkjum í rekstri skal vera allt að 5% af hverri tegund sem kemur til skoðunar. Skoðun virkja í rekstri ákvarðast m.t.t. verklagsreglna Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Við mat á úrtaki til skoðunar virkja í rekstri, skal tekið tillit til umfangs öryggisstjórnunarkerfis.
Hafi rafveita komið sér upp gæðakerfi, samkv. ÍST ISO 9002 a.m.k. eða sambærilegum staðli, sem tekur til þátta öryggisstjórnunarkerfis og fylgir þeim grundvallarreglum sem um slík gæðakerfi gilda, er Húsnæðis- og mannvirkjastofnun heimilt að takmarka hundraðshluta virkja í skoðun hjá viðkomandi rafveitu.
Árleg skoðun á virkjum í rekstri hjá þeim rafveitum sem ekki fullnægja skilyrðum um skilgreindar verklagsreglur sbr. gr. 5.2, skal vera 10%, þó aldrei færri en eitt virki á ári af hverri tegund.
5.3.3 Aukaskoðanir.
Hjá aðilum sem ítrekað hafa orðið uppvísir að því að uppfylla ekki skilyrði þessarar reglugerðar er Húsnæðis- og mannvirkjastofnun heimilt að láta framkvæma aukaskoðanir á öryggisstjórnunarkerfi og/eða auka hundraðshlutfall skoðaðra virkja umfram það sem getið er um í gr. 5.3.1 og 5.3.2.
5.4 Vægi athugasemda.
Athugasemdir, sem gerðar eru við úttektir eða skoðun, eru flokkaðar með tilliti til öryggis- og áhættusjónarmiða í samræmi við skilgreindar verklagsreglur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Í verklagsreglunum skal m.a. vera ákvæði um frest til úrbóta athugasemda.
6. gr. Eftirlit með neysluveitum.
6.1 Almennt.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur yfireftirlit með því að neysluveitur brjóti eigi í bága við ákvæði laga og reglugerða. Hún ber ábyrgð á skoðun nýrra neysluveitna og reglubundnu eftirliti með neysluveitum í rekstri. Framkvæmd þessa eftirlits skal vera samkvæmt lögum nr. 146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og reglugerð þessari. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ber kostnað af lögbundnu eftirliti og skoðunum á neysluveitum og rafföngum sem þeim tengjast.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun gerir samning við skoðunarstofu um eftirlitið.
6.2 Skrá um neysluveitur og flokkun þeirra.
Rafveitur skulu annast skráningu neysluveitna á veitusvæði sínu. Í skránni skulu neysluveitur flokkaðar eftir notkun skv. skilgreindum verklagsreglum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Rafveitum ber að veita Húsnæðis- og mannvirkjastofnun aðgang að þessari skráningu.
6.3 Lokayfirferð af hálfu löggilts rafverktaka.
Löggiltir rafverktakar skulu fara yfir eigin verk að þeim loknum og tilkynna þau til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar samkvæmt skilgreindum verklagsreglum hennar. Þetta gildir bæði um nýjar veitur og breytingar á veitum í rekstri.
6.4 Eftirlit með neysluveitum.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ábyrgist skoðanir á nýjum neysluveitum og reglubundið eftirlit með veitum í rekstri með þeirri tíðni sem ákveðin er í gr. 6.5 og 6.6. Eftirlit þetta skal unnið af skoðunarmanni, sem uppfyllir skilyrði gr. 4.5.1, og er starfsmaður faggiltrar skoðunarstofu sem hefur starfsleyfi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Sá sem annast skoðanir á neysluveitum skal skila skýrslu um þær til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þessar skýrslur, um skoðanir og niðurstöður þeirra, skulu vera á því formi sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ákveður.
Með neysluveituhluta iðjuvera og einkarafstöðva skal fara á sama hátt og aðrar veitur.
Einnig er Húsnæðis- og mannvirkjastofnun heimilt að fela löggiltum rafverktökum að taka út veitur í rekstri vegna mats á þeim og skal sú úttekt lenda í úrtaksskoðun í samræmi við reglur þar að lútandi (gr. 6.7).
6.5 Flokkun neysluveitna.
Áhættuflokkar nýrra neysluveitna eru:
1. flokkur: Veitur með litla áraun og miðlungsáraun.
2. flokkur: Veitur með meiri áraun og áhættu en þær sem tilgreindar eru í 1. flokki, flóknar veitur og veitur sem leikmenn ganga að jafnaði um.
Stærð úrtaks til skoðunar nýrra neysluveitna ákvarðast skv. gr. 6.6.
Áhættuflokkar neysluveitna í rekstri og skoðunartíðni þeirra er:
1. flokkur: Veitur með litla áraun. Engin skoðun.
2. flokkur: Veitur með miðlungsáraun. Skoðaðar á 15 ára fresti.
3. flokkur: Veitur með mikla áraun. Skoðaðar á 10 ára fresti.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að láta fara fram tíðari skoðanir á neysluveitum en að ofan greinir, ef ástæða þykir til.
Áhættuflokkun neysluveitna:
Nýjar neysluveitur:
1. flokkur: Allt íbúðarhúsnæði.
2. flokkur: Allar aðrar neysluveitur en getið er um í 1. flokki.
Neysluveitur í rekstri:
1. flokkur: Allt íbúðarhúsnæði, neysluveitur sem lítið er gengið um og neysluveitur með smá atvinnustarfsemi þar sem einungis eigandi gengur um að jafnaði.
2. flokkur: Neysluveitur með aðra þjónustu- eða atvinnustarfsemi en getið er um í 1. og 3. flokki. Íbúðarhúsnæði sem leigt er út sem hótel, orlofshús o.s.frv.
3. flokkur: Neysluveitur þar sem raflagnir og rafföng teljast undir sérstakri áraun vegna raka, bleytu eða lofttegunda eða teljast bruna- og/eða sprengjuhættulegar skv. reglugerð þessari.
Sé ágreiningur um flokkun tiltekinnar neysluveitu úrskurðar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar um.
6.6 Skoðanir nýrra neysluveitna.
Nýjar neysluveitur eru valdar til skoðunar í samræmi við áhættuflokkun þeirra (gr. 6.5). Nýjar neysluveitur og breytingar sem falla undir 1. áhættuflokk skulu valdar til úrtaksskoðunar með úrtaki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Fjöldi neysluveitna í úrtaksskoðun skal vera allt að 20% frá hverjum rafverktaka á ári og aldrei færri en ein.
Að jafnaði skal skoða allar nýjar neysluveitur sem falla undir 2. áhættuflokk. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur þó heimild til að beita úrtaki við skoðanir neysluveitna í 2. áhættuflokki eða láta skoða þær að hluta. Hafi skoðanir Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á öryggisstjórnun rafverktaka leitt í ljós litlar eða engar athugasemdir, er Húsnæðis- og mannvirkjastofnun heimilt að lækka úrtaksprósentu á verkum viðkomandi rafverktaka.
6.7 Skoðanir neysluveitna í rekstri.
Neysluveitur í rekstri skulu skoðaðar með þeirri tíðni sem getur um í gr. 6.5. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur þó heimild til að beita úrtaki við val neysluveitna í rekstri til skoðunar eða að láta skoða þær að hluta til að meta ástand og þörf frekari skoðana. Veitur sem eru skoðaðar af skoðunarstofu teljast fullskoðaðar. Neysluveitur í rekstri í 1. áhættuflokki sem rafverktakar hafa tekið út skulu lenda í úrtaksskoðun (gr. 6.4).
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun velur neysluveitur í rekstri sem rafverktakar hafa tekið út, til skoðunar með úrtaki. Fjöldi eldri neysluveitna í úrtaki verði allt að 20% frá hverjum rafverktaka á ári, þó aldrei færri en ein.
6.8 Meðferð athugasemda.
Athugasemdir, sem gerðar eru við skoðun á nýjum neysluveitum eru flokkaðar með tilliti til öryggis- og áhættusjónarmiða í samræmi við skilgreindar verklagsreglur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Frestur til lagfæringa skal að jafnaði vera styttri en fjórar vikur og að hámarki tólf vikur. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er þó heimilt að veita lengri frest ef ástæða þykir til.
Athugasemdir, sem gerðar eru við skoðun á neysluveitum í rekstri eru flokkaðar með tilliti til öryggis- og áhættusjónarmiða í samræmi við skilgreindar verklagsreglur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Krafist er tafarlausa lagfæringa þegar um athugasemdir í 3. flokki er að ræða, en frestur til lagfæringa annarra athugasemda er án tímamarka.
7. gr. Eftirlit með rafföngum.
7.1 Almennt.
Ákvæði þessarar greinar um eftirlit með rafföngum eiga við um framleiðslu þeirra, innflutning, sölu, hvers konar framsal, notkun og aðra meðhöndlun.
Einungis er heimilt að bjóða fram á markaði rafföng sem uppfylla ákvæði reglugerðar þessarar.
7.2 Ákvæði um öryggi raffanga.
Rafföng má því aðeins bjóða fram á markaði að góðum verkfræðilegum starfsvenjum hafi verið fylgt við smíði þeirra og að hönnun þeirra, gerð og frágangur stofni ekki öryggi manna, húsdýra eða eigna í hættu þegar þau eru rétt upp sett, þeim við haldið og þau notuð með þeim hætti sem til er ætlast.
7.2.1 Almenn ákvæði.
- Helstu kennistærðir sem einkenna rafföng og taka þarf tillit til svo að tryggja megi örugga og rétta notkun þeirra skulu skráðar á rafföngin eða, sé slíkt ekki mögulegt, í leiðbeiningum sem þeim fylgja.
- Gerðarmerki raffanga, raðnúmer eða annað sérkenni ásamt nafni framleiðanda eða vörumerki, heimilisfang hans og aðrar samskiptaupplýsingar skulu standa skýrum stöfum á rafföngunum eða, sé slíkt ekki mögulegt, á umbúðum þeirra. Innflytjendum sem setja rafföng á markað ber að tryggja að þau séu einnig merkt með nafni innflytjanda, heimilisfangi hans og öðrum samskiptaupplýsingum.
- Rafföng og íhlutir þeirra skulu þannig gerð að tryggt sé að hægt sé að setja þau saman og tengja rétt og örugglega.
- Hönnun og framleiðsla raffanga skal vera með þeim hætti að tryggð sé vörn gegn hættum sem nefndar eru í gr. 7.2.2. og 7.2.3, að því tilskildu að rafföngin séu rétt tengd, notuð eins og til er ætlast og viðhald þeirra sé fullnægjandi.
7.2.2 Vörn gegn hættum sem stafa af rafföngum.
Ráðstafanir tæknilegs eðlis skulu miða við:
- að fólk og húsdýr séu nægilega varin gegn hættu á meiðslum eða öðrum hættum sem stafað geta af beinni eða óbeinni snertingu við rafmagn;
- að ekki myndist hiti, ljósbogar eða geislun sem valdið geta hættu;
- að fólk, húsdýr og eignir séu nægilega varin gegn hættum sem ekki eru raftæknilegs eðlis, en reynsla sýnir að rafföng geta valdið;
- að einangrun raffanga sé fullnægjandi við þær aðstæður sem sjá má fyrir.
7.2.3 Vörn gegn hættum sem orsakast geta af ytri áraun á rafföng.
Ráðstafanir tæknilegs eðlis skulu miða við:
- að rafföngin fullnægi þeim kraftrænu kröfum sem af þeim má vænta þannig að fólki, húsdýrum eða eignum sé ekki stofnað í hættu;
- að rafföngin þoli þá áraun sem þau verða fyrir við þær umhverfisaðstæður sem vænta má, og ekki er kraftræn, þannig að fólki, húsdýrum og eignum sé ekki stofnað í hættu;
- að rafföngin stofni ekki fólki, húsdýrum né eignum í hættu við óeðlileg rekstrarskilyrði sem sjá má fyrir, þ.m.t. fyrirsjáanlegt yfirálag.
7.3 Skyldur rekstraraðila.
- Rekstraraðilar skulu tryggja að rafföng sem boðin eru fram á markaði uppfylli kröfur þessarar reglugerðar. Óheimilt er að bjóða fram á markaði rafföng sem uppfylla ekki þessar kröfur.
- Innflytjendur og dreifingaraðilar sem setja rafföng á markað undir eigin nafni eða eigin vörumerki eða gera breytingar á raffangi, sem þegar hefur verið sett á markað, þannig að breytingarnar kunni að hafa áhrif á það hvort raffangið uppfylli kröfur þessarar reglugerðar gegna skyldum framleiðanda, sbr. gr. 7.3.1.
- Rekstraraðilar skulu halda skrá yfir öll rafföng sem þeir hafa á boðstólum og einnig skrá yfir þá rekstraraðila sem þeir afhenda rafföng og sem afhenda þeim rafföng. Rekstraraðilar skulu geta lagt fram slíkar skrár að beiðni Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í tíu ár eftir að þeim hefur verið afhent raffang og í tíu ár eftir að þeir hafa afhent raffang.
7.3.1 Skyldur framleiðenda.
- Þegar framleiðendur setja raffang á markað skulu þeir sjá til þess að það hafi verið hannað og framleitt í samræmi við ákvæði um öryggi raffanga sbr. gr. 7.2.
- Framleiðendur raffanga skv. viðauka 4 skulu útbúa tæknigögnin sem um getur í viðauka 2 og framkvæma eða láta framkvæma samræmismatsaðferðina sem um getur í viðauka 2.
Ef sýnt hefur verið fram á að raffang skv. viðauka 4 uppfylli ákvæði um öryggi raffanga sbr. gr. 7.2, með samræmismatsaðferðinni sem um getur í 1. mgr. þessa tölul. skulu framleiðendur gera ESB-samræmisyfirlýsingu og festa CE-merkinguna á. - Framleiðendur raffanga skv. viðauka 4 skulu varðveita tæknigögnin sem um getur í viðauka 2 og ESB samræmisyfirlýsinguna í tíu ár eftir að raffang hefur verið sett á markað.
- Framleiðendur skulu tryggja að aðferðir séu til staðar til að raðframleiðsla haldist í samræmi við þessa reglugerð. Taka skal fullnægjandi tillit til breytinga á hönnun eða eiginleikum vöru og breytinga á samhæfðum stöðlum, alþjóðlegum stöðlum eða landsstöðlum sem um getur í gr. 7.4 eða öðrum tækniforskriftum sem lýst er yfir að samræmi raffangs miðist við.
Ef það telst viðeigandi með tilliti til áhættu, sem stafar af raffangi, skulu framleiðendur, í því skyni að vernda heilbrigði og öryggi neytenda, framkvæma úrtaksprófun á rafföngum sem boðin eru fram á markaði, rannsaka og, ef nauðsyn krefur, halda skrá yfir kvartanir, yfir rafföng sem uppfylla ekki kröfur og yfir innköllun raffanga og veita dreifingaraðilum upplýsingar um alla slíka vöktun. - Framleiðendur skulu tryggja að á raffangi sem þeir hafa sett á markað sé gerðar-, framleiðslueiningar- eða raðnúmer, eða annað sérkenni eða, ef það er ekki hægt vegna stærðar eða eðlis raffangs, að tilskildar upplýsingar séu veittar á umbúðunum eða í skjali sem fylgir raffanginu.
- Framleiðendur skulu skrá á raffangið nafn sitt, skráð viðskiptaheiti eða skráð vörumerki og heimilisfang þar sem hafa má samband við þá eða, ef það er ekki mögulegt, á umbúðirnar eða í skjal sem fylgir raffanginu. Heimilisfangið skal tilgreina einn stað þar sem hægt er að hafa samband við framleiðandann. Samskiptaupplýsingarnar skulu vera á íslensku, ensku, dönsku, norsku eða sænsku, eða öðru tungumáli sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykkir.
- Framleiðendur skulu tryggja að raffanginu fylgi leiðbeiningar og upplýsingar um öryggismál á íslensku, ensku, dönsku, norsku eða sænsku. Slíkar leiðbeiningar og upplýsingar um öryggismál, sem og hvers kyns merkingar, skulu vera skýrar, skiljanlegar og greinilegar.
- Framleiðendur sem telja eða hafa ástæðu til að ætla að raffang sem þeir hafa sett á markað samrýmist ekki þessari reglugerð skulu tafarlaust gera þær ráðstafanir til úrbóta sem eru nauðsynlegar til að raffangið samrýmist kröfum, til að taka það af markaði eða innkalla það, ef við á. Ef áhætta stafar af raffanginu skulu framleiðendur enn fremur tafarlaust upplýsa Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, einkum um tilvik þar sem ekki er farið að ákvæðum og um allar ráðstafanir sem gerðar eru til úrbóta.
- Framleiðendur skulu, á grundvelli rökstuddrar beiðni frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, afhenda stofnuninni allar upplýsingar og skjöl, á pappír eða rafrænu formi, sem nauðsynleg eru til að sýna fram á að raffangið samrýmist þessari reglugerð, á íslensku, ensku, dönsku, norsku eða sænsku, eða öðru tungumáli sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykkir. Þeir skulu hafa samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, að beiðni stofnunarinnar, að því er varðar allar aðgerðir sem beitt er til að útiloka áhættu sem stafar af rafföngum sem þeir hafa sett á markað.
7.3.2 Viðurkenndir fulltrúar vegna raffanga skv. viðauka 4.
- Framleiðanda er heimilt að tilnefna viðurkenndan fulltrúa með skriflegu umboði.
Skyldurnar, sem mælt er fyrir um í 1. tölul. gr. 7.3.1, og sú skylda að útbúa tæknigögn, sem um getur í 2. tölul. gr. 7.3.1, skulu ekki vera hluti af umboði viðurkennds fulltrúa. -
Viðurkenndur fulltrúi skal inna af hendi þau verkefni sem tilgreind eru í umboðinu frá framleiðandanum. Umboðið skal a.m.k. gefa viðurkennda fulltrúanum heimild til:
- að varðveita ESB-samræmisyfirlýsinguna og tæknigögnin svo þau séu tiltæk fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í tíu ár eftir að raffangið hefur verið sett á markað,
- að afhenda Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, á grundvelli rökstuddrar beiðni frá stofnuninni, allar upplýsingar og skjöl sem nauðsynleg eru til að sýna fram á samræmi raffangs,
- að hafa samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, að beiðni stofnunarinnar, að því er varðar allar aðgerðir sem beitt er til að útiloka áhættu sem stafar af raffangi sem fellur undir umboð viðurkennds fulltrúa.
7.3.3 Skyldur innflytjenda.
- Innflytjendur skulu aðeins setja rafföng sem uppfylla kröfur á markað.
- Áður en raffang er sett á markað skal innflytjandi tryggja að framleiðandi hafi unnið samræmismat með viðeigandi aðferð og að raffanginu fylgi þau skjöl sem krafist er og að framleiðandinn hafi uppfyllt kröfurnar sem settar eru fram í 5. og 6. tölul. gr. 7.3.1.
Innflytjandi raffangs skv. viðauka 4 skal að auki tryggja að framleiðandinn hafi útbúið tæknigögn og að raffangið beri CE-merkingu.
Ef innflytjandi telur eða hefur ástæðu til að ætla að raffang sé ekki í samræmi við ákvæði um öryggi raffanga sbr. gr. 7.2, skal hann ekki setja raffangið á markað fyrr en það hefur verið fært til samræmis við kröfur. Ef áhætta stafar af raffanginu skal innflytjandi enn fremur upplýsa framleiðandann og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar um. - Innflytjendur skulu skrá á raffangið nafn sitt, skráð viðskiptaheiti eða skráð vörumerki og heimilisfang þar sem hafa má samband við þá eða, ef það er ekki mögulegt, á umbúðirnar eða í skjal sem fylgir raffanginu. Samskiptaupplýsingarnar skulu vera á íslensku, ensku, dönsku, norsku eða sænsku, eða öðru tungumáli sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykkir.
- Innflytjendur skulu tryggja að raffanginu fylgi leiðbeiningar og upplýsingar um öryggismál á íslensku, ensku, dönsku, norsku eða sænsku.
- Innflytjendur skulu sjá til þess að á meðan tiltekið raffang er á þeirra ábyrgð tefli geymslu- eða flutningsskilyrði ekki í tvísýnu samræmi þess við ákvæði um öryggi raffanga sbr. gr. 7.2.
- Ef það telst viðeigandi með tilliti til áhættu sem stafar af raffangi skulu innflytjendur, í því skyni að vernda heilbrigði og öryggi neytenda, framkvæma úrtaksprófun á rafföngum sem boðin eru fram á markaði, rannsaka og, ef nauðsyn krefur, halda skrá yfir kvartanir, rafföng sem uppfylla ekki kröfur og innköllun raffanga og veita dreifingaraðilum upplýsingar um alla slíka vöktun.
- Innflytjendur sem telja eða hafa ástæðu til að ætla að raffang sem þeir hafa sett á markað samrýmist ekki þessari reglugerð skulu tafarlaust gera þær ráðstafanir til úrbóta sem eru nauðsynlegar til að raffangið samrýmist kröfum, til að taka það af markaði eða innkalla það, ef við á. Ef áhætta stafar af raffanginu skulu innflytjendur enn fremur tafarlaust upplýsa Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar um, einkum um tilvik þar sem ekki er farið að ákvæðum og um allar ráðstafanir sem gerðar eru til úrbóta.
- Innflytjendur raffanga skv. viðauka 4 skulu varðveita afrit af ESB-samræmisyfirlýsingunni í tíu ár eftir að raffangið hefur verið sett á markað og hafa tiltæka fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og tryggja að stofnunin geti haft aðgang að tæknigögnunum, sé þess óskað.
- Innflytjendur skulu, á grundvelli rökstuddrar beiðni frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, afhenda stofnuninni allar upplýsingar og skjöl, á pappír eða á rafrænu formi, sem nauðsynleg eru til að sýna fram á að raffang uppfylli kröfur, á íslensku, ensku, dönsku, norsku eða sænsku, eða öðru tungumáli sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykkir. Þeir skulu hafa samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, að beiðni stofnunarinnar, að því er varðar allar aðgerðir sem beitt er til að útiloka áhættu sem stafar af rafföngum sem þeir hafa sett á markað.
7.3.4 Skyldur dreifingaraðila.
- Þegar dreifingaraðili býður raffang fram á markaði skal hann gæta þess vandlega að það sé í samræmi við kröfur þessarar reglugerðar.
- Áður en dreifingaraðili býður raffang fram á markaði skal hann staðfesta að því fylgi þau skjöl sem krafist er og einnig leiðbeiningar og upplýsingar um öryggismál á íslensku, ensku, dönsku, norsku eða sænsku, eða öðru tungumáli sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykkir og að framleiðandinn og innflytjandinn hafi uppfyllt kröfurnar sem settar eru fram í 5. og 6. tölul. gr. 7.3.1 annars vegar og 3. tölul. gr. 7.3.3 hins vegar.
Áður en dreifingaraðili býður raffang skv. viðauka 4 fram á markaði skal hann að auki staðfesta að raffangið beri CE-merkingu.
Ef dreifingaraðili telur eða hefur ástæðu til að ætla að raffang sé ekki í samræmi við ákvæði um öryggi raffanga sbr. gr. 7.2, skal hann ekki bjóða raffangið fram á markaði fyrr en það hefur verið fært til samræmis við kröfur. Ef áhætta stafar af raffangi skal dreifingaraðilinn enn fremur upplýsa framleiðandann eða innflytjandann, ásamt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, þar um. - Dreifingaraðilar skulu sjá til þess að á meðan tiltekið raffang er á þeirra ábyrgð tefli geymslu- eða flutningsskilyrði ekki í tvísýnu samræmi þess við ákvæði um öryggi raffanga sbr. gr. 7.2.
- Dreifingaraðilar, sem telja eða hafa ástæðu til að ætla að raffang, sem þeir hafa boðið fram á markaði, sé ekki í samræmi við þessa reglugerð, skulu ganga úr skugga um að gerðar séu ráðstafanir til úrbóta, sem nauðsynlegar eru, til að færa raffangið til samræmis, til að taka það af markaði eða innkalla, ef við á. Ef áhætta stafar af raffanginu skulu dreifingaraðilar enn fremur tafarlaust upplýsa Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar um, einkum um tilvik þar sem ekki er farið að ákvæðum og um allar ráðstafanir sem gerðar eru til úrbóta.
- Dreifingaraðilar skulu, á grundvelli rökstuddrar beiðni frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, afhenda stofnuninni allar upplýsingar og skjöl, á pappír eða á rafrænu formi, sem nauðsynleg eru til að sýna fram á samræmi raffangsins. Þeir skulu hafa samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, að beiðni stofnunarinnar, að því er varðar allar aðgerðir sem beitt er til að útiloka áhættu sem stafar af rafföngum sem þeir hafa boðið fram á markaði.
7.4 Samræmi við staðla.
Rafföng eru álitin uppfylla ákvæði um öryggi raffanga sbr. gr. 7.2, ef þau eru í samræmi við viðeigandi íslenska staðla sem innleiða samhæfða evrópska staðla og staðfestir hafa verið af Staðlaráði Íslands.
Ef ekki eru til staðar viðeigandi íslenskir staðlar sbr. 1. mgr. fyrir raffangið er það þó talið uppfylla ákvæði um öryggi raffanga sbr. gr. 7.2, ef það uppfyllir samþykkt öryggisákvæði IEC-staðla, sem tilvísun hefur verið birt fyrir í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins.
Þá er heimilt að styðjast við öryggisákvæði staðla sem gilda í framleiðslulandi innan EES ef ekki eru til staðar staðlar skv. 1. og 2. mgr., enda tryggi þeir öryggi í samræmi við ákvæði um öryggi raffanga sbr. gr. 7.2.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birtir á vef stofnunarinnar skrá yfir samhæfða evrópska staðla sem staðfestir hafa verið sem íslenskir staðlar af Staðlaráði Íslands og samþykkt öryggisákvæði IEC-staðla.
7.5 CE-merking raffanga skv. viðauka 4.
Áður en raffang skv. viðauka 4 er boðið fram á markaði skal framleiðandi festa á það CE-merkingu, sbr. viðauka 1 til staðfestingar á því að farið sé að öllum ákvæðum reglugerðar þessarar, þar með töldum reglum um samræmismat sem mælt er fyrir um í viðauka 2.
Framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans ber ábyrgð á réttri notkun CE-merkingar og að hún sé fest á raffangið eða merkiplötu þess þannig að hún sé auðsjáanleg, auðlæsileg og óafmáanleg. Ef það er ekki mögulegt eða það er ástæðulaust vegna eðlis raffangsins skal festa merkinguna á umbúðir eða fylgiskjöl.
Með áfestingu CE-merkingar axlar framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans ábyrgð á því að raffangið uppfylli kröfur þeirrar löggjafar sem um það kunna að gilda og kveða á um CE-merkingu.
Óleyfilegt er að setja á rafföng merki sem líklegt er að villi um fyrir þriðja aðila hvað varðar þýðingu og form CE-merkingar. Setja má hvers konar aðrar merkingar á rafföng eða merkjaplötur raffanga að því tilskildu að þær hindri ekki að CE-merkingin sjáist vel og sé læsileg.
7.6 ESB-samræmisyfirlýsing með rafföngum skv. viðauka 4.
Þegar raffang skv. viðauka 4 er boðið fram á markaði skal því fylgja ESB-samræmisyfirlýsing. ESB-samræmisyfirlýsingin er yfirlýsing um að ákvæði um öryggi raffanga sbr. gr. 7.2 séu uppfyllt.
ESB-samræmisyfirlýsingin skal byggð upp eins og fyrirmyndin sem sett er fram í viðauka 3, innihalda þá þætti sem tilgreindir eru í aðferðareiningu A í viðauka 2 og vera uppfærð. Hún skal vera á íslensku, ensku, dönsku, norsku eða sænsku, eða öðru tungumáli sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykkir.
Þegar raffang fellur undir gildissvið annarrar löggjafar þar sem krafist er ESB-samræmisyfirlýsingar, skal gera eina ESB-samræmisyfirlýsingu að því er varðar allar slíkar kröfur. Í þeirri yfirlýsingu skal tilgreina viðkomandi löggjöf, þ.m.t. tilvísanir í birtingu.
Með samningu ESB-samræmisyfirlýsingar axlar framleiðandinn ábyrgð á að raffangið samrýmist þeim kröfum sem mælt er fyrir um í þessari reglugerð.
7.7 Opinber markaðsgæsla með rafföngum.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annast markaðseftirlit með rafföngum. Stofnunin fylgist með rafföngum á markaði og aflar á skipulegan hátt upplýsinga um þau og tekur við ábendingum frá neytendum og öðrum aðilum.
7.8 Markaðsskoðun og rannsókn raffanga.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að skoða rafföng hjá rekstraraðila og krefjast nauðsynlegra gagna, s.s. samræmisyfirlýsingar sbr. gr. 7.6, tæknigagna sbr. viðauka 2, skrá yfir rafföng sem hann hefur á boðstólum auk skrár yfir þá rekstraraðila sem hann afhendir rafföng og sem afhenda honum rafföng, sbr. gr. 7.3. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun getur einnig krafið rekstraraðila um fylgiskjöl, leiðbeiningar, tæknilegar upplýsingar og aðrar nauðsynlegar upplýsingar um rafföng.
Rekstraraðila skal veittur eðlilegur frestur til að leggja fram gögn og upplýsingar.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að fela faggiltri skoðunarstofu að skoða rafföng hjá rekstraraðila og krefjast viðeigandi gagna og upplýsinga, sbr. 1. mgr. og meta hvort þau séu í samræmi við reglugerð þessa. Samræmismat fer fram með faglegu mati sem lýtur skilgreindum reglum gefnum út af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eða með prófun. Prófun skal framkvæmd af prófunarstofu á Evrópska efnahagssvæðinu sem hefur faggildingu á þessu sviði.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og skoðunarstofa geta tekið sýnishorn raffanga til rannsóknar.
Starfsmenn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og skoðunarstofu eru bundnir þagnarskyldu um atriði er fram koma við rannsókn og varða atvinnuleyndarmál.
7.9 Úrræði Húsnæðis- og mannnunar.
Ef raffang uppfyllir ekki formleg skilyrði reglugerðar þessarar, s.s. um CE-merkingu sbr. gr. 7.5, merkingar rekstraraðila og kröfur til þeirra sbr. gr. 7.3.1 - 7.3.4, og þau gögn og upplýsingar sem hafa ber tiltæk sbr. gr. 7.8, er Húsnæðis- og mannvirkjastofnun heimilt að krefjast þess að rekstraraðili grípi án tafar til viðeigandi aðgerða til úrbóta. Þá er Húsnæðis- og mannvirkjastofnun heimilt að taka raffangið af markaði eða banna sölu eða afhendingu þess.
Ef rökstuddur grunur leikur á að raffang uppfylli ekki ákvæði um öryggi raffanga, sbr. gr. 7.2, er Húsnæðis- og mannvirkjastofnun heimilt að krefjast úrbóta og ákveða tímabundið bann við sölu þess á meðan á rannsókn stendur.
Ef ljóst þykir að raffang uppfyllir ekki ákvæði um öryggi raffanga sbr. gr. 7.2, er Húsnæðis- og mannvirkjastofnun heimilt að taka það af markaði eða banna sölu þess eða afhendingu.
Ef raffang er álitið hættulegt ber Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að krefjast tafarlausrar innköllunar allra eintaka raffangsins. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að ákveða að óheimilt sé að lagfæra raffang eða endurnýta það á annan hátt ef það telst sérstaklega hættulegt eða varhugavert að mati stofnunarinnar.
Ef rekstraraðili torveldar skoðun eða rannsókn raffangs er Húsnæðis- og mannvirkjastofnun heimilt að taka það af markaði eða banna sölu þess eða afhendingu.
Allar breytingar sem rekstraraðilar hyggjast gera á rafföngum sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gert athugasemdir við skulu hljóta samþykki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar áður en þau eru boðin fram á markaði á ný.
7.10 Tilkynningar til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna raffanga skv. viðauka 4.
Ef Húsnæðis- og mannvirkjastofnun innkallar eða hindrar á einhvern hátt að raffang sem ber CE-merkingu sé boðið fram á markaði skal stofnunin tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA ákvörðun sína, ásamt rökstuðningi og útskýringum.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er einnig heimilt að senda slíkar tilkynningar um rafföng sem ekki bera CE-merkingu, sbr. gr. 7.5, hafi þau verið innkölluð eða stofnunin hindrað á annan hátt að þau séu boðin fram á markaði.
Með tilkynningar skv. þessari grein skal að öðru leyti farið í samræmi við reglur sem gilda á hinu Evrópska efnahagssvæði.
7.11 Samvinna við rekstraraðila, rökstuðningur ákvörðunar og málskot.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skal, eftir því sem unnt er, hafa samvinnu við rekstraraðila um málsmeðferð, s.s. öflun gagna, skoðun og prófun raffanga, úrbætur og aðgerðir s.s. stöðvun sölu, afturköllun af markaði og innköllun raffanga.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ber að tilkynna rekstraraðila um rökstudda ákvörðun sína svo fljótt sem unnt er. Ákvörðunin skal studd viðeigandi gögnum, sem eru eftir aðstæðum skoðunarskýrslur, prófunarskýrslur eða önnur gögn.
Rekstraraðila skal veittur 10 daga frestur til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, þ.m.t. að fara fram á prófun eða endurprófun raffangs. Heimilt er að víkja frá þessu ákvæði ef raffang er álitið sérstaklega hættulegt, en þá skal rekstraraðili fá tækifæri til þess að tjá sig eins fljótt og auðið er og aðgerðin sem gripið var til skal endurskoðuð tafarlaust eftir það.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að endurskoða ákvörðun ef breyttar aðstæður eru fyrir hendi.
Ákvörðunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar má skjóta til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sbr. gr. 2.13, en málskot frestar ekki framkvæmd ákvörðunar.
7.12 Kostnaður við sýnishorn, rannsókn, o.fl.
Rekstraraðili ber kostnað vegna þeirra sýnishorna raffanga sem hann lætur af hendi vegna rannsókna. Að loknum rannsóknum skal sýnishornum skilað eða þau eyðilögð með öruggum hætti.
Sé raffang ekki í samræmi við reglugerð þessa skal rekstraraðili bera þann kostnað sem hlýst af skoðun, rannsókn og prófun, svo og annan kostnað.
Rekstraraðili ber allan kostnað af innköllun raffangs.
Rekstraraðili greiðir allan kostnað af tilkynningum um hættulega vöru sem beint er til almennings, svo sem kostnað við tilkynningar í fjölmiðlum. Rekstraraðila er heimilt að annast tilkynningar til almennings enda sé það gert í samráði við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og með þeim hætti að eðlileg varnaðaráhrif náist.
7.13 Tæknilegar kröfur til venjulegra hleðslustöðva fyrir vélknúin ökutæki.
Venjulegar riðstraumshleðslustöðvar fyrir rafknúin ökutæki skulu a.m.k. hafa tengla eða tengi af gerð 2 fyrir ökutæki, eins og lýst er í staðlinum ÍST EN 62196-2, með tilliti til rekstrarsamhæfis. Þessa tengla má útbúa með eiginleikum eins og vélrænum lokum á sama tíma og samhæfi við gerð 2 er viðhaldið.
7.14 Tæknilegar kröfur til hraðhleðslustöðva fyrir vélknúin ökutæki.
Riðstraumshraðhleðslustöðvar fyrir rafknúin ökutæki skulu a.m.k. hafa tengla eða tengi af gerð 2 fyrir ökutæki, eins og lýst er í staðlinum ÍST EN 62196-2, með tilliti til rekstrarsamhæfis.
Jafnstraumshraðhleðslustöðvar fyrir rafknúin ökutæki skulu a.m.k. hafa tengi af tegundinni "Combo 2" fyrir samsett hleðslukerfi, eins og lýst er í staðlinum ÍST EN 62196-3, með tilliti til rekstrarsamhæfis.
Sambyggðar rið- og jafnstraumshraðhleðslustöðvar fyrir rafknúin ökutæki skulu a.m.k. hafa tengi af gerð 2 eins og lýst er í ÍST EN 62196-2 og tengi af tegundinni "Combo 2" fyrir samsett hleðslukerfi, eins og lýst er í staðlinum ÍST EN 62196-3, með tilliti til rekstrarsamhæfis.
7.15 Tæknilegar kröfur til hleðslustöðva fyrir vélknúin ökutæki í L-flokki.
Riðstraumshleðslustöðvar fyrir vélknúin ökutæki í L-flokki, þ.e. rafknúin tveggja og þriggja hjóla ökutæki og fjórhjól, sem aðgengilegar eru almenningi skulu, með tilliti til rekstrarsamhæfis, uppfylla eftirfarandi lágmarksskilyrði:
-
hleðslustöðvar allt að 3,7 kVA skulu að minnsta kosti vera búnar:
- fyrir hleðsluaðferð 3, tenglum eða tengibúnaði fyrir ökutæki af gerð 3A skv. ÍST EN 62196-2 eða
- fyrir hleðsluaðferð 1 eða 2, tenglum skv. IEC 60884-1;
- hleðslustöðvar yfir 3,7 kVA skulu að minnsta kosti vera búnar tenglum eða tengibúnaði fyrir ökutæki af gerð 2 skv. ÍST EN 62196-2.
8. gr. Löggilding rafverktaka.
8.1 Almennt.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun löggildir rafverktaka til rafvirkjunarstarfa að uppfylltum tilskildum kröfum og skráir þá. Löggiltir rafverktakar hafa jafnan rétt til rafvirkjunarstarfa og lúta sömu skyldum á landinu öllu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun felur skoðunarstofu, með þar til skilin réttindi, að annast skoðun á aðstöðu og búnaði og öryggisstjórnunarkerfum rafverktaka. Um gjöld fyrir útgáfu skírteinis um löggildingu fer eftir ákvæðum laga nr. 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs.
8.2 Öryggisstjórnun.
Rafverktakar skulu hafa skilgreint öryggisstjórnunarkerfi með eigin starfsemi. Í öryggisstjórnunarkerfinu skal m.a. skilgreina eftirfarandi meginþætti:
- Verkskráning og vistun gagna,
- yfirferð eigin verka,
- aðstöðu og búnað,
- þjónustuskyldur.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun setur í verklagsreglur nánari kröfur til öryggisstjórnunarkerfis og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skoðar með jöfnu millibili öryggisstjórnunarkerfi rafverktaka samkvæmt skilgreindum verklagsreglum.
8.3 Umsókn um löggildingu.
Umsókn um löggildingu skal send Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Í henni skal koma fram eftirfarandi:
nafn, kennitala og lögheimili umsækjanda, nafn, kennitala og lögheimili fyrirtækis sem umsækjandi starfar hjá og
hvort umsækjandi óski A-, B-, eða C-löggildingar.
Þá skulu ennfremur fylgja umsókn:
vottorð um að umsækjandi fullnægi kröfum reglugerðar þessarar um menntun og starfsreynslu, vottorð um búnað og aðstöðu.
8.4 Starfsemi rafverktaka.
Löggilding rafverktaka er tengd því fyrirtæki, sem rafverktakinn starfar við. Aðeins einn löggiltur rafverktaki skal, að öðru jöfnu, bera ábyrgð á hverju rafverktakafyrirtæki. Heimilt er þó fyrirtækjum að hafa fleiri en einn löggiltan rafverktaka, ef verk- og ábyrgðarsvið þeirra eru skýrt aðgreind. Löggiltur rafverktaki verður að hafa skilgreinda stöðu innan fyrirtækis.
8.5 Yfirferð rafverktaka.
Rafverktaki skal fara yfir eigin verk þegar þeim eða tilteknum verkþætti er lokið. Einnig skal hann fara yfir verk sín ef skipta á um rafverktaka áður en verki er að fullu lokið.
Lokayfirferð skal vera í samræmi við skilgreindar verklagsreglur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
8.6 Um löggildingu.
Þegar löggilding er veitt skal fara fram ítarleg skoðun á starfsemi rafverktakans til þess að ganga úr skugga um að hann fullnægi tilskildum kröfum sem gerðar eru til öryggisstjórnunar rafverktaka, sbr. verklagsreglur.
Aðstaða og búnaður rafverktaka skal ætíð fullnægja tilskildum kröfum. Þegar rafverktaki sækir um löggildingu skal hann senda Húsnæðis- og mannvirkjastofnun undirritaða yfirlýsingu um að öryggisstjórnun hans og aðstaða uppfylli settar kröfur. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt og án fyrirvara, að láta framkvæma úrtaksskoðun og kanna hvort öryggisstjórnun rafverktakans sé í samræmi við reglur stofnunarinnar.
8.7 Svipting löggildingar.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun getur svipt rafverktaka löggildingu ef öryggisstjórnun hans fullnægir ekki skilyrðum reglugerðarinnar. Ákvörðun um leyfissviptingu skal senda viðkomandi í ábyrgðarbréfi eða með öðrum tryggilegum hætti. Leyfissviptingu má vísa til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála skv. gr. 2.13.
8.8 Athugasemdir.
Athugasemdir sem gerðar eru við skoðun á öryggisstjórnun rafverktaka skulu vera í samræmi við skilgreindar verklagsreglur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
9. gr. Eftirlitsgjöld.
9.1 Rafveitueftirlitsgjald.
Vegna yfireftirlits Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar með rafveitum og neysluveitum og þeirra úrtaksskoðana sem stofnunin lætur framkvæma á nýjum neysluveitum og neysluveitum í rekstri skulu rafveitur greiða rafveitueftirlitsgjald til stofnunarinnar. Gjaldið skal reiknast af heildartekjum þeirra af raforkusölu og leigu mælitækja að frádregnu andvirði aðkeyptrar raforku og virðisaukaskatti. Gjaldið skal vera 0,8%.
Ef eigandi raforkuvers notar sjálfur alla þá orku sem þar er unnin eða verulegan hluta hennar og hún er ekki mæld eða verðlögð eða ekki er vitað um tekjur af raforkusölu skal hann greiða gjald af áætlaðri orkunotkun.
Undanþegin ákvæðum þessa töluliðar er raforkusala til Íslenska álfélagsins hf. og Íslenska járnblendifélagsins hf., svo og annarra iðjuvera sem undanþegin kunna að verða með lögum.
9.2 Gjald af eftirlitsskyldum rafföngum.
Vegna yfireftirlits Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og vegna eftirlits með rafföngum á markaði sem stofnunin lætur faggiltar skoðunarstofur framkvæma í umboði sínu skulu innflytjendur og innlendir framleiðendur greiða gjald til stofnunarinnar. Gjaldið skal vera 0,15% af tollverði innfluttrar vöru, eða af verksmiðjuverði innlendrar vöru.
Undanþegin þessari gjaldtöku eru rafföng sem seld eru úr landi.
Tollstjórar annast innheimtu þessa gjalds fyrir hönd Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Gjaldskyldan nær til allra raffanga sem flutt eru til landsins eða framleidd eru hér á landi og flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í viðauka 3. Rafföng sem seld eru úr landi eru þó ekki gjaldskyld. Um gjaldstofn, gjalddaga, uppgjörstímabil og innheimtu skulu ákvæði laga um vörugjald nr. 97/1987 með síðari breytingum gilda eftir því sem við getur átt.
9.3 Gjald vegna úrtaksskoðana Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Vegna úrtaksskoðana sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun lætur framkvæma á búnaði rafveitna og skoðana á öryggisstjórnun þeirra skulu rafveitur greiða skoðunarkostnað.
Vegna yfireftirlits Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og úrtaksskoðana sem stofnunin lætur framkvæma á búnaði stóriðjuvera sem kaupa eða framleiða raforku sem undanskilin er gjaldtöku skv. gr. 9.1 skulu eigendur þeirra greiða skoðunarkostnað.
Undir gjaldtöku samkvæmt þessum tölulið má fella kostnað við yfireftirlit og skoðanir á einkarafstöðvum.
Vegna yfireftirlits Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og þeirra úrtaksskoðana sem stofnunin lætur framkvæma á aðstöðu, búnaði og öryggisstjórnun rafverktaka skulu rafverktakar greiða skoðunarkostnað.
9.4 Innheimta eftirlitsgjalda.
Gjalddagi rafveitueftirlitsgjalds er 15. dagur næsta mánaðar eftir sölumánuð. Eindagi er 15. dagur næsta mánaðar eftir gjalddaga. Beri eindaga upp á helgidag eða almennan frídag færist eindagi á næsta virkan dag á eftir. Séu eftirlitsgjöld eigi greidd á eindaga falla á hæstu leyfilegir dráttarvextir á hverjum tíma fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá gjalddaga. Eftirlitsgjöld og dráttarvexti má taka lögtaki skv. lögum nr. 29/1885 um lögtak og fjárnám án undangengins dóms eða sáttar.
Ágreining um gjaldskyldu eða gjaldstofn samkvæmt þessari grein má bera undir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
9.5 Skyldur gjaldanda.
Sérhver gjaldskyldur aðili skal ótilkvaddur mánaðarlega skila skýrslu til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar ásamt greiðslu. Í skýrslunni komi fram fjárhæð raforkukaupa og raforkusölu í síðasta almanaksmánuði, allir gjalda- og skattstofnar, svo og gjald það sem inna ber af hendi. Skýrslan skal undirrituð af þeim aðila, manni eða mönnum sem heimild hafa til að skuldbinda gjaldskylda aðila eða öðrum þeim sem til þess hafa sérstakt umboð samkvæmt stöðu sinni. Skýrslunni skal skilað í þríriti og áritar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eitt afritið um móttöku skýrslunnar og dagsetningu móttöku. Skili gjaldskyldur aðili ekki skýrslu á réttum tíma skal Húsnæðis- og mannvirkjastofnun áætla orkusölu þess aðila á grundvelli raforkusölu síðustu 12 mánaða og annarra atriða er máli skipta.
10. gr. Almennar öryggiskröfur.
10.1 Grunnkröfur til öryggis.
Virki skulu vera þannig úr garði gerð, notuð, þeim haldið við og eftir þeim litið að hætta af þeim fyrir heilsu og öryggi manna og dýra, svo og hætta á eignatjóni og umhverfisspjöllum, verði svo lítil sem við verði komið.
10.2 Vörn gegn raflosti.
Virki skal þannig gert að menn og dýr séu varin gegn hættu sem stafar af beinni snertingu við spennuhafa hluta eða bera leiðna hluta þess sem geta orðið spennuhafa við bilun.
Loftlína skal gerð og lögð með þeim hætti að burðarvirki hennar og lega veiti tryggt öryggi gegn hættu fyrir menn og dýr og tjóni á eignum. Hún skal lögð í öruggri fjarlægð yfir jörð, frá gróðri, öðrum línum, umferðarleiðum og byggingum.
10.3 Vörn gegn hitaáraun og kraftrænni áraun.
Virki skal þannig gert að því fylgi ekki hætta fyrir menn og dýr eða líkur á tjóni á eignum vegna hás hita, ljósboga eða kraftrænnar áraunar sem orsakast af straumi við venjulegan rekstur eða af yfirstraumi.
10.4 Vörn gegn yfirspennu.
Virki skal þannig gert að það þoli þá spennu sem vænta má í virkinu við venjulegar aðstæður.
Virki skal þannig gert að því fylgi ekki hætta fyrir menn, dýr eða líkur á tjóni á eignum vegna yfirsláttar milli spennuhafa hluta í straumrásum á mismunandi hárri spennu eða milli spennuhafa hluta og jarðar.
10.5 Merking og skráning.
Virki skal merkt og gerðar um það nauðsynlegar skrár til þess að auðkenna hluta þess vegna reksturs og viðhalds. Skrárnar skulu vera á íslensku nema annað tungumál sé hentugra með tilliti til rekstraröryggis. Ákvörðun um slíkt skal studd skriflegum gögnum.
10.6 Viðhald virkja.
Virki skal þannig gert að öruggt sé að vinna í því og sinna venjulegu viðhaldi.
11. gr. Sérstakar öryggiskröfur fyrir lágspennuvirki og lágspennuloftlínur.
11.1 Almennt.
Í þessari grein eru tilgreind sérákvæði um lágspennuvirki og lágspennuloftlínur með tilliti til íslenskra aðstæðna. Lágspennuvirki og lágspennuloftlínur skulu uppfylla neðangreind ákvæði þessarar greinar.
Lágspennuvirki, sem notuð eru til raforkuframleiðslu, -flutnings og -dreifingar og uppfylla neðangreind ákvæði ásamt ákvæðum ÍST HD 60364 staðlaraðarinnar, eru álitin uppfylla grunnkröfur sem tilgreindar eru í 10. gr.
Götulýsing, sem er hluti af rafdreifikerfi, og uppfyllir neðangreind ákvæði ásamt ákvæðum ÍST HD 60364 staðlaraðarinnar, er álitin uppfylla grunnkröfur sem tilgreindar eru í 10. gr. Þetta gildir þrátt fyrir að í ÍST HD 60364 staðlaröðinni sé tilgreint að hún gildi ekki hvað slíka götulýsingu varðar.
Önnur lágspennuvirki, sem uppfylla neðangreind ákvæði ásamt ákvæðum ÍST HD 60364 staðlaraðarinnar, eru álitin uppfylla grunnkröfur sem tilgreindar eru í 10. gr.
11.2 Lágspennuvirki.
Lagnadýpt jarðskauts skal ekki vera minni en 0,7 m.
Jarðstrengir skulu ekki lagðir grynnra en 0,7 m undir yfirborði. Ef þannig aðstæður eru fyrir hendi að óframkvæmanlegt er að ná fyrrgreindri lagnadýpt skal velja aðra lagnaaðferð sem telst jafnörugg.
Varnarnúllleiðari (PEN) skal vera með gul/grænni einangrun, allur leiðarinn, og með ljósbláum merkjum á endum (t.d. ljósblár hringur, herpiádrag) þar sem hann er tengdur.
Í kvíslum íbúðarhúsa og sambærilegu húsnæði (skólar, dagheimili, hótel og gististaðir) skal ætíð lögð varnartaug (PE).
Þegar um er að ræða viðbót við raflögn þar sem litamerking er samkvæmt eldri reglum ber að geta þess með greinilegri áletrun í hlutaðeigandi töflu að litamerkingar núlltauga (N), varnartauga (PE) og varnarnúlltauga (PEN) séu mismunandi í eldri og nýrri hluta lagnarinnar.
Raflagnir í byggingu eða hluta byggingar, sem er íbúð, skóli, dagheimili, hótel, gististaður eða opinber bygging, skulu varðar með bilunarstraumsrofa með málgildi útleysistraums ekki hærra en 30 mA, sem viðbótarvörn. Bilunarstraumsrofar skulu hæfa þeim bilunarstraumi sem vænta má á viðkomandi stað. Bilunarstraumsrofa af gerð AC skal ekki nota fyrir almennar ljósa- og tenglagreinar.
Tenglar í íbúðarhúsum og sambærilegu húsnæði (skólar, dagheimili, hótel og gististaðir) skulu vera búnir fiktvörn (öryggislokum). Tenglar til heimilisnota og ámóta notkunar skulu uppfylla kröfur sem settar eru fram í verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Ekki er leyfilegt að beita staðareinangrun sem vörn gegn raflosti við óbeina snertingu nema sérstök skilyrði geri það nauðsynlegt.
Rafbúnaður utanhúss skal a.m.k. vera af þéttleika IPX4 ef ekkert skýlir honum.
Raflagnir í olíukyndiklefum skulu vera fastalagnir og hæfa aðstæðum, þær skulu vera í hæfilegri fjarlægð frá hitaflötum og aldrei nær þeim en 10 sm. Í raflögn að kynditæki skal vera alpólarofi sem staðsettur er utan við olíukyndiklefann, hann skal vera greinilega merktur og ekki nær gólfi en 1,6 m. Snertanlegir leiðnir hlutar raflagna og rafbúnaðar í olíukyndiklefum skulu tengdir saman með spennujöfnunarleiðara við varnarleiðara raflagnarinnar. Rafbúnaður í olíukyndiklefum skal hæfa aðstæðum og hafa a.m.k. verndarstig IP44. Rafmagnstöflur, aðrar en stýritöflur fyrir stjórn kynditækja, mega ekki vera í olíukyndiklefum. Beita skal vörn með bilunarstraumsrofa með málgildi útleysistraums ekki hærra en 0,3A fyrir olíukyndivirki.
Hönnun og frágangur raflagna og rafbúnaðar á sprengihættustöðum skal vera í samræmi við ÍST EN 60079-14. Rafföng og rafbúnaður á sprengihættustöðum skal vera í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 313/2018 um búnað og verndarkerfi sem ætluð eru til notkunar í mögulega sprengifimu lofti. Skilgreining og flokkun svæða þar sem hætta er á sprengifimu andrúmslofti skal vera í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 349/2004 um sprengifimt andrúmsloft á vinnustöðum.
Hönnun og frágangur á rafmagnstöflum skal vera í samræmi við ÍST EN 61439 staðlaröðina. Rafmagnstöflum skal koma þannig fyrir að aðgengi að þeim sé auðvelt. Ef breidd eða hæð töflunnar er meiri en 1 m skal autt rými framan við hana vera a.m.k. 0,7 m alla breidd töflunnar og frá gólfi að efri brún hennar, þó aldrei minna en 2 m frá gólfi. Óski eigandi eða umráðamaður þess, t.d. til að koma í veg fyrir óæskilega umgengni, má staðsetja rafmagnstöflur í læstu rými eða skáp. Eins má af sömu ástæðum koma búnaði fyrir á bak við lok eða hlífar sem aðeins er hægt að fjarlægja með lykli eða verkfærum. Rafmagnstöflur sem leikmenn hafa aðgang að skulu a.m.k. hafa verndarstig IP2XC. Loka skal ónotuðum inntökum á rafmagnstöflum til að verndarstig þeirra skerðist ekki. Auk krafna um merkingar sem kveðið er á um í viðkomandi hluta ÍST EN 61439 staðlaraðarinnar skal merkja rafmagnstöflur á eftirfarandi hátt; Varanleg merking spennukerfis skal vera hluti af merkingum rafmagnstaflna. Við hvert yfirstraumsvarnartæki skal vera varanleg merking um leyfilegan hámarksmálstraum þess. Ef rafmagnstafla fær straumfæðingu frá tveimur eða fleiri heimtaugum/kvíslum skal vera varanleg og greinileg merking um það á áberandi stað í eða við töfluna. Eins ef tafla, eða hluti hennar, inniheldur búnað sem getur verið spennuhafa eftir rof straumfæðingar, nema viðkomandi búnaður sé gerður fyrir varnarsmáspennu og/eða sé með þéttum þar sem spennan fer ekki yfir 120VDC 5 sekúndum eftir straumrof.
11.3 Bráðabirgðalágspennuvirki.
Tenglar og fasttengd neyslutæki, sem hafa málstraum 16 A eða lægri í bráðabirgðavirki, skulu varin á einn eftirtalinna hátta:
- Með bilunarstraumsrofa sem hefur málgildi útleysistraums 30 mA eða lægra
- með tengingu við öryggissmáspennu (SELV), sbr. ÍST HD 60364 staðlaröðina
- með sérstökum aðskilnaðarspennum.
11.4 Lágspennuloftlínur.
Í þessari grein eru tilgreind ákvæði um lágspennuloftlínur með tilliti til íslenskra aðstæðna. Lágspennuloftlínur skulu uppfylla neðangreind sérákvæði þessarar greinar. Loftlínur, sem uppfylla neðangreind ákvæði ásamt ákvæðum ÍST EN 50341-1 og ÍST EN 50341-2-12 eins og við á, eru álitnar uppfylla grunnkröfur sem tilgreindar eru í 10. gr.
Lágspennuloftlínur, sem notaðar eru sem heimtaugar að húsum, má festa á húsin, þó ekki lægra en í 2,5 m hæð þar sem ekki er umferð enda séu vírar með haldgóðri veðurþolinni einangrun.
Heimilt er að miða straumáraun víra í lágspennuloftlínum við viðauka A, kafla 52 í ÍST HD 60364 staðlaröðinni, lagnaraðferð E, F og G eins og við á.
Þar sem því verður við komið á bil milli óeinangraðra víra á miðju hafi milli stólpa að vera a.m.k. 1% af lengd hafsins, þó aldrei minna en 0,40 m milli víra sem eru hver upp af öðrum í lóðréttum fleti og 0,35 m milli víra sem liggja hlið við hlið í láréttum fleti.
Þrátt fyrir ákvæði ÍST HD 60364 staðlaraðarinnar þar um er ekki heimilt að leggja loftlínur yfir tjald- og hjólhýsasvæði.
11.5 Tæknilegar kröfur fyrir afhendingu rafmagns til skipa í siglingum á skipgengum vatnaleiðum.
Afhending rafmagns frá landi til skipa í siglingum á skipgengum vatnaleiðum skal annaðhvort vera samkvæmt ÍST EN 15869-2 eða ÍST EN 16840 eftir því hver orkuþörfin er.
12. gr. Sérstakar öryggiskröfur fyrir háspennuvirki.
12.1 Almennt.
Í þessari grein eru tilgreind ákvæði um háspennt raforkuvirki með tilliti til íslenskra aðstæðna. Virki, sem uppfylla ákvæði staðlanna ÍST EN 61936-1:2010, Háspennuvirki fyrir riðspennu yfir 1 kV - 1. hluti: Almennar reglur, og ÍST EN 50522:2010, Jarðtenging háspennuvirkja fyrir riðspennu yfir 1 kV, eru álitin uppfylla kröfur sem tilgreindar eru í 10. gr.
Uppsetning spennistöðva og dreifikerfa í strjálbýli, sem falla ekki undir ákvæði þeirra staðla sem vísað er til í 1. mgr., skal vera samkvæmt verklýsingu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VL3.
12.2 Tæknilegar kröfur fyrir afhendingu háspennts rafmagns frá landi til skipa.
Þar sem þörf er á rekstrarsamhæfi skal afhending háspennts rafmagns frá landi fyrir skip, þ.m.t. hönnun, uppsetning og prófun kerfanna, vera í samræmi tækniforskriftirnar í staðlinum IEC/ISO/IEEE 80005-1.
13. gr. Sérstakar öryggiskröfur fyrir háspenntar loftlínur.
13.1 Almennt.
Í þessari grein eru tilgreind ákvæði um háspenntar loftlínur með tilliti til íslenskra aðstæðna. Háspennulínur, sem uppfylla ákvæði ÍST EN 50341-1 og ÍST EN 50341-2-12, eru álitnar uppfylla grunnkröfur sem tilgreindar eru í 10. gr.
14. gr. Þvingunarúrræði, viðurlög og gildistaka.
14.1 Þvingunarúrræði.
Um dagsektir, birtingu skýrslna og stjórnvaldssektir fer samkvæmt V. kafla laga nr. 146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga.
14.2 Viðurlög.
Brot gegn ákvæðum þessarar reglugerðar og reglum og fyrirmælum sem sett eru með stoð í henni, varða sektum nema þyngri refsing liggi við að lögum.
Með mál út af brotum á reglugerð þessari og reglum og fyrirmælum sem sett eru með stoð í henni, skal fara að hætti sakamála.
14.3 Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 13. og 14. gr. laga nr. 146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 264/1971 um raforkuvirki með síðari breytingum.
14.4 Gildistaka samnings um Evrópskt efnahagssvæði (EES).
Í 7. gr. eru sett ákvæði til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/35/ESB um samræmingu laga aðildarríkjanna um að bjóða rafföng fram á markaði sem notuð eru innan ákveðinna spennumarka (endurútgefin) sem felldi úr gildi tilskipun 2006/96/EB sama efnis. Túlka ber ákvæði 7. gr. í samræmi við ákvæði tilskipunarinnar um rafföng skv. viðauka 4.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.