Prentað þann 26. des. 2024
452/2020
Reglugerð um breytingu á reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017.
1. gr.
Í stað orðanna "þeim breytingum sem kveðið er á um í 2. og 3. mgr. 92. gr." í 1. málsl. 3. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: breytingum samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2395 frá 12. desember 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar umbreytingarfyrirkomulag til að draga úr áhrifum á eiginfjárgrunn vegna innleiðingar IFRS-staðals 9 og fyrir meðhöndlun tiltekinna áhættuskuldbindinga opinberra aðila gefnum upp í heimagjaldmiðli aðildarríkis sem stórra áhættuskuldbindinga, þó þannig að í stað dagsetningarinnar "1. febrúar 2018" tvívegis í 9. mgr. 473. gr. a reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 kemur: 15. júní 2020.
2. gr.
Við 90. gr. reglugerðarinnar bætist: eða heimilt skv. 473. gr. a reglugerðarinnar.
3. gr.
92. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Birting.
Með heimild í ákvæði til bráðabirgða I í lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sbr. lög nr. 57/2015, vísast til enskra útgáfna í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins af:
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 frá 26. júní 2013 um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og verðbréfafyrirtækja: http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1464730323748&uri=CELEX:32013R0575.
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2395 frá 12. desember 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar umbreytingarfyrirkomulag til að draga úr áhrifum á eiginfjárgrunn vegna innleiðingar IFRS-staðals 9 og fyrir meðhöndlun tiltekinna áhættuskuldbindinga opinberra aðila gefnum upp í heimagjaldmiðli aðildarríkis sem stórra áhættuskuldbindinga: https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX:32017R2395.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 117. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 4. maí. 2020.
F. h. r.
Guðrún Þorleifsdóttir.
Gunnlaugur Helgason.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.