Fara beint í efnið

Prentað þann 26. des. 2024

Stofnreglugerð

860/2022

Reglugerð um umbreytingartímabil sem tengjast kröfum um eiginfjárgrunn að því er varðar áhættuskuldbindingar vegna miðlægra mótaðila samkvæmt reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 og (ESB) nr. 648/2012.

1. gr. Innleiðing.

Ákvæði eftirtalinna reglugerða skulu gilda hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af bókun 1 um altæka aðlögun við EES-samninginn, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 591/2014 frá 3. júní 2014 um framlengingu umbreytingartímabilanna sem tengjast kröfum vegna eiginfjárgrunns að því er varðar áhættuskuldbindingar vegna miðlægra mótaðila í reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 og (ESB) nr. 648/2012, sem er birt á bls. 63 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 38 frá 16. júní 2022, sem var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 81/2019 frá 29. mars 2019.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1317/2014 frá 11. desember 2014 um framlengingu umbreytingartímabilanna sem tengjast kröfum vegna eiginfjárgrunns að því er varðar áhættuskuldbindingar vegna miðlægra mótaðila í reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 og (ESB) nr. 648/2012, sem er birt á bls. 65 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 38 frá 16. júní 2022, sem var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2019 frá 29. mars 2019.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/880 frá 4. júní 2015 um framlengingu umbreytingartímabilanna sem tengjast kröfum vegna eiginfjárgrunns að því er varðar áhættuskuldbindingar vegna miðlægra mótaðila í reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 og (ESB) nr. 648/2012, sem er birt á bls. 384 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020, sem var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2019 frá 29. mars 2019.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2326 frá 11. desember 2015 um framlengingu umbreytingartímabilanna sem tengjast kröfum vegna eiginfjárgrunns að því er varðar áhættuskuldbindingar vegna miðlægra mótaðila í reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 og (ESB) nr. 648/2012, sem er birt á bls. 386 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020, sem var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2019 frá 29. mars 2019.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/892 frá 7. júní 2016 um framlengingu umbreytingartímabilanna sem tengjast kröfum vegna eiginfjárgrunns að því er varðar áhættuskuldbindingar vegna miðlægra mótaðila í reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 og (ESB) nr. 648/2012, sem er birt á bls. 67 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 38 frá 16. júní 2022, sem var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2019 frá 29. mars 2019.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2227 frá 9. desember 2016 um framlengingu umbreytingartímabilanna sem tengjast kröfum um eiginfjárgrunn að því er varðar áhættuskuldbindingar vegna miðlægra mótaðila í reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 og (ESB) nr. 648/2012, sem er birt í fylgiskjali 1, sem var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2019 frá 29. mars 2019.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/954 frá 6. júní 2017 um framlengingu umbreytingartímabilanna sem tengjast kröfum vegna eiginfjárgrunns að því er varðar áhættuskuldbindingar vegna miðlægra mótaðila í reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 og (ESB) nr. 648/2012, sem er birt á bls. 69 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 38 frá 16. júní 2022, sem var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2019 frá 29. mars 2019.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2241 frá 6. desember 2017 um framlengingu umbreytingartímabilanna sem tengjast kröfum um eiginfjárgrunn að því er varðar áhættuskuldbindingar vegna miðlægra mótaðila í reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 og (ESB) nr. 648/2012, sem er birt í fylgiskjali 2, sem var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2020 frá 30. apríl 2020.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/815 frá 1. júní 2018 um framlengingu umbreytingartímabilanna sem tengjast kröfum um eiginfjárgrunn að því er varðar áhættuskuldbindingar vegna miðlægra mótaðila í reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 og (ESB) nr. 648/2012, sem er birt í fylgiskjali 3, sem var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2020 frá 30. apríl 2020.
  10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1889 frá 4. desember 2018 um framlengingu umbreytingartímabilanna sem tengjast kröfum um eiginfjárgrunn að því er varðar áhættuskuldbindingar vegna miðlægra mótaðila í reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 og (ESB) nr. 648/2012, sem er birt í fylgiskjali 4, sem var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2020 frá 30. apríl 2020.
  11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1043 frá 24. júní 2021 um framlengingu umbreytingarákvæðanna sem tengjast kröfum um eiginfjárgrunn að því er varðar áhættuskuldbindingar vegna miðlægra mótaðila í reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013, sem er birt í fylgiskjali 5, sem var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 141/2022 frá 29. apríl 2022.

2. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 12. tölul. 2. mgr. 117. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, öðlast þegar gildi. Um leið fellur úr gildi reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017, með síðari breytingum.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 1. júlí 2022.

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Gunnlaugur Helgason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.