Staðlaðar leiðbeiningar vegna uppsagnar.
Staðlaðar leiðbeiningar um rétt til að falla frá samningi.
Réttur til að falla frá samningi:
Þú hefur rétt til að falla frá þessum samningi án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga.
Frestur til að falla frá samningnum rennur út 14 dögum eftir þann dag sem [1].
Til þess að nýta réttinn til að falla frá samningnum þarft þú að tilkynna okkur [2] ákvörðun þína um að falla frá samningnum með ótvíræðri yfirlýsingu (t.d. með bréfi sendu í pósti, símbréfi eða tölvupósti). Nota má meðfylgjandi staðlað eyðublað, en það er ekki skylda. [3].
Til að fresturinn teljist virtur nægir þér að senda tilkynningu um að þú neytir réttar þíns til að falla frá samningi áður en fresturinn rennur út.
Áhrif þess að falla frá samningi:
Ef þú fellur frá þessum samningi munum við endurgreiða þér allar greiðslur sem við höfum fengið frá þér, þ.m.t. afhendingarkostnað (að undanskildum viðbótarkostnaði vegna þess að þú valdir annan afhendingarmáta en ódýrasta staðlaða afhendingarmáta sem við bjóðum). Endurgreiðsla fer fram án ástæðulausrar tafar og alla jafna ekki síðar en 14 dögum eftir að okkur berst tilkynning um um að þú fallir frá þessum samningi. Við munum endurgreiða þér með því að nota sama greiðslumiðil og þú notaðir í upphaflegu viðskiptunum, nema þú hafir samþykkt annað sérstaklega. Þú þarft ekki að bera neinn kostnað af þessari endurgreiðslu. [4].
[5]
[6]
Leiðbeiningar við að fylla út upplýsingarnar: 1
[1] Seljandi bætir við einum af eftirfarandi textum úr gæsalöppum:
a. ef um er að ræða þjónustusamning eða samning um afhendingu á vatni, gasi eða rafmagni sem er ekki selt í takmörkuðu rúmmáli eða ákveðnu magni, samning um fjarhitun eða stafrænt efni sem er ekki afhent á áþreifanlegum miðli: „samningurinn var gerður.“,
b. ef um er að ræða sölusamning: „þú eða annar einstaklingur sem þú tilgreindir, annar en flutningsaðilinn, hefur fengið vöruna í sína vörslu.“,
c. ef um er að ræða samning þar sem neytandinn pantar margar vörur í einni pöntun en þær eru afhentar hver um sig: „þú eða annar einstaklingur sem þú tilgreindir, annar en flutningsaðilinn, hefur fengið síðustu vöruna í sína vörslu.“,
d. ef um er að ræða samning þar sem vörur eru afhentar í mörgum einingum eða stykkjum: „þú eða annar einstaklingur sem þú tilgreindir, annar en flutningsaðilinn, hefur tekið síðustu eininguna eða stykkið í sína vörslu.“,
e. ef um er að ræða samning um reglubundna afhendingu á vörum á tilteknu tímabili: „þú eða annar einstaklingur sem þú tilgreindir, annar en flutningsaðilinn, hefur tekið fyrstu vöruna í sína vörslu.“.
[2] Seljandi færir inn nafn sitt, heimilisfang og, ef hægt er, símanúmer, bréfasímanúmer og netfang.
[3] Seljandi færir inn eftirfarandi ef neytandanum er gefinn kostur á að fylla út og senda á rafrænu formi yfirlýsingu um að fallið sé frá samningi á vefsvæði sínu: „Þú getur einnig fyllt út og sent með rafrænum hætti staðlaða eyðublaðið eða aðra ótvíræða yfirlýsingu á vefsvæði okkar [færið inn veffang]. Ef þú notar þennan valkost munum við senda þér kvittun fyrir móttöku yfirlýsingarinnar á varanlegum miðli (t.d. með tölvupósti) án tafar.“
[4] Seljandi færir inn eftirfarandi ef um er að ræða sölusamninga þar sem hann hefur ekki boðist til að sækja vöruna ef fallið er frá samningi: „Við getum beðið með endurgreiðslu þar til við höfum fengið vöruna aftur eða þú hefur lagt fram sönnun fyrir endursendingu hennar, hvort sem kemur á undan.“
[5] Ef neytandi hefur móttekið vöru í tengslum við samninginn færir seljandi inn viðeigandi texta úr gæsalöppum:
a. færið inn:
‒ „Við munum sækja vöruna.“, eða
‒ „Þú þarft að endursenda vöruna eða afhenda vöruna til okkar eða til [ef við á færir seljandi inn nafn og heimilisfang einstaklings, sem hefur heimild til að taka á móti vörunni], án ástæðulausrar tafar og eigi síðar en 14 dögum eftir daginn sem þú tilkynnir okkur ákvörðun þína um að falla frá samningnum. Fresturinn telst virtur ef þú endursendir vöruna fyrir lok 14 daga tímabilsins.“,
b. færið inn:
‒ „Við munum bera kostnað af endursendingu vörunnar.“,
‒ „Þú þarft að bera beinan kostnað af endursendingu vörunnar.“,
‒ ef um er að ræða fjarsölusamning og seljandi býðst ekki til að bera kostnaðinn af að skila vörunni og varan er þannig að ekki er hægt að endursenda hana í pósti: „Þú þarft að bera beinan kostnað af endursendingu vörunnar, [færið inn fjárhæð].“, eða ef ekki er hægt með góðu móti að reikna fyrirfram út kostnaðinn við að endursenda vöruna: „Þú þarft að bera beinan kostnað af endursendingu vörunnar. Áætlaður kostnaður er að hámarki u.þ.b. [færið inn fjárhæð].“, eða
‒ ef um er að ræða samning sem var gerður utan fastrar starfsstöðvar og varan er þannig að ekki er hægt að endursenda hana í pósti og hún var send heim til neytandans þegar gengið var frá samningnum: „Við munum sækja vöruna á okkar kostnað.“, og
c. færið inn:
‒ „Þú ert aðeins ábyrg(ur) fyrir rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar af meðferð hennar annarri en þeirri sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar.“
[6] Seljandi færir inn eftirfarandi texta úr gæsalöppum ef um er að ræða samning um veitingu þjónustu eða samning um afhendingu á vatni, gasi eða rafmagni, ef það er ekki selt í takmörkuðu rúmmáli eða ákveðnu magni, eða um fjarhitun: „Ef þú óskar eftir að veiting þjónustu eða afhending á vatni/gasi/rafmagni/fjarhitun [eyðið því sem ekki á við] hefjist áður en frestur til að falla frá samningi rennur út þarft þú að greiða okkur fjárhæð sem er í réttu hlutfalli við það sem hefur verið afhent fram að þeim tíma þegar þú tilkynntir okkur að þú féllir frá þessum samningi, samanborið við að samningurinn hefði haldið gildi út samningstímann.“
1 Þar sem eru númer innan hornklofa fyllir seljandi inn viðeigandi upplýsingar úr leiðbeiningunum, sem samsvara númerunum.