Prentað þann 3. apríl 2025
335/2020
Reglugerð um breytingu á reglugerð um útlendinga, nr. 540/2017.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. reglugerðarinnar:
- Á eftir orðunum "húsnæði með" í 2. málsl. 2. mgr. kemur: fullu.
- Á eftir orðunum "sem fylgir" í 2. málsl. 3. mgr. kemur: fullt.
- Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Heimilt er að greiða fæðispeninga skv. 4. mgr. að hluta og skulu þeir nema 30% vegna morgunverða, 30% vegna hádegisverða og 40% vegna kvöldverða.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 9. mgr. 33. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Dómsmálaráðuneytinu, 15. apríl 2020.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Haukur Guðmundsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.