Fara beint í efnið

Prentað þann 14. nóv. 2024

Breytingareglugerð

301/2014

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 350/2009 um kennslanefnd.

1. gr.

3. mgr. 1. gr. orðist svo:

Að fenginni tillögu frá ríkislögreglustjóra, landlækni og tannlæknadeild Háskóla Íslands, skipar innanríkisráðherra nefndarmenn og varamenn til þriggja ára. Nefndarmenn skulu við störf sín bera sérstök skilríki útgefin af ríkislögreglustjóra.

2. gr.

Í stað orðsins "dómsmálaráðuneytinu" í 4. mgr. 6. gr. kemur: ríkislögreglustjóra.

3. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 40. gr. lögreglulaga nr. 90 13. júní 1996, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 4. mars 2014.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.