Fara beint í efnið

Prentað þann 22. nóv. 2024

Breytingareglugerð

235/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.

1. gr.

Í stað ákvæðis til bráðabirgða II kemur nýtt ákvæði til bráðabirgða II svohljóðandi:

Fram til 31. júlí 2021 gildir eftirfarandi:

Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 29. gr. gilda ákvæði 1. mgr. sömu greinar einnig um ökuskírteini gefin út í Bretlandi.

Þrátt fyrir ákvæði 7.-9. mgr. 31. gr. er heimilt að gefa út íslenskt ökuskírteini í stað ökuskírteinis sem gefið er út í Bretlandi, án þess að umsækjandi þreyti próf. Þá gildir ákvæði 10. mgr. sömu greinar ekki um ökuskírteini gefin út í Bretlandi.

2. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 58. og 62. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Um leið fellur úr gildi reglugerð nr. 322/2019.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 15. janúar 2021.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.