Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 3. mars 2021

322/2019

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, Ákvæði til bráðabirgða II, sem verður svohljóðandi:

Ákvæði VII. kafla er fjalla um ökuskírteini sem gefin eru út í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins gilda einnig um ökuskírteini gefin út í Bretlandi.

2. gr.

Reglugerð þessi fellur brott að einu ári liðnu frá gildistöku hennar.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 52. og 54. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum, öðlast gildi þann dag er Bretland gengur úr Evrópusambandinu.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 3. apríl 2019.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.