Fara beint í efnið

Prentað þann 23. des. 2024

Breytingareglugerð

189/2017

Reglugerð um breyting á reglugerð um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 361/2016.

1. gr. Innleiðing gerða.

  1. Töluliður 1.2 í 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar fellur niður.
  2. Í stað 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar kemur:
    Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um varnartengdar vörur skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 7. gr.:

    1. Sameiginleg afstaða ráðsins 2008/944/SSUÖ frá 8. desember 2008 um skilgreiningu á sameiginlegum reglum um eftirlit með útflutningi á hernaðarlegri tækni og búnaði, sbr. fylgiskjal 4 við reglugerð nr. 758/2014 um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu.
    2. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/970 frá 27. maí 2016 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/43/EB að því er varðar skrána yfir varnartengdar vörur, sbr. fylgiskjal 3.
  3. Fyrsti málsliður 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar hljóði svo:
    Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um eftirlit með útflutningi skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 7. gr.:
  4. Í stað töluliðar 1.3 í 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur:

    1.3 Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1969 frá 12. september 2016 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 428/2009 um að setja Bandalagsreglur um eftirlit með útflutningi, flutningi, miðlun og umflutningi hluta með tvíþætt notagildi, sbr. fylgiskjal 4.

2. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4., 5. og 14. gr. laga um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 58/2010, öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 17. febrúar 2017.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Stefán Haukur Jóhannesson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.