Persónuafsláttur og skattþrep launatekna
Dæmi um nýtingu persónuafsláttar og skattþrep
Persónuafsláttur 2025 er 68.691 króna á mánuði, eða 824.288 krónur fyrir allt árið.
Skattþrep 2025 eru þrjú:
Skattþrep | Af tekjum | Skatthlutfall |
|---|---|---|
Skattþrep 1 | 0 - 472.005 kr. | 31,49% |
Skattþrep 2 | 472.006 - 1.325.127 kr. | 37,99% |
Skattþrep 3 | yfir 1.325.127 kr. | 46,29% |
Það er á ábyrgð hvers og eins að gefa launagreiðendum sínum réttar upplýsingar til að tryggja að rétt staðgreiðsluhlutfall sé dregið af laununum og að persónuafsláttur sé rétt nýttur.
Fari mánaðarlaun yfir 472.005 kr. hjá einum launagreiðanda þarf að reikna staðgreiðslu af launum hjá öðrum launagreiðendum í næsta skattþrepi fyrir ofan. Fyrir mánaðarlaun yfir 1.325.127 kr. reiknast staðgreiðsla af þeim hluta sem fer yfir það mark í þrepi þrjú.
Tökum dæmi:

Þjónustuaðili
Skatturinn