Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Persónuafsláttur og skattþrep launatekna

Skattkort lögð af

Þegar staðgreiðsla var fyrst tekin upp voru þessar upplýsingar skráðar á skattkort sem launagreiðandi varðveitti. Skattkort voru lögð af frá og með árinu 2016 og eru ekki lengur notuð.

Upplýsingar sem áður voru skráðar á skattkort eru nú aðgengilegar á þjónustuvef Skattsins

Yfirlit yfir nýtingu persónuafsláttar

Á þjónustuvef Skattsins

Að halda utan um upplýsingar um persónuafslátt

Launagreiðendur koma sér upp hverju því verklagi sem best hentar á hverjum vinnustað svo hægt sé að staðfesta að farið sé að óskum launamanns um nýtingu persónuafsláttar.

Hvað á að gera við gömlu skattkortin?

Eftir þessa breytingu missa gömlu skattkortin sitt fyrra gildi og hafa enga merkingu. Heimilt er að farga skattkortum þeirra sem starfa hjá launagreiðanda eftir að viðeigandi ráðstafanir hafa verið gerðar sem og skattkortum þeirra sem starfa ekki lengur hjá launagreiðanda.

Þjónustuaðili

Skatt­urinn