Persónuafsláttur og skattþrep við breytingar á störfum
Fæðingarorlof og persónuafsláttur
Þegar tekið er fæðingarorlof er hætta á ofnýtingu persónuafsláttar – sérstaklega þá mánuði sem eru að hluta greiddir af launagreiðanda og að hluta frá Fæðingarorlofssjóði.
Fyrir fæðingarorlof
Foreldrar þurfa að:
Upplýsa Fæðingarorlofssjóð um hvenær má byrja að nota persónuafslátt
Upplýsa launagreiðenda um að hætta að nýta persónuafslátt
Eftir fæðingarorlof
Foreldrar þurfa að:
Upplýsa Fæðingarorlofssjóð um að hætta að nýta persónuafslátt
Upplýsa launagreiðanda um hvenær má byrja að nýta persónuafslátt
Gæta þess að launagreiðandi geri ekki ráð fyrir uppsöfnuðum persónuafslætti á meðan á fæðingarorlofi stóð
Ef foreldrar koma aftur til vinnu í hlutastarfi og fá greitt að hluta frá Fæðingarorlofssjóði og að hluta frá vinnuveitanda þarf að gæta þess að skattur sé reiknaður í réttu skattþrepi og að persónuafsláttur sé ekki nýttur á báðum stöðum.
Sjá nánar um ofnýttan persónuafslátt.

Þjónustuaðili
Skatturinn