Fara beint í efnið

Leyfi til að brenna sinu

Umsókn um leyfi til að brenna sinu

Vinsamlegast athugið að ef sótt er um í nafni fyrirtækis þarf prókúruhafi að sækja um.

Eigendur og ábúendur jarða á lögbýlum þar sem stundaður er landbúnaður geta sótt um leyfi til að brenna sinu á tímabilinu 1. apríl til 1. maí ár hvert.

Annars eru sinubrennur bannaðar.

Hægt er að sækja um leyfið frá 1. mars og er umsóknin afgreidd ekki seinna en 10 dögum eftir að hún berst.

Ekki má brenna sinu þar sem almenningur gæti verið í hættu eða tjón getur orðið á: 

  • náttúruminjum 

  • fuglalífi 

  • mosa

  • lyng- eða trjágróðri

  • skógi 

  • mannvirkjum

Kostnaður

Leyfið kostar 12.000 kr. og skal það greitt inn á reikning hjá því sýslumannsembætti þar sem sótt er um leyfi til sinubrennu.

Umsókn 

Í umsókninni þarf meðal annars að koma fram:

  • nafn og kennitala ábyrgðarmanns

  • hver er tilgangur sinubrennu og rökstuðningur fyrir nauðsyn hennar

  • hvernig útbreiðsla elds verður takmörkuð 

  • aðgangur að slökkvivatni, viðbúnaður og viðbragðsáætlun 

  • áætluð tímasetning sinubrunans

Fylgigögn

  • Uppdráttur og lýsing á svæðinu þar sem óskað er eftir að brenna sinu

  • Afrit af umsögnum og samþykki hlutaðeigandi búnaðarsambands

  • Afrit af umsögnum og samþykki hlutaðeigandi heilbrigðisnefndar

  • Afrit af umsögnum og samþykki hlutaðeigandi slökkviliðs

Umsóknina þarf að senda til embættis sýslumanns í því umdæmi sem sinubrennan á að fara fram. Sýslumaður fer yfir umsóknina og gefur út leyfisbréf ef öll skilyrði eru uppfyllt.

Kærufrestur

Heimilt er að kæra ákvarðanir sýslumanns til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins innan þriggja mánaða frá móttöku.

Hlutverk leyfishafa og ábyrgðarmanns

Handhafi leyfis til sinubrennu á að:

  • tilkynna nágrönnum um leyfið og áætlaða tímasetningu brennu (bréflega – til dæmis í tölvupósti). 

  • tilkynna Umhverfisstofnun skriflega um flatarmál brunnins svæðis, innan mánaðar frá brennunni. 

Leyfishafi eða ábyrgðarmaður sinubrennu þarf að vera á staðnum þegar bruninn fer fram. 

Við sinubruna skal gæta ýtrustu varkárni og gæta þess að valda ekki óþarfa ónæði eða óþægindum.

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki má nálgast umsókn á pdf formi hér

Umsókn um leyfi til að brenna sinu

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15